Morgunblaðið - 08.05.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.05.1996, Qupperneq 1
PREPJTSMIÐJA MORGUIVBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 8. MA11996 Trúður í fjölleika húsi ÞESSI trúður heitir Siggi. Hann var að klappa dýrunum í fjölleikahúsinu. Þá beit ljónið hann og hann var fluttur á sjúkrahús. Höfundur: Guðrún Sigurðardóttir, 5 ára, Vaðbrekku, Jökuldal, 701 Egilsstaðir. | BRAIMDARAR j Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík Prinsessur og kastalar HEIMILI mitt er kastali minn. Katrín Þóra Guð- mundsdóttir, 5 ára, Grandavegi 1, 107 Reykjavík, er flink að teikna og lita. Mynda- sögur Moggans þakka henni innilega fyrir. í’DRit ia.TR> U Kæru Myndasögur. Ég óska eftir pennavini á aldrinum 9-11 ára. Ég heiti Agnar Bjöm. Áhugamál mín eru: Karate, dýr, bækur o.fl. Mynd má fylgja fyrsta bréfi. Stelpa má senda. Ég er 9 ára. Besti litur blár, síðasta áhugamál mitt byssumyndir og James Bond 007 og ég er í Melaskóla í 4.A. Bless. Agnar B. Tryggvason Kaplaskjólsvegi 13 107 Reykjavfk Kæru Myndasögur! Við erum tvær eld- hressar 12 ára stelpur úr Sandgerði og óskum eftir pennavinum (strákum og stelpum) á aldrinum 11-13 ára á öllu landinu. Áhuga- mál okkar eru: Sund, dýr, strákar, diskótek, útivera, ferðalög, barnapössun og margt, margt fleira. Við viljum endilega fá mynd með fyrsta bréfi ef hægt er. Rebekka Þormar Holtsgötu 38 245 Sandgerði og Svanhildur U. Ein- arsdóttir Hólagötu 6 245 Sandgerði Strákurinn heitir... STRIKIÐ yfir þá bókstafi sem koma fyrir oftar en einu sinni á skólatöflunni - og þá eiga að vera eftir þeir bókstafir sem saman mynda nafnið hans ... æi, hvað heitir hann nú aftur?!!! Haldið þið að Lausnir hafi svarið? Af víkingum KÆRA barnasíða! Þetta er mynd af landnámsmanni, skipinu hans og nokkrum dýranna, sem hann kom með, hesti, hænu, kind og nauti. Amma mín skrifaði fyrir mig þetta bréf. Kær kveðja, Hafdís Jóhanna Einisdóttir, 6 ára, Tjarnarbraut 11, 220 Hafnarfjörður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.