Morgunblaðið - 08.05.1996, Page 36

Morgunblaðið - 08.05.1996, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN WmMMAUGL YSINGAR Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Laust er til umsóknar fullt starf þýskukenn- ara, tæplega hálft starf félagsfræðikennara og kennsla tveggja hópa í líffræði (6-8 stund- ir á viku), allt til eins skólaárs vegna orlofa. Umsóknarfrestur er einn mánuður frá birt- ingu auglýsingarinnar. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans, hjá deildarstjórum eða aðstoðarskólameist- ara í síma 562-8077. Umsóknum sé skilað á skrifstofu skólans, Fríkirkjuvegi 9, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Skólameistari. Múlakaffi-Veisluréttir óska eftir að ráða þrjá harðduglega mat- reiðslunema og starfsfólk í sal. Vaktavinna. Upplýsingar aðeins gefriar á staðnum. Einnig óskast dugleg, samviskusöm og hress matráðskona í sérverkefni. MÚLAKAFFI VEISLURÉTTIR FLUCLEIDIR Viðskiptafræðingur óskast Á fjármálaviði Flugleiða er starf viðskipta- fræðings laust til umsóknar. Starf þetta felst m.a. í því að aðstoða for- stöðumann fjárreiðudeildar við innlenda og erlenda fjárstýringu félagsins. Félagið leitar eftir duglegum, samviskusöm- um og metnaðarfullum starfsmanni, sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni. Viðkomandi þarf að geta sótt námskeið erlendis. Umsækjandi þarf að uppfylla eftirfarandi: ★ Þekkingu og reynslu á íslenskum fjár- magnsmarkaði. ★ Reynsla í erlendum gjaldeyrisviðskiptum æskileg. ★ Góð þekking á PC kerfum, svo sem Excel, er nauðsynleg. ★ Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði. Skriflegar umsóknir óskast sendar starfs- mannaþjónustu félagsins, aðalskrifstofu, Reykjavíkurflugvelli, eigi síðar en 13. maí. Starfsmannaþjónusta Flugleiða. Kjötiðnaðarmeistari HÖFN - ÞRÍHYRNINGUR HF. óskar eftir að ráða kjötiðnaðarmeistara til starfa. Helstu verkefni Starfsmaður mun sjá um og bera ábyrgð á stjórnun framleiðsluþátta fyrirtækisins, vöru- þróun, starfsmannahaldi og að stýra fagleg- um og almennum störfum í framleiðslu. Kröfur um hæfni Starfsmaður þarf að vera meistari í kjötiðn, hafa reynslu í verkstjórn og einnig innsýn og þekkingu í vöruþróun. Hann þarf að vera tilbúinn að leggja sig allan fram og að skapa liðsheild til að ná árangri. Góð laun eru í boði. í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Frek- ari upplýsingar verða veittar á skrifstofu KPMG Sinnu ehf. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og öllum um- sóknum verður svarað. Þeim, er telja sig uppfylla þær kröfur sem að ofan greinir, er boðið að senda inn umsókn til KPMG Sinnu ehf. fyrir 15. maí 1996. 0000Sinna ehf. Rekstrar- og stjómunarráðgjöf Vegmúla 3, Sími 588-3375. 108 Reykjavík. Myndriti 533-5550. KPMG Sinna ehf. veitir ráðgjöf á sviði stjórnunar- og starfsmanna- mála og einnig sérhæfða ráðningarþjónustu. KPMG Sinna ehf. er í samstarfi við KPMG Management Consulting. Vélstjóra með full réttindi óskast á Akurey RE-3 í sex mánuði. Nánari upplýsingar gefur Alfreð í síma 550-1045 eða 892-2810. Veiðihús Óskum eftirað ráða hrikalega duglegar, sam- viskusamar og reglusamar starfsstúlkur í glæsilegt veiðihús í unaðsreit á Vesturlandi. Ekki yngri en 25 ára. Upplýsingargefur Jóhannes í síma 893 6516. 1. stýrimaður - afleysingaskip- stjóri FRIOSUR SA. útgerðarfyrirtæki í Chile, sem gerir út fjóra ísfisktogara og rekur frystihús í suðurhluta Chile, óskar eftir að ráða vanan 1. stýrimann og afleysingaskipstjóra á skip félagsins. Fjórir íslendingar eru starfandi hjá fyrirtækinu í dag. Ráðningartími verður sex mánuðir til reynslu. Nánari upplýsingar gefur útgerðarstjóri Granda hf. í síma 5501080. Lausar kennarastöður við Reykholtsskóla Biskupstungnahreppur auglýsir lausar kennarastöður við Reykholtsskóla í Biskups- tungum. Meðal kennslugreina eru: Almenn kennsla (yngri börn), danska, íþróttir, raungreinar, handmennt (smíðar) og safnvarsla/leiðsögn við bókasafn skólans (hlutastaða). Umsóknarfrestur er til 7. júní nk. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Kristinn M. Bárðarson, í síma 486 8830 (486 8708 hs.). Reykholtsskóli er einsetinn grunnskóli með um 90 nemendur í 1.-10. bekk, góöa vinnuaðstöðu og gott bókasafn. Kennaraíbúð- ir eru í boði. I Biskupstuggum eru tveir þéttbýliskjarnar, Laugar- ás og Reykholt (fjarlægð u.þ.b. 100 km frá Reykjavík). í Reyk- holti er sundlaug, félagsheimili, leikskóli og banki. ( Laugarási er heilsugæslustöð. Skólanefnd Biskupstungnahrepps. RAÐ/\ UGL YSINGAR KENNSLA Frá Fósturskóla íslands Innritun í þriggja ára nám leikskólakennara við Fósturskóla íslands skólaárið 1996-’97 stendur yfir. Umsóknarfrestur er til 31. maí nk. Skólastjóri. nýi tónlistarsk'Jinn Frá Nýjatónlistarskólanum Inntökupróf fyrir skólaárið 1996-’97 í söng- og hljóðfæra- deildir verða miðvikudaginn 15. maí. Upplýsingar og tímaskráning í síma 553 9210 milli kl. 14 og 18. Nýi Tónlistarskólinn. TÓNUSMRSKOU KÓPWOGS Kammertónleikar blokkflautudeildar skólans verða haldnir fimmtudaginn 9. maí kl. 18.00. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Skólastjóri. HÚSNÆÐ! ÓSKAST 3ja-4ra herb. íbúð óskast Höfum verið beðin um að útvega 3ja-4ra herbergja íbúð á Reykjavíkursvæðinu til leigu fyrir starfsmann. Upplýsingar veitir Kristín Johansen í síma 568 6700 frá kl. 9 til 17 og í síma 553 0985 á kvöldin. Rolf Johansen & company. Finnska sendiráðið óskar eftir að taka á leigu: 1) Einbýlishús í miðbæ Reykjavíkur frá 1.7. 1996. Æskileg stærð: 3-4 svefnherbergi, stofa, eldhús, 2 baðherbergi ásamt bílskúr. 2) íbúð eða lítið einbýlishús (ca 120 fm) einn- ig í miðbæ Reykjavíkur frá 1.7. 1996. Æskileg stærð: 3 svefnherbergi, stofa, eldhús, 2 baðherbergi og gjarnan bílskúr. Svar sendist til Finnska sendiráðsins, póst- hólf 1060, 121 Reykjavík, sími 562 1577. TILKYNNINGAR Auglýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kjörs forseta íslands, sem fram fer 29. júní nk., er hafin og fer fram hjá sýslumönnum og hreppstjórum, svo og í sendiráðum og hjá ræðismönnum íslands erlendis. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 6. maí 1996.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.