Morgunblaðið - 08.05.1996, Side 22

Morgunblaðið - 08.05.1996, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hin endan- lega áskorun Kristján Jóhannsson tenórsöngvarí spreytir sig í fyrsta sinn á hlutverki söguhetjunnar í meistaraverki Gius- eppe Verdis, Otello, á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ^ * Islands á morgun og laugardag. I samtali við Orra Pál Ormarsson kveðst kappinn fínna sig vel í hlut- verkinu, sem ku skilja sauðina frá höfrunum, og von- ar að hann verði framtíðar Otello veraldar. OTELLO, hinn blakki Márahöfð- ingi Verdis, er draumahlutverk flestra tenórsöngvara_ — hin endanlega áskorun. í hinum harða heimi óperunnar eru því margir kallaðir en fáir útvaldir. Skyldi Kristján Jóhannsson, sem þreytir frumraun sína í hlutverki Otellos í konsertuppfærslu Sin- fóníuhijómsveitar íslands í Háskólabíói á morgun, vera einn þeirra? „Það eru flestir sammála um að Otello sé meistaraverk Verdis,“ segir Kristján. „Ég er búinn að þreifa á verkinu, ef svo má að orði komast, í eitt og hálft ár og það hefur verið ótrúleg iífsreynsla. Ég finn mig líka alveg rosalega vel í hlutverk- inu — eiginlega betur en ég bjóst við, bæði tilfinningalega og tónlistarlega. Ég vona því að ég verði framtíðar Otello veraldar.“ Sagt hefur verið að Otello skilji á milli feigs og ófeigs í óperuheiminum. Tenór- söngvarar bíði því í lengstu lög með að takast hlutverkið á hendur. „Hlutverk Otellos er svo krefjandi að menn þora yfirleitt ekki að spreyta sig á því fyrr en þeir eru orðnir fullþroskaðir sem söngvar- ar. Mér finnst menn yfirleitt bíða of lengi. Vissulega er mikilvægt að hafa vald á hlutverkinu, bæði hinni andlegu og tón- listarlegu hlið þess, en það skiptir hins vegar ekki minna máli að vera ferskur og vel á sig kominn. Margir söngvarar dala eftir fímmtugt þegar raddir þeirra fara að slitna og þá er um seinan að glíma við Otello. Ég er því ekki í minnsta vafa um að tímasetning mín sé hárnákvæm." Á svið í nóvember Máli sínu til stuðnings nefnir Kristján Placido Domingo. „Hann var á svipuðum aldri og ég, ef ekki yngri, þegar hann byijaði á Otello. Hann er reyndar ekki álitinn hafa þessa dæmigerðu Otello-rödd — er miklu lýriskari en ég — en er engu að síður meistari síðustu tuttugu ára í þessu hlutverki. Það stafar af því að hann hefur svo margt annað til að bera.“ Þótt tónleikamir í Háskólabíói séu stór áfangi á listamannsferli Kristjáns Jó- hannssonar eru jjeir aðeins lognið á und- an storminum. I nóvember næstkomandi þreytir hann frumraun sína í sviðsuppfærslu á Otello í Bo- logna á Ítalíu. Ungur Þjóðveiji, Christian Thielemann, verður þar við stjórnvölinn. „Hann er nokkurs konar ungur von Karajan og Þjóðveijar binda miklar vonir við hann. Það get ég vel skilið, enda er hann alveg magnaður lista- maður.“ Þá var gengið frá því á dögunum að Kristján syngi hlutverkið í Vínaróperunni undir stjórn hins heimskunna Claudios Abbados starfsárið 1998-99. „Þetta er mikill heiður enda er langt síðan aðrir söngvarar en Placido Domingo hafa sung- ið Otello þarna, nema í forföllum. Eg tylli vart fæti á jörð.“ Kristján segir þetta til vitnis um það að hann hafi úr fleiri kræsilegum tilboðum að moða í seinni tíð. Sem bendi til þess að óperuheimurinn sé sífellt að átta sig betur á íslendingnum. „Ég hef þurft að þola það að vera í skugga þessara þriggja stóru tenóra [Domingos, Pavarottis og Carreras] en nú bendir margt tii að minn tími sé að koma.“ Harmleikur Otello er harmleikur um samnefndan blakkan^ Márahöfðingja sem ríkir yfir Kýpur. Á hann láni að fagna, þar til Iago, afbrýðisamur undirmaður hans, bruggar honum launráð. Sogast Desdemona, eiginkona Otellos, og hinn ærulausi Kass- íus inn í hringiðu voveiflegra atburða og svikamylla Iagos nær hámarki þegar Otello, ær af afbrýðisemi, ræður konu sinni bana. Höfðinginn kemst að hinu sanna — en um seinan og hann sviptir sig lífi, rúinn ást og æru. Giuseppe Verdi (1813-1901) er af mörgum álitinn mesti snillingur óperu- bókmenntanna en óperur hans, 27 tals- ins, eru flestar stórbrotin leikhúsverk hlaðin dramatískri spennu. Má þar nefna Rigoletto, II Trovatore, La Traviata, Grímudansleikinn, Vald örlaganna, Don Carlos og Aida, auk hinna síðbúnu meist- araverka Otello og Falstaff. Margir álitu að Aida (1871) og Sálu- messa (1874) yrðu hinstu þrekvirki Ver- dis, enda kvaðst hann hafa „lokað bók- haldi“ sínu, kominn á sjötugsaldur. Það fór á annan veg. Um nokkurt skeið hafði tónskáldið þó hljótt um sig en í kjölfar matarboðs í Mílanó sumarið 1879 fóru hjólin að snúast á ný. Til umræðu var óperutexti sem Arrigo nokkur Boito hafði unnið upp úr Othello Shakespeares. Verdi var vakinn af værum blundi og í nóvem- ber sama ár hafði hann fengið texta þenn- an í hendur. í fyrstu óttuðust menn að meistarinn hefði lagt verk Boitos til hliðar en bréfa- skrif hans frá árinu 1880 benda á hinn bóginn til þess að Verdi hafi þá þegar verið farinn að leggja drög að nýrri óperu. Næstu árum eyddi hann að mestu í að endurskoða eldri verk, þeirra á meðal Don Carlos og það var ekki fyrr en vorið 1884 að skriður komst á Otello. Verdi lauk við verkið í þremur lotum. Stóð sú fyrsta stutt því sumarið 1884 hætti hann tónsmíðum í fússi, þar sem hann frétti að Boito hefði lýst því yfir opinberlega að hann hefði viljað semja óperuna sjálfur. Voru þær fréttir á misskilningi byggðar en Boito þurfti engu að síður að leggja sig í líma til að sannfæra Verdi um að hann væri rétti maðurinn í verkið. Önnur lotan stóð frá desember 1884 til apríl 1885, þegar óbærilegur hiti og „óheyrileg leti“ báru meistarann ofurliði. Hápunktur ítalskra óperubókmennta Verdi lauk við tónsmíðarnar í október sama ár en hélt áfram að nostra við óper- una fram á haustið 1886. Otello var loks frumsýnd í La Scala í febrúar 1887, tæp- um átta árum eftir matarboðið góða. Samstarfí Verdis og Boitos var þó ekki lokið því sex árum síðar var Falstaff, sem jafnframt er byggð á verki Shakepeares, frumsýnd á La Scala. Eru þessar tvær óperur ekki einungis taldar bestu „Sha- kespeare-óperur“ sem samdar hafa verið heldur jafnframt hápunktur ítalskra Margir kallað ir en fáir út- valdir Morgunblaðið/Sverrir „ÉG FINN mig alveg rosalega vel í hlutverkinu — eiginlega betur en ég bjóst við, bæði tilfinningalega og tónlistarlega," segir Kristján Jóhannsson um hið ögrandi hlutverk Otellos. óperubókmennta. Sagt hefur verið að Arr- igo Boito sé eini textahöfundurinn sem hafi verið Verdi samboðinn. Undir það tekur Kristján Jóhannsson. „Það er fyrst þegar Verdi fer að vinna með Boito að hann fær almennilegan texta til að gæla við. Textinn í Otello er reyndar mikið stytt- ur frá leikriti Shakespeares en Boito hefur gert þetta alveg óþyrmilega vel. Persón- urnar sem hann mótar hæfa þessari stór- kostlegu tónlist fullkomlega, ekki bara Otello heldur einnig Iago og Desdemona.“ Kristján hefur sungið í flestum helstu verkum Verdis víðsvegar um heim. Nú síðast II Trovatore í nýstárlegri uppfærslu Hans Neu- enfels í Berlín. Hann skortir því ekki samanburð. „Textinn í því verki er óttalegt sull, ef svo má að orði komast, miðað við Otello. Það er mjög erfitt að vinna úr honum og finna einhvem rauðan þráð í verkinu — sagan kemur og fer á víxl. Söguþráðurinn í Otello og Falstaff er mun heilsteyptari og það er miklu skemmtilegra að vinna slíkar óperur." Mörg járn í eldinum Kristján hefur sem endranær mörg járn í eldinum — er fullbókaður langt fram í tímann. Hefur hann meðal annars samið um að syngja í 2-3 óperum á ári við Metropolitan-óperuna fram til ársins 2002. Þá syngur hann í Turandot á Pucc- ini-hátíð á Ítalíu í sumar og í Aida á fornu grísk-rómversku leiksviði undir berum himni á Sikiley. Verður þeirri sýningu sjónvarpað um víðan völl. Þá standa fyrir dyrum sýningar á II Trovatore og Aida í Vín og Samson og Dalila eftir Saint-Sáens og Trúðnum eftir Leoncavello í Hamborg, auk þess sem líklegt er að Kristján stígi á nýjar og endurbættar fjalir Covent Gard- en, þegar það sögufræga hús opnar að nýju eftir breytingar haustið 1998. „Hver veit nema það verði í Otello?“ En Kristján Jóhannsson verður ekki einn í sviðsljósinu annað kvöld. Á tónleik- unum er valinn maður í hveiju rúmi. Sópransöngkonan Lucia Mazzaria, sem syngja mun Desdemonu, hefur sungið hlutverkið í flestum helstu óperuhúsum heims og segir Kristján vart völ á betri Desdemonu í dag. „Það er mik- ill fengur í henni fyrir íslenska tónlistaráhugamenn. “ Ber hann bandaríska barítonsöngv- aranum Alan Titus, sem syngja mun hlut- verk Iagos í fyrsta sinn, jafnframt vel söguna. Þar fari mikið efni. Meðal ann- arra söngvara í uppfærslunni má nefna Antonio Marceno, Alinu Dubik, Loft Érl- ingsson, Jón Rúnar Arason og Sigurð Skagfjörð Steingrímsson, auk þess sem Kór íslensku óperunnar verður í stóru hlutverki. Hljómsveitarstjóri er Rico Sacc- ani. Tónleikarnir á morgun, fimmtudag, hefjast kl. 20 og verða síðan endurteknir á laugardag kl. 17. Allur ágóði af fyrri tónleikunum rennur í sjóð um byggingu tónlistarhúss en þeim síðari er ætlað að styrkja uppbygginguna í kjölfar náttúru- hamfaranna miklu á Flateyri. Hefur verið ótrúleg lífs- reynsla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.