Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÍÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 B1 AÐSENDAR GREINAR Óbærilegnr léttleiki hræsninnar ÁRIÐ 1992 játaði séra James Porter tugi atvika kynferðis- legrar misnotkunar á börnum í Massachu- setts, Nýju Mexíkó og Minnesota. Rúmlega eitt hundrað konur og karlar gáfu sig fram og ákærðu séra Porter um misnotkun er átt hafði sér stað á árun- um 1960 til 1974. Flest fórnarlambanna voru tíu, ellefu og tólf ára þegar misnotk- unin átti sér stað. Fjöldi kæranna á hendur séra Porter gerði málið að því stærsta sinnar tegundar innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar fyrr og síðar. Hneykslið var enn viðurstyggilegra vegna þess, að séra Porter hafði margoft verið gripinn við sína leiðu iðju, settur í meðferð og síðan falið nýtt prestakall, þar sem hann tók strax til við að þukla og misnota börn, en málið hafði verið þaggað niður um þriggja áratuga skeið. í désember 1992 var komist að samkomulagi um fébætur frá bisk- upsdæminu í Fall River í Massa- chusetts til 68 karla og kvenna sem kölluðu sig „fórnarlömb séra Porters“. í sama mánuði var séra Porter dæmdur fyrir að misnota fimmtán ára barnfóstru 1987. (New York Times o.fl.) í Danmörku var sóknarpresti nýlega vikið úr starfi fyrir kyn- ferðislega áreitni við sóknarbarn í ölstofu. í konungsríkinu er kven- semi ekki saknæm í sjálfri sér en prestinum var vikið á dekorum- reglu opinberra starfsmanna, sem kveður á um að opinberir starfs- menn njóti forréttinda en hafi einnig skyldum að gegna. I dekor- um-reglunni segir m.a.: „Hinn opinberi starfsmaður þarf einnig að uppfylla vissar siðferðisskyldur í einkalífi sínu, skyldur sem bundn- ar eru stað og stund og samfélagi á hveijum tíma.“ (Peter Garde í Fönix 1987/4.) í Washington, DC, var öld- ungardeildarþingmanninum Ro- bert Packwood, þá 62 ára, vikið eftir að hópur 17 kvenna ákærði hann 1992 fyrir að hafa stundað kynferðislega áreitni í árafjöld. Packwood kvaðst ekki muna eftir mörgum atvikum en baðst samt afsökunar og taldi víst að þar með yrði þrasinu lokið. Siðanefnd þingsins ijallaði um málið og kvað upp þann úrskurð að Packwood skyldi brottrækur ger. Formaður siðanefndar lýsti því yfir að Packwood hefði notfært sér vald sitt til að komast yfir tugi kvenna sem á einhvern máta hefðu átt undir hann að sækja. Einnig var hann ákærður fyrir fjárhagssvindl og að hafa misnotað vald sitt á annan hátt. Packwood sagði skömmu síðar af sér eftir 26 ára þingmennsku án þess þó að viður- kenna önnur brot en að hafa kysst nokkrar konur og beitti þar „I am not a crook"-vörninni sem landi hans gerði víðfræga. (Mbl. 8.10 1995.) Nú víkur sögunni til Reykjavík- ur, höfuðborgar elsta lýðveldis í heimi. Þar hefur flokkur kvenna sakað æðsta yfirmann kirkjunnar um kynferðislega áreitni. Yfirmað- urinn hefur brugðist hart við og dregið sannsögli og æru kvenn- anna í efa. Hann hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu um meiðyrða-, skaðabóta- og saka- málsókn á hendur konunum og er líklega ekkert við því að segja að hann hafi af konun- um ævisparnaðinn í viðbót við; fyrst sjálfs- virðinguna, sé sann- leikskorn í ákærum kvennanna, og svo æruna fyrst þær nenntu ekki að rogast með hans leyndarmál lengur. Obbi presta- stéttar slær skjald- borg um yfirmanninn og kirkjumálaráð- herra hefur ítrekað lýst því yfir við fjölmiðla að hann ætli sér ekki að koma nálægt málinu. Aðrir til þess bærir aðilar að hafa verkleg afskipti af málinu þegja þunnu hljóði. Þannig er æðsti yfirmaður íslensku kirkjunn- ar kominn með carte blanche til að haga málum að geðþótta, þótt ákæran þyki alvarleg í þeim lönd- Þótt við eigum sterkasta manninn, fegurstu kon- urnar og langbesta fisk í heimi, segir Þórdís Bachmann, hrekkur allur farði og allt prjál skammt þegar húsið er byggt á sandi. um sem við miðum okkur við að öðru leyti, jafnvel þótt liðin séu ár eða áratugir síðan hin meintu atvik áttu sér stað. Einstaka þjóð myndi rísa upp og segja: Hingað og ekki lengra! Þó er ekki hægt að ætlast til þess, eftir aldalanga kúgun, að fólk sem býr við ónýta verkalýðsforystu og handónýtt menntakerfi rísi allt í einu upp og geri kröfu um andleg- an leiðtoga sem mark er á tak- andi. Engin vanþörf er þó á and- legri leiðsögn því hið siðferðilega hrun sem átt hefur sér stað meðal íslensku þjóðarinnar er engin til- viljun. Alþjóð veit hvað höfðingj- arnir hafast að og hinir ætla sér leyfist það. Unglingar myrða og annar hver maður svíkur út fé, oft af bestu vinum sínum. Stór- felldur eignamissir launafólks hvert einasta ár undanfarinn ára- tug. Fólksflótti á síðasta ári, hvers líka hefur ekki getið síðan Vestur- fararnir voru upp á sitt besta. Engum getur dottið í hug að halda fram að um tilviljun sé að ræða. Nú hefur Reykjavík sóst eftir að verða menningarborg Evrópu og mun tjalda sínu fegursta i list- um og menningu fyrir þá útlend- inga sem koma til með að streyma til sögueyjunnar. Hin eiginlega menning felst þó ekki í snotrum uppsetningum hæfileikafólks, jafnvel þótt hæfileikarnir séu ótví- ræðir. Hin eiginlega menning er siðmenning og felst í virðingu fyr- ir náunganum, lýðræðislegum leikreglum og því að vernda minni máttar. Þótt við eigum sterkasta manninn, fegurstu konurnar og langbesta fisk í heimi hrekkur ali- ur farði og allt pijál skammt þeg- ar húsið er byggt á sandi. Höfundur hefur sagt sig úr Þjóðkirkjunni. Þórdís Bachmann Dr. Kristján Guðmunds- son öðlingameistari SKÁK Skákmiöstööin, Faxafcni 12 SKÁKMÓT ,fÖÐLINGA“ FYRIR 40 ÁRA OG ELDRI Dr. Kristján Guðmundsson sigraði á öðlingamótinu sem lauk 1. maí með 5 'h vinning af 7 mögulegum. 13. mars—1. maí ÓLAFUR Ásgrímsson, alþjóð- legur skákdómari, hefur staðið fyr- ir þessum mótum fyrir 40 ára og eldri allt frá upphafi þeirra. Mótin eru mun rólegri en venjuleg kapp- mót og sérstaklega sniðin fyrir þá sem tefla sér eingöngu til ánægju. Aðeins er teflt einu sinni í viku, umhugsunartíminn er ein og hálf klukkustund á 30 leiki, en síðan er hálftími til að ljúka skákinni. Dr. Kristján Guðmundsson, lið- stjóri íslenska Ólympíuliðsins um árabil, sigraði í ár eftir að hafa tapað óvænt fyrir Ellerti Ólafssyni í fyrstu umferð. Fjórir skákmenn urðu jafnir í öðru sæti, þeir Sæ- björn Guðfinnsson, Jóhann Örn Siguijónsson, Hermann Ragnars- son og Júlíus Friðjónsson. Skák Kristjáns og Sæbjörns í síðustu umferð réð úrslitum en þar gerði gæfumuninn að Sæbjöm hafði ekki kynnt sér nýjustu vendingar í drekaafbrigðinu í Sikileyjarvörn Hraðskákmót öðlinganna er í kvöld kl. 20, miðvikudaginn 8. maí, og er opin öllum 40 ára og eldri, ekki bara þeim sem tefldu í aðalmótinu. Röð efstu manna varð þessi, gert hefur verið upp á milli sex efstu með stigaútreikningi: 1. Kristján Guðmundsson 5'/2 v. 2. Sæbjörn Guðfinnsson 5 v. 3. Jóhann Orn Sigurjónsson 5 v. 4. Hermann Ragnarsson 5 v. 5. Júlíus Friðjónsson 5 v. 6. Ögmundur Kristinsson 4'/2 v. 7—8. Sverrir Norðfjörð, Hafsteinn Blandon og Gunnar Gunnarsson 4 v. 10—14. Lárus H. Bjarnason, Harald- ur Haraldsson, Sveinn Kristinsson, Hörður Garðarsson og Kári Sól- mundarson 3 '/2 v. o.s.frv. Leynigestur á skemmtikvöldi Það verður nýstárleg uppákoma á skemmtikvöldi skákáhugamanna á föstudagskvöldið. Leynigestur mætir og sýnir eigin vinningsskák gegn sjálfum Bobby Fischer. Dag- skráin hefst kl. 20 og er líklega öruggara að mæta snemma. Islandsmót grunnskólasveita Mótið hefst föstudaginn 10. maí kl. 19 í Skákmiðstöðinni, Faxafeni 12, og verður fram haldið laugar- dag og sunnudag. Sveitir utan höf- uðborgarsvæðisins eru sérstaklega veikomnar til leiks. Upplýsingar eru veittar hjá Skáksambandi Is- lands virka daga frá kl. 10-13 í síma 568 9141. Byrjar FIDE HM 1. júní? Rússinn Kirsan Ilumsjínov, um- deildur bráðabirgðaforseti FIDE, sendi skáksamböndum heims dreifibréf fyrir helgi. Hann heldur fast við þá áætlun sína að halda heimsmeistaraeinvígið heima hjá sér í Elista, höfuðborg sjálfstjórn- arlýðveldisins Kalmykíu, þar sem hann er sjálfur forseti. Það á að hefjast 1. júní næstkomandi, þrátt fyrir hörð mótmæli Gata Kamskys, sem er áskorandi Anatólí Karpovs, FIDE heimsmeistara. Ilumsjínov hefur hækkað verðlaunin upp í 2 milljónir bandaríkjadala og komið þannig til móts við fjárkröfur Kam- skyfeðga. Það er rétt að ítreka að rúss- neska skáksambandið styður II- umsjínov alls ekki og bauð hann ekki fram sem forseta á þingi FIDE í París í nóvember. Fulltrúar á þinginu héldu að það væri sendi- herra Rússa í París sem mælti með honum, en það var aðstoðarmaður Uumsjínovs sjálfs. Meðmælabréfið sem hann hafði meðferðis frá Bor- is Jeltsín, náði einungis til þess að Jeltsín studdi umsókn hans um að halda Ólympíuskákmótið árið 1998 í Elista. Einn helsti hvatamaðurinn að kjöri Ilumsjínovs sem bráða- birgðaforseta var Anatólí Karpov, FIDE-heimsmeistari. Vestræn skáksambönd kunna Karppv litlar þakkir fyrir það fram- tak. Á fundi þeirra, Rússa og fleiri, í Hollandi fyrir viku var samþykkt að hætta að greiða lögbundin gjöld til FIDE þangað til Ilumsjínov færi að virða lög og reglur samtakanna. Margeir Pétursson Islands- mót í skólaskák Eyrarbakka ÍSLANDSMÓTIÐ í skólaskák var haldið 2-5 maí 1996 í samkomu- húsinu Stað á Eyrarbakka. Á þessu móti kepptu þeir einstaklingar sem sigrað höfðu í hveiju kjördæmi landsins 0g flestar höfðu því einnig sigrað á sýslumótum í sínu héraði. Hér voru því samankomnir 24 af bestu íslendingunum í skák á aldr- inum 7-16 ára. Yngsti keppandi á mótinu var Pálmar Jónsson frá Eyrarbakka, nýorðinn 10 ára. Á þessu móti kepptu þrír úr Ólympíumeistaraliði íslands í unglingaflokki eða Ólymp- íumeistararnir Jón Viktor Gunnars- son, Bragi Þorfinnsson og Berg- steinn Einarsson. Tefldar voru 11 umferðir með 1 klst. umhugsunar- tíma. Mótsstjórar voru þeir Haraldur Baldursson og Baldvin Gíslason. Af hálfu heimamanna sá Tómas Rasmus um undirbúning og fram- kvæmd mótsins að öðru leyti. Sérstakir styrktaraðilar að þessu móti voru: Eyrarbakkahreppur, Fiskiver sf., Alpan hf., Landsbank- inn á Eyrarbakka Landsbankinn á Selfossi, íslandsbanki Selfossi , Mjólkurbú Flóamanna, Árvirkinn á Selfossi, Bílfoss á Selfossi , Selfos- sveitur bs. og Kaupfélag Árnesinga. Skákþing Norðlendinga Rúnar Sigurpálsson frá Akureyri vann báða titlana í karlaflokki Morgunblaðið/Óskar Magnússon SIGURVEGARAR í eldri flokki. SIGURVEGARAR í yngri flokki. Siglufirði - Keppni í skákþingi Norðlendinga var haldin dagana 26.-28. apríl á Siglufirði. Skák- meistari Norðlendinga varð Rúnar Sigurpálsson, Akureyri, í öðru sæti varð Þór Valtýsson einnig frá Akur- eyri og í þriðja sæti Smári Sigurðs- son, Siglufirði. í kvennaflokki sigr- aði Anna K. Þórhallsdóttir, Akur- eyri, og í unglingaflokki varð Orri Freyr Oddsson, Húsavík, efstur. Egill Ö. Jónsson, Akureyri, sigraði í barnaflokki. Hraðskákmeistari Norðlendinga varð Rúnar Sigurpálsson oj kvennameistari í hraðskák van Anna Kristín Þórhallsdóttir. Kepp endur voru samtals 38. Styrktarað ilar mótsins voru Sparisjóður Siglu fjarðar, íslandsbanki Siglufirði 0| bæjarstjórn Siglufjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.