Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Fyrirspurn til Brimborgar „Dettur" Citroen út af íslenska markaðnum? Frá Hreini Pálssyni: FYRIR rösku ári tók Brimborg hf. við umboði fyrir Citroén-bifreiðar og gladdi það unnendur þeirra bif- reiða því augljóst var, að þreyta hafði mjög sótt á Glóbus hf., sem um árabil hafði flutt þessa bifreiða- tegund inn. Höfðu þá t.a.m. nýjar tegundir eins og ZX og Xantia ekki verið fluttar inn. Auk Citroén tók Brimborg hf. við Fordumboðinu af Glóbusi hf. en þriðja bifreiðategundin hjá Glóbusi hf.j SAAB, fór annað. I bréfi til margra viðskiptavina þ.á m. mín var þessi breyting kynnt og þá sagt að fyrst í stað yrði áhersla lögð á sölu og markaðssetn- ingu Ford bifreiða en um áramót 1995/1996 kæmi að Citroen. Gott og vel, nú er röskt ár liðið frá því þetta var sagt og ekkert bólar á kynningu Citroén. Mig grunaði satt að segja í haust að hægt mundi ganga, þar sem í viðamiklu sérblaði um bíla með Morgunblaðinu 12. nóv. 1995, voru upplýsingar um allar eða svo til allar nýjar árgerðir fólksbifreiða og jeppa, eða væntanlegar gerðir. Þar var ekki minnst einu orði á Citroén. Í blaðinu Bíllinn þar sem birtist verðskrá yfir innflutta bíla hefur Citroén verið felldur út, enda vísast sú verðskrá löngu úr gildi fallin. Það væri mjög miður, ef svo væri nú komið að þessi gagnmerka bifreiðategund félli út af markaði hérlendis, en fáar tegundir hafa borið með sér jafnmiklar og merki- legar nýjungar, sem margar hafa verið teknar upp af keppinautunum. Fáar tegundir hafa hins vegar verið eins vanmetnar og Citroén og hef ég aldrei skilið það, nema hvað ég hef heyrt, að einhverjir bifvéla- virkjar hefðu ekki nennt að tileinka sér sérstakar aðferðir við viðgerðir eða eins og mér var eitt sinn sagt „komið óorði á tegundina". Sá draugur, sem áður fylgdi ýmsum bílum t.a.m. frönskum, ít- ölskum og sumum enskum, ryð- myndun, heyrir sögunni til og ætti ekki að fæla frá. Nei, sannleikurinn er sá, að þessa bíla prýða frábærir aksturseigin- leikar og í nýja tegund Xantia, sem við höfum því miður ekki fengið að kynnast hérlendis, hefur verið settur sérstakur búnaður, tengdur aðalsmerki, Citroen fjöðrunarkerf- inu, sem hefur í för með sér veru- lega aukið öryggi í beygjum (Actif de Roulis) þannig að mun minni hætta er á hliðarskriði. Þetta er alveg nýtt og ekki í neinum öðrum bíl, ekki einu sinnLí stóra bróður XM. Þessi bifreið, Xantia, hefur lent í 5. sæti í viðmikilli könnun þýsku bifreiðaeigendasamtakanna ADAC, þar sem reyndi á 6 atriði og lenti ofar t.d. Merdeces C-línu, Volvo 850, BMW 3-seríu, Audi 80 & A4 o.s.frv. Citroén eru einhverjir vinsælustu einkabílarnir, t.d. í Noregi og Dan- mörku, en hér er staðan sem sagt sú að þeir fást ekki, þeim er ekki ' haldið fram og því ekki von á góðu. Því beini ég þeirri spurningu til forráðamanna Brimborgar hf. hvort þeir hafi alveg sagt skilið við Citro- én, nema þá nausynlegustu vara- hlutaþjónustu, eða hvers megi þá vænta og hvenær? Ég geri mér ljóst, að kostnaðar- samt er að auglýsa upp á nýtt, eft- ir slíka lægð sem gengið hefur yfir með Citroén bifreiðar, en með góðu átaki og kynningu er ég sannfærð- ur um að sá kostnaður gæti skilað sér ef rétt væri að staðið, því þrátt fyrir allt eru margir sem kjósa þessa tegund. Að lokum vona ég að niðurlags- orð í öðru bréfi Brimborgar hf. 22 maí 1995 sannist, en þar sagði: „Það er allavega alveg ljóst að Citroén mun ekki „detta" út af ís- lenska markaðnum." HREINN PÁLSSON, Brekkugötu 30, Akureyri. Dagur verkamannsins Frá Steingrími St.Th. Sigurðssyni: FYRSTI maí — dagur hins vinn- andi manns rann upp fagur á fögr- um stað, sem er Hafnarfjörður. Það var gaman að vera til þennan dag. Ofan á góða veðrið var sólskin í andliti og viðmóti fólksins, sem þrammaði eftir Strandgötunni und- ir brassmúsik — fjörugum tónum. Það var stemmning og sýndi, að allt það bezta í lífinu er ókeypis. Nokkrir gamlir gaflarakarakterar stungu saman nefjum — þeir báru með sér reynsluna — lífsreynslu, enda sumir hverjir siglt í stríðinu gegnum hættur. Manni leið vel innan um þetta fólk, gerðarlegar konur með reisn — alvörumenn — garpa úr FH sem ýmist eru kratar eða svart íhald. Um morguninn hafði Gunnar Hjaltason, sá mikli listamaður, verið sóttur heim. Hann býr í rosknu sérkennilegu húsi við Gunnarssund (þar er að- eins eitt hús — hús artistans). Ein- kennileg tilfinning að ganga ¦ um þetta gamla hverfi í hrauninu inn- an um alla álfana. Þetta minnti á eitt elzta hverfið í Barcelona, hvernig sem á því stóð. Kannski var það þessi framandlega sál, sem býr svo víða í byggð Hafnarfjarðar — sálin, sem vekur mann til hug- ljómunar og fantasíu. STEINGR. ST.TH. SIGURÐSSON, listamaður. Ailt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.