Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + AÐSENDAR GREINAR — Breiðfirðingur Athyglisverð útgáfa FYRIR skömmu fékk ég í hendur 53. árgang af Breiðfirð- ingi, tímariti Breiðfirð- ingafélagsins, sem gefið var út 1995. Rit- stjórar eru Dalamenn- irnir dr. Árni Björns- son þjóðháttafræðing- ur, sem fæddur er á Þorbergsstöðum í Lax- árdal, og Einar G. Pét- ursson cand. mag. frá Stóru-Tungu á Pells- strönd. Útgáfa Breiðfirð- ings á sér merka sögu, en í tímaritinu birtast jafnan fróðlegar grein- ar um hin margvíslegurstu mál er varða byggðir-Breiðafjarðar; minn- ingar Breiðfirðinga, frásagnir og skáldskapur. Ber að þakka for- svarsmönnum Breiðfírðingafélags- ins fyrir elju og dugnað, svo ekki sé nú talað um þá ritstjóra sem í gegnum tíðina hafa staðið fyrir útgáfunni. í þessu nýjasta hefti Breiðfirðings kennir margra grasa, allt frá grein um útsaumuð, forn Sturla Böðvarsson STANDEX Alinnréttingar Hönnum og smíðum eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgreiðsluborð, skilti, auglýsingastanda, sýningarklefa o.mfl. Faxafeni 12. Sími 553 8000 Guðœundw Kapi Geinöai væntanlequr forsetaframbjóðandi „Ég er tilbúinn til að styðja alla aðra væntanlega forsetaframbjóðendur sem fram eru komnir, því ég lít á þá alla sem hæfa til að gegna þjónustu við landsmenn. Við höfum boðið okkur fram til þjónustu. Síðan er það þjóðin sem velur. LíkJegt erað hver okkar sem það er sem fær flest at- kvæði hafi á bakvið sig minnihluta heildaratkvæða, en líklegt er að allir hinir frambjóðendurnir varpi sjálfkrafa trausti sínu yfir á þann aðila, eða það gíldir í það minnsta um mig, sem leiðir til þess flest eða öll atkvæðin safnast að lokum að baki þeirri manneskju, sem er tilvonandi sameiningartákn okkar með beinum og óbeinum hætti." kirkjuklæði, til frá- sagnar um það er minkurinnn nam land í Breiðafjarðareyjum en þá frásógn ritar Kristinn B. Gíslason í Stykkishólmi sem er fæddur eyjamaður. Fjölbreytt efni rits- ins vakti athygli mína og varð tilefni til þess að ég skrifaði þessar línur til þess að vekja athygli á þeim fróðleik sem það flytur lesend- um sínum og ekki síð- ur til þess að vekja athygli á virðingar- verðu framlagi til varðveislu sagna og minninga um liðna tíð og merkilega samferðar- menn við Breiðafjörð. Elsa E. Guðjónsson, fyrrverandi starfsmaður á Þjóðminjasafni ís- lands, skrifar mjóg merkilega greín um útsaumuð kirkjuklæði frá Skarði á Skarðsströnd, sem talin eru vera frá fyrri hluta 16. aldar og eru á Þjóðminjasafninu. Nefnist greinin „Árnaðarmenn biskupsdótt- Útgáfa Breiðfirðings á sér merka sögu, segir Sturla Böðvarsson, sem hér skrifar um 53. árgang tímaritsins. ur" og eru settar fram tilgátur um að klæðið hafi saumað Þuríður, laundóttir Jóns biskups Arasonar, og hafi hún verið sjöunda barn bisk- upsins. Á klæðinu eru myndir sex dýrlinga sem eru — taldir árnaðar- menn (verndardýrlingar) biskups- dóttur". Af greininni má ráða að verulegur vafi leiki á um um höfund hins útsaumaða kirkjuklæðis ekki síður en um faðerni Þuríðar. Ólafur Elímundarson skrifar at- hyglisverða grein sem hann nefnir: Fyrstu alþingiskosningarnar á Snæfellsnesi 1844. Þar lýsir hann aðdraganda og umhverfi þeirrar tíð- ar og segir frá „Vormönnum vest- anlands" sem voru áhugamenn um endurreisn Alþingis, aukna mennt- un og bætta atvinnuhætti. Margir munu þeir hafa verið stuðnings- menn Jóns Sigurðssonar forseta. Árni Thorlacius, kaupmaður í Stykkishólmi, var kjörinn í Snæ- fellsnessýslu í þessum fyrstu kosn- ingum en mætti ekki til þings. Bar við önnum! Hann hafði ekki sóst eftir kjöri. Frásögn Ólafs er ágæt upprifjun á merkilegum heimildum en hann hefur m.a. stuðst við rit Lúðvíks Kristjánssonar, Vestlend- inga. Pinnbogi G. Lárusson, bóndi á Laugabrekku, Hellnum, skrifar stutta fásögn af kynnum sínum af meistara Jóhannesi Kjarval. Nefnir hann frásögnina: Jóhannes Kjarval og lifandi vatn. Segir hann frá sam- skiptum þeirra þegar Kjarval var að mála undir Jökli. Hefur Finnbogi sagt mér þessa frásögn og fleiri, sem gaman væri að sjá á prenti og eru merkileg heimild um listamann- inn sem naut þess að vera í nám- unda við Jökulinn og klettótta ströndina svo sem mörg verka hans bera með sér. Jóhannes Kjarval var oft undir Jökli og var Finnbogi þá fylgdarmaður hans. Kristinn Kristjánsson, kennari á Hellissandi, skrifar fróðlega grein um upphaf skólahalds á Hellissandi árið 1888. Er þar getið aðdraganda og þeirra sem unnu að undirbún- ingi. Er merkilegt að lesa verk þeirra frumkvöðla sem unnu að mótun skólahalds í þessari fámennu byggð . Einn þeirra var Lárus Skúlason, ættaður af Skógarströnd. Mættu þeir af því læra sem nú fjalla um skipulag skólamála og flutning grunnskólans til sveitarfélaga, að ekki verður allt fengið við fyrsta skref. Reglugerð fyrir skólann var samin í 26 greinum og staðfest af Halgrími Sveinssyni biskup fyrir hönd stiftsyfirvalda. í 16.grein seg- ir: „Skólanefnd ræður kennara og semur um laun þeirra ár hvert ept- ir kringumstæðum. Kennarar geta aðeins þeir orðið sem til þess hafa næga kunnáttu og hæfileika og kunnir eru að reglusemi og sið- Eíi ..." Samantekt Kristins er þakkar- vert framtak. Hann vekur einnig athygli á Lárusarhúsi, elsta húsi á Hellissandi, og hvetur til varðveislu þess. Ég vil taka undir þá tillögu, en Húsfriðunarnefnd hefur hvatt tií endurgerðar hússins. Endurbyggt Lárusarhús í sínum Iátlausa bygg- ingarstíl gæti gæti sett svip á byggðina á Sandi og orðið verðugur minnisvarði um merkan frumkvöðul í skólamálum á Hellissandi og við Breiðafjörð. Ekki verður hér getið allra þeirra ágætu greina sem í Breiðfirðingi eru en ástæða er til þess að vekja athygli á ritinu og það vil ég gera með þessum línum og þakka rit- stjórum og höfundum fyrir góðan Breiðfirðing. Höfundur er alþingismaður íyrir Sjálfstæðisflokkinn í Vesturlandskjördæmi. Vanskil við aldraða vegna tvísköttunar Tvísköttunin viðurkennd í FRUMVARPI til laga um breytingu á lögum nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt, sem lagt var fyrir Alþingi 1994, segir að endur- greiða skuli þeim sem voru orðnir 70 ára og eldri tvísköttun 4% greiðslu í lífeyrissjóð, sem var skattlögð frá og með 1988. í athugasemdum við frumvarpið kemur fram eftirfarandi: „Ríkis- stjórnin hefur ákveðið að leggja til að gerðar verði breytingar á skatt- lagningu greiðslna" úr lífeyrissjóð- um. Til að tryggja að þessi ákvörð- un komi lífeyrisþegum strax til góða verður jafngildi lífeyrisfram- lags þeirra, eða sem nemur 15% af útborguðum lífeyri, undanþegið skatti þegar á næsta' ári." (1995) Lesa má úr framansögðu viður- kenningu á tvísköttuninni og draga Eftirlaunafólk er látið bera hluta kostnaðarins, segir Árni Brynjólfs- son, enda getur það ekki beitt verkfallsvopn- inu - og kosningar eru aðeins á 4 ára fresti. þá ályktun að ætlunin hafi verið að standa að fullu í skilum við þá sem tilgreindir eru í lögunum. Hverjir brugðust? Ákvörðun um niðurfellingu end- urgreiðslunnar koni á óvart, ekki síst hvernig hana bar að. Svo er að sjá að ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar hafi miðast við að leiðrétta tvís- köttunina fram til 1995 og láta þar við sitja. - Lausnin féll ekki fulltrú- um Iaunþegasamtakanna í geð, þeir vildu afnema skattlagningu 4% framlags launafólks í lífeyris- sjóði, skattaafsláttur til eftirlauna- fólks leysti ekki strax þeirra yanda. Áherslan var því Iögð á launafólk- ið, - hagsmunum hinna fórnað. Málið hefði mátt leysa með því að gera 40% lífeyris úr lífeyrissjóð- um skattfrjálsan, sem hefði bætt verulega afkomu aldraðra, - komið hinum til góða seinna, síður aukið á ruglinginn í launakerfmu og lík- lega orðið ódýrara fyrir ríkissjóð. í frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt, sem lagt var fyrir Al- þingi 1995, var lagt til að minnka skyldi endurgreiðslur vegna tví- sköttunar úr 15% í 7,5%. -1 athuga- semdum segir: „Pyrir síðustu áramót voru lög- festar breytingar sem ætlað var að mæta tvísköttun lífeyrissparn- aðar. Þessar breytingar gerðu ráð fyrir að hluti (15%) útgreidds lífeyr- is til einstaklinga 70 ára og eldri yrði undanþeginn tekjuskatti. Með fyrrnefndum ákvörð- unum um almennt skattfrelsi lífeyrisið- gjalda eru ekki lengur forsendur fyrir þessari tilhögun. Lagt er til að þessi regla verði af- numin í tveimur jöfnum áfongum á árunum 1996 og 1997." - Hér er vísað til afnáms leið- réttingar til aldraðra vegna kjarasamninga ASÍ og VSÍ. Þá gerist það að tví- vegis, 11, og 13. des. 1995, komu tilmæli frá fjármálaráðuneytinu þess efnis að end- urgreiðsla til lífeyrisfólks eldra en 70 ára skyldi falla niður með öllu, vegna „breytingar í iðgjaldafrá- drætti launþega". - Þannig voru lögin svo samþykkt 20. des. 1995. Þótt ASÍ og VSÍ hafi neytt ríkis- stjórn til að afnema tekjuskatt af 4% greiðslum í lífeyrissjóð er rangt að láta eftirlaunafólk greiða hluta kostnaðar, - en skýringin kann að vera sú að aldraðir geta ekki beitt verkfallsvopninu og kosningar eru aðeins á fjögurra ára fresti. Útreikninga leitað Nú þurfti að kanna hvort ákvarð- anir yfirvalda hefðu byggst á út- reikningum og ef svo þá hvaða. - Árni Brynjólfsson Víða var leitað og spurst fyrir, en án árangurs, engir út- reikningar fundust. í fjármálaráðu- neytinu var fátt um svör, en reynt að út- skýra niðurfellinguna með því að greiðslur atvinnurekenda og vextir af þeim reikn- ist lífeyrisþegum til tekna vegna ábata lífeyrissjóðanna. Þetta hefði áhrif á magn og lengd endurgreiðslunnar. - Skýring var endur- tekin, án þess að málið skýrðist fyrir þeim er á hlust- aði. Auðséð var að enginn hafði lagt á sig að reikna út raunverulega skuld við eftirlaunafólkið, en úr því varð að bæta og árangurinn má sjá á meðfylgjandi reikningsdæmi. - Þar kemur fram, miðað við meðal innlánsvexti skv. upplýsingum frá Islandsbanka, heildarlaunavísitölu frá Kjararannsóknarnefnd og stað- greiðsluprósentu frá skattstofunni, að 15% greiðslan hefði átt að standa í 5 ár og 4 mánuði, - ekki aðeins í 1 ár. - Engir vextir eru reiknaðir á greiðslutímann. Höfundur er framkvæmdastjóri. Tvísköttun 4% lífeyrisgreiðslna Útreikningur tekjuskatts af 4% greiðslu launafólks í lífeyrissjóð, sem hafð't 100 þús. kr. á mánuði árið 1988, framreiknað til ársloka 1994 og miðað við óverðtryggða meðalinnlánsvexti. Gert til að finna út hve langan tíma tekur að bæta tvísköttunina með 15% skattaafslætti. Ár Launa-vísítala Árslaun 4% greiðsla í lífeyrissjóð Staðgr. skatta{%) Staðgr. kr. 1.ár 41/2, vextir6,86% EftiM ár. 13,72% vextir á uppsafnaðar greiðslur 1988 82,4 1.200.000 48.000 x 35,20% = 16.896 18.055 (Fyrsta og síðasta árið hálfir vextir af innborgun) 1989 95,4 100,0 1.389.324 55.S73 x 37,74% = 20.973 22.412 20.532+ 22.412=42.944x113,72= 48.835 1990 1.456.320 58.253 x 39,79% = 23.179 24.776 48.835+ 24.766 = 73.601 x 113,72 = 83.699 1991 83.699+ 107,7 1.588.460 63.538 x 39,79% = 25.282 27.016 27.016 = 110.715x113,72 = 125.905 1992 125.905+ 111,7 1.626.708 65.068 x 39,85% = 25.930 27.709 27.709 = 153.614x113,72 = 174.690 ig93 125.905+ 113,7 1.655.832 66.233 x 41,34% = 27.381 29.259 29.259 = 203.949x113,72 = 231.931 1994 231.931 x 113,72 = 263.752 114,76 1.668.936 66.757 x 41,79% = 27.898 29.812 29.812 + 263.752 = 293.564. Staðgreiðsla skatta af 4% lífeyrissjóðsgreiðslum með innlánsvöxtum 1988 -1994 reiknast kr. 293.564. 1995 var launavísitala 120,5 stig og áætluð meðalárslaun, sem voru 1.200.000. kr. 1988, voru orðin 1.752.412 kr. Varla má gera ráð fyrir að eftirlaunafólk hafi almennt meira 50% af fyrri iaunum úr lífeyrissjóði. 50% af 1.752.412 kr. eru 876.206 kr., 15% af því eru 131.431 kr. og staðgr. skatta af þeirri upþhæð nemur 55.109 kr., sem deilt er í 293.564 kr. og tekur því 5,3 ár, - en ekki 1 að bæta eftirlaunafólki tvfsköttunina. (ma, 1996/ Á B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.