Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 23 LISTIR SAMKOR Vopnafjarðar Rafgít- arleikur í sal FÍH GUNNAR Þór Jónsson rafgít- arleikari heldur burtfarartón- leika frá Tónlistarskóla FÍH á morgun, fimmtudag 9. maí, í sal Félags íslenskra hljómlist- armanna, Rauðagerði 27. Með hon- um leika á tónleikunum Tómas Jó- hannesson á trommur, Ró- bert Þórhalls- SOn á bassa, GunnarÞór Óskar Guð- jónsson jónsson á Tenór Sax og Rík- harður Arnar á píanó. Gunnar Þór hóf nám við skól- ann árið 1989 og hefur lært hjá Hilmari Jenssyni og Birni Thoroddsen. Tónleikarnir hefjast k). 20 og er aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. Kvennakór Reykjavíkur í Hafnarborg KVENNAKÓR Reykjavíkur heldur hina árlegu vortónleika sína í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag, miðvikudag, og í Lang- holtskirkju 10., 11. og 12. maí. Tónleikarnir bera yfirskrift- ina „ísland er land þitt" og verður þar flutt fjölbreytt dag- skrá sem samanstendur af ís- lenskum og erlendum lögum. Meðal annars verður á tónleik- unum frumflutt verk sem Þor- kell Sigurbjörnsson hefur skrif- að fyrir kórinn við ljóð Jóns úr Vör, Konur. Félagar í Kvennakór Reykja- víkur eru nú um 120 talsins. Auk kórsins munu minni hópar kórkvenna flytja einstök lög. Stjórnandi er Margrét J. Pálma- dóttir og undirleikari er Svana Víkingsdóttir. Kvennakór Reykjayíkur hyggur á söngferðalag til ítalíu nú í júnímánuði og eru tónleik- arnir liður í undirbúningi þeirr- ar ferðar. Bergman snýst hugur á síðustu stundu Stokkliólmi. Reuter. SÆNSKI leikstjórinn Ingimar Berg- man hætti á mánudag við að setja gamanleikinn „Le Misanthrope" eftir Moliére upp í New York í sumar, aðeins nokkrum vikum áður en til stóð að frumsýna það í borginni. Bergman hafði sett leikritið upp í Svíþjóð á vegum Konunglega leik- hússins, Dramaten. f tilkynningu leikhússins sagði hins vegar að eftir að leikstjórinn hefði séð sýningu á verkínu 28. apríl sl. hefði hann lýst því yfir að það hefði tekið breytingum í meðförum leikaranna og að hann treysti sér ekki til að breyta því í tíma. Ætlunin var að frumsýning yrði í byrjun júní í Brooklyn Academy of Music og hefur ákvörðun Bergmans komið sér ákaflega illa fyrir banda- ríska leikhúsið, svo og Dramaten. Til stendur að þjarga málinu með því að setja upp sviðsetningu Berg- mans á „Ivona, prinsessa Búrgúndíu" eftir pólska leikskáldið Witold Gombrowicz. í sænska blaðinu Expressen var fullyrt að Bergman hefði hætt við að fara með sýninguna til Bandaríkj- anna vegna þess hversu honum þótti hún hafa versnað og að hann hefi skammast sín fyrir hana. Ætlunin var að sýningin yrði ein af síðustu uppfærslum leikstjórans sem hefur leikstýrt á sviði og í kvikmyndum í hálfa öld. Hann hefur ekkert viljað tjá sig um málið. Morgunblaðið/Pétur H. Isleifs Tónleikar Samkórs Vopnafjarðar Vopnafjörður. Morgunblaðið. SAMKÓR Vopnafjarðar hélt tón- leika í Félagsheimilinu Mikla- garði á Vopnafirði 30. apríl síð- astliðinn. Kórinn hafði áður farið í tónleikaferð um Austfirði og sungið á Breiðdalsvík, Neskaup- stað og í Brúarási. Stjórnandi kórsins er Marcus Glanville og undirleikari Indra James. Einleikarar á tónleikun- um voru Alfreð P. Sigurðsson, Anna Guðný Sigurðardóttir, Ómar Þröstur Björgólfsson og Vigdís Agnarsdóttir. Samkór Vopnafjarðar hefur starfað í þrjú Skop og veiðimennska BOKMENNTIR ÍLjóð SÓLSKIN Eftir Inga Steinar Gunnlaugsson Hörpuútgáfan, 1996 - 95 bls. ÞAÐ er fremur bjart yfir fyrstu ljóðabók Inga Steinars Gunnlaugs- sonar, enda nefnir hann hana Sól- skin. Stíll hans er oft glaðhlakkaleg- ur og á stundum kumpánlegur og yrkisefnin jarðbundin. Ljóðum sínum skiptir hann upp í fjóra flokka: Ham- ingju, Gönguseiði, Foldarskart og Á veiðum og þessi heiti þeirra segja býsna margt um efnisinnihaldið. Ingi Steinar hefur ljóðmálið ágæt- lega á valdi sínu. Hann á létt með að yrkja bundin ljóð en mikill hluti ljóðanna er þó óbundin ljóð og víða má sjá tilraunir með nútímalegt myndmál og leik að líkingum og orð- um. Hins vegar finna menn ekki mikla skáldlega alvöru í ljóðum hans eða listræn átök og áraun nútímans sem svo gjarnan er miðdepill nútíma- ljóðsins á þar varla heima. Áhugi Inga Steinars beinist miklu fremur að veiðiskap og náttúruskoðun, því hann er greinilega mikið náttúru- Ingi Steinar Gunnlaugsson barn. Kvæðið Kvöld við Fiskilækjar- vatn er nokkuð dæmigert um skáld- skap Inga: Þegar vindurinn geispaði golunni og lognið breiddi vængi sína yfir vatnsflötinn fór bleikjan að taka Ólympíuhringir um allt vatn Eina af annarri losaði ég varlega af flugunni þakkaði leikinn " spýtti á nefíð á þeim og sleppti þeim mjúklega í vatnið Ýmsar ádrepur má finna í bók Inga Steinars. Þær eru nokkuð mis- jafnar að áhrifamætti og stundum finnst mér ádeilan renna út í sandinn. Hún drukknar í orðaleikjum (íslensk fjárfesting) eða er of vandlætingar- full og ofljós til að verða að skáld- skap (Af spori). Stundum tekst þó betur til eins og í skopádeilu sem nefnist Þula: Konan á skjánum kvöldgestur minn þylur upp með blíðu brosi boðslista sinn oft finnst mér hann afar leiður öskur klám og vopnaseiður mér hún býður - mitt í hreiður - morðin krydduð ránum Konan á skjánum Raunar er skopið aldrei langt und- an í ljóðum Inga Steinars og ef til vill besti kostur þeirra. Eftirminni- legustu ljóð hans eru þau sem inni- bera hæfilegan skammt af sjálfs- hæðni eins og kvæðið Einfeldni: Og ég held áfram að berja höfðinu við steininn og hlusta á þetta sérstæða tómahljóð sem frá honum kemur. í Sólskini má fínna snoturlega ort ljóð en kvæðin eru nokkuð mörg og sum þeirra hefðu mátt missa sín ár þess að bókin hefði beðið skaða af Helsti styrkur bókarinnar er þc kímnigáfa höfundar og glaðlyndi serr gerir mörg ljóðin að aðgengilegr lesningu. Skafti Þ. Halldórsson ÞUMALINA 20 ára Barna- og heilsuvöruverslunin ÞUMALÍNA er 20 ára um þessar mundir. Verslunin er nú til húsa í Pósthússtræti 13. í tilefhi afmælisins eru ýmsar uppákomur þessa viku, m.a. verður kynning á WELEDA HEILSUVÖRUNUM: Gigtarolíur, slakandi olíur, möndluolíur f. andlit, hárvörur gegn flösu og hárlosi, tannkrem gegn tannsteini og bólgum að ógleymdum calendula/camomill barnavörunum frábæru, allt með 20% afmælisafslætti. Á útsölufataslá er allt að 90% afsláttur, barnaullarnærfatnaður með 20-50% afslætti. Gigtar-nuddtækið NAVAFON með 20% afslætti að ógleymdum fræðslu námskeiðum fyrir mæður - verðandi foreldra - einnig 20% | afsláttur fyrir þá sem skrá sig ^ þessa viku. w Upplýsingar í síma 551 2136. Lindab ¦'¦.¦ i. 0iM$im* y BILSKURS- &IÐNAÐAR HURÐIR Lindab hurðirnar eru dönsk hágæða framleiðsla. Þær eru þéttar meo sterkar og efnismikilar brautir, sem gerir opnun og lokun auðvelda og tryggir langa endingu. Hurðagormar eru sérstakiega prófaðir og spenna reiknuð út með njálp tölvu. Lindab hurðirnar eru einangraðar og fást í fjölmörgum útfærslum allt eftir óskum viðskiptavina. Lindab hurðirnar eru fáanlegar úr áli og stáli með plastisol yfirborði, með eða án glugga og gönguhurða. Hurðabrautir geta verið láréttar, eða fylgjandi þakhalla. Opnun getur verið handvirk, hálfsjálfvirk eða sjálfvirk. Lindab hurðirnar eru fáanlegar í lit- um að ósk viðskiptavina. TÆKNIDEILD ÓJ&K vtfCfllG \ Smiðshofða 9 • 132 Reykjavik ¦ Sími 587 5699 • Fax 567 4699 i Plötu- 1 /x • smioi — Hjj £JVfef AflkS SBBB """smíðja""" STÚRÁSI 6 • GARÐABÆ • SlMI 565 2921 ¦ FAX 565 2927 Hönnun • smíöi • viögeröir • þjónusta r—g»bh BÍLATORG FUNAHOFÐA I S: 587-7777 P—11 Mercedes Benz 500 SE árg. '88, dökk- blár. Gullfallegur bíll. Verð 2.950.000. Skipti. Range Rover Vouge árg. '91, silfurgrár, 3,91 vél, sjálfsk. Verð 2.480.000. Skipti. Volvo 850 st. árg. '94, hvítur, hleðslu- jafnari, ek. aðeins 19 þús. km. Verð 2.350.000. Skipti á jeppa. Toyota Landcruiser II MWB árg. '89, rauöur, upphækkaður, 36" dekk, Turbo diesel Intercooler. Verð 1.860.000. Skipti á dýrari. ¦ MMC Pajero Superwagon GLS árg. '92, gull- og grænsans., sjálfsk., sóllúga, upphækkaður, 33" dekk. Toppeíntak, ek. 65 þús. km. Verð 2.950.000. Skipti. Suzuki Sidekick JX árg. '95, dökkblár, upp hækkaður, 33" dekk, álfelgur, ek. 9 þús. km. Verð 2.200.000. Skipti. MIKIL SALA - UTVEGUM BILALAN TIL ALLT AÐ 5 ARA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.