Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 D 3 IÞROTTIR KLIFUR Morgunblaöið/Kristinn ra kasti sínu í Mosfellsbæ í gær. Hann marki og korhast á Ólympíuleikana. leistari Björn og Elísabet sigruðu Björn Baldursson varð íslands- meistari í klifri annað árið í röð, en úrslitakeppnin fór fram í húsnæði Fiskakletts í Hafnarfirði í síðustu viku. Elísabet Kristjáns- dóttir sigraði í kvennaflokki og Anna Lára Steingrímsdóttir varð önnur, en hún er betur þekkt sem róðrarkona. Tvær undankeppnir fóru fram fyrr í vetur og tóku 20 keppendur þátt í þeim. Níu efstu komust í úrslitakeppnina. Fyrri leiðina í úrslitakeppninni komust sex keppendur og fóru því áfram síð- ari leiðina, sem var mun erfiðari. Björn Baldursson var sá eini sem komst alla leið. Stefán S. Smára- son varð annar og Árni G. Reynis- son þriðji. Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson BJÖRIU Baldursson varð ís- landsmeistari í klifri annaö árið í röft. Úrslitakeppnin fór þannig fram að stillt var upp gönguleiðum í klifurvegg. Þátttakendur voru settir í einangrun á meðan og fengu hvorki að sjá andstæðing- inn klifra né að líta gönguleiðina augum áður en röðin kom að þeim. Hver keppandi fékk eina mínútu til að leggja á ráðin um uppgöngu og loks fimm mínútur til að klífa leiðina. Björn og Árni G. Reynisson hafa ákveðið að taka þátt í Norð- urlandamótinu sem fram fer í Kaupmannahöfn í nóvember. Björn vann bronsverðlaun á síð- asta Norðurlandamóti sem fram fór í Lillehammer í Noregi á síð- asta ári. Daum rekinn CHRISTOPH Daum, þýski þjálfarinn hjá Besiktas frá Istanbul, var á mánudag rek- inn frá félaginu. Besiktas var tyrkneskur meistari á síðasta ári og þegar ljóst var að Daum tækist ekki að endurtaka leik- inn nú var honum vikið úr stárfi. Liðið er í þriðja sæti, níu stigum á eftir Fenerbahee þegar tvær umferðir eru eft- ir. Daum var áður þjálfari hjá VFB Stuttgart og Köln og fór síðan til Besiktas 1993. Ekki hefur verið ákveðið um arf- taka hans en þýski þjálfarinn Sepp Piontek og Englending- urinn Bobby Robson hafa ver- ið nefndir í þvi sambandi. TENNIS / HEIMSMEISTARAKEPPNIN ísland með í heims- meistarakeppni ífyrsta sinn Island verður í ár með í fyrsta sinn í heimsmeistarakeppni karla í tennis, Davis Cup, og mun landsliðið leika í þriðju deild. ís- land er í riðli með tveimur Evrópu- þjóðum; Aserbaidsjan og San Marinó og þremur þjóðum frá Afríku; Eþíópíu, Senegal og Súd- an. Riðillinn verður leikinn í Tyrk- landi og hefst keppnin 20. maí og mun íslenska landsliðið leika einn landsleik á hverjum degi, en slíkur leikur samanstendur af ein- um tvíliðaleik og tveimur einliða- leikjum. Þetta er í fyrsa sinn sem ís- lenskt tennisfólk tekur þátt í heimsmeistarakeppninni, stúlk- urnar kepptu á „Federation Cup" í ísrael í mars, en Tennissamband íslands varð nýlega fullgildur meðlimur í Alþjóðatennissam- bandinu og það greiðir allan kostnað vegna þátttökunnar í HM. Veitt eru peningaverðlaun fyrir fyrsta til sjötta sætið í riðlin- um, frá rúmum 330 þúsundum króna fyrir fyrsta sætið og tæp- lega 100 þúsund krónur fyrir sjötta sætið. Sú þjóð sem sigrar færist upp í 2. deild en liðin sem verða í 5. til 7. sæti falla niður í fjórðu deild sem verður stofnuð á næsta ári. Undirbúningur . landsliðsins hefur staðið yfir síðan í febrúar er Svíinn Jöran Bergwall var ráð- inn landsliðsþjálfari karla og Anna Podolskaia hjá konunum. Bergwall valdi sex manna hóp sem hefur æft fimm til sex sinnum í viku síðan þá en á dögunum valdi hann landsliðið og það skipa Atli Þorbjörnsson úr Þrótti, Stefán R. Pálsson úr Víkingi, Gunnar Einarsson úr TFK og Einar Sigur- geirsson, en hann starfar sem tenniskennari í Þýskalandi. Aðrir sem voru í hópnum, en duttu út að þessu sinni, voru hinn 14 ára gamli Arnar Sigurðsson, sem er gríðarlegt efni, og Davíð Halldórs- son. Fararstjóri og liðsstjóri verður Christian Staub, en liðsstjórinn verður að vera með ríkisfang þeirrar þjóðar sem er að keppa. Forráðamenn Tennissam- bandsins segjast ekki vita mikið um mótherjana, en stefnan sé að vera ekki neðar en í 4. sæti, þann- ig að liðið þurfi ekki að leika í fjórðu deildinni að ári. Undirbún- ingurinn verður eins góður og kostur er því landsliðið mun halda til Tyrklands 14. maí til að venj- ast aðstæðum fram að keppninni sem hefst 20. maí. ;s B. Jóhannesson keppa á Evrópumót- Igíu sem hefst á flmmtudag. —(\— FATLAÐUR / HÆNGSMOTIÐ ÍFR vann Hængs- mótsbikar- inn til eignar Um 230 íþróttamenn frá 13 fé- lögum alls staðar af landinu mættu til leiks á Hængsmótið, opið íþróttamót fatlaðra sem fram fór í Iþróttahöllinni á Akureyri um síð- ustu helgi. Þetta var 14. Hængs- mótið og jafnframt það stærsta og fjölmennasta til þessa. Keppt var í fjórum greinum, boccía bæði ein- staklings- og sveitakeppni, lyfting- um, borðtennis og bogfimi. Vegna hins mikla þátttökufjölda, þurfti hluti mótsins að fara fram í íþrótta- húsi Glerárskóla. íþróttafélag fatlaðra Reykjavík, ÍFR vann Hængsmótsbikarinn, sem veittur er fyrir bestan samanlagðan árangur félags á mótinu. Þetta var þriðja árið í röð sem ÍFR vinnur bikarinn og félagið vann hann því til eignar. Elsa Björnsdóttir, sem sigraði í opnum flokki í bogfimi, vann Hængsbikarinn en hann er veitturfyrir besta árangur einstakl- ings í íþróttafélaginu Akri á Akur- eyri. Það er Lionsklúbburinn Hæng- ur sem stendur áð mótinu. Eins og jafnan á Hængsmóti unnust margir glæstir sigrar en verðlaunaafhending fór fram á glæsilegu lokahófi í íþróttahóllinni á laugardagskvöld. Morgunblaðið/Kristján ELSA Björnsdóttir, Akri, sigraði í opnum flokki kvenna í bog- fimi og hlaut Hængsbikarinn. Hún er hér fremst á myndinni. Morgunblaðið/Kristján HULDA Pétursdóttir úr íþróttafélaginu Nes i Reykjanesbæ vann sigur í kvennaflokki í borotennis. Modahi byrjaði með sigri BRESK A hlaupakonan Ðiane Modahl, sem sýknuð var af ásökunum um ólöglega lyfja- neyslu í mars, eftir 18 mán- aða baráttu við alþjóða frjáls- iþróttasambandið (IAAF), keppti um helgina í fyrsta skipti í 21 ntánuð — og sigr- aði. Modahl, sem er fyrrum Samveldismeistari, keppti síðast á Evrópumeistaramót- inu í Helsinki sumarið 1994 en á laugardag tók hún þátt í móti i Edinborg í Skotlandi með félagi sínu, Sale, og sigr- aði í 800 m blaupi á 2.06,37 mín. „Ég var svolítið tauga- óstyrk eftir að hafa verið svo lengi frá keppní en það er gott að vera byrjuð aftur," sagði hún. Modahl var sett í fjögurra ára keppnisbann 1994 eftir að hún var tekin í lyfjaprðf i Lissabon og niðurstaða rannsóknarstofu þar í borg var sú að magn karlhormóns- ins (testosterons) í sýni henn- ar hefði verið 42 sinnum meira en löglegt þykir. Hún neitaði engu að síður stað- fastlega öllum ásökunum og IAAF sýknaði hana loks i mars og viðurkenndi að „mik- 01 vafi" léki á sekt hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.