Morgunblaðið - 08.05.1996, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.05.1996, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 17 ERLENT Reuter Verkfall boðað í Finnlandi vegna sparnaðaraðgerða Deila stj órnvalda og launþega maguast Helsinki. Morgunblaðið. ALÞÝÐUSAMBANDIÐ í Finnlandi (SAK) boðaði á mánudag til verk- falls um óákveðinn tíma í helstu útflutningsfyrirtækjum fatlist stjómvöld ekki á að afturkalla frumvarp um niðurskurð og sparn- að í ríkisrekstri. Verkfallið mun hefjast á mið- vikudag í næstu viku hafi ríkis- stjórnin þá ekki tekið til baka frum- varpið sem kveður á um lækkun atvinnuleysisbóta. Auk útflutnings- iðnaðarins mun verkfallið einnig stöðva flugferðir og siglingar til útlanda. Ekkert um að semja Leiðtogar helstu stjórnarflokk- anna, þeir Paavo Lipponen forsætis- ráðherra (jafn.) og Sauii Niinistö fjármálaráðherra, endurtóku að rík- isstjórnin gæti ekki orðið við þess- ari kröfu, ekkert væri til að semja um. Sparnaðaraðgerðirnar væru á hendi ríkisstjórnarinnar og ekki mætti láta undan þrýstingi frá hagsmunasamtökum. Framlag hinna atvinnulausu Deilan hefur nú magnast að mun frá því um helgina. Þá boðuðu stétt- arfélög til allsherjarverkfalls sem verður á föstudag. Þá er reiknað með að rúmlega ein milljón manna leggi niður vinnu í 24 klukkutíma. Er talið að tap þjóðarbúsins vegna þessa muni nokkurn veginn jafn- gilda þeirra upphæð sem ríkis- stjórnin hyggst spara. Stöðvist hins vegar útflutningsiðnaðurinn verður tapið margfalt. Ríkisstjórnin hyggst ná fram sparnaði sem nemur um 800 millj- ónum fmnskra marka á ári, um 7.200 milljónum íslenskra króna. Felur þessi upphæð í sér minni framlög til hinna atvinnulausu auk þess sem bótatíminn verður styttur. Rökstuddi ríkisstjórnin þessa ákvörðun m.a. með því að vísa til þess að 20 milljarða sparnaður sem samið var um í stjórnarsáttmálan- um hefði þegar bitnað á öllum þjóð- félagshópum og nú væri komið að hinum atvinnulausu að leggja sitt af mörkum. Martti Ahtisaari forseti ætlar að hitta formenn stærstu launþega- samtakanna að máli vegna verk- fallshótunarinnar en sagðist þó ekki ætla að taka að sér málamiðlun í deilunni. Pjöldamorð- ingi fluttur vegna morð- hótana MARTIN Bryant, 28 ára Ástrali sem myrti 35 manns um fyrri helgi I Tasmaníu, hefur verið fluttur af sjúkrahúsi í rammgert öryggisfangelsi, að sögn lög- reglu. Gert hafði verið ráð fyrir að Bryant yrði á sjúkrahúsinu í nokkrar vikur meðan hann jafn- aði sig af brunasárum en vegna áframhaldandi símahótana til starfsfólks sjúkrahússins var þeirri ákvörðun breytt. Frá handtöku Bryants hefur verið hringt oft á dag í sjúkra- húsið í Hobart, höfuðstað Tasm- aníu, og því hótað að ráða Bry- ant af dögum. Tvisvar hefur ver- ið tilkynnt um að sprengjum hafi verið komið þar fyrir en í bæði skiptin reyndist um gabb að ræða. Þá var vígorðið „auga fyr- ir auga“ krotað á veggi sjúkra- hússins í síðustu viku. Bryant gekk berserksgang um fyrri helgi á vinsælum ferða- mannastað í Port Arthur, 50 km suðaustur af Hobart, og myrti 35 manns. Myndin var tekin við útför 15 ára stúlku, sem var á meðal fórnarlambanna, og verið er að hughreysta móður hennar, er særðist þegar hún reyndi án árangurs að skýla henni. Peres segir Likud ógna friðarferlinu Jerúsalem. Reuter. SHIMON Peres, forsætisráðherra ísrael, sagði í gær að friðarferlið í Mið-Austurlöndum væri í hættu ef Likud-bandalagið ynni sigur í kosn- ingum í lok mánaðarins. Munurinn á flokkunum væri sá að Verka- mannaflokkurinn liti á sjálfstjórn Palestínumanna sem lið í ferli en Likud sem endalega lausn. Hann benti einnig á að yrði landnema- stefna tekin upp að nýju á Vestur- bakkanum gæti það ógnað friðar- samningunum. í fyrrakvöld voru sýnd viðtöl við helstu stjórnmálaleiðtoga ísraels þar sem þeir notuðu tækifærið til að koma skilaboðum áleiðis til kjós- enda. Samkvæmt ísraelskum lögum má ekki birta myndir af leiðtogum stjórnmálaflokka síðustu þijár vik- urnar fýrir kjördag en kosningarnar fara fram 29. maí. „Það fyrsta sem ég myndi gera væri að hefja viðræður við Sýrlend- inga á ný,“ sagði Peres í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð á mánudags- kvöld. Peres, sem hefur fimm pró- sentustiga forskot á keppinaut sinn, Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likud-bandalagsins, sagði jafnframt að hann myndi sjá til þess að áin Jórdan yrði öryggislandamæri ísra- els og að Jerúsalem áfram sameinuð höfuðborg landsins. Þá gagnrýndi Peres mótsagnir í málflutningi Likud í friðarmálum. Mótsagnir Likud Netayahu lýsti því yfir að hann myndi fallast á friðarsamkomulag ísraela og Palestínumanna, en einn af helstu leiðtogum flokksins, Ariel Sharon, fyrrverandi herforingi, sagðist ekki geta fallist á það. Netanyahu sagði i sjónvarpsvið- tali að hann myndi leyfa Palestínu- mönnum að sjá um sín mál á sjálf- stjórnarsvæðunum að öryggismál- um undanskildum. „Það er munur- inn. Ef Verkamannaflokkurinn verður kjörinn, Guð forði okkur frá því, þá mun hann stofna palestínskt ríki ... Við erum ekki hlynntir pal- estínsku ríki, við erum hlynntir sjálfstjórn. Það er munurinn," sagði formaður Likud. HJólsagir Ása Einarsdóttir Kristján Pálsson Bresk vika hjá Samskipum Dagana 6.-10. maí næstkomandi verða fulltrúar okkar á Bretlandseyjum staddir hér á landi í tilefni breskrar viku hjá Samskipum. Asa Einarsdóttir framkvæmdastjóri Samskip Ltd. sem staðsett er í Hull, mun verða hjá okkur þessa daga, ásamt þeim Kristjáni Pálssyni sölustjóra og Lynn Scott fulltrúa. Phil Hall starfsmaður frá Hull Economic Society kemur í heimsókn föstudaginn 10. maí. Þeir sem vilja íhuga viðskipti við fyrirtæki í Hull og Humberside svæðinu ættu að koma og hitta Phil til pess að fá hjá honum upplýsingar. Allar nánari upplýsingar eru veittar í söludeild Samskipa í síma 569 8300 SAMSKIP Holtabakka v/Holtaveg, 104 Reykjavík Slmi: 569 8300 - Fax: 569 8349 Hittu okkar^fólk frá Bretlandi á íslandi í þessari yiku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.