Morgunblaðið - 08.05.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 08.05.1996, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4' ERLENT Háskólanemi í ritlist höfðar mál Derek Walcott sakaður um áreitni NÓBELSSKÁLDIÐ Derek Waleott hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni við nem- anda í Boston-háskóla og er krafíst alls um hálfrar milljónar dollara, um 33 milljóna króna, í bætur, að sögn breska blaðsins In- dependent on Sunday. Walcott er frá eynni St Lucia á Karíbahafi, hann hlaut Nóbelsverð- launin árið 1992 og er talinn helsta skáld þjóðanna í Vestur-Indíum. Walcott neitar að tjá sig um málið og segist vera í leyfi í heimalandi sínu fram á haust- ið. Um sama leyti og Walcott fékk Nóbelsverðlaunin sakaði fyrrverandi nemandi hans í Harvard hann um að hafa verið „kynferðislegt háskólarándýr“ er hann kenndi þar. Hann hefði farið fram á kynmök við sig og er hún hafnaði tilmælunum hefði hann hefnt sín með því að gefa lága einkunn. Walcott hlaut ávítur vegna málsins en hann varði sig með því að um- mælin, sem hann var gagnrýnd- ur fyrir, væru eðlileg í ljósi þeirra aðferða sem hann notaði Minnesota, fyrrverandi Derek Walcott við kennsluna, hann væri af ásettu ráði „mjög persónulegur og einkenndist af ákefð“. Nicole Niemi, sem er frá St Paul í er hálffertug og fréttamaður hjá sjónvarpsstöð. Ni- emi var nemandi Walcotts í ritlist í Boston-háskóla. Hún segir að Walcott hafi hótað sér falleinkunn ef hún neitaði að sænga hjá sér. Lögmaður hennar, Fred Wi- lensky, segir að Niemi hafí verið miður sín vegna framferðis Walc- otts og hrökklast úr skólanum. Walcott hefur ver- ið skipað að bera vitni í málinu 6. júní en Wilensky segist ekki viss um að hann mæti. Lögmenn hans hafi gefið í skyn að hann kæmi ekki „nema ég segði þeim hvaða upplýsingar við hefðum frá öðrum konum“. Walcott er 66 ára gamall og þríkvæntur. Þekktasta verk hans er Omeros, söguljóð sem innblásið er af Ódysseifskviðu Hómers en gerist á Karíbahafi. Hann hefur einnig ritað um 80 leikrit þar sem viðfangsefnið er oft goðafræði og nýlendustefna. MÓÐIR Teresa gengur fram hjá nunnum, sem bíða þess að fá að kjósa í Kalkútta. Reuter Þriðja lota kosning- anna á Indlandi Bombay. Reuter. SIÐASTA meginlota kosninganna á Indlandi var haldin í gær og létu að minnsta kosti fimm manns lífið. Kosið var í 183 kjördæmum í 12 ríkjum með 200 miHjónum manna á kjörskrá. Kjörsókn virt- ist hins vegar ætla að verða dræm eða milli 45% og 50%. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar í Bombay, þar sem kosið var í sex kjördæmum. Lögregla í Bombay kvaðst hafa handtekið 2000 þekkta glæpamenn í öryggis- skyni. Þar höfðu aðeins 34% kjós- enda neytt atkvæðisréttar síns tveimur klukkustundum áður en kjörstöðum var lokað. Sögðu kosningastarfsmenn að ekki væri mikill áhugi á kosning- unum. 590 miHjónir manna eru á kjör- skrá á Indlandi, sem er fjölmenn- asta lýðræðisríki á jörðu. Kosning- unum er skipt niður á nokkra daga og hefur kjörsóknin verið 60% þá tvo daga, sem þegar hafa verið notaðir til kosningahalds. Talning atkvæða hefst í dag og er þess vænst að úrslit verði nokk- uð Ijós um helgina, þótt síðasti dagur kosninganna verði ekki fyrr en 30. maí. Helstu keppinautarnir í kosn- ingunum eru Kongress-flokkurinn undir forystu P.V. Narashima Rao forsætisráðherra og Baharatiya Janata, flokkur þjóðernissinnaðra hindúa, ásamt tveimur minni flokkum. Búist er við að mjótt verði á munum og hvorugur stóru flokkanna nái hreinum meirihluta á þingi. Mexíkóborg. Reuter. EMBÆTTISMENN frá Banda- ríkjunum og Mexíkó komu saman í Mexíkóborg í gær og fyrradag til að ræða málefni innflytjenda og samvinnu ríkjanna á ýmsum sviðum, svo sem í baráttuna gegn eiturlyfjasmygli og peningaþvætti. José Angel Gurria, utanríkisráð- herra Mexíkó, sagði að samstarfið hefði reynst árangursríkt en bætti við að ríkin yrðu að leysa ýmis ágreiningsmál sem gætu stefnt samvinnunni í hættu. Samvinna Bandaríkjanna og Mexíkó Gæti skorist í odda vegna innflytjenda Gurria áréttaði að stjórn Mexíkó stefndi að aukinni samvinnu við Bandaríkin í baráttunni gegn eiturlyfjasmygli. Hann sagði stjórnina hins vegar hafa miklar áhyggjur af aðstæðum ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó í Banda- ríkjunum og frumvarpi, sem lagt hefur verið fyrir Bandaríkjaþing, um hert eftirlit með 3.000 km löngum landamærum ríkjanna. Koma þyrfti í veg fyrir að það skærist í odda með ríkjunum vegna slíkra mála. Meðal almennings í Mexíkó er mikil óánægja vegna árásar lög- reglumanna í Kaliforníu á tvo ólöglega innflytjendur nýlega og vegna umferðarslysa sem Mexíkó- menn hafa lent í þegar bandarísk- ir lögreglumenn hafa veitt þeim eftirför. Rússland Reyndiað smygla efni í kjarna- vopn Moskvu. Reuter. RÚSSNESKA öryggislög- reglan (FSB) hefur tekið fastan vísindamann í borginni Krasnojarsk fyrir að framleiða efni, sem hægt er að nota til smíði kjarnorkusprengju, að sögn fréttastofunnar Itar- Tass. Upp komst um vísinda- manninn er hann gaf upp annað efni á útflutnings- skýrslum en var í pakka er hann reyndi að smygla úr landi. Hvorki var gefið upp hvers kyns efni hefði verið í pakkan- um, sem vó eitt kíló, eða til hvaða lands reynt var að smygla því. Þó tók yfirmaður FSB í Krasnoyarsk fram, að hvorki hefði verið um úran eða plúton að ræða. Síðar sagði hann að efnið hefði ekki verið geisla- virkt. Vísindamaðurinn fram- leiddi efnið í einkarannsókn- arstofu sinni og hafði öll til- skilin leyfi til framleiðslunnar. Reuter Öryggissáttmáli undirritaður FRAMKVÆMDASTJÓRAR Atl- antshafsbandalagsins (NATO) og Vestur-Evrópusambandsins (VES), þeir Javier Solana (t.v.) og Jose Cutileiro, undirrituðu á mánudag í Brussel „öryggissátt- mála“ bandalaganna tveggja. Sáttmálinn miðar að því að auð- velda Evrópuríkjunum, sem mynda VES, að sýna sjálfstæði og frumkvæði í eigin vörnum. VES mun fá aðgang að trúnaðarskjöl- um og dulmálslyklum NATO. Ráðherrafundur VES hófst í Birmingham í Englandi í gær og verður þar fjallað um aukið hlut- verk Evrópuríkja í varnar- og öryggismálum og farið yfir að- gerðir, sem eiga að auðvelda VES að takast á hendur friðargæzlu og kreppustjórnun. Halldór As- grímsson utanríkisráðherra situr fundinn fyrir Islands hönd, en Is- land á aukaaðild að VES. Ráðstefna Evrópusambandsins um „grænbók“ um nýsköpun Hugtakið nýsköpun skilgreint að nýju FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hélt á mánudag ráð- stefnu um nýsköpun á Hótel Loft- leiðum. Tilgangur ráðstefnunnar var að ræða nýútkomna „grænbók" eða umræðuskýrslu um stöðu ný- sköpunar. Eru ráðstefnur af þessu tagi haldnar í öllum ríkjum Evr- ópska efnahagssvæðisins og verða niðurstöður þeirra sendar fram- kvæmdastjórninni og kynntar í heild aðildarríkjunum á fundi í Róm í lok mánaðarins. Vonast er til að niðurstöðumar muni marka tímamót í umræðum um nýsköpun innan framkvæmdastjóm- arinnar og í EES-ríkjunum. Mun framkvæmdastjómin að lokum leggja fram aðgerðaáætlun til að bæta skilyrði til nýsköpunar í Evrópu. Á ráðstefnunni var einnig kynnt ný skilgreining á hugtakinu „ný- sköpun“, sem sett er fram í græn- bókinni. í grænbókinni er nýsköpun samnefnari fyrir vel heppnaða framleiðslu, aðlögun og nýtingu á nýjungum í hagrænu og félagslegu umhverfi. Nýsköpun hefur í för með sér nýjar lausnir og gerir því kleift að mæta þörfum bæði einstaklinga og þjóðfélagsins. Rík áhersla á nýsköpun Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra sagði í ávarpi við upphaf ráð- stefnunnar að á fyrsta starfsári sínu í embætti hefði hann lagt hvað rík- asta áherslu á nýsköpunar- og at- vinnuþróunarmál. „Fmmskilyrði þessa er að skapa og viðhalda eðli- legu relcstrarumhverfí er veitt geti fyrirtækjum viðunandi afkomu til að stunda þær rannsóknir og vöru- þróun, sem nauðsyn ber til. Þessum ytri skilyrðum hefur að mestu verið fullnægt. Vaxandi stöðugleiki er í ríkisíjármálunum sem skapað hefur ný skilyrði fyrir hagvöxt,“ sagði ráðherrann. Hann sagði mikilvægt að fímmta rammaáætlun Evrópusambandsins, sem nú væri verið að móta, myndi takast vel þannig að hún gæti nýst íslensku atvinnulífi sem best. Væri honum efst í huga að hlúð yrði sem best að litlum og meðalstórum fyrir- tækjum. Smáfyrirtæki skipuðu veg- legan sess í allri Evrópu og flest ný störf yrðu til hjá slíkum fyrir- tækjum. „Vandi þeirra er fyrst og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.