Morgunblaðið - 08.05.1996, Page 45

Morgunblaðið - 08.05.1996, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 45 FÓLK í FRÉTTUM Glæsileg miðað við aldur HÚN er sköllótt, með kryppu á baki, hálftannlaus og með stór, blakandi eyru en Sigo- urney Weaver segir hana samt talsvert aðlaðandi mið- að við aldurinn, 125 ár. Weaver er að lýsa nýjasta hlutverki sínu, Claudiu, hinni illu stjúpmóður Mjall- hvítar, úr ævintýri þeirra Grimm-bræðra. Weaver lýsir Claudiu sem flókinni og áhugaverðri per- sónu. „Það er dásamlegt að leika hana þegar húnkemst í illskuhaminn,“ segir Weaver. „Uppá- haldsatriðið mitt er þegar hún færir Mjallhvíti eplið. Sú sena hefur upp á allt að bjóða, ást, mat, dauða og kyn- líf“. Eflaust þarf freu- dískan lestur á senunni til að komast að þess- ari niðurstöðu, en Weaver sér greini- lega margt í æv- intýrinu gam- alkunna. Myndin er tekin upp í Tékk- landi. HELGA Grétarsdóttir hlaut Heijuverðlaunin fyrir góða frammistöðu í Brownsville Academy- skólanum. A Islensk stúlka heiðruð í DAGBLAÐINU Neighbo- urs, sem gefið er út í Flórída, var nýlega sagt frá því að Helga Grétarsdóttir, 13 ára íslensk stúlka, hefði hlotið Hetjuverðlaunin, sem veitt eru framúrskarandi nemendum. Hún stundar nám við Brownsville Arts and Science Academy-skól- ann. í blaðinu er sagt frá því að Helga hafi flust til Flórída í fyrrasumar. Hún hafi verið mjög fljót að læra ensku og ávallt verið í fremstu röð námsmanna við skólann. Hún sé einnig í sundliði skólans. Nítján nemendur frá jafnmörgum skólum á svæðinu hlutu þessi heiðursverðlaun. Hafn- firðingar rokka HLJÓMDISKURINN Drepnir var kynntur á tónleikum í Rósenberg- kjallaranum fyrir skömmu. Disk- urinn er gefinn út af Flensborgur- um í tengslum við skólablað þeirra, Draupni, en á honum eru lög hafnfirskra hljómsveita, þekktra og óþekktra. Þar má nefna Botnleðju, Stolíu, Dallas, PPPönk, Skoffín og nýja hljóm- sveit Gunnars Bjarna Ragnars- sonar, Jet Black. Morgunblaðið/Halldór STOLÍA í stuði. Bergís ehf. HEILDVERSLUN Vegna stóraukinna umsvifa höfum við flutt gjafavöru- og silkiblómadeild okkar í Síðumúla 27, sími 533-3377 Melka herravörudeildin er sem fyrr í Sævargörðum 7, Seltjarnarnesi, sfmi 562 1807. Bergís ehf. BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur Eitt krem fullnægir öllum þörfum húðarinnar varðandi raka, næringu og vernd. Húðin verður *ff * • / Kaupauki fylgir meðan birgðir endast. II Bankastræti 3, _ s. 551 3635 IC4 Póstkröfusendum Náttúrulegar olíur og vax á tré, kork, leir og steinflísar! Olían mettar vel og veitir slitsterkt yfirborð sem má svo vaxbera. Livos ffamleiðir úrval náttúrulegra málningarvara í hæsta gæðaflokki I og notar eingöngu heilnæm náttúruefni í framleiðsluna eins og harpix, jurtaolíur, bývax og náttúruleg stein- og litarefni. Söluaðilar: • Þ.Þorgrímsson, Reykjavík. • Metro, Akureyri. • Metro, ísatirði. • Járn og skip, Keflavík. • Hermann Níelsson, Egilsstöðum. HAFNFIRSK æska skemmti sér við undirleik sinna manna. Hvaö heitir þú? - hverra manna ertu? Er ættarmót í UPPSIGLINGU? Á stóru ættarmóti er tilvalið að næla nöfn þátttakenda í barm þeirra. ( Múlalundi færð þú barmmerki fyrir þetta eða önnur tilefni. Einnig fást þar plastmöppurnar þægilegu fyrir Ijósmyndirnar. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 562 8501 eða 562 8502. Múlalundur VinnUstofa S(BS Símar: 562 8501 og 562 8502

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.