Morgunblaðið - 08.05.1996, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.05.1996, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 25 AÐSENDAR GREINAR Miðbæjarskólinn Forðumst slys FYRIR nokkru var tekin sú ákvörðun, án þess að hátt færi, að starfsemi Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og Skólaskrifstofu skyldi eftirleiðis hýst í Miðbæjar- skólanum er ný stofnun, svonefnd Fræðslumiðstöð, tæki við hlutverki þeirra. Vera kann að mörgum þyki þessi ákvörðun litlum tíðindum sæta og raunar líklegt að flestir leiði lítt hugann að svo fáfengilegum atburðum, þó þykir mér full ástæða til að staldra við og íhuga fáein atriði. Lögmál stjórnsýslunnar Þegar ljóst virtist að grunnskólann skyldi flytja frá ríki til sveitarfélaga var sýnt að því fylgdu ýmsar breytingar á stofnunum er tengjast skóla- og fræðslustarfi í borginni. Skólaskrifstofa Reykjavíkur hef- ur árum saman verið til húsa á Tjarnargötu og Fræðsluskrifstofa við Túngötu. Eg minnist þess ekki að hafa heyrt að þar væri þrengt svo að starfsmönnum að til vand- ræða horfði. Nú bregður hins vegar svo við þegar Reykjavíkurborg yfir- tekur grunnskólann að knýjandi er að finna annað og hentugra hús- næði undir væntanlega Fræðslu- miðstöð. Það er í sjálfu sér skiljan- legt að með nýju starfsskipulagi og auknum verkefnum, sem fylgja flutningi grunnskólans, sé nauðsyn- legt að finna húsnæði sem betur hæfir. Það virðist enda eitt af lög- málum stjórnsýslunnar að þenjast út. Hitt er mér og mörgum fleirum með öllu óskiljanlegt að enginn álit- legri kostur skuli finnast en ryðja burt þeirri gróskumiklu starfsemi sem fram fer í Miðbæj- arskólanum til að finna væntanlegri Fræðslu- miðstöð hæfilegan stað. Lifandi mii\jar Miðbæjarskólinn á sér langa eins og merka sögu. Hann var reistur 1907 og er því glæsilegur „minnis- varði“ um fyrstu fræðslulögin sem voru samþykkt á Alþingi það sama ár. Allar göt- ur síðan hefur þetta hús verið mennta- og fræðslusetur. Fyrst sem barna- og ung- lingaskóli en á síðari árum hefur hann orðið miðstöð fullorðins- fræðslu í borginni. Þeir eru því orðnir ærið margir sem sótt hafa sér það veganesti í þetta hús sem reynst hefur þeim hvað drýgst á lífsleiðinni og eiga þaðan góðar minningar. Alþýðufræðsla Námsflokkar Reykjavíkur hafa á liðnum áratugum verið miðstöð al- þýðufræðslu á Islandi og eru það enn. Til námsflokkanna sækja hundruð manna margvíslega fræðslu ár hvert og yrði seint talið allt hið fjölþætta kennslustarf sem þar fer fram en þó má nefna sér- staklega: nýbúafræðslu, lestrar- kennslu fullorðinna og grunnnám af ýmsu tagi. Starf námsflokkanna fer fram í Miðbæjarskólanum en þegar stærstur hluti kennsluhús- næðisins þar verður lagður undir skrifstofur er ljóst að starf þeirra verður með öðrum hætti en áður og því jafnvel stefnt í voða. Hin hola skel Auk þeirrar gagnmerku starf- semi sem fer fram í Miðbæjarskól- anum má benda á sögulegt gildi hússins. Við íslendingar erum ekki auðugir að minjum er tengjast mennta- og skólasögu og óþarft að fórna því sem þó er til. Að vísu Engin gild rök haf a ver- ið færð fyrir því, segir Ársæll Friðriksson, að Fræðslumiðstöð borgar- innar megi ekki fínna samastað annars staðar en í Miðbæjarskólanum. hafa þeir, sem mest er í mun að hreinsa allt sem heitir skólastarf úr Miðbæjarskólanum, bent á að útliti hússins verði ekki breytt. Engum dylst þó er kynna sér málið að verulega þyrfti að breyta ýmsu í þessu húsi, innréttingum, lögnum og öðru ef þar ættu að vera skrif- stofur enda mun ætlunin að leggja fáein hundruð milljóna króna til þess verks. Útlitið mun verða óbreytt áfram, hin hola skel, en kjarninn sjálfur horfinn. Það getur hvorki talist sérstök ráðdeild hjá stórskuldugu sveitarfé- lagi að leggja út í slíkar fram- kvæmdir að þarflausu né vitnis- burður um virðingu fyrir menning- Ársæll Friðriksson Mannúð í verki ALÞJÓÐAHREYFING Rauða krossins og Rauða hálfmánans hef- ur að undanförnu staðið fyrir víð- tækri kynningu um allan heim á því hve mikil ógn mannkyninu staf- ar af jarðsprengjum og hvílík nauð- syn er á að banna notkun þeirra með öllu. Þetta átak Rauða krossins er einstakt og má rekja til biturrar reynslu margra starfsmanna Rauða krossins sem þurfa að hlynna að og hjúkra fórnarlömbunum sem nær alltaf eru saklausir borgarar, oft börn. Starfsmenn og sjálfboða- liðar Rauða krossins þekkja þær þjáningar sem jarðsprengjur valda saklausu fólki og Rauði krossinn lítur á þessi ógnarvopn sem eina helstu vá sem steðjar að mannkyn- inu á okkar tímum. Rauði krossinn tekur ekki pólitíska afstöðu en hef- ur það að markmiði að vera hlut- laus og óhlutdræg mannúðarhreyf- ing sem reynir að koma í veg fyrir og létta þjáningar fólks hvar sem það er statt. Því er óvenjulegt að Rauði krossinn gangi svo einarðlega fram í máli sem svo sannarlega hefur mikla pólitíska þýðingu. Engin hernaðarleg rök Ástæða þessa er einföld. Fæstar þeirra 100 milljóna jarðsprengna sem eru í jörðu í yfir 60 löndum hafa nokkurt hernaðarlegt gildi lengur ef þær þá höfðu það nokk- urn tíma. Nú eru það fátækir bænd- ur sem eru að byrja að yrkja jörð- ina á ný, oft eftir langvarandi hörm- ungar styrjaldar, konur að safna eldiviði í skóginum eða lítil börn að leik sem óvænt verða fórnarlömb jarðsprengna. Hernaðarleg rök geta ekki réttlætt þær þjáningar sem jarðsprengjur valda. Ánægjulegt er að æ fleiri ríki eru sömu skoðunar og Rauði krossinn og styðja bannið. ísland er þeirra á meðal og er ástæða til að þakka ríkisstjórninni ótvíræð- an stuðning hennar við bann. Island er í hópi 8 af 16 NATO ríkjum og 15 af 25 OECD ríkj- um sem styðja algert bann. Bann nauðsynlegt Bannið gegn jarð- sprengjum var meðal umræðuefna á alþjóða- ráðstefnu Rauða krossins með fulltrúum ríkisstjórna í Genf í desember síðastliðn- um. Mjög eftirtektar- vert var hve oft var erfitt að greina mun á málflutningi fulltrúa ríkisstjórna og Rauða kross félaga. Var sem allir töluðu einum Bændur, sem eru að byrja að rækta jörðina eftir hernaðarátök, verða oft, segir Guðjón Magnússon, fórn- arlömb jarðsprengna. rómi þegar rætt var um hve háska- leg þessi vopn eru og hve nauðsyn- legt er að leggja við þeim blátt bann. Góðar líkur eru því á að markmiðinu verði náð með áfram- haldandi kynningu og umræðu. Krafan um algjört bann við fram- leiðslu og notkun á jarðsprengjum er eðlileg og sjálfsögð krafa alþjóða- hreyfingar sem hefur það að leiðar- Ijósi að koma í veg fyrir og létta þjáningar fólks hvar sem það er statt. Krafa um að sýna mannúð í verki með því að koma í veg fyrir ótímabæran dauða eða ævilanga örkumlun. Alþjóðadagur Rauða krossins í dag, 8. maí, er al- þjóðadagur Rauða kross hreyfingarinnar, fæðingardagur Sviss- lendingsins Henry Dunant, stofnanda hreyfingarinnar. Dag- urinn er helgaður mannúðarstarfi og mannréttindum víðs vegar um heiminn. Á 70 ára afmæli Rauða kross íslands í desem- ber 1994 var ákveðið að stofna sjóð til styrktar rannsóknum á mann- réttindum og minnast jafnframt stofnanda og fyrsta formanns Rauða kross íslands, Sveins Björns- sonar forseta, með því að kenna sjóðinn við hann. Rannsóknir á mannréttindum eru lykilatriði í því að halda uppi þekkingu á mannrétt- indum, til dæmis hvort allir njóti þeirra jafnt og hvernig þau megi best efla. Rannsóknir geta aukið skilning á mannréttindum og þann- ig stvrkt stöðu þeirra sem minnst mega sín. Stuðningur við rannsókn- ir á mannréttindum er því um leið stuðningur við hugsjónir og mann- úðarstarf Rauða krossins. Það er því einkar ánægjulegt að nú í dag, á alþjóðadegi Rauða kross- ins, verður fyrst úthlutað styrkjum úr Minningarsjóði Sveins Björns- sonar og er það von okkar að fram- lög sjóðsins til rannsókna megi verða til þess að efla mannréttindi og auka skilning á eðli þeirra og nauðsyn. Höfundur er rektor og formnður Rauða kross íslands. Guðjón Magnússon arverðmætum að gjörbreyta þessu einstæða húsi. Ónýt rök Engin gild rök hafa verið færð fyrir því að Fræðslumiðstöð borgar- innar megi ekki finna annan sama- stað en Miðbæjarskólann. Sigrún Magnúsdóttir, formaður skólamála- ráðs, hefur að vísu bent á að starfs- mönnum skrifstofunnar muni fjölga verulega og að Miðbæjarskólinn liggi vel við öðrum stjómsýslustofn- unum borgarinnar. Þetta eru ein- faldlega ekki nægileg rök fyrir því að stefna starfsemi gróskumikillar menntastofnunar í tvísýnu og um- breyta öllum innviðum þessa merka húss, því enginn hörgull mun vera á auðu skrifstofuhúsnæði í borginni og staðsetning getur varla ráðið svo miklu á tímum öflugrar upplýsinga- og samskiptatækni. Leyfist mér? Að lokum langar mig að beina fáeinum spurningum til þeirra sem nú skipa meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík. Er líklegt að hvergi finnist skrifstofuhúsnæði í borginni sem hentar Fræðslumiðstöð til frambúðar? Ber það vott um mikla umhyggju fyrir sögulegum minjum eða vilja til að varðveita þær að umturna öllum innviðum þessa gamla húss? Er það skoðun ykkar að starf Námsflokka Reykjavíkur sé svo lítilfjörlegt að því megi varpa fyrir róða? Finnst ykkur stætt á því að tala fjálglega um nauðsyn þess að efla alþýðufræðslu, varðveita sögulegar byggingar og gæta ráð- deildar í opinberum rekstri en sýna annað í verki? Er það í samræmi við viðhorf ykkar til lýðræðislegra vinnubragða að þröngva þessari ákvörðun fram í krafti þess að ykk- ar sé mátturinn og dýrðin? Mér er ljóst að störfum ykkar fylgir margháttaður vandi og að þið viljið framar öllu láta gott af ykkur leiða. í trausti þess vona ég að þið berið gæfu til að breyta þeirri ákvörðun að leggja Miðbæjarskól- ann undir skrifstofur heldur leyfið þeirri öflugu starfsemi sem þar er að dafna áfram og vaxa svo þetta gamla skólahús megi áfram þjóna upprunalegum tilgangi sínum. Höfundur er kennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.