Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG C PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 8. MA11996 BLAÐ EFIMI Sýningar 3 íslendingar á mat- vælasýningu í Barc- elona Aflabrögð 4 Aflayfirlit og stað- setning fiskiskipa ilflarkaðsmál Q Framleiðsla SH meiri en reiknað var með Deilt um rækjuverð AULAÞORSKUR Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörasdottir • ELVAR Unnsteinsson, tríllusjóniadur á Erni SF-70, landar vænum þorski eða aulaþorski eins og þeir Austfirðingar orða það. Mjog góð veiði hefur verið hjá smábátum á Hornafirði það sem af er almanaks- árinu og mun drýgra hefur verið af stærri fiski nú en í fyrra. Norðmenn úthluta síldarkvóta eftir stærð og lengd skipa KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segist vonast til að engum manni komi til hugar að fara að dæmi Norðmanna í skiptingu síldar- kvótans á skip. Þeirra kerfi væri arfavitlaust, en hann hefði m.a. kynnt sér það hjá „vinum" okkar í Norges Fiskarlag í Ósló á dögunum í tengslum við samn- ingafund um skiptingu síldarinnar. „Arfavitlaust kerfi," segir formaður LIU Norsku síldveiðiskipin eru flokkuð í þrennt m.t.t. úthlutunar kyóta úr norsk- íslenska síldarstofninum. í fyrsta flokki eru um 70 togskip, sem fá 7% kvótans. í öðrum flokki eru um 350 skip, sem teldust til svokallaðs strandveiðiflota og væru styttri en 27,5 metrar. Þau veiða aðallega með hringnót og einnig drag- nót og fá 50% af síldarkvótanum, en kvóti á skip markast af lengd þess og er 33 tonnum úthlutað á hvern metra. Þessum tveimur flokkum skipa er úthlut- að hærri kvóta á hvert skip en samtala þeirra leyfir. Þess vegna eru þetta tald- ir ótryggir kvótar því veiðar þeirra eru stöðvaðar þegar heildarmagninu er náð, þótt einstök skip eigi óveiddan hluta af eigin kvóta, að sögn Kristjáns. í þriðja flokknum eru 115 skip, sem veiða með hringnót og eru lengri en 27,5 metrar. Þau fá 43% af kvótanum og hafa svo- nefndan tryggan kvóta því ekki er út- hlutað til hópsins meiru en samanlögðum kvótum skipanna. Kvóti á hvert skip er miðaður við burðargetu að hluta, en stærstum hluta er úthlutað jafnt á skip. Ef skip í þessum flokki er endurnýjað með stærra skipi, fær það ekki samtölu kvóta t.d. tveggj'a skipa. Nýtt skip er flokkað að nýju og fær kvóta í samræmi við stærð. Af þessum ástæðum er ekki áhugi fyrir endurnýjun með stærri skip- um því betra er að eiga tvö lítil en eitt stórt, segir Kristján. í Noregi er framsal kvóta milli skipa óheimil. Því væru veiðarnar óhagkvæm- ar og til þeirra notuð allt of mörg skip, að mati Kristjáns. Norsku síldveiðiskipin eru yfirleitt í eigu einstaklinga, sem ekki eiga vinnslu í landi og er síldin seld í gegnum fjarskiptamarkað þrisvar á dag, en þó tryggja norsku Síldarsamtök- in ákveðið lágmarksverð. Veiðireynsla eða geðþóttaákvörðun Formaður LÍU sagðist ætla að bíða með yfirlýsingar þar til í ljós kemur hvernig íslensk stjórnvöld hyggjast skipta síldarkvótanum og ekki væri held- ur hægt að leggja mat á það hvort eðli- legt geti talist að hafa síldarkvótann framseljanlegan fyrr en viðmiðunarregl- ur liggja ljósar fyrir. „LÍÚ lagði til að veiðar úr síldarstofninum yrðu frjálsar í ár svo að hægt yrði að byggja á veiði- reynslu síðar við úthlutun kvóta, en ekki geðþóttaákvörðun ráðherrans, eins og nú stefnir í. Það gæti orðið mjög erfitt að byggja á veiðireynslu síðar þegar búið er að kvótasetja hann með slíkum hætti." Gjörbreyttar forsendur Alls sóttu 87 íslensk skip um leyfi til síldveiða þegar óskað var eftir umsókn- um áður en samningar um skiptingu veiðanna lágu fyrir. „Óskað var eftir umsóknum á grundvelli 244 þúsund tonna. Veiðar yrðu frjálsar upp að 190 þús. tonnum, en afganginum yrði skipt á milli s.kipa til að tryggja að menn færu ekki í fýluferð á miðin. Nú er búið að gjörbreyta þessum forsendum þannig að ég álít að það þurfi að auglýsa þetta upp á nýtt. Núna þegar fyrir liggur miklu minna magn og skipting alls kvót- ans, er ekki lengur hægt að skipta hon- um eftir umsóknum, sem byggjast á allt öðrum forsendum en þeim, sem nú verða lagðar til grundvallar. Það var allt eins hægt að skipta 244 þús. tonnum á skip eins ogl90 þús. tonnum nú," segir Kristján. Fréttir Norðmenn óráðnir í niðurskurði • EKKI hefur verið tekin ákvörðun um hvernig síldarkvóti norskra skipa verður skorinn niður en það verður að gera skv. síldarsamningum Norðmanna við íslendinga, Færeyinga og Rússa./2 Ber að lögskrá á íslandi • í SVARI samgönguráðu- neytisins tU Sjómanna- sambands íslands kemur fram að erlendum útgerðar- aðila fiskiskipsins Heinaste hafi borið að láta Iögskrá á skipið hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði./2 Ekki svartsýnn á humar- vertíðina •„Eg vona allavega að veiðin verði ekki eins léleg og í fyrra enda má hún vera ansi slæm til að ná því," segir Kristinn Guðmundsson, skipsrjóri á Bjarna Gíslasyni SF-90, sem er að undirbúa sig fyrir komandi humarvertíð./2 Nasl úr saltfiskroði •„ÚLFAR Eysteinsson matreiðslumeistari stefnir að því að koma nasli úr djúpsteiktu saltfiskroði á markað í sumar./5 Skylt er að flokka karfa • NÚ ER skylt að flokka allan karfaafla í gullkarfa og djúpkarfa um borð i veiðiskipum og skulu skipstjórar jafnframt greina á milli þessara tegunda í afladagbókum. Sömuleiðis á að landa og vigta hvora tegund sérstaklega./7 Pjórir millj- arðar í úthafs- karfakvóta • ÆGIR úthlutar úthafs- karfakvótanum til einstakra skipa og útgerða skv. veiðireynslu á Reykja- neshrygg og reynir að áætla verðmæti karfakvótans./8 Veiði Rúm 3% fyrir kvótakerfi SMÁBÁTAR veiddu rúm 3% af heildarafla þorsks á viðmiðunarárum fyrir daga kvótakerfisins. Hlutur þeirra í þorskaflanum 1990 haf ði ríflega fjórfaldast frá því fyrir 1984 og var orðinn tæp 14%. Við endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun árið 1990 voru 6-10 tonna bátar teknir inn í afla- markskerfið, en eigendum annarra smábáta gefinn kostur á að velja itiilli afla- marks og krókaleyfis. Skipting þorskaf ians á báta eftir stærð þeirra frá viðm.árum til 1990 ) Bátaryfir lObri. Minni bátar 100 % 80 60 40 20 I i I I I I I I I I I I I I I iJni i i i I i i i\i i i i I ii ii i i I I .L! II 5 ¦ í • i I I I i I i I wnnni n -n u. •80-83 '84 '85 '86 87 '88'89'90 Tæp 22% á síðasta ári Skipting þorskaf lans á af lamarksskip og króka- leyf isbáta frá 1. jan. '91 ] Aflamarksskip [~] Krokaleyflsbátar 100 % 40 20 I I I I I I I I I I I I IXXI 1/1 '91/ '91/ '92/ '93/ '94/ 1991 '91 '92 '93 '94 '95 ARIÐ1991varbúinntil flokkur krókaleyfisbáta sem í voru bátar undir 6 brúttólestum. Upphaflega var þessum hópi útdeilt rúmum 2% af úthlutuðum þorskkvóta í samræmi við aflareynslu. Síðan hefur veiði hans farið stigvaxandi og á síðasta fiskveiðiári veiddi hann tæp 22% af heildarafla þorsks eða um 36 þús. tonn. Ef þessi hópur hefði búið við sömu tak- markanir og af lamarksbát- ar, hefðihann mátt veiða 2.700 tonn á síðasta ári, skv. útreikningum útvegs- mannafélaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.