Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 MORGUNBLADIÐ LISTIR Reuter Listahátíð 1996 Berlínarsinfónían leikur verk eftir Þor- kel Sigurbjörnsson Á EFNISSKRA tónleika Berlínar- sinfóníunnar á Listahátíð 29. júní í sumar verður meðal annars verk fyr- ir einleiksflautu og strengi eftir Þor- kel Sigurbjörnsson tón- skáld, sem nefnist, Col- umbina. í samtali við Morgunblaðið sagði Þorkell að þetta væri mikill og óvæntur heiður að þessi þekkta hljóm- sveit tæki verk eftir sig á efnisskrá sína. „Ég held það sé ekki hægt að segja annað en að þetta sé mikill heiður fyrir mig því þetta er með glæsilegustu hljóm- sveitum og það er stór- viðburður að fá hana hingað heim." Að sögn Þorkels er Columbina léttstíg tón- Iist í átjándu aidar stíl. „Tilurðarsaga verksins nær aftur um tuttugu ár. Ég samdi tónlistina við uppfærslu Þjóðleikhússins á Kaupmanninum í Feneyjum eftir Shakespeare árið 1976. Sýningin var sviðssett í Fen- Þorkell Sigurbjörnsson eyjum átjándu aldar og tónlistin tók mið af því. Hugmyndin að þessu verki fæddist þar en síðan varð þetta að sjálfstæðu verkí fyrír flautu og strengi. Þetta verk er nú til á diski sem kom út hjá sænsku útgáfunni BIS fyrir síðustu jól og það var þar sem stjórnandi Berlínarhljómsveitar- innar, Vladimir Ash- kenazy, heyrði verkið fyrst. Hann hringdi svo í mig um daginn og sagði að hljómsveitina langaði til að leika eitt- hvað íslenskt og spurði hvort það væri ekki sniðugt að hún léki þetta verk. Ég hélt nú að það gæti verið gam- an. Það var einhver spurning hvort nægur tími gæfist til að æfa verkið á svo stuttum tíma en það hefur nú komið í ljós að svo er. Það verður mjög spennandi að heyra verk sitt í flutningi þessarar hljómsveitar." RÍKISÚJVARPIÐ TÓHUSTARMEHH OS TÓHUSTaBHEMJIR! Frestur til að senda þátttökutilkynningar og hljóðsnældur vegna TónVaka-keppninnar 1996 rennur út mánudaginn 13. maí. Tónllstaráðunautur Útvarps, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Ertu meb bakverkl Kosmodisk Kosmodisk er búnaður sem minnkar eða stiliir sársauka í hryggnum. Fórnar- lamba minnst VERKAMENN eru þessa dag- ana að leggja síðustu hönd á listaverk sem afhjúpað verður 9. maí á Poklonnaja-hæð í Moskvu. Höggmyndin er eftir georgíska listamanninn Zurab TsereteJi og sýnir fórnarJömb helfarar nasista í heimsstyrj- öldinni síðari. Fantabrögð í framlengingu KVIKMYNÐIR Laugarásbíó BRÁÐABANI „Sudden Death" * -k V2 Leiksrjóra og kvikmyndataka: Peter Hyams. Handrit: Gene Quintano. Aðalhlutverk: Jean Claude van Damme, Powers Boothe, Raymond J. Barry, Dorian Harewood og Whitney Wright. Universal. 1995. BRAÐABANI með belgíska buffinu Jean Claude van Damme er enn einn hryðjuverkatryllirinn frá Hollywood en þar er varla gerð lengur spennumynd án þess að í henni séu morðóðir hryðju- verkamenn að hætti „Die Hard". Bráðabani er einskonar sambland af henni og „Black Sunday"; hóp- ur morðhunda ræðst inn á fþrótta- leikvang þar sem fram fer úrslita- leikurinn í íshokkí, tekur varafor- seta landsins í gíslingu og hótar að sprengja allt í loft upp fáist ekki einhverjar stórkostlegar pen- ingagjafir í lausnargjald. Hryðju- verkamenn dagsins eru ekki geð- bilaðir hugsjónamenn. Þeir eru miklu líkari geðbiluðum verðbréfa- sölum talandi um hlutabréf og bankainnstæður í sínum straufríu jakkafötum. Myndin er fín afþrey- ing, of vitlaus til að hægt sé að taka hana alvarlega og nógu spennandi til að láta mann gleyma Morgunblaöið/Egill Egilsson FRÁ styrktartónleikum Jónasar Ingimundarsonar á Flateyri. Jónas Ingimundarson leikur í Stykkishólmi Flateyri. Morgunblaðið. JÓNAS Ingimundarson píanóleik- ari heldur tónleika í Stykkishólmi þann 9. maí nk. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Beethoven, og Chopin. Jónas Ingimundarson píanóleikari hélt 30. apríl styrktartónleika vegna snjóflóðanna á Flateyri. Tónleikarn- ir voru haldnir í Mötuneyti Kambs á Flateyri. Mikil og góð aðsókn var að tónleikunum. Að tónleikum loknum var Jónasi klappað lof í lófa. Jónas gaf alla sína vinnu í þágu snjóflóðanna og var aðalhvatamaðurinn að minning- artónleikunum sem haldnir voru í Háskólabíói í október sl. Helgarnámskeið í meðferð olíulita Meðferóin tekur yfirleitt um 20 daga ef Kosmodisk-búnaourinn er notaður í 3 klst. á dag. í fáum oröum sagt: Kosmodiskur er einfaldur í notkun og henfar í amstri dagsins, í vinnu, heima, í bílnum og í íþróttum. Upplýsingar og pöntun í síma 552 4945 RÍKEY Ingimundardóttir áformar að halda nokkur tveggja daga helg- arnámskeið á næstu vikum í með- ferð olíulita, ef næg þátttaka fæst. í kynningu segir: „Fyrri daginn, laugardag, er meiningin að fara eitthvert út i náttúruna með hóp- inn, t.d. á Þingvelli eða austur fyrir fjall í leit að freistandi verkefnum til að festa á strigann, en seinni daginn munu nemendur undir hand- leiðslu listakonunnar ljúka verkefni sínu á vinnustofu hennar í Súðar- vogi 36." Aðeins sjö nemendur verða í hverjum hópi. Innritanir eru að hefjast. hvað hún er vitlaus. Peter Hyams leikstýrir van Damme hér í annað skiptið og þeir virðast henta hvor öðrum ágætlega. Hyams hefur gert bestu van Damme myndirnar, þessa og „TimeCop", og er ötull en að sama skapi ekki sérlega frumlegur spennumyndaleikstjóri. Á sama hátt er van Damme ötull en ekki sérlega frumlegur spennumynda- leikari. Fyrirmynd hans er Arnold Schwarzenegger og hann líður fyrir stöðugan samanburð. Það er eitthvað ofurmannlegt við Arnold. Van Damme er eitthvað svo ofur mannlegur. Hann er eini maðurinn á ís- hokkíleikvellinum sem getur kom- ið í veg fyrir stórslys og Hyams dælir í hann hasaratriðum. Sögu- sviðið er notað til hins ýtrasta. Leikurinn berst um alla íshokkí- höllina, undir hana, á leikvöllinn sjálfan þar sem van Damme lend- ir í hlutverki markvarðar stutta stund, og upp á hvolfþakið. Pow- ers Boothe er samviskuleysið upp- málað sem foringi hryðjuverka- mannanna og nýtur þess bersýni- lega að leika óþokkann með leti- legt fas og kaldhæðni á vörum. Það á engum að leiðast á mynd- inni og þeir sem hafa á annað borð gaman af van Damme ættu ekki að missa af henni. Arnaldur Indriðason Sumri fagnað með söng Hclln. Morgunblaðið. UNDANFARIN ár hafa verið haldnir tónleikar í Oddakirkju í tilefni sumarkomu en í ár var brugðið á það ráð að halda þessa tónleika í Hellubíói, þar sem kirkjan er allt of lítil til að taka á móti miklum fj'ölda tónleika- gesta. Nokkrir kórar og dúettar komu fram, en húsfyllir var á tónleikunum. Einkennandi fyrir tónleikana að þessu sinni var sá mikli fjöldi söngmanna- og kvenna, sem koma saman og æfa^ undir styrkri stjórn Halldórs Óskars- sonar organista. Á tónleikunum söng m.a. Samkór Oddakirkju, sem er nýkominn heim úr vel- heppnaðri söngför til Skotlands, og Barnakór Oddakirkju, en honum er skipt í tvo kóra eftir aldri. Þá söng Karlakór Rangæ- inga og Kór eldri Þrasta frá Hafnarfirði og að lokum sungu karlakórarnir saman svo undir tók í salnum. Auk þess að stjórna áðurnefndum kórum stjórnar Halldór einnig Kvenna- kór Hafnarfjarðar. Undirleikari á tónleikunum ásamt Halldóri var Hörður Bragason. Aukasýningar á BarPari VEGNA mikillar aðsóknar hafa tvær aukasýningar verið ákveðnar á BarPari eftir Jim Cartwright. Sýningin er á Leynibarnum í Borgarleikhús- inu. Uppselt er á næstu sýningu föstudaginn 10. maí og verða aukasýningar sunnudagin 12. og laugardaginn 18. maí kl. 20.30. Saga Jónsdóttir og Guð- mundur Ólafsson leika hlut- verkin fjórtán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.