Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ1996 35 MINNINGAR SIGTRYGGUR PÁLSSON ¦4- Sigtryggur Pálsson fædd- ist á Sauðárkróki 18. apríl 1919. Hann lést í Landspit- alanum 30. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 7. maí. Sigtryggur stundaði byggingar- vinnu og hóf nám í múriðn. Vann hann við ýmsar stórbyggingar, sem bera honum gott vitni, eins og Kópavogskirkju og Breiðholts- blokkir. Hann var dugnaðarforkur til vinnu og sló sjaldan af, það var keppikefli hans að ljúka sínu verki helst fyrstur og óaðfinnanlega og heyrði ég oftar en einu sinni að það dygðu ekki tveir, heldur þurfti stundum þrjá handlangara til að hafa við Sigtryggi, enda var hann útslitinn langt um aldur fram. Sigtryggur var mikill hestamað- ur og átti alla sína tíð allnokkra hesta, hvað marga vissi hann aldr- ei að sögn, en sumir kepptu á landsmótum og unnu til verðlauna og viðurkenningar. Sigtryggur gekk undir nafninu hesta-afi af barnabörnum sínum, því hesta- mennska og dýrahald átti hug hans allan. Svo náði hann dýrum á sitt vald að hundur, sem er á mínu heimili, vældi ógurlega þegar Sigtryggur kom í heimsókn. Þann- ig vissu allir alltaf hver var að koma. Sigtryggur var mikill útiveru- maður og langaði að eiga sumar- hús með börnunum sínum og varð úr að þau reistu sér sumarhús í landi múrarafélagsins í Öndverð- arnesi. Hann naut þess að fylgjast með framkvæmdum og smíði var hafin. Skyldi reynt að reisa og flytja inn í júní næstkomandi. All- ir hlökkuðu til að hafa Sigtrygg afa þar því þetta var hans stóri draumur, en því miður, enginn veit sinn næturstað, nú er það um seinan. Sigtryggur var mikill afakarl. Elsti sonur minn erfir nú hesta- mennsku hans, en þeir höfðu náð vel saman síðustu árin. Fráfall afa varð honum þung raun. Yngri son- ur minn, sem leitaði fróðleiks í leik og starfi, horfir með trega og lotningu á eftir afa sínum. Dóttir mín og dótturdóttir eiga um sárt að binda, því enginn hestaafi kem- ur lengur í heimsókn. Það er þó á engan hallað þótt kona mín, Asta Sigríður, fái þakkir fyrir þá ástúð og umhyggju, sem hún sýndi föður sínum ávallt. Þau feðgin voru af- skaplega náin. Eg kem inná heimili Sigtryggs og Valgerðar haustið 1968. Þau eru í mínum huga einhver yndis- legustu hjón sem ég hefi kynnst um ævina. Sigtryggur dvaldi í Hveragerði á hressingarhælinu og líkaði þar mjög vel er hann snögg- lega veiktst og var sendur í Land- spítalann. Hann andaðist eftir að- eins tveggja daga legu. Þetta gerð- ist svo snöggt að aðstandendur eru enn að átta sig á orðnum hlut. Ég kveð þig, kæri tengdafaðir minn, þakka þér hjálpina gegnum árin og allar gleðistundirnar sem við áttum saman. Nú lýt ég höfði og kveð þig í síðasta sinn. Ég vil einnig fyrir hönd barnanna minna þakka þér allt það sem þú varst þeim, hvort sem var í leik eða starfi, þau hafa misst sinn besta vin. Öðru eins æðruleysi manns gagnvart sjálfum sér hef ég aldrei kynnst, með fullri virðingu fyrir öðru fólki. Þinn tengdasonur, Magnús P. Sigurðsson. Elsku afi og langafi. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig núna, en með það í huga að þú munt alltaf vera hjá okkur í anda er ég glöð og þakklát fyrir. Nú veit ég að þér líður vel. Amma er núna búin að taka á móti þér og sál þín hefur lyft sér upp til ljóssins, þar sem Guð og allir englarnir hafa tekið á móti þér. Ég man það var ekki fyrir svo löngu, þegar þú sagðir mér frá þegar amma dó. Það var einhver skemmtun og amma hafði verið veik og þú hélst að hún treysti sér ekki til að fara, en hún sagðist vilja endilega fara. Þú sagðir að þið hefðu ekki verið vön að fara út að skemmta ykkur. En þegar amma klæddi sig upp og tók sig til fyrir framan spegilinn hafðir þú horft á hana. Þú sagðir að þú hefðir aldrei séð hana svo fallega áður. Þegar þú sagðir mér frá þessu fylltust augu þín af tárum. Þið hefðuð skemmt ykkur svo vel á hátíðinni, en þetta hafði verið seinasta ballið sem þið fóruð á. Stuttu seinna hafði hún yfirgefið þennan heim. Ég veit að þú elskaðir hana ömmu af öllu hjarta og sakaðir hennar mikið. Nú veit ég að þér líður vel. Þið eruð saman aftur, eftir langan tíma. Afí minn. Ég sakna þín samt svo mikið. Aníta, dóttir mín, er of ung til þess að skilja að þú sért nú farinn. Því sagði ég henni að þú værir nú hjá henni ömmu og Guði upp á himninum og þér liði vel. Afi minn, þú varst besti afi í heimi. Þú varst svo góður og það eru mörg barnabörn og barna- barnabörn sem eiga eftir að sakna þín mikið. Það var svo gaman þegar þú sagðir mér sögur frá því þegar amma var á lífi og frá því þegar þú varst ungur. Sögur þínar mun ég geyma í huga mínum og aldrei gleyma. Þú verður ávallt afi minn og langafi Anítu. í anda ertu ávallt með okkur og tekur þátt í gleði okkar og sorg í lífinu. Mamma, Ester, Bjössi, Óli, Sig- rún og Palli. Það var sárt að missa móður sína ung að árum og síðan föður sinn núna. Guð blessi ykkur og styrki í sorginni. Ykkar, Linda og Aníta Heba. Ástkær faðir minn, með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka þér fyrir þá hvatningu sem þú veittir mér í uppeldi mínu, þá atorku og vinnusemi sem ég hef erft. Þakka þér ást þína og um- hyggju alla fyrir okkur börnum þínum, tengdabörnum, barnabörn- um og barnabarnabörnum. Megi góður guð vor opna hlið sitt fyrir þér og leiða þig á fund móður minnar. Sigtryggur Páll Sigtryggsson. Erfidrykkjiir I Glæsileg kaffi-hlaðborð, fallegir 1 salir og mjög góð þjónusta Uppiýsingar 1 ísíma 5050 925 I og 562 7575 FLUGLEIÐIR BÍIEi LfFTLIIIIl EGILL RAGNAR ÁSMUNDSSON ¦4- Egill Ragnar ¦ Ásmundsson var fæddur í Flekkuvík 24. júní 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 29. apríl síð- astliðinn. Ragnar var sonur Ásmund- ar Jónssonar og Ragnhildar Helgu Egilsdóttur. Hann átti níu systkini' samfeðra, 11 systk- ini sammæðra og þrjú uppeldissystk- ini. 23. desember 1944 giftist Ragnar Halldóru Jónu Jóns- dóttur, f. 17. október 1922. Þau eignuðust þrjú börn: Elínu Jónu, f. 8. febrúar 1949, og er hún gift ívari Hervik, þau eru búsett í Noregi og eiga tvö börn; Ragnhildi Helgu, f. 13. febrúar 1952 og er hún gift Þorsteini Viggóssyni, þau eru búsett í Borgarnesi og eiga fimm börn; Brynjar, f. 7. nóv- Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Elsku afi, nú ertu farinn frá mér og ég sit hérna með sáran verk í hjartanu og tárin renna nið- ur kinnarnar þegar ég hugsa til þess að nú er ekki lengur hægt að fara í Ánahlíðina og spjalla við afa um allt milli himins og jarðar. Ég man aldrei eftir þér öðruvísi Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greina fari ekki yfir eina örk a-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 tölvu- slög Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Sérfræðingai í blóiiiiiski'«'vliii"'uin Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 ember 1953, sam- býliskona hans er Elísabet Þórðar- dóttir, þau eru bú- sett í Njarðvík og eiga þrjú börn. Áður átti Ragnar son, Ólaf, f. 29. ág- úst 1938, hann er búsettur í Svíþjóð og á hann tvær dætur. Barna- barnabörn Ragnars og Halldóru eru þrjú. Ragnar var alinn upp í Stapakoti í Njarðvík. Fór hann þar snemma til sjós en fluttist árið 1941 í Borgarnes. Var hann þar fyrst til sjós en vann síðan almenna verka- mannavinnu, þar til hann varð húsvörður í Grunnskóla Borg- arness 1974 og starfaði hann þar til sjötugs eða 1988. Útför Ragnars fer fram frá Borgarneskirlqu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. en glöðum, fallegum og góðum afa sem hægt var að tala um allt við, þú skildir allt svo vel. Það eru ekki öll börn sem eru svona lánsöm að eiga afa eins og þig. Þú hug- hreystir þegar illa gekk en gladd- ist að sama skapi af öllu hjarta þegar vel gekk. Það eru margar góðar minning- ar sem koma upp í hugann þar sem þú ert í aðalhlutverkinu. Þú studd- ir mig þegar ég var í menntaskól- anum og varst svo stoltur þegar ég varð stúdent og núna þegar ég er í háskólanum þá sagðirðu mér að halda mig fast við það sem mig langaði að læra og varst svo áhugasamur um gang málanna í því sambandi. Ég vildi að þú hefð- ir getað verið hérna lengur því að mig langaði svo að gleðja þig og gera þig stoltan af mér með því að klára þetta nám af því að þú varst svo ánægður að ég skyldi vera í því. Núna þegar þú ert far- inn er ég enn ákveðnari í að klára þetta nám og gera þig stoltan því að það er í raun þér að þakka að ég lét slag standa og fór í háskól- ann. Þó að þú sért farinn frá mér héðan úr jarðlífinu, elsku afi minn, þá veit ég að þú ert hjá mér og öllum hinum sem eftir eru og held- ur áfram að gleðjast með okkur þegar svo ber undir og veitir okkur styrk þegar við þurfum á því að halda. Elsku afi, mér finnst ekki hægt að koma á blað neinu nógu fallegu til að lýsa því hvernig þú varst og því sem þú gerðir fyrir okkur, en í hjartanu er falleg minning um elskulegan afa sem nú er farinn á vit hinna æðri máttarvalda. Ég veit að þar sem þú ert líður þér vel og þú sérð til þess að okkur sem eftir erum líði vel því að það voru alltaf við hin sem áttum hug þinn allan og umhyggju. Elsku amma mín, þú ert svo sterk, þó að þú hafir misst svona mikið og nú verðum við sem höfum misst svona mikið að hughreysta hvert annað og standa saman. Við getum hugsað fallegar hugsanir og rifjað upp allar góðu minning- arnar um góðan dreng. Elskulegur afi minn, hvíl þú í friði og takk fyrir allt. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir. t Hugheilar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát sonar okkar, bróður og barnabarns, KARLS EMILS HANSEN, Danmörku. Aksel Lund, JóhannaLund, Poul E. Hansen, Páll Eiríkur Hansen, Kristján Hansen, Martin Lund, Hulda Sigurjónsdóttir, Páll Guðjónsson. + Alúðarþakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför HAUKS FRIÐRIKSSONAR fyrrv. símstöðvarstjóra frá Króksfjarðarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks og vist- manna í Hátúni 12 fyrir góða umönnun í gegnum árin. Jón Friðriksson, Þuríður Sumarliðadóttir, Sigmundur Friðriksson, Ingibjörg Sveinsdóttir, Víðir Lárusson, Guðmunda Guðmundsdóttir og fjölskyldan frá Króksfjarðarnesi. + Alúðar þakkir færum við öllum, þeim er sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför MÁLFRÍÐAR GUÐNÝJAR GÍSLADÓTTUR, Droplaugarstöðum, áðurtil heimilis á Hagamel 38. Sérstakar þakkir færum við öllu starfs- fólki Droplaugarstaða og deildar B7 í Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir góða umönnun og hlýhug í hennar garð. Gfsli Gunnarsson, Vilborg Gunnarsdóttir, Guðfinna Gunnarsdóttir, Skarphéðinn Gunnarsson, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Jóhannes Gunnarsson, Þóra Guðný Gunnarsdóttir, Jónbjörn Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Hilmar Þór Sigurðsson, Torfi Gunnlaugsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Guðmundur Vilhjálmsson, Sigprúður Sigurðardóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.