Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAI1996 C 7 GREINAR Morgunblaðið/Hrefna Björg ELLIÐI GK. hið nýja skip Miðness hf. Miðnes kaupir nótaskip ELLIÐI GK 445, nýtt nótaskip Miðness hf., kom til hafnar í Sand- gerði á dögunum. Skipið var keypt frá Peterhead í Skotlandi og hefur um 950 tonna burðargetu, þar af 840 tonn í sjókælitönkum. Elliði GK kemur í stað Keflvíkings KE 100 og er skipstjóri Guðlaugur Jónsson. Hann segir skipið afar vel tækjum búið og hafa reynst vel á heimsiglingunni. Unnið hefur verið að því að undanförnu að gera skip- ið klárt fyrir Síldarsmuguna, þang- að sem skipið mun stefna í fyrstu. Guðlaugur Jónsson. Karfaflokkun um borð og skráning í „Lóðsinn“ Eftirlit með aflasamsetningu gert áreiðanlegra en áður EINS og kunnugt er veiðast eink- um tvær teg- undir af karfa hér við land, þ.e. djúpkarfi og gullkarfi. Tii þessa hefur ekki verið sett aflahámark á hvora tegund sérstaklega og hefur því úthlutað aflamark til fiskiskipa tekið til veiða á báðum tegundum. Vegna þessa hefur ekki verið skylt að halda þessum tegundum aðskildum um borð í veiðiskipum eða vigta þær sérstaklega og skrá afla eftir tegundum. Fram til fiskveiðiársins 1994/1995 miðaðist tillaga Haf- rannsóknastofnunarinnar um há- markskvóta á karfa við veiðar úr báðum stofnunum og var ekki greint milli þessara tegunda í til- lögum þeirra um hámarksafla. Vegna lélegs ástands karfastofn- anna, einkum gullkarfa, lagði Ha- frannsóknastofnunin til fyrir fisk- veiðiárið 1994/1995 að veiðar úr gullkarfastofninum færu ekki yfir 25 þús. lestir. A því fiskveiðiári var gripið til víðtækra svæðalok- ana til verndar gullkarfa fyrir Suð- ur- og Suðvesturlandi og miðuðu þær aðgerðir einkum að því að vernda smáan gullkarfa. Hins veg- ar leiddu þessar ráðstafanir ekki til þess að veiðar á gullkarfa drægj- ust saman, eins og að var stefnt. Fyrir yfirstandandi fiskveiðiár lagði Hafrannsóknastofnunin til að veiðar á gullkarfa færu ekki yfir 25 þús. lestir og veiðar á djúp- karfa ekki yfir 35 þús. lestir. Jafn- framt kom fram það álit stofnunar- innar, að ekki væri unnt að tak- marka veiðar frekar á karfastofn- unum með svæðalokunum án þess að slíkar lokanir gerðu veiðar á öðrum tegundum óarðbærar. Lagði Hafrannsóknastofnunin mikla áherslu á, að nauðsynlegt væri, m.a. í því skyni að afla áreiðan- legra gagna, að eftirlit með afla- samsetningu yrði gert áreiðanlegra en verið hefði. í því sambandi lagði Hafrannsóknastofnunin til að skylti yrði að tegundaflokka karfa- afla um borð í veiðiskipum og að skipstjórnarmönnum yrði jafn- framt gert skylt að skrá upplýs- ingar um karfaveiði í afladagbók eftir tegundum og magni. Loks yrði hvor tegund vigtuð sérstak- lega og afli tegundaskráður í afla- skráningarkerfið Lóðsinn. Á síðasta aðalfundi Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, var skorað á ráðuneytið að setja reglu- gerð, sem skyldaði öll skip til að Deilt um verð á rækju Benedikt Valsson I MORGUNBLAÐINU 30. apríl sl. er íjallað um verðlagningu á rækju upp úr sjó sem fyrirtæki vestur á Snæfellsnesi kaupa til vinnsiu. Um er að ræða deilur annars vegar milli fyrirtækjanna Soffaníasar Cecilsson- ar hf. í Grundarfirði og Sigurðar Ágústs- sonar hf. í Stykkis- hólmi og hinsvegar áhafna á fiskiskipum í útgerð nefndra aðila. Deilurnar snúast um verðlagningu á rækju og þar með um tekjumöguleika sjó- mannanna. Fulltrúar fyrirtækjanna fullyrða að nýlegar niðurstöður um rækju- verð Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna stefni rekstri og afkomu fyrirtækjanna í voða. Þess- . ar fullyrðingar eru studdar með til- vísun til lækkandi afurðaverðs á rækju að undanförnu. Hinsvegar ber að minnast á upplýsingar Þjóð- hagsstofnunar fyrir skömmu sem gáfu til kynna að hagnaður rækju- vinnslunnar í landinu væri um 25% af framleiðsluvirði greinarinnar. Slíkur hagnaður er vandfundinn í öðrum atvinnugreinum hér á landi um þessar mundir. Einnig ber að geta þess að upp úr miðju ári 1994 hækkaði afurða- verð á rækju um 50%. Aftur á móti var hráefnisverð látið sitja eftir og hefur þess vegna einungis náð að hækka sem nemur hluta af hækkun afurðaverðsins. Löng hefð er fyrir því að þróun afurða- og hráefnisverðs haldist í hendur og þannig hafa sjómenn fengið að njóta hækkunar afurðaverðs í gegn- um hærra hráefnisverð, sem liggur til grundvallar aflahlut þeirra. Þetta misgengi milli afurða- og hráefnis- verðs hefur staðið yfir hátt á annað ár og er helsta skýring- in fyrir áðurnefndum ofurhagnaði greinar- innar. Ástæðan fyrir þessu misgengi liggur helst í einhliða verðákvörðun fiskkaupenda sem byijaði almennt fyrir nokkrum árum í kjölfar breytinga á lögum- um Verðlagsráð sjávarút- vegsins. Segja má að einhliða verðákvörðun fiskkaupenda sé ein af dökkum hliðum kvóta- brasksins svonefnda sem hefur tröllriðið sjávarútveginum. Einhliða verðá- kvarðanir og nauðungarþátttaka sjómanna í kvótakaupum hefur núna leitt til tveggja allsheijarverk- falla á fiskiskipaflotanum og mikil óvissa virðist vera um þá megin- lausn sem síðustu kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna byggð- ust á. Þar er helst að nefna Ör- skurðarnefnd sjómanna og útvegs- manna, sem hefur verið gagnrýnd af fulltrúum framangreindra fyrir- Einhliða verðákvörðun fiskkaupenda er, að mati Benedikts Vals- sonar, ein af dökkum hliðum kvótabrasksins svonefnda sem tröllriðið hafi sjávarútveginum. tækja á Snæfellsnesi vegna þess að fulltrúar sjómanna ásamt odda- manni nefndarinnar úrskurðuðu um rækjuverð, sem ekki er fyrirtækjun- um þóknanleg. Síðan keyrði um þverbak þegar annað fyrirtæki neytti aflsmunar og knúði áhafnir á skipum sínum til að samþykkja lægra hráefnisverð áður en gildis- tími úrskurðarverðsins var liðinn. Þvíiík er drottnunargirni fyrirtækis- ins í garð starfsmanna sinna. Höfundur er framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambands Islands. RV kynnir gufudælu framtíðarinnar 25% MEIRI AFKÖST koma með karfa flokkaðan að landi, eftir því hvort um gullkarfa eða djúpkarfa væri að ræða. í greinargerð með þessari samþykkt sagði, að nauðsyn bæri til að vitað yrði, hvernig karfaafli á íslands- miðum skiptist á tegundirnar tvær, gullkarfa og djúpkarfa. Ljóst væri einnig að stjórnun veiða úr þessum stofnum væri áhrifaríkari ef veið- um úr hvorum stofni fyrir sig væri stjórnað sérstaklega en ekki sameiginlega eins og nú væri gert. Þyrfti, bæði með tilliti til rann- sókna og stjórnunar veiða að byggja á þeim grunni, sem fengist með flokkun tegundanna. Með vísan til röksemda í tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar og samþykktar aðalfundar Landssam- bands íslenskra útvegsmanna hef- ur ráðuneytið ákveðið að frá og með 1. maí 1996 verði skylt að flokka allan karfaafla í gullkarfa og djúpkarfa um borð í veiðiskipum og skulu skipstjórar jafnframt greina á milli þessara tegunda í afladagbókum. Þá skal og landa og vigta hvora tegund sérstaklega og skulu vigtarmenn skrá á vigtar- nótu hvora tegundina um er að ræða. Loks skulu hafnarstarfs- menn skrá tegundirnar sérstaklega í aflaskráningarkerfið Lóðsinn. Á næstunni mun Fiskistofa senda nánari upplýsingar og leiðbeining- ar til hlutaðeigandi aðila um hvern- ig standa skal að þessari fram- kvæmd. Tsurumi SLÓGDÆLUR Margar stærðir. Níðsterkur rafmótor 3 x 380 volt 3 x 220 volt Tvöföld þétt- ing með sili- koni á snertiflötum Öflugt og vel opið dælu- hjól með karbíthnífum Skútuvogi 12a, 104 Rvk. tr 581 2530 KEW gufudælan er best þegar mest liggur við... KEW gufudælan leysir öll verkefni sem krefjast heits vatns. Olía fita og föst óhreinindi hverfa fyrr og betur með heitu vatni. Með KEW gufudælu aukast afköstin mikið miðað við ef unnið væri með köldu vatni. Skiptitilboð KEW 3840HA Verð án vsk. kr. 289.888 RV greiðir fyrir gömlu daeluna þína, í hvaöa ástandi sem hún er án vsk. kr. 30.000 Skiptitilboðsverð án vsk. kf. 259.888 swpwaboðlö 3«dk 18 30.06.1690 REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík Sími 587 5554, Fax 587 7116 -kjarnimálsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.