Morgunblaðið - 08.05.1996, Side 24

Morgunblaðið - 08.05.1996, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „ Morgunblaöið/Asdís WILLIAM Harper og Kjartan Olafsson. AÐSEIMDAR GREINAR Frestun framkvæmda við Elliðaár FÁTT er skemmtilega en heyra nýja tónlist og þá helst tón- list sem krefst heilabrota og hugsunar. Það má þó ekki vanmeta aðgengilega tónlist, sem getur verið fullt eins innihaldsrík og margt steypuverkið. í kvöld verða raftón- leikar á Sólon íslandus sem liður í tónlistarhátíðinni ErkiTíð þar sem þessi tvö sjónarmið rekast á; annars vegar tónlist sem aðgengilegt tjáningarform og á hinn bóginn „akademísk" tónlist; tónlist sem krefst þekkingar og innsæis til að grípa. Til að einfalda málið má segja að bandaríska tónskáldið William Harper, sem er sérstakur gestur hátíðarinnar, sé fulltrúi fyn-nefndu stefnunnar, en Kjartan Ólafsson hinnar síðarnefndu, en báðir eiga þeir verk á tónleikunum í kvöld. ErkiTíð er tónlistarhátíð sem helguð er nýrri tónlist, íslenskri sem erlendri, en hún var fyrst haldin á Sólon íslandus 1994. Þá var megin- þemað íslensk raftónlist í 50 ár, en að þessu sinni er aðalstefið íslensk samtímatónlist og ný erlend tónlist; í fréttatilkynningu segir að litið verði til beggja átta og „landslagið borið saman í tónum og tali“. Miðja vegu á milli popptónlistar og alvarlegrar tónlistar William Harper starfar sem list- rænn stjórnandi Artco-tónlistarleik- hússins í Chicago og er gestapró- fessor í tónlist við Art Institue of Chicago. Á meðal verka hans eru óperurnar Crimson Cowboys, Snow Leopard, Peytoe Roadkill og Cook- ing the World, en svíta byggð á hljóðfæratónlist úr þremur síðast- nefndu óperunum verður flutt á Sólon íslandus í kvöld. Harper hefur einnig samið tónlist fyrir leikhús, söngleikjatónlist, tónlist fyrir dans- ara og kvikmyndatónlist. Kjartan Ólafsson lauk prófi í tón- smíðum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, stundaði síðan nám í raftónlist í Hollandi og frá 1984 til 1996 stundaði hann nám við Sibel- iusar-akademíuna í Finnlandi. Þeir Kjartan og Harper eru ólík tón- skáld, ekki aðeins sakir þjóðernis, heldur er tónlist Harpers aðgengi- leg, eða eins og Kjartan lýsir henni í upphafi spjalls við þá tvo, „miðja vegu á milli popptónlistar og alvar- legrar tónlistar", lýsing sem Harper virðist ekki fullsáttur við, en Kjartan segist aftur á móti ekki semja ýkja aðgengilega tónlist að eigin mati. Leit að samnefnara William Harper segir að það sé sterk hreyfing í þá átt í Bandaríkj- unum að finna samnefnara milli dægurtónlistar og þyngri tónlistar, „tónskáld eru ekki beinlínis að skrifa popptónlist, en láta hana hafa áhrif á það sem þeir eru að skrifa, eins konar síðrokk“. Kjartan, sem andmælir iðulega Harper í spjalli okkar, segist líta svo á að með því að fella tónlist sína að smekk almennings séu menn að Litið til beggja Tónlistarhátíðin ErkiTíð hófst á sunnudag og í kvöld verða raftónleikar þar sem meðal annars verður flutt verk eftir sérstakan gest hátíðar- innar, bandaríska tón- skáldið William Harper. Arni Matthíasson hitti Harper að máli og Kjartan Olafsson, tón- skáld og skipuleggjanda hátíðarinnar, og komst að því að þeir eru ósam- mála um margt viðkom- andi tónlist. gefast upp fyrir markaðsöflum. „Þessi þróun vestan hafs er þegar hafin hér á landi og hennar sér stað alls staðar í Skandinavíu, nema á Finnlandi; þar hafa menn ekki enn gefist upp,“ segir Kjartan.„Vandinn sem við er að eiga er sá sami um allan heim; ef tónskáld semur of erfiða tónlist vill enginn leika hana og ef tónlistin er ekki leikin þá er tónskáldið ekki tfl. Það má því segja að tónskáld séu í þeirri erfiðu af- stöðu að verða að taka visst tillit til áheyrenda án þess að glata sjón- ar á innihaldinu.“ Harper tekur undir þetta, en honum þykir ekkert athugavert við þessa þróun; ekkert tónskáld semji eða hafí samið í tómarúmi; öil séu þau að semja fyr- ir einhverja, hvort sem það er með- vitað eða ekki. Gróskan er neðanjarðar Að sögn Harpers er mikil gróska í bandarískri tónlist, en gróskan sé nánast öll neðanjarðar. „Flest tón- skáld vinna akademískt og sá hópur er mjög lokaður, samrýndur og dauður; fastur á áttunda áratugn- um. Annar hópur leggur stund á kvikmyndatónlist, og hugmyndarík- ustu tónskáldin fara gjarnan út í slíka vinnu, því þau fá færi á að reyna ótal hugmyndir; geta gert nánast hvað sem er, en það er viss galli að um leið og þessi tónlist er iðulega sú gróskumesta hverfur hún yfirleitt í bakgrunninn. Þriðji hópur tónskálda starfar svo í popptónlist; það getur hver sem er sett upp full- kominn tölvubúnað og farið að semja. Þetta hefur vitanlega mikil áhrif á tónsmíðar, eins og það hafði áhrif á þróun og grósku í klassískri tónlist á gullöld hennar þegar annar hver aðalsmaður lék á hljóðfæri og/eða samdi tónlist. Vitanlega léku flestir illa og flest verkanna klén samsetning, en máli skiptir að þetta var fólk sem hafði áhuga á tónlist- inni og varð til þess að það hafði skilning til að skilja það sem tór.jöfr- ar eins og Beethoven voru að semja og að sama skapi hafði tónlistariðk- an þessara áheyrenda sem Beethov- en samdi fyrir áhrif á tónsmíðar hans. Á áttunda áratugnum var mikið um að vera í nýrri tónlist í Banda- ríkjunum, en það var tónlist skrifuð fyrir þá sem þekktu til tónlistar og tónlistarsögu og slík þekking var nauðsyn til að skilja það sem fram fór. Þessi þekking var aftur á móti ekki almennt til staðar, ólíkt því sem var þegar Beethoven var að semja sín verk svo dæmi sé tekið. í dag er aftur á móti að skapast þekking- argrunnur því þeir sem eru að fást við rafeindapopp og danstónlist eiga eftir að leita í tónlist sem gefur meira.“ Harper nefnir einnig að danstón- list, eða ambient-danstónlist, sem er mjög vinsæl meðal ungs fólks, sé á tíðum skammt frá alvarlegri tónlist. „Það er því nóg að gerast í tónsmíðum í Bandaríkjunum og það eina sem vantar er áhorfendur; fólk vill ekki heyra nýja tónlist, það vill ekki heyra eitthvað ögrandi." Litið til beggja átta Eins og áður sagði eiga þeir Will- iam Harper og Kjartan Ólafsson verk á raftónleikum kvöldsins í Sól- on íslandus, sem hafa yfirskriftina Litið til beggja átta, en einnig er á efnisskránni verk eftir Hilmar Þórð- arson, Án titils. Beðnir að lýsa verk- um sínum er William Harper fyrri til og segist nánast eingöngu semja fyrir leikhús og því sé erfitt að grípa eitthvert verk og flytja slitið úr sam- hengi. Hann hafi því sett saman svítur úr leikhústónlist og óperum sínum. Peyote Roadkill, sé rafeinda- ópera sem gerist í suðurhluta Bandaríkjanna, Snow Leopard sé byggð á kynnum Bandaríkjmanns af tíbetskum guðum og Cooking the World fjalli um tvo matreiðslumenn sem eru einir eftir í heiminum. Kjartan segir að sitt verk, Summ- ary: Three Worlds According to One, sé sett saman úr hlutum úr öllum sínum verkum frá 1984 til 1994; eins konar yfirlit um það sem hann hafí fengist við, „og það er ekki aðgengileg tónlist,“ ieggur hann áherslu á að lokum. BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur lýst áhyggjum sínum vegna áætlana Vegagerðar ríkisins um frestun framkvæmda við breikkun Vesturlandsvegar. í sérstakri yfirlýsingu, sem samþykkt var samhljóða í borgar- ráði 30. apríl sl, er varað við hættu- ástandi sem skapast vegna þessarar frest- unar. Þegar framkvæmd- um lýkur í haust nær breikkunin vestur fyr- ir Elliðaár en ekki að gatnamótum við Sæ- braut. Við það skap- ast bráðabirgða- ástand, sem hefði átt að vara í eitt ár sam- kvæmt Vegaáætlun 1994,_en mun nú vara mun leng- ur. I yfirlýsingu Borgarráðs Reykjavíkur er varað við þessu ástandi út frá öryggisástæðum og því lýst yfir, að þetta ástand sé með öllu óviðunandi. Jafnframt er skorað á yfirvöld samgöngu- og fjármála að sjá til þess að úr þessu verði bætt með auknum fjárfram- lögum. Niðurskurður framkvæmdaátaks 35% Nokkuð hefur verið rætt og rit- að að undanförnu í fjölmiðlum um þetta mál, bæði um frestun á Hér í borginni er um- ferðarálag og slysa- hætta mest, segir Gunnar Jóhann Birgisson, og þar af leiðandi óviðunandi að borgin búi að stóriega skertu vegafé. framangreindum framkvæmdum og um niðurskurð vegaáætlunar. Við afgreiðslu fjárlaga um síðustu áramót var ljóst að um verulegan niðurskurð yrði að ræða á vega- áætlun. Almenn verkefni voru skorin niður um 17% og svokölluð framkvæmdaátaksverkefni um 35%. Þegar þessi niðurskurður varð ljós sendu sveitarstjórar á höfuðborgarsvæðinu áskorun til ríkisstjórnarinnar um að ákvörðun þess yrði endurskoðuð. Niðurskurðurinn er sérstaklega bagalegur fyrir Reykjavík vegna þess að stór hluti af breikkun Höfðabakka og Miklubrautar er undir liðnum framkvæmdaátak þar sem niðurskurðurinn var 35% en ekki 17%. í tillögum vegamála- skrifstofu, þar sem niðurskurðin- um er jafnað milli einstakra verk- efna, er gert ráð fyrir að niður- skurður á almennum verkefnum nemi 50 milljónum króna en niður- skurður á framkvæmdaátaksverk- efnum nemi 220 milljónum króna. Það er þessi niðurskurður sem veldur því að framkvæmdir við breikkun Höfðabakka og Miklu- brautar tefjast. Margoft hefur ver- ið sýnt fram á arðsemi þessara framkvæmda og hve nauðsynlegar þær eru til þess að draga úr slysa- hættu. Samgönguráðherra hefur hins vegar svarað því til að aðrar framkvæmdir í öðrum landshlut- um séu allt eins nauðsynlegar út frá sjónarmiðum um slysahættu. Þetta kann vel að vera rétt. Hins vegar er ljóst að höf- uðborgarsvæðið hefur hvað vegafram- kvæmdir varðar verið afskipt á undanförn- um árum og svo virð- ist að við gerð fram- kvæmda vegaáætlun- ar hafi dreifbýlisþing- menn fengið sínu fram á kostnað meirihluta þjóðarinnar. Hallað á höfuðborgina Þetta kemur í ljós þegar skoðað er hver hlutur höfuðborgar- svæðisins hefur verið af heildaríjármagni nýrra þjóð- vega samkvæmt vegaáætlun und- anfarin 10 ár. í eftirfarandi töflu, þar sem stuðst er við upplýsingar frá Borgarverkfræðingnum í Reykjavík, eru allar fjárhæðir á áætluðu verðlagi 1996 (vísitala vegagerðar 5159). Ár til nýrra til höfuð- Hiutf. m.kr. borgarsv. % 1995 3.430 1.124 32,8 1994 3.552 582 16,4 1993 4.057 827 20,4 1992 2.839 479 16,9 1991 2.661 381 14,3 1990 2.436 349 14,3 1989 2.374 151 6,4 1988 2.291 206 9,0 1987 1.962 169 8,6 1986 2.259 109 4,8 Þegar þessi tafla er skoðuð ber að hafa í huga að hækka má nokk- uð framlag ríkisins til borgarinnar vegna sakomulags um endur- greiðslu framkvæmdafjármagns er þáverandi fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dav- íð Oddsson, borgarstjóri, gerðu á sínum tíma. Á grundvelli þess samkomulags endurgreiddi ríkið borginni einn milljarð króna á ári í tíu ár. Einnig má gera fyrirvara vegna þess að til ársloka 1994 áttu framkvæmdir í þéttbýli að greiðast af sérstökum lið er bar nafnið „Til þjóvega í kaupstöðum og kauptúnum". Það þéttbýlisfé var um 200 milljónir á ári og fékk Reykjavíkurborg um 75 milljónir af þeirri köku. Rekstur vegakerfis- ins í borginni var hins vegar sam- bærileg fjáhæð á þessum árum og því var ekkert fjármagn eftir til nýframkvæmda. Þrátt fyrir þessa fyrirvara er Ijóst að verulega hall- ar á borgina og höfuðborgarsvæð- ið í heild, svo ekki sé meira sagt. Borgarbúar hljóta að krefjast endurskoðunar Kannski kristallast í þessum munurinn á vinnubrögðum lands- byggðarþingmanna og þéttbýlis- þingmanna. Það breytir hins vegar ekki því að Reykvíkignar og íbúar höfuðborgarsvæðisins geta ekki endalaust búið við það að bera skertan hlut frá borði þegar veg- afé cr skipt á milli landshluta. Hér í borginni er umferðarálag mest og þar af leiðandi mesta slysa- hættan. Framangreindur niður- skurður á vegaáætlun er því með öllu óviðunandi og þess vegna hljóta borgarbúar að krefjast þess að niðurskurður verði endurskoð- aður. Höfundur er borgnrfulltrúi. Gunnar Jóhann Birgisson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.