Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 52
*Y0tmÞ!iifeife Haþpaþremm fyrir afganginn 22YUNDAI Hátækni til framfara SkelfunnN7 • Slmi 568-1665 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVIK. SIMI 669 1100, SIMBREF 669 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRT. HAFNARSTRÆTI 86 MIÐVIKUDAGUR 8. MAI1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK 7--» . ' ""' .'\~z "æt'& i BÖ^ ... Veiðiheimildir ekki framseljanlegar SAMRÁÐSFUNDUR um skipt- -*—ingu síldarkvótans var haldinn í sjávarútvegsráðuneytinu í gær. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að vænta megi reglugerðar um síldveiðarnar í dag sem og veiðileyfa. Þorsteinn sagði að ekki yrði settur kvóti á íslensku skipin heldur fengju þau úthlutað hámarksaflaheimild. Veiðiheimildirnar yrðu ekki framseljanlegar og giltu aðeins þessa síldarvertíð. Nítján skip yoru á leið á síld- —armið austan íslands í gær, sam- kvæmt upplýsingum frá Tilkynn- ingaskyldunni. Búist er við að mun fleiri skipum verði stefnt á miðin. Þegar Landhelgisgæslan fór í könnunarflug yfir miðin í gær voru þar átta erlend fiski- skip, fjögur sænsk, tvö dönsk, eitt norskt og eitt færeyskt. Fregnir bárust af því í gær að síldin væri gengin inn í íslenska lögsögu. Sænsku og dönsku skip- in lónuðu við 200 mílna mörkin suðaustur af landinu, en myndin var tekin rétt innan færeysku lögsögunnar um hádegisbilið í gær og sýnir hún færeyskt skip að veiðum. Fundur síldveiðilandanna með Evrópusambandinu Vilja fund í NE AFC og með Boníno FULLTRUAR síldveiðilandanna, sem standa að nýjum samningi um veiðar á norsk-íslenzku síldinni, áttu í gær fund í Reykjavík með fulltrúa Evrópusambandsins. íslenzkir emb- ættismenn úr sjávarútvegs- og utan- ríkisráðuneyti, ásamt sendiherrum Noregs og Rússlands og norskum embættismönnum áttu fund með Ole Tougaard, aðalsamningamanni Evr- ópusambandsins í fiskveiðimálum, sem staddur var hér á landi vegna undirbúnings fundar fiskveiðiríkja við Norður-Atlantshaf. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar, aðalsamningamanns íslands, var fundurinn haldinn til að greina Evr- ópusambandinu frá innihaldi samn- ings íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja um síldveiðar á þessu ári og reyna að fá sambandið til að virða verndunarmarkmið samningsins. Evrópusambandið hefur brugðizt illa við samningi landanna fjögurra og lýst sig óbundið af honum. í samningi síldveiðilandanna eru ákvæði um að leitazt skuli við að ná samkomulagi milli allra aðila, sem hluti eigi að máli, til að koma á heildarstjórnun veiða úr stofnin- um. Þá eiga samningsaðilar að starfa saman að því að koma í veg fyrir að athafnir skipa annarra ríkja grafi undan áhrifum verndunar- og stjórnunarráðstafana samkvæmt samningum. Loks skuli aðilar starf a saman að því að koma á stjórnun veiða úr stofninum á svæðum utan fiskveiðilögsögu á vettvangi Norð- austur-Atlantshafsfisk- veiðinefndarinnar (NEAFC). Ein leið að ESB verði aðili að samningnum Guðmundur segir að ein leið í málinu sé að fá Evrópusambandið til að gerast aðili að samningnum, en þá verði að gera viðeigandi breyt- ingar hvað varðar kvótatölur í ár. Önnur atriði samningsins muni hins vegar standa óbreytt eftir vertíðina í ár fyrir hvaða ríki sem er. Hins vegar sé líka til í dæminu að Evr- ópusambandið geri ráðstafanir til að virða ákvæði samningsins, þótt það gerist ekki aðili að honum. Guðmundur segir að úthafsveiði- samningur Sameinuðu þjóðanna geri ráð fyrir slíkum möguleika. Þessi mál voru rædd við Tou- gaard, að sögn Guðmundar, og boð- uðu síldveiðilöndin fjögur að þau myndu óska eftir formlegum auka- fundi í NEAFC fyrir júlíbyrjun, sem gæti tekið ákvörðun um hugsanlegt samkomulag, og jafnframt um und- irbúningsfund í júní. Jafnframt nefndu síldveiðiríkin að þau myndu hafa samband við Evrópusambandið á formlegum, pólitískum vettvangi, og óskuðu eftir fundi með Emmu Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórn ESB, sem fyrst. Af hálfu íslenzkra ráðamanna hafa verið nefndar tölur frá 10- 20.000 t sem hæfilegur síldarafli ESB í ljósi sögulegrar veiðireynslu. ESB hefur hins vegar sagst myndu taka sér 150.000 tonna síld- arkvóta á þessu ári. í væntanlegum viðræðum við ESB verður reynt að fá sambandið til að fallast á mun lægri tölu. Berlínarsinfónían á Listahátíð Leikur verk eftir Þorkel Sigur- björnsson Á EFNISSKRÁ tónleika Ber- línarsinfóníunnar á Listahátíð 29. júní í sumar verður meðal annars verk fyrir einleiks- flautu og strengi eftir Þorkel Sigurbjörnsson tónskáld, sem nefnist, Columbina. Mikill og óvæntur heiður I samtali við Morgunblaðið sagði Þorkell að það væri mikill og óvæntur heiður að þessi þekkta hljómsveit tæki verk eftir sig á efnisskrá sína. „Ég held það sé ekki hægt að segja annað en þetta sé mikill heiður fyrir mig því þetta er með glæsilegustu hljómsveitum og það er stór- viðburður að fá hana hingað heim." Þetta verk er nú til á diski sem kom út hjá sænsku út- gáfunni BIS fyrir'síðustu jól og það var þar sem stjórn- andi Berlínarhljómsveitarinn- ar, Vladimir Ashkenazy, heyrði verkið fyrst, að sögn Þorkels. Hann sagði að það hefði verið einhver spurning hvort nægur tími gæfist til að æfa verkið á svo stuttum tíma en nú væri komið í ljós að verkið yrði flutt. ¦ Berlínarsinfónían/20 95w3 1 ÍÉ»-1 %^ t - /* áw sdt~:*: ;. í 1 Líkanið sigldi á móti fyrirmyndinni Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Kristján Jóhannsson Syngur OtelloíVín- aróperunni STAÐFEST hefur verið að Kristján Jóhannsson tenórsöng^vari muni syngja titilhlutverkið í óperu Gius- eppe Verdis, Otello, í Vínaróper- unni starfsárið 1998-99. Við stjórnvölinn verður Claudio Abbado. „Þetta er mikill heiður enda er langt síðan aðrir söngvarar en Placido Domingo hafa sungið.Ot- ello þarna, nema í forföllum. Ég tylli vart fæti á jörð," segir Krist- ján sem hlýtur eldskírn sína í hlut- verkinu á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands annað kvöld. I nóvember næstkomandi mun hann síðan spreyta sig í sviðsupp- færslu á Otello í Bologna á ítalíu. ¦ Hin endanIega/22 Grindavík, Morgunblaðið. ÞAÐ vakti athygli á dögunum að þegar nýtt skip, Jón Sigurðsson GK 62, kom til Grindavíkur máttí sjá líkan af skipi sigla í höfninni í þann mund sem Jón sigldi inn. Þegar betur var að gáð var þetta líkan af Jóni með vél og var stjórn- að með fjarstýringu af Helga Sæmundssyni en smiðurinn sjálf- ur, Hlynur Helgason, var um borð í Jóni og hafði honum verið boðið að sigla með skipinu frá Reykja- vík. Hlynur lýkur grunnskólaprófi núna í vor en hefur þrátt fyrir ungan aldur smíðað líkiin af nokkrum skipum úr fiskiskipastóli Grindvíkinga og haldið sýningu á líkönum sinum. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að Fiskimjöl og lýsi hefði lánað honum teikn- ingar að nýja skipinu skömmu eftir að það festi sér skipið fyrir rúmum þremur mánuðum og hefði hann hafist handa um smíðina strax. Hann kvaðst hafa eytt um 150 s( iiiidnni í smiðina. Líkanið er sláandi líkt fyrirmynd- ínni og má sjá krana og bómur, opnanlegar lestar þar sem vélin er, hliðarskrúfur og þá er skipið með svokölluðu Bekkenstýri eins og fyrirmyndin. Hlynur kvaðst smíða líkönin sér til gamans en það væri ekki að vita nema fyrir- tækið falaði af sér smíðina. Morgunblaðið/Júlíus Þyrlan lenti með hinn slasaða við Borgarspitala um kl. 23 i gærkvöldi. Féll fram af snjóhengju ALVARLEGT slys varð á Langjökli í gærkvöldi þegar maður á fertugs- aldri féll fram af snjóhengju á vél- sleða. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar var send á staðinn. Hópur manna á einum bíl og 10 vélsleðum, félagar í ferðafélaginu Langjökli, voru saman á jöklinum þegar slysið varð. Að sögn lögreglu í Borgarnesi er maðurinn meðal ann- ars tvíkjálkabrotinn og ökklabrotinn. Að sögn vakthafandi læknis á gjör- gæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er maðurinn ekki í lífshættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.