Morgunblaðið - 08.05.1996, Síða 34

Morgunblaðið - 08.05.1996, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ INGÓLFUR » BJARGMUNDSSON + Ingólfur Bjarg- mundsson raf- fræðingur fæddist í Reykjavík 1. janúar 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur í Fossvogi 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjargmundur Guðmundsson raf- stöðvarstjóri í Hafn- v arfirði, f. í Urriða- koti við Hafnarfjörð 16. apríl 1890, d. 19. maí 1941, og Krist- ensa Kristófersdóttir frá Ólafsvík, f. 21. september 1890, d. 3. des. 1977. Systur hans voru tvær, Aðalheiður Kristbjörg, f. 7. nóvember 1918, og Guðbjörg, f. 19. mars 1927, d. 20. desember 1932. Með Ingólfi Bjargmundssyni raf- fræðingi er genginn einn helsti frumkvöðullinn í uppbyggingu flug- öryggisbúnaðar landsins á fimmta og sjötta áratugnum. Það kom okk- Hinn 24. október 1942 kvæntist Ingólf- ur eftirlifandi eigin- konu sinni Yrsu Benediktsdóttur, f. 4. desember 1920, dóttur hjónanna Benedikts Stein- grímssonar hafnar- varðar á Akureyri og Jóninu Rannveigar Einarsdóttur úr Svarfaðardal. Þau hófu búskap á Brekkugötu 19 á Akureyri. Börn Ing- ólfs og Yrsu eru tvö: 1) Edda, f. 27. júlí 1943, búsett á Seltjamamesi, gift Guðmundi Bjarnasyni. Þeirra sonur er Ing- ólfur Bjami. 2) Bjargmundur, f. 23. ágúst 1944, búsettur í Garðabæ, kvæntur Aðalbjörgu ur fyrrum samstarfsmönnum hans hjá Flugmálastjórn algerlega á óvart að hinn tryggi og ljúfi vinur okkar var skyndilega kallaður úr vist sinni meðal okkar á jörðu þann t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN ÞORBERGSSON, Vopnafirði, verður jarðsunginn frá Vopnafjarðar- kirkju laugardaginn 11. maí kl. 14.00. Björk Sigurjónsdóttir, Þorgils Sigurðsson, Ari Sigurjónsson, Snorri Sigurjónsson, Ásta Sigurjónsdóttir, Sævar Árnason og barnabörn. t Útför BERGSTEINS STEFÁNSSONAR fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, fimmtudag, kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á CARPA, alþjóðleg samtök sem starfa að krabbameins- rannsóknum. Reikningsnúmer CARPA á Islandi er 301-26-61140. Kt. 660991-9139. , Fyrir hönd aðstandenda, Edda Niels. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát eigin- manns míns, EGGERTS GUÐJÓNSSONAR, Bugðulæk 17. Geirlaug Þórarinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við veikindi, andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður og systur, SIGURLAUGAR RAGNHEIÐAR KARLSDÓTTUR. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Páll B. Helgason, Ásbúö 23, Garðabæ, Arna Hrönn Pálsdóttir, Snorri Karlsson, Gunnlaug Dröfn Pálsdóttir, Hörður Karlsson, Ragnheiður Li'ney Pálsdóttir, Rósa Björg Karlsdóttir, Snorri Karl Pálsson, annað venzlafólk og vinir. MINIMINGAR Karlsdóttur. Þeirra börn eru Iris, Ingólfur Karl og Ester Björg. Barnabarnabömin eru fjögur talsins. Ingólfur átti og rak ásamt fleirum um árabil rafvélaverk- stæðið Rafsegul í Gilinu á Akur- eyri. Hann fór til náms hjá Philips í Hollandi vegna upp- setningar á nýjum röntgentækj- um á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og síðar á Landspítal- anum í Reykjavík. Ennfremur fékkst hann við kennslu við Iðn- skólann á Akureyri og fleiri störf í sínu fagi. Hann setti upp fyrstu ratsjána vegna flugsins á Akureyri og í framhaldi af því aðflugstæki víða um land á veg- um Flugmálastjórnar, sem leiddi til þess að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1960 og bjó á Ilagamel 26. Ingólfur var áhuga- maður um svifflug sem hann stundaði á yngri ámm, laxveiði og líka fylgdist hann með öllum tækninýjungum. Hann var virk- ur radíóamatör til æviloka. Utför Ingólfs fór fram í kyrr- þey. 20. apríl síðastliðinn eftir stutt veik- indi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hann hafði nýlega rætt við okkur og hvatt til dáða með sinni sérstöku bjartsýni og einlægni. Minningin um Ingólf Bjarg- mundsson er björt og lífsferill hans einstæður á margan hátt. í starfi bar hæst heiðursviðurkenning sem hann hlaut frá bandarísku flug- málastjóminni fyrir frábæra frammistöðu sem verkefnisstjóri í samstarfsverkefni Flugmálastjórna Bandaríkjanna og Islands auk bandaríska flughersins um upp- byggingu flugleiðsögu- og fjar- skiptamannvirkja hér á landi í upp- hafi sjötta áratugarins. Ingólfur hóf farsælan feril sinn hjá Flugmálastórn með því að ann- ast uppsetningu á fyrstu aðflugs- ratsjánni hérlendis á Akureyri 1951. í framhaldi fylgdi uppsetning + Svanhildur Guðmundsdótt- ir fæddist í Reykjavík 4. apríl 1912. Hún lést í Reykjavík 28. apríl síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 7. maí. Það koma svo margar minningar fram í hugann á kveðjustund. Mér finnst ég knúin til að setja á blað fáein þakkarorð til þessarar ein- stöku konu sem Svanhildur var, Svanhildur í Múla. Já, svo var hún oftast kölluð er við fórum að vinna saman í Langholtsskóla fyrir um fjórum áratugum síðan. Hún var trúnaðarmaður fyrir okkar vinnu- hóp og oft verkstjóri. Mér fannst hún vera ströng á svipinn. Ég var feimin og hlédræg, fannst allt erfitt og komin að því að gefast upp í þá daga. Þessi sterka kona fór að tala við mig og gaf mér svo mikinn ERFI DRYKKJLR Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrsta flokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 552-9900 á blindaðflugstækjum á Keflavíkur- flugvelli. Árið 1958 hófst svo hið viðamikla „Air Safety Program“ eða ASP-verkefnið þar sem Island var á fáum árum byggt upp í flugör- yggismálum með því að reistar voru flugfjarskiptastöðvar og flugleið- söguvitar víða um land auk tækni- búnaðar í nýrri flugstjórnarmiðstöð í Reykjavík árið 1961 fyrir stjórn innlendrar og alþjóðlegrar flugum- ferðar á Norður-Atlantshafi. Hluti ASP-kerfanna nýttist einnig fyrir almenn talviðskipti í landinu svo sem radíósamböndin milli Reykja- víkur og Keflavíkur og VHF-radíó- sambandið norður í Eyjafjörð frá Skálafelli. Þetta gríðarmikla verk- efni var unnið í samstarfi milli bandarísku og íslensku Flugmála- stjórnanna auk bandaríska flug- hersins að frumkvæði Agnars Kofo- ed-Hansens þáverandi flugmála- stjóra og Glenn E. Goudie, fram- kvæmdastjóra hjá bandarísku-Flug- málastjórninni. Ingólfur Bjarg- mundsson lyfti grettistaki sem tæknilegur verkefnisstjóri yfir ASP-verkefninu og gekk til verks af óvenjulegri eindrægni og trú- mennsku. Sagan segir að hann hafi verið 90% að heiman í þijú ár þeg- ar verkefnið stóð sem hæst. Hann hlaut sérstaka heiðursorðu frá bandarísku flugmálastjórninni fyrir „Að hafa helgað sig verkefninu ein- staklega með frábærri tækniþekk- ingu sem tvímælalaust átti þátt í að auka flugöryggi fyrir alla far- þega og flugvélar á Norður-Atlants- hafsleiðum." Síðustu starfsár sín hjá Flug- málastjórn sá Ingólfur um mæling- ar og eftirlit í flugi með útsending- um leiðsöguvita auk verkefnis- stjórnunar í sérverkefnum. Ingólfur var mikill áhugamaður um svifflug sem hann stundaði á yngri árum ásamt laxveiði. Hann fylgdist ætíð vel með öllum tækninýjungum og var radíóamatör til æviloka. Alltaf kom hann með fréttir um tækninýj- ungar í heimsóknum til okkar eftir að hann fór á eftirlaun. styrk og kraft. Hún sagði oft: „Það þýðir ekkert að gefast upp!“ Sem sagt - allar þær óteljandi stundir sem ég átti með henni eru mér í dag mjög kærar og ógleymanlegar. Það voru margir í nágrenni henn- ar sem áttu hauk í horni, þar sem hún var. Hún gat verið mjög ákveð- in í skoðunum og lét ekki snúa sér frá sannfæringu sinni - alltaf sann- ur vinur vina sinna. Hún hafði bein og óbein afskipti af svo mörgu í samfélagi sínu við nágranna og samferðafólk. Það talaði hún aldrei um við ókunnuga. Hún hlúði að mörgum sem áttu erfitt og rétti hlut þeirra sem á var hallað, bæði fullorðinna, barna og gamalmenna. Þegar við töluðum saman fund- um við að svo margt var líkt í minn- ingum frá æskuárum okkar, bæði í gleði og sorg. Hún var glögg- skyggn á sálarástand fólks. Svan- APÓTEK AUSTURBÆJAR Háteigsvegi 1 BREIÐHOLTS APÓTEK Álfabakka 12 eru opin til kl. 22 — Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Apótek Austurbæjar Ingólfur sinnti öllum störfum sín- um af kostgæfni og flíkaði aldrei verkum sínum. Hann gekk óhikað til verks af einurð og gat stundum þótt kröfuharður til starfsmanna sinna ef því var að skipta. Við sam- starfsmenn hans vissum þó að und- ir niðri bjó óvenju hlýlegur og heil- steyptur maður sem oft miðlaði okkur af fróðleik sínum með ein- stakri ljúfmennsku og bjartsýni. Hinn góða árangur í annasömu starfi sem kallaði á miklar Ijarvist- ir frá heimili sínu átti Ingólfur ekki síst að þakka góðri eiginkonu sinni Yrsu Benediktsdóttur sem bjó eigin- manni sínum og bömum hamingju- ríkt heimili á Hagamel 26 í Reykja- vík. Við vottum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur til ágætrar fjölskyldu hans. Með þakklæti í huga fyrir góðar samverustundir hér á jörðu kveðjum við góðan dreng, Ingólf Bjargmundsson með bæn um að hann megi fara í friði á guðs vegum. Starfsmenn Flugmálastjórnar. Elsku afi og langafi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kveðja, Barnabörn og þeirra fjölskyldur. hildur hafði næman smekk á tónlist og spilaði á orgelið heima í Múla. Þar var oft sungið á góðum stund- um. Hún hafði fallega söngrödd og söng í „Maríuerlunum" hjá Maríu Markan. Þessi sönghópur var á sín- um tíma alveg frábær. Þar er ein perlan í minningunni. Svanhildur var íjölhæf atorku- og áhrifamenneskja. Það voru alltaf fastir liðir á vissum tímum ársins, vetur, sumar, vor og haust. Vinnan, skólinn, jólin, vorið og sumarið. Á haustin komum við saman í skólan- um og vinnunni. Fyrir jólin var lagt kapp á að sauma, prjóna, baka og bæta og alltaf var Svanhildur þátt- takandi í öllu. Mér eru í minni ein jólin er við vorum að keppast við að sauma jólafötin á börnin. Þá var ekki eins auðvelt að fá efni og í dag, svo oft varð að sauma margt upp úr gömlum fötum. Þetta þætti ekki trúlegt í dag. Mörg fín föt urðu nú samt til við þessar kring- umstæður með góðra vina hjálp. Svanhildur var mikil ræktunar- kona. Garðarnir í Múla voru gjöful- ir. Hún ræktaði kartöflur, rófur, gulrætur og margar tegundir af kryddjurtum. Og ekki má gleyma fagra blómagarðinum hennar. Síðustu árin voru Svanhildi erfið. Heilsu hennar hrakaði mjög mikið. Ekki vildi hún mikið úr því gera og aldrei heyrði ég hana kvarta. Hún fór út þótt hún væri komin með staf - sagði stundum: „Ég verð að fara í göngutúr, annars er allt búið. Gamlar vélar ryðga,“ og hló. „Svo fer ég í æfingar. Það er svo yndislegt við mig, fólkið á Norð- urbrún 1,“ en þar var hún síðustu árin. Vil ég biðja guð að launa öllu þessu góða fólki á Norðurbrún 1 fyrir þá umönnun og kærleika sem það sýndi henni. Hún var þakklát hetja. Horfin er mæt kona sem margir minnast með virðingu og þökk. Eg kveð þig, góða vina mín, með hjart- ans þakkæti fyrir allt og allt. Guð blessi minningu þína. Sigríður Magnúsdóttir. SVANHILDUR G UÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.