Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF • FORSETAKJOR Leiðir til þroska Frá Rafni Geirdal: í ÖÐRUM lið stefnuskrár minnar fjalla ég um að ég vilji „stuðla að umræðum meðal landsmanna um leiðir til aukins þroska". Ég hef skynjað á undanförnum árum mik- inn áhuga meðal landsmanna á slík- um leiðum og hef tekið þátt í að miðla af þeirri þekkingu sem ég hef öðlast til dæmis úr jógafræðum, heilun og öðru því sem ég hef lært á lífsleiðinni. Sem betur fer hefur núverandi forseti oft miðlað af sinni ágætu þekkingu og þannig stutt undir þróun í átt til aukins þroska, til dæmis með tilvitnunum hennar í Hávamál, gríska heimspeki og djúpspök íslensk skáld. Þar sem oft er litið til forsetans sem þess aðila sem túlkar æðstu visku þjóðarinnar hverju sinni gæti verið kjörið að virkja og styrkja þennan þátt, því það gæti síðan lyft þjóðinni upp á enn hærra svið en nokkru sinni fyrr. Það sem ég hef tekið eftir er að á meðan það er tiltölulega örugg vitneskja meðal manna um hvað er fræðileg þekking og hvernig á að vinna að rannsóknum á æðri menntunarstigum þá er tiltölulega mikið óöryggi í kringum hvað leiðir til aukins þroska. Það virðist oft 'byggt á ágiskunum og stundum sagt að fólk finni sér leiðir sjálft til þroska á lífsleiðinni. Það virðist ekki duga fyrir alla því oft heyrir maður fólk segja um sjálft sig í gríni að þrátt fyrir aldurinn (og hrukkurnar) þá hafi það ekki feng- ið þroskann með. Sambærilega skoðun má sjá með- al háskólamenntaðra einstaklinga. Fyrir um ári las ég kjallaragrein eft- ir upplýsingafulltrúa Háskóla íslands og þar lét hann þá skoðun í ljós að ; þótt hægt væri að afla mikillar þekk- ingar í háskóla þá væri ekki þar með sagt að þroskinn fylgdi með. Þegar ég var við nám í háskólanum fyrir um 15 árum gat ég ekki fund- ið að ég þroskaðist af þekkingunni nærri jafnhratt og minnisgeymslur hugans fylltust upp. Samnemendur mínir tjáðu þetta á svipaðan máta og göntuðust á milli sín að kannski helltist yfir þá alviskan um leið og þeir tækju við útskriftarskírteininu að námi loknu. Ég hef hitt nokkra þeirra síðan og sumir þeirra eru með doktorspróf og enn fmnst þeim að alviskan hafi ekki komið yfír þá. Hér er því málefni sem þarf að taka á, þvl óneitanlega myndi maður ætla að aukinn þroski væri með æskilegustu lokatakmörkunum í lífi hvers manns, að minnsta kosti mun fremur en að vinna úr sér allt vit í að eignast nokkra fermetra af stein- steypu, blikkdós sem stendur út á hlaði og imbakassa sem augun læs- ast við, svo maður tali á því almanna- máli sem skilst stundum betur. Þegar ég lít yfir þá þekkingu sem ég hef öðlast hingað til þá sýnist mér að aukinn þroski geti falist í eftirfarandi: 1. Læra af lífinu og því sem maður gengur í gegnum hverju sinni með því að auka meðvitund sína um það og fylgjast með því sem kemur upp á hverju augnabliki án þess að dæma of fljótt eða spretta af stað heldur sitja meir til baka til að hafa tíma til að endur- meta mál og skynja þau dýpra. Með því eykst innsæi manns fyrir atburðum og maður nær að sjá þau frá mismunandi sjónarhorni. Sagt' er að það sé hollt að sjá mál frá ólíkum hliðum eða setja sig í spor annarra. Þetta á hver og einn að geta gert hvort sem hann vinnur almenna verkamannavinnu eða sit- ur á háskólastól. 2. Lestur á ritum sem almennt eru talin þroskandi, til dæmis Nýja testamentið, siðfræði, heimspeki, ljóð, og rit eins og Bókin um veg- inn, speki Konfúsíusar, rit eftir Kahíl Gíbran, jógarit og rit á sviði heilunar og dulspeki. 3. Nám í sálarfræði, uppeldis- fræði, heimspeki og guðfræði sem lýtur að þroska mannsins, hvernig sé hægt að meta hann og mæla. 4. Stunda markvissar æfingar sem taldar eru dugandi til að leiða til aukins þroska svo sem eins og jóga, sjálfsheilun, bænir, vinna með eigið tilfinningalíf og ýmis konar hugræktaræfingar. En þar sem ekki er komin upp mér vitandi nein heilsteypt kenning um þroska mannsins eða heilsteypt háskólafræði eða stofnun þar að lútandi tel ég mjög mikilvægt að tími sé tekinn í að ræða þessi mál fram og til baka meðal landsmanna til að auka líkur á að fundnar séu sem virkastar og öruggastar leiðir sem gætu nýst okkur vel í framtíð- inni. Þetta er ég til í að gera, hvort sem ég verð kosinn sem forseti eður ei. GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL hefur tilkynnt framboð til forseta. IDAG i Guðrún Agnarsdótt- ir vinnur fyrir okkur Frá Axeli Björnssyni: HVERS vegna kýs ég að Guðrún Agnarsdóttir verði næsti forseti ís- lands frekar en aðrir frambjóðend- ur, sem er völ á? Valið er einfalt en svarið við spurningunni er marg- þætt. Guðrún er læknir, sem unnið hef- ur að vísindalegum rannsóknum. Hún hefur því tamið sér öguð vinnu- brögð, þar sem langtímasjónarmið eru höfð að leiðarljósi og stefnt er að varanlegum árangri, sem skilar aukinni hagsæld og betra mannlífi hér á landi í framtíðinni. Hún mun því sem þjóðarleiðtogi geta tekið fullan þátt í framþróun og nýsköpun og stuðlað að heilbrigðri þróun þjóð- félags okkar inn í öld upplýsinga- tækni og aukinnar tæknivæðingar. Guðrún hefur mikla reynslu af þjóð- málum og stjórnmálum. Hún var einn virtasti alþingismaður okkar er hún sat á þingi og vakti athygli fyrir málefnalega umræðu og frum- kvæði í ýmsum framfaramálum. Guðrún hefur sýnt og sannað stjórn- unarhæfileika sína. Hún er forstjóri Krabbameinsfélagsins og hefur gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðar- störfum, auk þess sem hún hefur veríð læknir, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. í þessum störfum fyrir fóikið í landinu hefur hún kynnst náið kjörum og lífsviðhorfum fólks úr öllum stéttum. Guðrún hef- ur verið fulltrúi Islands í mörgum ráðum og nefndum á erlendum vett- vangi. Má þar t.d. nefna Norður- landasamstarf og þátttöku í sam- vinnu íslendinga við ESB á sviði vísinda og tækni, þar §em ég hef kynnst starfi hennar af eigin raun. Samhliða öllum þessum störfum hefur Guðrún alið upp þrjú börn og sinnt fjölskyldu sinni með sóma ásamt manni sínum, Helga Valdi- marssyni, sem einnig er læknir og virtur vísindamaður. Enginn vafi leikur á að hann mun verða Guð- rúnu stoð og stytta og embætti for- seta til sóma. Öll þessi störf munu nýtast Guð- rúnu vel í starfi forseta Islands. Guðrún kemur til dyranna eins og hún er klædd og henni er unnt að treysta. Hún er heiðarleg, opin og segir sína skoðun ákveðin, en á ró- legan og hógværan hátt. Reynsla Guðrúnar Agnarsdóttur, viðhorf hennar til lífsins og samferðamanna sinna ásamt heilbrigðu gildismati eru þeir kostir, sem gera hana ákjós- anlegan forseta íslands. AXEL BJÖRNSSON jarðeðlisfræðingur, Reykjavík. SKAK Umsjón Margeir Pctursson ÞETTA skemmtilega enda- tafl kom upp á opna mót- innu í Cannes í Frakklandi í febrúarmánuði. Patrick Levacic (2.350), Króatíu, var með hvítt og átti leik, en Christophe Bernard (2.405), Frakklandi, hafði svart. Vinningsleikurinn er afar laglegur: HVITUR leikur og vinnur 68. Kd5!! (Hvítur kemst hins vegar ekki í gegn eftir 68. Rxd6? - Kxb4 68. - Bxc4+ 69. Kxd6 - Kxb4 (Það dugði heldur ekki að fara með kónginn i vörnina, því þá fórnar hvítur b peði sínu fyrir svarta f peðið: 69. - Kb6 70. Ke7 - Kc6 71. Kf8 - Kd7 72. b5! og vinnur) 70. Ke7 - Kc5 71. Kf8 - Kd6 72. Kg7 og svartur gafst úpp, því hvíta . h peðið verður að drottn- ingu. Ef svarti kóngurinn stæði einum reit nær þeim hvíta væri staðan jafntefli. HOGNIHREKKVISI ti "ftxttti athorfa. suorux d-nnig /" Ást er... . þreföld blessun. TM Reg U S Pal Off — ail r^hts reserved (c) 1996 Loa Angeles Times Syndrcete VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til f östudags Netfang: lauga@mbl.is Líkamsrækt fyrir fólk á ferð og flugi? GAMAN væri ef líkams- ræktarstöðvar í Reykja- vík gætu boðið annað en samfelld námskeið. Þannig er mál með vexti að ég bý á larids- byggðinni og fer nokkuð oft til Reykjavíkur. Oft myndast tómarúm, þann- ig að það er tími til að skella sér í líkamsrækt, skreppa í nudd, ræða við íþróttaráðgjafa eða nær- ingarráðgjafa. Ég hef trú á að nokkur þúsund manns séu á ferð og flugi til og frá höfuðborginni að staðaldri og gætu not- fært sér góða aðstöðu og ráðgjöf sem býðst ekki heima fyrir í stað þess að hanga á hótelherbergj- um eða veitingastöðum og láta sér leiðast. Ferðalangur Tapað/fundið Þríhjól tapaðist ÞRÍHJÓL, bleikt, grænt og fjólublátt að lit tapað- ist frá Krummahólum 10 fyrir u.þ.b. tveimur vik- um. Skúffa er á hjólinu og er símanúmer skrifað á hana. Ef einhver hefur orðið hjólsins var vin- samlegast hringið í síma 557-8557. Veski tapaðist RAUÐBRÚNT seðla- veski tapaðist annað- hvort í Reykjavík eða Kópavogi sl. föstudag. I veskinu voru skilríki og eitthvað af peningum. Hafi einhver fundið þetta veski er hann vin- samlega beðinn að hringja í síma 567-4127. Gæludyr Kettlingar Fallegir, þrifnir og blíð- lyndir kettlingar fást gefnir til dýravina á góð heimili. Upplýsingar í síma 565-2043. Kettlingar TVEIR fallegir og góðir tveggja mánaða kettling- ar fást gefins á góð heim- ili. Upplýsingar í síma 553-7151. ' Köttur f æst gefins ÞESSI fallega u.þ.b. eins árs læða óskar eftir góðu heimili. Upplýs- ingar í síma 562-3235 eftir kl. 18. HANN var að synda framhjá bátnum, svo ég tók hann bara. Víkverji skrifar... VÍKVERJI gerir sér það stundum til dundurs að glugga í lands- málablöðin þegar þau berast honum. Það sem skrifari hefur einna mest gaman að við þá iðju er að lesa rit- stjómargreinar pólitísku landsmála- blaðanna, sem eru iðulega mun harðskeyttari og hvassari en rit- stjórnargreinar dagblaðanna. Þann- ig fékk skrifari nýlega inn á borð til sín nýjasta tölublað Vesturlands, sem er málgagn vestfírskra sjálf- stæðismanna, og við lestur þess blaðs varð deginum ljósara að' kosn- ingaundirbúningur vegna bæjar- stjórnarkosninga hins nýja samein- aða sveitarfélags er þegar orðinn að miklu hitamáli. xx x LEIÐARI Vesturlands að þessu sinni ber fyrirsögnina Madd- aman á bauninni og er hann skrifað- ur af Þorsteini Jóhannssyni. Leiðar- inn fjallar svo um vandamál fram- sóknarmaddömmunnar, sem líkt er við vandamál prinsessunnar á baun- inni, sem ekki gat fest svefn fyrr en baunin smáa undir dýnufjöld var fundin og fjarlægð. Lætur leiðara- höfundur í veðri vaka að samstarfs- flokkurinn í bæjarstjórnum Þing- eyrar og ísafjarðar - Framsóknar- flokkurinn — leggi „sig í framkróka við að níða skóinn af sjálfstæðis- mönnum", og kann leiðarahöfundur enga skýringu á þessu háttalagi framsóknarmaddömmunnar. Segir síðan orðrétt: „Baunin í rúmi „maddömunnar" veldur okkur út af fyrir sig ekki áhyggjum en er engu að síður vísbending um að eitthvað sé að. Eitthvað sem sam- starfsaðilinn er ekki ánægður með en hefur ekki döngun í sér til að segja frá beinum orðum. Þetta og ýmsar „sirkussýningar" frambjóð- enda samstarfsaðilans á kostnað bæði samherja og mótherja í bæjar- stjórn hlýtur að leiða hugann að heilindum þess flokks sem kennt hefur sig við framsókn. Þess háttar vinnubrögð frábiðja sjálfstæðis- menn sér. Menn eiga að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir." x x x SVO MÖRG voru þau orð, en Víkverja varð á að hugsa við lesninguna, þar sem leiðara- höfundur hafði gripið til líkinga- máls úr ævintýraheiminum og stuðst við ævintýrið um Prinsessuna á bauninni, hvort ekki mætti grípa til líkingamáls úr öðru ævintýri. Hvað myndi nú gerast ef menn al- mennt tækju nú upp á því að koma til dyranna einvörðungu klæddir Nýju fötum keisarans! —¦ j -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.