Morgunblaðið - 08.05.1996, Page 19

Morgunblaðið - 08.05.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 19 Njósnaði Wallen- berg fyrir Banda- ríkj amenn? Washington. Reuter. BANDARÍSKA tímaritið US News & World Report heldur því fram í nýjasta hefti sínu að Sví- inn Raoul Wallenberg, sem bjarg- aði þúsundum ungverskra gyð- inga frá útrýmingar- búðum nasista í heimsstyijöldinni síð- ari, hafi njósnað fyrir bandarísku leyni- þjónustuna. I timaritinu segir að greinin um Wall- enberg sé byggð á hálfs árs rannsóknar- blaðamennsku í Rúss- landi, Svíþjóð, Ung- verjalandi og Banda- ríkjunum, svo og á skjölum leyniþjón- ustunnar CIA, sem aðgangur var nýlega leyfður að. Segir í tímaritinu að þrátt fyrir að skjöl CIA veiti ekki fullnægjandi upp- lýsingar um tengsl Wallenbergs við leyniþjónustuna leiki enginn vafi á því að hann hafi verið henni afar mikilvægur. Sneru baki við Wallenberg US News & World Report held- ur því fram að sovésk yfirvöld hafi vitað af tengslum Wallen- bergs við leyniþjónustuna og hafi því tekið hann höndum i Búdapest í janúar 1945. Rússar halda því fram að Wallenberg hafi látið lífið í sovésku fangelsi árið 1947 en fjölskylda hans og vestrænir embættismenn efast um áreiðanleika þeirra yfirlýs- inga þar sem fullyrt hefur verið að hann hafi sést á lífi mun síð- ar. Eru örlög Wallenbergs enn þann dag í dag mönnum hulin ráðgáta. Mútaði með bandarísku fé í US News & World Report segir að bandarísk yfirvöld hafi snúið baki við Wallenberg er hann var handtekinn og að þau hafi ekkert aðhafst til að fá hann lausan úr fangelsi. Niðurstaðan hljóti því að vera sú að hann hafi verið svikinn. í tímaritsgreininni segir að OSS (Office of Strategic Servic- es), sem var fyrirrennari CIA, hafi rætt við Wallenberg í Stokk- hólmi í júní 1944 en hann var þá starfsmaður sænsks útflutnings- fyrirtækis. Hann hafi verið fenginn til að njósna fyrir Bandaríkjamenn og verið sendur til Búdapest undir þvi yfirskini að hann væri starfsmaður sænsku utanríkis- þjónustunnar. Wallenberg hafi mútað hernámsliði nasista með fé sem bandaríska flótta- mannaráðið útveg- aði, til að koma gyð- ingunum úr landi. Skjöl sem leynd hefur nú verið aflétt af, sýna fram á tengsl flóttamanna- ráðsins við bandaríska njósna- starfsemi. Ekki formlega á launaskrá Fullyrt er að Wallenberg hafi safnað meiri upplýsingum fyrir OSS í Ungverjalandi en nauðsyn- legar voru vegna undankomu gyðinganna, m.a. um starfsemi ungversku andspyrnuhreyfing- arinnar og um þýska og rúss- neska herinn. Hins vegar er haft eftir fyrrverandi starfsmanni leyniþjónustunnar að Wallen- berg hafi aldrei verið formlega á launaskrá OSS. Tímaritið segir að ekki sé enn vitað hvort Wallenberg hafi boð- ist til þess að starfa meira fyrir leyniþjónustuna en til að koma gyðingunum úr landi. Þá sé ekki fullljóst hvers vegna sovésk yfir- völd héldu honum föngnum. Er sett fram sú tilgáta að Sovét- menn hafi ætlað sér að framselja hann til Vesturlanda. Hins vegar hafi Svíar ekki viljað viðurkenna að sendifulltrúi þeirra hafi njósn- að fyrir Bandaríkjamenn og þeir ekki viljað gangast við Wallen- berg og því hafi ekki komið til þess að skipt yrði á honum og rússneskum njósnara. Morgunblaðið/Sverrir GESTIR á ráðstefnu Evrópusambandsins um nýsköpun. fremst aðgengi að fjármagni og erfiðleikar við að koma á tæknilegu og viðskiptalegu samstarfi. Þetta þekkist vel hér á landi og virðist af grænbókinni að dæma vera sam- merkt með evrópskum fyrirtækj- um,“ sagði ráðherrann. Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs ís- lands, ræddi umhverfi nýsköpunar á íslandi og sagði afkomu sjávarút- vegs lengi hafa ráðið hagstjórn. Aðferðir við hagstjórn hefðu verið frumstæðar, sveiflur miklar og verðbólga viðvarandi. Nýsköpun hefði oftast falist í fjárfestingu í tækjum og húsum, s.s. togurum, frystihúsum og virkjunum. Viðhorf væru að breytast og mætti rekja það til þess að auðlind- ir sjávar og gróðurlendis væru full- nýttar. Hann sagði virðisaukningu spretta af mannauði, færni og þekk- ingu, en ekki handafli, auðlindum og steinsteypu. Virðisaukning yrði einnig til í þjónustu- og menningar- iðnaði ekki síður en vörufram- leiðslu. Fulltrúi framkvæmdastjórnar- innar á fundinum var Constant Gitzinger er starfar hjá vísindadeild Evrópusambandsins í Lúxemborg. Forsætisráðherra í Eistlandi TIIT Váhi, forsætisráðherra Eist- lands, og Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra íslands, ræddust við í Tallinn á mánudag og héldu í gær sameiginlegan blaðamannafund. Snerust viðræður þeirra um sam- Umhverfisrannsóknastofnunin (EIA), sem hefur bækistöðvar í London og Washington, sagði í skýrslu að hvalir og höfrungar dræpust í sýnu meira mæli nú en áður vegna mengunar, þynningar ósonlagsins og loftsiagsbreytinga. „Þessar hættur eru jafn válegar og sprengiskutullinn," sagði Allan Thornton, formaður Umhverfis- rannsóknastofnunarinnar, á blaða- mannafundi. Taki til allra hvala Breskir þingmenn úr öllum flokk- um lýstu yfir stuðningi við þessa áskorun um að framlengja hval- veiðibannið, sem Alþjóðahvalveiði- skipti ríkjanna og samstarf á Eystrasaltinu. Davíð er nú í þriggja daga heim- sókn til Eistlands, sem lýkur í dag. Myndin af Váhi og Davíð var tekin að loknum fundi þeirra í gær. ráðið setti árið 1986. Þeir vilja einn- ig að bannið nái til allra tegunda hvala og höfrunga. Nú taki það aðeins til 12 tegunda af 80. í umræddri skýrslu segir að 1.500 höfrungar hafi drepist í Mið- jarðarhafinu af völdum veiru, sem rakin var til mikils magns mengun- arefna, lítillar fæðu og hás hitastigs sjávarins. 750 höfrungar í Mexikóflóa og Vestur-Atlantshafi hafi drepist vegna veirusýkingar og mengunar, sem rakin var til óvenjulegs veður- fars. Þessi mál verða rædd á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Aberdeen á Skotlandi 24. til 28. júlí. Priebke fyrir rétt ERICH Priebke, fyrrverandi SS- foringi, kemur í dag fyrir rétt í Róm, sakaður um stríðsglæpi í heimsstyrjöldinni síðari. Priebke, sem er 82 ára, er ákærður fyrir aðild að morðum á yfir 300 ít- ölskum körlum og drengjum í hellum fyrir utan Róm árið 1944. Hann flýði til Suður-Ameríku í stríðslok en var framseldur til Ítalíu í nóvember sl. Víg’i skæru- liða fallið TALSMENN rússneska hersins sögðust í gær hafa náð þorpinu Goiskoje í suðurhluta Tsjetsjníju á sitt vald en það hefur verið eitt helsta vígi tsjetsjenskra uppreisnar- manna. Hafa Rússar og Tsjetsjenar barist um þorpið í rúman mánuð og að sögn Rússa lét meirihluti skærulið- anna sem vörðust þar lífið, en einhveijir hafi þó flúið til fjalla. Þingmaður dæmdur fyrir spillingu FRANSKUR þingmaður og eiginkona hans voru í gær fundin sek um spillingu og dæmd til 15 mánaða skilorðs- bundinnar fangelsisvistar hvort. Patrick Balkany var borgarstjóri í Levallois og Isa- belle, kona hans, átti sæti í héraðsráðinu. Voru þau fundin sek um að hafa nýtt sér starfs- krafta þriggja borgarstarfs- manna í eigin þágu. Handtökur í Srebrenica SERBNESK yfirvöld hafa tekið höndum þijá múslima sem skutu upp kollinum í Srebrenica fyrir skömmu, eftir að hafa verið í felum frá því í fyrrasum- ar, í 10 mánuði. Mennirnir eru allir á þrítugsaldri og földu sig í skóglendi nærri borginni í vetur. Þorðu þeir ekki að koma fram fyrr en þeir töldu sig hafa vissu fyrir því að stríðinu í Bosníu væri lokið. Vilja hálfrar ald- ar hvalveiðibann London. Reuter. UMHVERFISVERNDARSINNAR hvöttu í gær til þess að hvalveiðar yrðu bannaðar næstu 50 árin á meðan rannsóknir yrðu gerðar á þeim hættum, sem steðja að hvalastofnum vegna mengunar og loftslagsbreyt- inga. KYNNINGARMIÐSTÖÐ EVRÓPURANNSÓKNA Atvinnufulltrúi Akraness Futidur um styrki til evrópsks samstarfs á Akranesi Fundurinn verður haldinn í sal stéttarfélaganna, Kirkjubraut 40, fimmtudaginn 9. maí, kl. 15:00. Dagskrá: • Möguleikarnir sem íslenskum fyrirtækjum standa til boða í Evrópu- samvinnu. • Aðstoð sem Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna veitir fyrirtækjum. Umsóknarferlið. •Aðstoð við að kom á viðskiptasamstarfi lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja í Evrópu. • Evrópustyrkir á sviði iðnaðar- og efnistækni, sérstaklega fyrir lítil og miðlungsstór fyrirtæki. • Reynsla af umsóknum vegna samstarfsverkefna á sviði matvæla. Fundarstjóri verður Brynja Þorbjörnsdóttir atvinnufulltrúi Akraness.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.