Morgunblaðið - 08.05.1996, Page 1

Morgunblaðið - 08.05.1996, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA or0w#faí>ií» D 1996 MIÐVIKUDAGUR 8. MAI BLAÐ Real Madrid og Betis deila um Alfonso REAL Madrid og Real Betis deila um hvort félag- ið eigi rétt á spænska landsliðsmiðherjanum Alfonso Perez sem fór frá Real Madrid til Betis fyrir líðandi tímabil. Formaður Betis segir að Real Madrid hafi misst forgangsréttinn á leik- manninum þar sem félagið hafi ekki greitt sem samsvarar um 134 millj. kr. fyrir 1. maí. Tals- menn Real segja hins vegar að samkvæmt samn- ingnum hafi staðfesting á að forkaupsréttur yrði nýttur þurft að liggja fyrir 1. maí með greiðslufresti til 30. júní. Alfonso var frá vegna meiðsla en hefur náð sér að fullu og hefur gert 13 mörk á tímabilinu. KNATTSPYRNA Ruddalegt brot í leik írlands og Islands í Evrópukeppni piltalandsliða Eiður Smári leikur ekki í átta til tíu vikur Eiður Smári Guðjohnsen leikur ekki knattspyrnu næstu átta til 10 vikurnar. Hann var sparkað- ur niður í lok fyrri hálfleiks í viður- eign írlands og íslands í Evrópu- keppni piltalandsliða í Dublin í gærkvöldi og kom í ijós að hægri sköflungur hafði brákast eða brotn- að og liðbönd slitnað. „Fáránlegt brot“ „Eg var fremsti maður en vildi komast meira inn í leildnn og var nýbúinn að skipta við Arna á miðj- unni,“ sagði Eiður Smári við Morg- unblaðið þegar hann beið eftir úr- skurði lækna á sjúkrahúsi í Dublin seint í gærkvöldi. „Því sinnti ég meira varnarhlutverki en áður og var á miðjunni þegar boltinn barst upp í hornið. Eg skýldi honum og beið eftir að hann færi aftur fyrir endamörk en þá kom einn írinn frá hægri aftan að mér í skriðtæklingu, ég steig í hægri fótinn og vissi strax að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Eg heyrði brak en dómarinn, sem stóð beint fyrir framan, gerði ekki neitt þó reglur FIFA segi að þetta sé ekkert nema rautt spjald. Maður- inn átti ekki möguleika á að ná boltanum og þetta var fáránlegt.“ Farið var með Eið Smára á sjúkrahús^ þar sem teknar voru myndir. „Ég er brotinn og með slit- in liðbönd og má ekki stíga í fótinn í sex vikur en síðan tekur við endur- hæfing. Ég er ákveðinn í að láta lækna í Hollandi gera að þessu en ég verð að taka áfallinu eins og öllu öðru.“ Eiður Smári er 17 ára og eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu, en sem kunnugt er leikur hann með PSV Eindhoven í Hollandi. Fyrir skömmu lék hann fyrsta A-lands- leikinn þegar ísland sótti Eistland heim, en þá kom hann inn á sem varamaður fyrir Arnór föður sinn. Það var í fyrsta sinn sem feðgar léku í sama landsleik í knattspyrnu, en nú liggur fyrir að bið verður á að þeir verði saman í byijunarliði. Morgunblaðið/Gunnar Rúnar Sverrisson EIÐUR Smári Guðjohnsen og Arnór ánægðir eftir landsieikinn í Tallfnn. Þeir verða ekkl saman í byrjunarliði á næstunni. Graeme Souness látinn fara frá Galatasaray SAMNINGUR tyrkneska knattspyrnuliðsins Galatas- aray við Graeme Souness rann út um liðin mánaðamót og að sögn framkvæmdastjóra fé- lagsins verður hann ekki end- umýjaður. Souness lenti í útistöðum við Knattspymusamband Tyrk- lands eftir að hafa stungið fána Galatasaray niður á miðju vall- aríns i kjölfar sigurs gegn Fen- erbache í úrslitaleik bikar- keppninnar í apríl. Liðið er í fjórða sæti í deildinni, sem er óveiyulegt, og á ekki mögu- leika á meistaratitlinum auk þess sem það féll snemma út úr Evrópukeppni félagsliða. Þetta gerir það að verkum að skoski þjálfarinn og fyrrum leikmaður Liverpool og skoska landsliðsins verður að víkja. Tyrkneskir fjölmiðlar segja að Fatih Terim, landsliðsþjálf- ara Tyrklands, hafi verið boðið að taka við liðinu fyrir sem samsvarar 67 millj. kr. á ári, en hann hefur í hyggju að hætta með landsliðið eftir Evr- ópukeppnina í Englandi í júní. Aðgerð í Hollandi strax í dag EGGERT Magnússon, formað- ur KSÍ, setti sig strax í sam- band við forráðamenn PSV Eindhoven í gærkvöldi, þegar fyrir lá að Eiður Smári þyrfti að fara í aðgerð. Hann var í stöðugu símasambandi við þá frá sjúkrahúsinu í Dublin og var ákveðið að Iæknar hol- lenska liðsins framkvæmdu nauðsynlega aðgerð á Eiði Smára I Eindhoven í dag, en Geir Þorsteinsson, skrifstofu- stjóri KSÍ, fer með honum til Hollands árla dags. Iramir sterkir og grófir en þetta er ekki búið Irar höfðu betur í fyrri leik írlands og íslands í 16 liða úrslitum Evrópukeppni piltalandsliða í knatt- spyrnu. írar unnu 2:1 í Dublin í gærkvöldi, en seinni leikurinn verð- ur á aðalleikvanginum í Laugardal 14. maí og fer sigurvegarinn áfram í átta liða úrslitakeppnina, sem verð- ur í Frakklandi í júlí. írar skoruðu úr vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik eftir mistök í vörn íslendinga og bættu síðan glæsilegu marki við 10 mínútum síðar en Njörður Steinarsson, sem kom inn á fyrir Eið Smára Guðjohn- sen, minnkaði muninn á 57. mínútu, skaut yfir markvörðinn af um 25 metra færi. „Þetta var harður leikur og gróf- ur en írarnir komu mér ekki á óvart og úrslitin voru sanngjörn,“ sagði Guðni Kjartansson, þjálfari íslenska liðsins, við Morgunblaðið. „Fyrir tveimur árum var þetta írska lið í úrslitum hjá 16 ára aldursflokknum og leikmennirnir eru allir á samn- ingi í Englandi svo við vissum að hveiju við gengum en hefðum getað spilað betur. Strákarnir voru spenntir, náðu ekki upp stemmningu og tókst ekki að halda boltanum nægjanlega vel. írarnir pressuðu stíft, gáfu ekki tommu eftir og fóru óspart í „tæklingar". Skoski dómar- inn var óreyndur og óréttlátur og tók ekki á augljósum brotum, en svona spila þeir í Skotlandi. Við fengum eitt spjald en írarnir ekk- ert.“ Guðni sagði að írarnir hefðu ver- ið betri í fyrri hálfleik en íslenska liðið hefði komið meira inn í leikinn eftir hlé. „Þetta var bara fyrri hálf- leikur," sagði Guðni, og seinni leik- urinn er eftir. Okkur nægir að vinna 1:0 og við gældum við þessa stöðu. Við unnum seinni hálfleikinn 1:0 og hvers vegna ættum við ekki að geta unnið seinni leikinn 1:0? Við gefum þann möguleika ekki frá okkur - þetta er ekki búið.“ KNATTSPYRNA: BAYERN MÚNCHEN TAPAÐI í ÞÝSKU DEILDINNI / D4 / ............... .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.