Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 8
á vr VERINU f f SÉRBLAÐ UM SiÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 8. MA11996 FEÐGAR Á SKAKI Morgunblaðiö/Alfons • BJARNI Ólafsson, fyrrum póstmeistari í Ólafsvík, er orðin 73 ára og sestur í helgan stein. Hann fer þó stundum á skak með syni sínum Kristjáni, sem rær á trillunni Ármanni SH frá Ólafsvík. Hér eru þeir feðgar í aðgerð í bliðviðrinu við miklar vinsældir múkkans, sem tekur vel til matar síns eins og sjá má. Úthafskar fakvótinn metinn á um fjóra milljarða SAMKVÆMT ný- gerðu samkomulagi í Norðaustur-Atl- Útreikningur á kvótaskipt- ingu á Reykjaneshrygg í Ægi ingu úthafskarfans á Reykjaneshrygg koma 45 þúsund tonn í hlut Islendinga. Úthafskarfaveiðarnar breytast í kvótabundnar veiðar með samkomu- laginu og verða þar með til verðmæti sem hægt er að skilgreina á annan hátt en áður. í nýútkomnum Ægi er úthlutað úthafs- karfakvóta til ein- stakra skipa og út- gerða samkvæmt veiðireynslu á Reykja- neshrygg og einnig reynt að áætla hversu mikii verðmæti felast í þessum kvóta. Leiguverð á karfa- kvóta innan landheigi er 45 til 47 krónur- en verð varanlegs kvóta 160 til 180 krónur, samkvæmt heimildum Ægis. Gert er ráð fyr- ir að bæði leiguverð og varanlegt verð á úthafskarfa verði helmingi lægral Samkvæmt því kostar hvert kíló af úthafskarfakvóta 85 krónur og allur kvót- inn því 3,8 milljarða. Væru þessi 45 þúsund tonn leigð gæfu þau af sér 1,1 milljarð í leigutekjur. hvað varði úthlutun kvótans. Flestir muni sammála um að veiðireynsla eigi Skipting kvótans í úttekt Ægis kem- ur fram að nokkur sjónarmið séu uppi Reiknaður úthafskarfakvóti fyrirtækja Útgerð Grandi hf. Samherji hf. Fiskiðjan Skagfirðingur hf. Stálskip hf. Sjólaskip hf. Haraldur Böðvarsson hf. Siglfirðingur hf. Ögurvík hf. Gunnvör hf. Útgerðarf. Akureyringa hf. Hvalur hf. Skipaklettur hf. Miðnes hf./Keflavík hf. Útgerðarf. Sléttanes hf. Bergur Huginn ehf. Sæberg hf. Geiri Péturs Vinnslustöðin hf. Hrönn hf. Porbjörn hf. Guðm. Runólfsson hf. Snæfellingur hf. Melur hf. Kristján Guðmundss. hf. Síldarvinnslan hf. Hólmadrangur hf. Verstöð Reykjavík Akureyri Sauðárkrókur Hafnarfjörður Hafnarfjörður Akranes Siglufjörður Reykjavík ísafjörður Akureyri Hafnarfjörður Reyðarfjörður Sandgerði Þingeyri Verstmannaeyjar Ólafsfjörður Húsavík Vestmannaeyjar ísafjörður Grindavík Grundarfjörður Ólafsvík Vestmannaeyjar Hellissandur Neskaupstaður Hólmavík tss1 Aflamark 9.123.346 5.649.547 4.043.633 3.873.648 3.813.156 3.015.608 2.973.903 1.773.921 1.718.290 1.409.363 1.210.648 1.210.076 1.193.674 982.649 799.689 712.747 273.986 265.918 256.070 193.562 172.196 150.840 144.635 22.976 10.417 5.502 að vega þyngst en ekki séu allir sam- mála um að hve miklu leyti hún skuli ráða. í fyrsta lagi bendi sumir á að þriðjungur kvótans sé tilkominn vegna réttar Islands sem starndríkis og því beri að úthluta þeim hluta jafnt til allra en % á grundvelli veiðireynslu. Einnig sé bent á að fyrstu árin sem veitt hafi verið á Reykjaneshrygg hafi fáar útgerðir sent skip þangað og aflað dýr- mætrar reynslu með ærnum tilkostnaði og barningi. Þétta frum- kvæði sé skylt að við- urkenna og taka tillit til þess við kvótaút- hlutun. 20,27% 12,55% 8,99% 8,61% 8,47% 6,70% 6,61% 3,94% 3,82% 3,13% 2,69% 2,69% 2,65% 2,18% 1,78% 1,58% 0,61% 0,59% 0,57% 0,43% 0,38% 0,34% 0,32% 0,05% 0,02% 0,01% Hafsteinn Aðalsteinsson FÓLK Hafsteinn maður mán- aðarins í Ægi • MAÐUR mánaðarins í nýj- asta tölublaði Ægis er Haf- steinn Aðalsteinsson, skip- stjóri á Kristrúnu RE. Hann var á tilraunaveið- um á Reykja- neshrygg með norska línuveiðaran- um Förde junior í mars- mánuði og landaði 150 tonnum af karfa, keilu og lúðu. „Norðmennirnir höfðu varla séð annað eins fískirí á línu í úthafinu, en Hafsteinn var kunnugur á þessum slóðum síðan hann var skipstjóri á Skottu KE, sem var kvótalítil, og Hafsteinn segir að því hafi honum verið nauðugur einn kostur að leita í úthafið," segir í pistli blaðsins um Hafstein. „Hafsteinn þykir veiðikló og rótfiskaði á línutvöföldunartím- anum á Kristrúnu RE og hefur farið með hana á Reykjanes- hrygg líka og hefur því mikla veiðireynslu þar,“ segir enn- fremur. Hafsteinn segir í samtali við blaðið að það sé grundvöllur fyrir því að veiða karfa, keilu og fleiri tegundir þarna utan kvóta, en skipið þurfi að vera gott og vel útbúið með vönduð veiðarfæri. „Atta til tíu tonn á dag er sæmilegt fiskirí," segir hann. Hafsteinn fæddist 1949 í Hafnarfirði. Hann er sonur Aðalsteins Finnbogasonar stýrimanns og Huldu Sigurðar- dóttur yfirkennara og hefur fengist við sjómennsku alla sína ævi. Hann er giftur Birnu Þórhallsdóttur og eiga þau þijár dætur og tvö barnabörn. Hafsteinn fór 15 ára til sjós sem messagutti hjá Hafskip, lauk prófi frá Stýrimannaskól- Óskar Þórarinsson anum 1975 ogvarsíðan hjá Eimskip sem farmaður til 1988 þegar hann gerðist fiskiskip- stjóri og var með Hólmstein GK, 50 tonna bát, í tvær vertíð- ir. Þá tók hann við Skottu og síðan Kristrúnu. Vísindi sem trúarbrögð • ÓSKAR Þórarinsson, skipstjóri á Frá VE, segist í nýjasta tölublaði Fiskifrétta vera gáttað- ur á því hvernig fiski- fræðingar og starfsmenn sjávarút- vegsráðu- neytisins hafi komið fram í ýsumálinu. Stórýsa væri nú orðin að smáýsu í hugum þeirra. 120 mm möskvi hafi verið notað- ur við ýsuveiðar í 100 ár og bara dugað nokkuð vel. Árið 1975 hafi fræðingarnir hins- vegar tekið sig til og fengið möskvann stækkaðan í 135 mm og ári seinna í 155 mm. Hann telur það vera glæp að vera með svo stóran möskva á ýsuveiðum og segir alla skipstjóra vera sér sammála um að 135 mm möskvi dygði. Gerir sér þó grein fyrir því að erfitt gæti reynst að stjórna því hvar nota ætti slík troll. „En að fórna ýsu- stofninum vegna þessa, er ofvaxið mínum skilningi,“ segir Óskar. Hann bendir sömuleiðis á að þó leitt hafi verið í lög að ekki megi veiða ákveðið hlutfall ýsu undir 45 cm, stækkaði ýsan ekkert við reglugerðarsetningar og þeg- ar að ýsa undir tilteknum viðmiðunarmörkum veiddist, héti það í fjölmiðlum stórfellt smáýsudráp. Óskar segir að ef ýsa og þorskur séu borin saman, þá þurfi þorskurinn að vera um 80 cm langur í samanburði við 50 cm ýsu. Engum hafi dottið í hug að kalla það smáþorskadráp að veiða þorsk undir 80 cm. Fiskibollur meö myntusósu Soðningin Málmey kvótahæst Samkvæmt þessu fær Málmey SK, sem Fiskiðjan Skagfirð- ingur á Sauðárkróki gerir út, mesta karfa- kvóta einstakra skipa á hryggnum eða 3.832 tonn. Þann kvóta mætti miðað við gefnar forsendur leigja fyrir 75 til 100 milljónir eða selja fyr- ir 320 til 330 milljón- ir. Þtjú önnur skip eru með yfir þrjú þúsund tonna kvóta. Það eru Haraldur Kristjáns- son HF, flaggskip Sjólaskipa í Hafnar- firði, sem fengi 3.813 tonn, Baldvin Þor- steinsson EA, í eigu Samhetja á Akureyri, sem fengi 3.752 tonn og Örfirisey frá Granda hf., sem fengi 3.632 tonn. SAGAN segir að árið 1492 hafi sá mikli sægarpur og landkönnuður Kristófer Kólumbus verið á ferð á fleyi sínu í Karíba-hafi og uppgötvað þá margar þær dýrðareyjur sem þar er að finna. Karíba-haf hefur ekki síður heillað margan íslendinginn á síðari árum sem fylgt hafa í kjölfar Kól- umbusar. Eyjarnar eru margar, mannlíf er íjölbreytilegt og það gildir einnig um þá fjölmörgu og girnilegu rétti, sem íbúar kunna að elda. Verið sækir að þessu sinni soðninguna í kokkabók frá þessum slóðum, sem heitir því frumlega nafni The ABC of Creative Caribbean Cookery. Að sjálfsögðu er uppistaðan fiskmeti. 300 gr. ýsa eða þorskur 1 laukur, fínt skorinn fersk hvít brauðmylsna 3-4 tsk. fersk steinseþa 2 tsk. paprikuduft 2 dropar sterk kryddsósa 1 hrært egg olía til steikingar Köld sósa 6 msk. majónes 6 msk. sýrður rjómi salt og pipar eftir smekk A msk. sítrónusafi I msk. fersk mynta, smátt mulin Setjið fiskinn í matvinnsluvél svo hann verði að fisk- mauki. Seljið hann síðan í hrærivélarskál ásamt fínt skornun lauknum, steinseljunni, paprikuduftinu og sterkri kryddsósu. Hrærið vel. Bætið síðan við egginu og hrærið lítillega áfram. Mótið litlar bollur úr fiskdeig- inu og steikið i oliunni þar til bollurnar verða gulbrún- ar og steiktar í gegn. Sósan er gerð með því að blanda öllu þvi, sem i hana á að fara, saman. Hún er síðan kæld um stund áður en hún er framreidd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.