Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 C 3 SÝNINGAR Islensk fyrirtæki á mikilvægustu matvælasýningu Spánar í fyrsta sinn í Barcelona á Spáni er nýlokið einni stærstu matvælasýningu í Evr- ópu og voru nokkur ís- lensk fyrirtæki meðal þátttakenda. Magnús Bjarni Jónsson, iðnað- artæknifræðingur og fréttaritari Morgun- blaðsins á Spáni, skoðaði sýninguna. í BARCELONA á Spáni er nýlokið mikilli matvælasýningu sem kall- ast ALIMENTARIA og er ein sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Að þessu sinni tóku um þrjú þús- und fyrirtæki frá fimmtíu löndum þátt í sýningunni á 75 þúsund fer- metra sýningasvæði. 15% þess var úthiutað til fyrirtækja, sem voru að sýna í fyrsta skipti. Matvæla- sýningin hefur verið haldin annað hvert ár um nokkurt skeið, en í fyrra sýndu umbúða- og tækja- framleiðendur í matvælaiðnaði varning sinn á sýningu sem bar yfirskriftina TECNO- ALIMENT- ARIA. Matvælasýningin stóð í sex daga og var skipt niður í sýningarhallir eftir tegund iðnaðar. Þarna voru fyrirtæki í vín- og drykkjariðnaði, mjólkuriðnaði, kjötiðnaði, sætmet- is- og snarliðnaði, fyrirtæki sem framleiða niðurlagðar og saltaðar afurðir, frystivörur, sekkjavörur og fleira. Einnig var sérstök sýn- ingarhöll fyrir fyrirtæki, sem sýndu undir þjóðfána og einnig fyrirtæki frá hinum ýmsu héruðum Spánar. Ánægjulegt var að sjá íslensk fyrirtæki á matvælasýningunni í ár en þetta er í fyrsta sinn sem þau taka þátt í þessari sýningu. Islensku fyrirtækin voru í sýning- arhöll þar sem kynntar voru niður- soðnar og fi-ystar afurðir og salt- fiskur. Þarna voru fyrirtæki frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Islenskum sjávarafurðum og einn- ig var dótturfyrirtæki Sölusam- bands íslenskra fiskframleiðenda á Spáni með sýningarbás og önnur spænsk fyrirtæki sem kaupa og selja íslenskan saltfisk. SH var á áberandi stað á sýningunni og var oft örtröð við sýningarborð þeirra. Hjörleifur Ásgeirsson, sem sér um Spánarmarkað fyrir SH, sagði að markmiðið með þátttöku væri fyrst og fremst að kynna fyrirtæk- ið og þær vörur, sem þeir hefðu fram að bjóða en stefnt væri að því að opna söluskrifstofu á Spáni. Sem stendur sér skrifstofa SH í Frakklandi um Spánar- og Portúg- alsviðskipti fyrirtækisins. Fjölbreytt vöruúrval Neysla á fiski er mjög mikil á Spáni, um 10 til 15 kílóum meiri á íbúa á ári en t.d. í Frakklandi. Frystar vörur eru nú aftur að taka við sér eftir smá lægð. Unnar fisk- afurðir eru einnig í sókn og hyggj- ast SH-menn leggja áherslu á að hafa fjölbreytt vöruúrval á boð- stólnum. Á sýningunni kynnti SH frystan, léttsaltaðan þorsk í flökum og í neytendaumbúðum og taldi Hjörleifur að mikill markaður væri fyrir þá vöru. Þetta er vara sem er að ryðja sér til rúms á markaðin- um vegna þess að fólk hefur ekki tíma til að kaupa saltfisk og út- vatna hann. SH kynnti einnig til- búna fiskrétti sem verksmiðja þeirra í Grimsby framleiðir og fiskikæfulínu sem þeir selja í sam- vinnu við íslenskt-franskt eldhús. Kæfan vakti þó nokkra athygli og ættu að vera góðir möguleikar á BÁS dótturfyrirtækis SÍF á Spáni. að selja hana á Spáni. Sérstaklega á það við um hótel- og veitinga- húsamarkaðinn en sá markaður er áhugaverður þar sem hann vinnur mikið með frystar vörur og er ekki eins viðkvæmur fyrir verði. Humar og rækja voru einnig á boðstólnum hjá SH en þessar afurðir seljast mjög vel. Sala á þessum vörum er nær einskorðuð við jólahátíðina og á þeim tíma er hægt að selja allt sem í boði er. Vandamálið er frek- ar öflun hráefnis en í ár er útlitið ekki gott í því sambandi. Eru skeljar í lögnum vandamál? Cathelco gróður- og tæringarvarnabúnaðurinn hindrar alla skeljamyndun í sjólögnum og allt að tvöfaldar líftíma þeirra. Búnaðurinn samanstendur af kopar- og álskautum i sjóinntökum (eöa sjósium) og tölvustýrðu stjórntæki. Búnaður sem getur borgað sig mjög fljótlega. 23 islensk skip njóta nú verndar með Cathelco-búnaði. Stálvélar ehf., sími 554 5683, fax 564 2315. Státa af gæðavottun I sýningarbás Islenskra sjáv- arafurða mátti sjá á veggspjöldum að fyrirtækið hefði vottað gæða- kerfi skv. ISO 9000 staðli. Það er atriði sem fá fyrirtæki geta státað af og eru íslensku fyrirtækin þar í sérstöðu. Björn Þ. Jónsson er sölustjóri ÍS fyrir Spánar- og Port- úgalsmarkað. Hann sagði að mark- mið þeirra með þátttöku í sýning- unni væri aðallega að styrkja nú- verandi viðskiptatengsl og reyna að fá heildstæða mynd af markað- inum, þróun hans og vöruframboði og eins skiljanlega að kanna nýja möguleika. Sýning sem þessi ætti að vera kjörinn vettvangur til að fá þverskurð af markaðinum. Með- al afurða sem IS kynnti var lýsing- ur sem unnin er í fyrirtæki ÍS í Namibíu, en lýsingur er einn vin- sælasti og mest seldi fiskur á Spáni. Að sögn Björns var mikið spurt um þá vöru og vöktu umbúð- ir þeirra athygli en eftirspurn eftir smærri skömmtum virðist vera að aukast, fiski tilbúnum á pönnuna. IS leggur áherslu á að vera með fjölbreytt úrval unninna vara, svo- kallaða virðisauka-framleiðslu. Einnig höfðu menn áhuga á öðrum vörum eins og þorski, skötusel, humri, laxi og ýmiskonar flatfisk- um. Áhugaverðar leiðir Markaðurinn á Spáni er nokkuð öðruvísi en í Norður-Evrópu og allar breytingar gerast seinna, t.d. í dreifikerfinu. Dreifileiðin er að styttast og beint samband á milli framleiðenda og verslana er að aukast. Þarna opnast áhugaverð leið sem þeir ÍS-menn hafa komið auga á. Áð sögn Björns er fyrir- tækið vel í stakk búið til að sinna þörfum viðskiptavina sem önnur fyrirtæki hafa ekki svigrúm til að veita beina þjónustu og í þeim til- gangi er verið að undirbúa opnun söluskrifstofu á Spáni. Við markaðssetningu fiskafurða á Spáni þarf að taka tillit til þess að Spánverjar gera miklar gæðakr- öfur. Fólk þekkir almennt vel ólík- ar fískitegundir og matbýr hverja tegund á sérstakan hátt þannig að hið upprunalega bragð komi sem best fram í réttinum. Þannig er Spánarmarkaður frábrugðinn öðrum mörkuðum í Evrópu, enda þótt hann sé að mörgu leyti á eftir í sambandi við nýjungar í við- skiptaháttum. Spænsk fyrirtæki sem selja saltfisk lögðu ríka áherslu á það í kynningum og stór- um auglýsingaspjöldum að salt- fiskurinn sem í boði væri hjá þeim væri íslenskur. í sýningarbás dótt- urfyrirtækis SÍF voru auk salt- fisksins myndir frá íslandi sem gáfu básnum skemmtilegan svip. Islenskur saltfiskur er í hávegum hafður í Katalóníu og á það eflaust eftir að hjálpa öðrum íslenskum fyrirtækjum til að markaðssetja vörur sínar þar sem íslenskt er sett í samband við gæðavöru. Það er því mikilvægt að hlúa að þess- ari ímynd og nýta sér hana. Samkeppnisaðilar Skæðustu keppinautar íslend- inga, Norðmenn, voru áberandi á sýningunni. Auk norska laxins sem er nær einráður á laxamarkaðin- um, hafa Norðmenn verið að kynna ferskan þorsk og þorskflök með góðum árangri um allan Spán. Þeir hafa líka verið með sölukynn- ingu á norska saltfiskinum í Baskahéraði og stefna að frekari kynningum víðar á Spáni. Ánægjulegt var að sjá íslensk fyrirtæki kynna framleiðsluvörur sínar á þessari stórsýningu og fróð- legt verður að sjá hvernig íslensku fyrirtækjunum gengur að fóta sig á markaði, þar sem innflutningur sjávarfangs er sífellt að aukast og neytendavörur eru í sókn. Spánverjar gera miklar gæðakröfur SÝNINGARBÁS Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Morgunblaðið/Ma^nús Bjarni BJÖRN Þ. Jónsson ásamt Gunnari Má Kristjánssyni frá Þróunar- setri IS með neytendapakkningar. M.a. er þar að finna lýsing frá fyrirtæki IS í Namibíu. TOI VI COM HOI CONSISTIINCIA UDtB MINDUI Bilsom heyrnahlífar Eigum til varahluti i Bilsom heyrnahlífakerfin, bæði hlífarnar og lúppukerfin. Einnig bjóðum við þjónustu við kerfin. Gerum tilboð i ný kerfi. Leitið upplýsinga. v (/AF/tfAg Markholti 2, Mosfellsbæ, sími 566 8144- fax 566 6241.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.