Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 27
+ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 27 Ljósmynd: Finnska varnarmálaráðuneytið rs. Hér eru stórskotaliðar á æfingu í finnskum skógi að vetri til. ander 1.300 kílómetra löngu landamæri Finnlands og Rússlands aftur á móti orðin landamæri Rússlands og NATO. Finnskir varnarmálasérfræðingar benda á að slíkt væri í fyrsta lagi ónauðsynleg ógnun við Rússa og í öðru lagi myndi NATO-aðild hafa í för með sér að Rússar myndu loka landamærunum — sem hafa opnazt í æ ríkari mæli undanfarin ár — með slæmum afleiðingum fyrir viðskipti ríkjanna. Jafnvel þeir Finnar, sem hafa litið NATO-aðild hvað jákvæð- ustum augum, telja að núverandi ástand sé skynsamlegt. Undir þetta tekur til dæmis Risto Penttiíá, doktor í alþjóðastjórnmálum og formaður flokks Ungfinna á finnska þinginu. Hann segir að hefði Finnland viljað ganga í NATO hefðu menn átt að nota tækifærið árið 1992, þegar stjórnvöld í Rússlandi höfðu í raun ekki mótað afstöðu um stækkun NATO. Nú sé ástandið þannig að gervallt rússneska þingið sé andsnúið því að NATO verði stækkað að landa- mærum Rússlands. Skiptum um skoðun ef aðstæður breytast armála mds. ANNELI Taina, varnarmálaráð- herra Finnlands pH^ilWMhvAtf^k innska flughersins. Finnar hafa keypt Bandaríkjamönnum. ir í ild- ein kil- íist er n í kk- :ett orð stækkað, hafi Finnland ekki neinu að tapa. Rússar verði hvort sem er búnir að kyngja stækkun eða þá að NATO hafí einfaldlega hunzað andstöðu þeirra. Sérfræðingar, sem Morgun- blaðið ræddi við, benda hins vegar á að NATO verði ekki stækkað að landamærum Rússlands í fyrsta áfanga, þar sem NATO-aðild Eystra- saltsríkjanna sé ekki á næsta leiti. Með NATO-aðild Finnlands væru hin I þessu sem öðru einkennist stefna Finnlands af köldu raunsæi, eins og heyra má á Taina varnarmálaráð- herra: „Sem stendur, teljum við að staða okkar sé bezt eins og við höfum nú ákveðið hana. En ríkisstjórnin hefur jafnframt sagt að ef þær breyt- ingar verði á alþjóðlegu umhverfi okkar að við ættum að skipta um skoðun, þá gerum við það. En núna sjáum við ekki ástæðu til þess." Finnskir stjómmálamenn tjá sig lítt um það hvað gæti fengið Finna til að skipta um skoðun og breyta núverandi stefnu. Óttinn við Rúss- land er hins vegar augljós hjá mörg- um Finnum, sem rætt er við. Margir segja sem svo að Rússland sé enn hættulegra nú en á tímum kalda stríðsins — þá hafi Finnar að minnsta kosti vitað hvar þeir höfðu Rúss- ana og kunnað að fást við þá. Nú sé Rússland púðurt- unna, sem geti sprungið hvenær sem er. Finnar taka enga áhættu — á meðan mörg önnur vestræn ríki hafa skorið niður útgjöld sfn til varnar- mála, heldur Finnland sínu striki. Heraflinn hefur verið endurnýjaður og enn telja varnarmálayfirvöld að hægt sé að kalla út hálfa milljón vopnfærra manna með skömmum fyrirvara. Embættismenn segjast ekki í vafa um að Finnar geti varið allt landið fyrir óvinaárás af nægi- legu afli til þess að hugsanlegur óvin- ur hugsi sig tvisvar um. Anneli Taina svarar auðvitað af varfærni þegar hún er spurð hvort hún hafi ekki áhyggjur af ástandinu í Rússlandi. „Við höfum að sjálfsögðu áhuga á þróun mála í Rússlandi. Það er stórt og fjölmennt nágrannaríki. Það þjónar okkar hagsmunum að hagsæld aukist í Rússlandi og að lýðræðið festi rætur. Fram til þessa hefur þróunin verið jákvæð. Það verða lýðræðislegar forsetakosningar og ég vona að nýr, lýðræðislega kjör- inn forseti, hver sem hann verður, muni halda áfram á braut lýðræðis- þróunar." Áhyggjur af Eystrasaltsríkjunum Staða Eystrasaltsríkjanna gagn- vart Rússlandi veldur Finnum nokkr- um áhyggjum. Eystrasaltsríkin eru ekki í stakk búin til að verjast árás og þau skortir enn þær vestrænu öryggistryggingar, sem þau sækjast eftir. Jyrki Iivoinen, doktor í alþjóða- stjórnmálum og ráðgjafi í finnska varnarmálaráðuneytinu, bendir hins vegar á að afstaða Rússa sé skýr; þeir geti ekki liðið að neitt af hinum fimmtán fyrrverandi lýðveldum Sov- étríkjanna gangi í Atlantshafsbanda- lagið. „Hvernig á þá að skipa örygg- ismálum Eystrasaltsríkjanna? Vandamálið er að ríkin sjálf telja enn — skiljanlega — að einungis NATO geti veitt þeim áþreifanlega öryggis- tryggingu. En um leið vita þau með vissu að þetta mun ekki gerast, og að NATO mun ekki taka þau inn gegn vilja Rússlands," segir Iivoinen. Hann segir að þetta sé ástæða þess hversu miklar umræður hafi farið fram að undanförnu um örygg- ismál Eystrasaltsríkjanna í stærri ríkjum NATO. Hann vitnar til hug- mynda Douglas Hurd, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, um að Finnland og Svíþjóð myndi einhvers konar öryggisbandalag með Eystra- saltsríkjunum, sem bæði NATO og Rússland myndu viðurkenna. „Þetta gengi beint gegn stefnu Finnlands og Svíþjóðar um að standa utan hern- aðarbandalaga. Við viljum engar ör- yggistryggingar frá Rússlandi eða frá NATO. Við teljum ennþá að við getum varið okkur sjálfir. Og ef menn tengja saman Eystrasaltsríkin, Finnland og Svíþjóð, þá hvað? Ef það kemur til átaka til dæmis milli Rúss- lands og eins eða fleiri Eystrasalts- ríkja, hvað geta Finnland og Svíþjóð gert? Þetta myndi í raun alls ekki auka öryggi Eystrasaltsríkjanna," segir Iivoinen. Veita Eystrasalts- ríkjunum aðstoð Þetta þýðir þó ekki að Finnland axli ekki „svæðisbundna ábyrgð í öryggismálum" hvað það varðar að styrkja öryggi Eystrasaltsríkjanna. Finnar gera sitt bezta til þess að hjálpa ríkjunum þremur að komast að minnsta kosti í svipaða stöðu og þeir hafa sjálfir, þ.e. að komast und- ir pólitískan verndarvæng Evrópu- sambandsins og að geta varið sig sjálf. Þetta virðist um þessar mundir vera raunsæjasta leiðin til að efla öryggi ríkjanna. Finnar hafa einkum stutt við bakið á frændum sínum í Eistlandi. Finnskir herforingjar á eft- irlaunum hafa veitt aðstoð við þjálfun eistneska hersins og Finnar hafa jafnframt gefið Eistum ýmsan búnað. Noregur, Danmörk og Svíþjóð hafa jafnframt veitt Eystrasaltsríkjunum aðstoð í varnar- og öryggismálum. „Við styðjum aðild Eystrasaltsríkj- anna að Evrópusambandinu og von- um að þau komist inn," segir Taina varnarmálaráðherra. „Við höfum átt _________ samstarf við Eystrasalts- Sýna f rum- ríkin °S v"jum veita Eist- kuæði í frið- ^anc" sérfræðiaðstoð til . " þess að auðvelda uppbygg- argæzlU ingu herafla pg mótun ——————————— varnarstefnu. Ég er viss um að Eystrasaltsríkin átta sig á því að þau verða að hafa eigin her, hvern- ig sem fer. Hvort sem þau verða aðildarríki NATO í framtíðinni eða standa utan hernaðarbandalaga eins og Finnland, verða þau að hafa eigin varnarlið. Uppbygging herjanna er ekki nema nýbyrjuð og það er mikil- vægt að ríkin fái stuðning frá Norð- urlöndunum. Finnland einbeitir sér að Eistlandi og við höfum nýlega ákveðið að senda starfandi herfor- ingja til Eistlands, ekki til að þjálfa hermenn, heldur til að miðla þekk- ingu, sem Eistar þurfa á að halda." RADOVAN Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba (t.h), ásamt herstjóran- um í Bosníu, Ratko Mladic. Þeir hafa báðir verið ákærðir fyrir stríðsglæpi en litlar líkur eru taldar á að þeir fáist framseldir. Stríðsglæparéttarhöld í Hollandi Glæpaverk í „dauðabúðum" Alþjóðleg stríðsglæparéttarhöld hófust í Haag í gær í fyrsta skipti frá lokum síðari heimsstyrjald- ar. Alls hafa 57 menn verið ákærðir fyrir glæpi í stríðinu í fyrrum Júgóslavíu, en bæði Serbar og Króatar þráast við að framselja þá. Haag. The Daily Tclegraph. A LÞJÓÐLEG /~k stríðsglæpa- /""^ réttarhöld ¦¦¦ "-^ hófust í Haag í Hollandi í gær, þau fyrstu frá því að ráða- menn í Þýskalandi og Japan voru leiddir fyrir dómstóla við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Vitnaleiðslur hófust í gær í máli Bosníu-Serb- ans Dusko Tadic en alls er gert ráð fyrir að um 100 manns muni bera vitni í málinu. Mál Tadic er hið fyrsta sem Stríðsglæpadóm- stóll Sameinuðu þjóð- anna vegna fyrrum Júgóslavíu tekur til meðferðar frá því hann var stofnaður fyrir þremur árum. Tadic sagði í sjónvarpsviðtali á mánudag að hann hygðist hefja hungurverkfall til þess að krefjast réttlátrar dómsmeðferðar og lýsti yfir því að hann væri saklaus af öllum ákæruatriðum. Glæpir gegn mannkyni Hann er sakaður um að hafa ban- að fjórum múslimum með barsmíðum í Omarska-fangabúðunum í norð- austurhluta Bosníu þar sem skipu- lagðar pyntingar og aftökur á striðs- föngum fóru fram. Þá er Tadic ákærður fyrir að hafa myrt níu flótta- menn, fram hafa verið bornar 44 nauðgunarákærur á hendur honum auk þess sem hann er sakaður um að hafa pyntað fanga. Tadic er vænd- ur um glæpi gegn mann- ________ kyninu með því að hafa stjórnað og tekið þátt í stórfelldum mannréttinda- brotum í Omarska sem og í Keraterm- og Trnoplje- ™"~~~™~" fangabúðunum sem ákæruvaldið hef- ur skilgreint sem „dauðabúðir". Þjóðernishreinsanir Omarska-búðirnar þóttu verstar allra. Breskir blaðamenn sögðu fyrst- ir frá þeim og þá fyrst frétti heims- byggðin af hryllingi þeim sem nú er alþekktur undir heitinu „þjóðernis- hreinsanir". Um 3.000 körlum og 40 konum var smalað inn í búðirnar, sem voru í járnnámu einni. Þar fóru fram linnulitlar pyntingar og hópnauðgan- ir og var öllum vopnum og bareflum af öllum fáanlegum tegundum beitt í því skyni. Eitt vitnið heldur því fram DUSAN Tadic í réttarsalnum í Haag í gær. Vændur um glæpi gegn mannkyninu að Tadic hafi ekki að- eins verið fangavörður heldur hafi hann farið fyrir hópi manna sem nefndust „Bláu ernirn- ir" sem fóru í búðirnar í þeim tilgangi einum að „drepa sér til skemmtunar". Réttur maður? Þýsk stjórnvöld handtóku Tadic í Munchen árið 1994 og er honum lýst sem öfgafullum fylgismanni við kenninguna um myndun Stór-Serbíu. Verjendur hans munu hins vegar leggja áherslu á að um rangan mann sé að ræða og hyggjast leggja fram gögn sem sanni að hann var fjarri Omarska-búðunum á tilteknum dög- um þegar ódæðisverkin voru framin. Halda þeir því fram að annar maður sem ber sama ættarnafn, Tadic, hafi verið ábyrgur fyrir níðingsverk- unum. Nokkrir blaðamenn eru hins vegar tilbúnir til að vitna um að þeir hafi séð Dusco Tadic, sem starf- aði áður sem karatekennari, í búðun- um. Þessu hyggjast verjendurnir svara með því að halda því fram að fjöldi vitna hafi ekki komist frá Bosníu og geti því ekki staðfest sak- leysi mannsins. Dauðadómar útilokaðir Ólíkt því sem við átti um Niirn- bergréttarhöldin í Þýskalandi eftir ------------ stríð munu dómararnir í Haag ekki geta kveðið upp dauðadóma. Þrír menn sem vændir hafa verið um stríðsglæpi bíða nú réttar- halda í Haag og sá fjórði, Bosníu-múslimi, verður brátt fram- seldur frá Þýskalandi ásamt fimmta manninum, sem er Serbi. Alls hafa verið gefnar út ákærur á hendur 57 mönnum fyrir stríðs- glæpi í fyrrum Júgóslavíu. Flestir þeirra eru frjálsir menn á svæðum í Bosníu sem tilheyra Serbum. Af þessum 57 eru 46 Serbar, átta Kró- atar og þrír múslimar. Bosníu-Ser- bar neita að framselja mennina þar eð þeir viðurkenna ekki lögmæti dómstólsins og Króatar hafa sömu- leiðis þráast við að verða við kröfum um að glæpamenn í röðum þeirra verði látnir svara til saka. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.