Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Málaferli Gísla Arnar Lárussonar og Skandia Mísræmi í nafn- virðihlutafjár íreikningum MALAFERLI Gísla Arnar Lárus- sonar og Skandia hafa nú tekið nýja stefnu og hefur Gísli Örn boðað komu sína á aðalfund Skandia í Svíþjóð nk. mánudag til að leggja nokkrar fyrirspurnir fyr- ir stjórn félagsins. Gísli, sem er hluthafí í Skandia í Svíþjóð, hyggst m.a. leita svara við því hvert hlutafé í Vátryggingafélag- inu Skandia sé og hvort rétt sé að Skandia í Svíþjóð hafi greitt 1,5 milljarða króna með rekstri Skandia hér á landi sl. 5 ár. Engin hlutafjáraukning skráð í ársreikningum móðurfélagsins Gísli segir að ástæðan sé fyrst og fremst ákveðið misræmi sem gæti í upplýsingum um heildar- hlutafé Vátryggingafélagsins Skandia í reikningum þess hér heima og í reikningum móðurfé- lagsins í Svíþjóð. í bókhaldi Skan- dia í Svíþjóð sé hlutafé Vátrygg- ingafélagsins Skandia enn skráð 12 milljónir íslenskra króna þrátt fyrir 140 milljóna króna hlutafjár- aukningu sem fram hafi farið í árslok 1992. Eins og fram hefur komið stend- ur Gísli Örn nú í málaferlum við Skandia um að umrædd hlutafjár- aukning verði ógild, en Skandia hefur hins vegar höfðað mál fyrir Héraðsdómi þar sem þess er kraf- ist að gerðardómur frá 20. janúar 1995 verði ógildur. Sá dómur felldi sem kunnugt er úr gildi samninga sem Gísli Örn og Skandia höfðu gert með sér um ráðstöfun hlutabréfa í Vá- tryggingafélaginu Skandia. Með ógildingu þeirra sam'ninga hefur Gísli Órn talið sig vera eiganda 35,7% hlutafjár í Skandia á ís- landi og hefur hann á grundvelli þess krafist þess að fá hlutabréf sín afhent, jafnframt því sem áður- nefnd hlutfjáraukning verði ógild. Gísli segir það á vissan hátt vera furðulegt að standa í mála- ferlum vegna hlutafjáraukningar- innar hér á landi, þegar Skandia í Svíþjóð hafi aldrei fært hana til bókar í ársreikningum sínum, þrátt fyrir að Skandia hér á landi hafí fært hlutafé sitt upp um 140 milljónir fyrir rúmum þremur árum síðan. Hann vilji því fá svar við því frá stjórn fyrirtækisins hvaða tölur séu réttar í þessu sam- hengi. Eins og fyrr segir hyggst Gísli Örn einnig spyrjast fyrir um það hversu háar fjárhæðir Skandia í Svíþjóð hafi greitt með rekstri Skandia hér á landi, beint og óbeint, og hvort rétt sé að þær greiðslur hafi numið um 1,5 millj- örðum króna á undanförnum 5 árum. íslendingar með heimsmetí alnetsnotkun ISLENDINGAR eru mestu net- fíklar heims, en samkvæmt tölum frá OECD sem birtust í þýska dagblaðinu Die Welt nota. tæp 2% þjóðarinnar alnetið eða átján af hverjum eitt þúsund íbúum. Finnar eru í öðru sæti með fjórtán notendur á hverja eitt þúsund íbúa. í fæðingar- landi alnetsins, Bandaríkjunum, eru tólf notendur á hverja þús- und ibúa eða sama hlutfall og í Noregi. Mikil útbreiðsla alnets- ins á Norðurlöndum vekur at- hygli en fjögur þeirra eru í fyrstu fimm sætunum. Alnetsnotendur á hverja 1.000 íbúa samkvæmt könnun 0ECD árið 1995 Island Finnland Bandaríkin Noregur Svíþjóð Sviss Holland Danmörk Bretland Austurríki Þýskaland Belgía írland Frakkland Lúxemborg Japan Spánn i Portúgal B ítalía Grikkland |o,4 m EJ Peningamarkaðssjóður meðþriggja daga binditíma Matreiðslumaður ársins Sturla Birgisson LANDSBRÉF hf. stofnuðu í nóvember sl. peningamarkaðssjóð undir heitinu Peningabréf. Sjóður- inn hefur hlotið mjög góðar viðtök- ur stærri fjárfesta, s.s. fyrirtækja, sveitarfélaga, tryggingarfélaga og annarra sem þurfa oft að festa fé til mjög skamms tíma, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Með Peningabréfum hafa við- skiptavinir aðgang að hinum góðu tækifærum á verðbréfamarkaði án þess að taka sveiflum og fórna öryggi um of. Frá því í nóvember nema viðskipti í sjóðnum á fjórða milljarð króna. • Sjóðurinn fjárfestir eingöngu í traustustu tegundum verðbréfa á markaðnum, einkum skammtíma- verðbréfum ríkissjóðs og banka- stofnana. Mikill stöðugleiki hefur einkennt rekstur sjóðsins. Nafnávöxtun frá stofnun sjóðsins hefur verið 6,15% en sl. mánuð hefur nafnávöxtunin verið 7,90%. Unnt er að ganga frá kaupum og sölu Peningabréfa með einu símtali og hvorki þarf að greiða innlausnar- né stimpilgjöld. Fram til þessa hefur lágmarks binditími í sjóðnum verið 10 dagar en nú hefur orðið sú breyting að unnt verður að innleysa hvenær sem er að þremur dögum liðnum. HAFNARFJORÐUR Setberg Fjárhúsholt, Klukkuberg 1 Breyting á deiliskipulagi í samræmi við gr. 4.4 í skipulagsgerð nr. 318/1985 er hér auglýst til kynningar breytt deiliskipulag aö Klukku- bergi 1 í deiliskipulagi íbúðarbyggðar á norðuröxl Fjár- húsholts. Breytt er uppdrætti sem samþykktur var af Skipulagsstjóra ríkissins 19. desember 1991. Breytingin felst í að í stað einbýlishúss að Klukkubergi 1 kemur parhús, háð sömu skilmálum og hús sömu tegundar í skipulagi íbúðarbyggðar í Setbergshverfi. Tillaga þessi að breyttu deiliskipulagi var samþykkt af bæjarstjórn Hafnarfjarðar þann 30. apríl 1996. Tillagan liggur frammi í afgreiðslu tæknideildar að Strandgötu 6, þriðju hæð, frá 9. maí til 6. júní 1996.' Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 20. júní 1996. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast henni samþykkir. 7. maí 1996 Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar BA og Sun- Air ógna SAS Kaupmannahöfn. Reuter, BRITISH AIRWAYS hefur gert samning við flugfélagið Sun-Air of Scandinavia A/S í Danmörku í von um að auka miðasölu og draga úr yfirburðum SAS. British Airways segir að um sé að ræða fyrsta sérleyfissamning félagsins við fyrirtæki utan Bret- lands. Samkvæmt samningnum fær Sun-Air að nota vörumerkið British Airways Express og fljúga undir merkjum BA og bjóða sameiginlega flugmiða og bókanir með vélum BA. Fleiri kostir eru í boði. BA fær 250.000 pund á ári í sölulaun og fyrir þjónustu í ferðum British Airways E-xpress innan Danmeí'kur og milli Danmerkur og Noregs og Svíþjóðar og greiðir eng- an kostnað. Sun-Air verður aðskilið og óháð félag að sögn BA. Sagt er að af- koma SunAir hafi verið vel viðun- andH fyrra. SunrAir flutti 120.000 farþega í fyrra frá dönskum bæjum til Kaupmannahafnar og áfanga- staða í Svíþjóð og Noregi. Tólf Jets- tream flugvélar félagsins taka 18-30 farþega hver og fara 260 ferðir á viku. Stefnt gegn SAS Ráðamenn BA vona að Danir af landsbyggðinni, sem ætla til út- landa, ferðist alla leiðina með Brit- ish Airways og að þannig verði dregið úr yfirburðum SAS. Þeir taka þó fram að mjög erfitt sé að hnekkja yfirburðum SAS á Norður- löndum og búast við hörðum við- brögðum, þótt þeir skýri það ekki nánar. SAS gerir lítið úr hinni nýju sam- keppni og segir farþega hagnast lítið á því að fljúga í vélum merktum BA en ekki SunAir. Aðalskoð- unmeð eftirlit með leik- föngum LÖGGILDINGARSTOFAN og Rafmagnseftirlit ríkisins hafa gengið frá samningum við Aðalskoðun hf. um eftirlit með öryggi leikfanga og raffanga. Samningur þessi er gerður á grundvelli laga um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu og stefnir Aðalskoðun að því að þetta eftirlit verði faggild starfsemi um mitt þetta ár, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá fyrirtækinu. Eftirlitið felst í því að fylgst er með þeim vörum sem eru á markaði með heimsóknum til söluaðila og innflytjenda. Að- alskoðun mun sjá um að skoða viðkomandi vörur og gera stjórnvöldum viðvart ef þær eru taldar hættulegar. Er- stjórnvöldum þá heimilt að setja sölubann á vöruna uns nánari skoðun hefur farið fram, og skylda ábyrgðaraðila hennar til að innkalla hana ef hættan er staðfest. Meginstarfsemi Aðalskoð- unar fram tíl þessa hefur verið ökutækjaskoðun og er mark- aðseftirlitið því viðbót við þá starfsemi. í fréttatilkynning- unni segir að þessi starfsemi falli vel að því umhverfi sem þegar sé til staðar í fyrirtæk- inu. Kerfi til skráningar og innra gæðaeftirlits slíkra skoð- ana séu lík að uppbyggingu, óháð þeirri vöru sem skoðuð sé. Því muni Aðalskoðun styðj- ast við það gæðakerfi sem þegar hafi verið þróað vegna ökutækjaskoðana. Nýtt fræðslu- myndband um starf s- mannamál MYNDBÆR hf. hefur gefið út nýtt fræðslumyndband með heitinu „Starfsmaðurinn - að standa sig vel". Myndin er ætluð stjórnendum og starfs- mönnum fyrirtækja og fjallar um þau atriði sem starfsmenn verða að hafa í huga, bæði í leik og starfí. Hana má nota til að skoða hvað betur megi fara, hvernig auka megi starfsánægju starfsmanna og ná fram aukinni framlegð, að því er segir í frétt frá Myndbæ. Myndin er áþekk mynd sem fyrirtækið gerði um sama málaflokk fyrir nokkrum árum en er með nýjum efnisþáttum. Reynslan við gerð fyrri mynd- arinnar nýttist vel við gerð þessarar og hún er því efnis- meiri og vandaðri. Meðal þeirra atriða sem fjallað er um í myndinni er samstarfshæfni, tímaþjófar, frammistöðumat, ábyrgð, tjáskipti, hávaði, kynningin, framkoma, gæða- mál, lifnaðarhættir, frum- kvæði, stundvísi, markmið og frítími. Myndin er um 9 mínútna löng og hentar því vel til að sýna á fundum þar sem farið er yfir fyrrgreinda þætti. Handrit fylgir með til að auð- velda stjórnanda umræður^ segir ennfremur. \ II-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.