Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 1
FYRIRTÆKI Sláturfélagið eflist á ný/4 Skuröarhnífurinn álofti/6 TOLVUR Lokaverkefnin I lykill framtíöar /9 IHmgifiiMaMfc VIÐSQPn/AIVINNUIJF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 9. MAI 1996 BLAÐ B Ríkisbréf Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa lækkaði verulega í út- boði Lánasýslu ríkisins í gær, miðað við síðasta útboð. Ávöxtuiiarkrafa 3ja ára UíUisbréi a lækkaði um tæp- lega 1% í 7,97% en ávöxtunarkrafa 5 ára bréfanna lækkaði um 0,67% í 8,8%. Alls var tekið tilboðum að fjárhæð 280 miUjónir króna. Sláturfélagið Sláturfélag Suðurlands stefnir að því að fá útflutningsleyfi fyrir slát- urhús sitt á Selfossi næsta haust þannig að hægt verði að hefja út- flutning á afurðum til ríkja Evr- ópusambandsins. Ennfremur er stefnt að því að fá slíkar heimildir fyrir kjötvinnsluna á Hvolsfelli. Sjá bls. 4-5. IMýsköpun Þeirri hugmynd var hreyft á ráð- stefnu Rannsóknarráðs að örva mætti fjárfestingar í nýsköpun með því að breyta reglum um skattaafslátt einstaklinga vegna hlutabréfakaupa. Hlutabréf í hlutabréfasjóðum sem settu hluta af sínu ráðstöfunarfé í nýsköpun- arfyrirtæki ættu að gefa rétt á meiri skattaafslætti en bréf í öðr- um almenningshlutafélögum eða hlutabréfasjóðum. SÖLUGENGIDOLLARS Kr. 69,0a 68,50 68,00 67,50 67,0i 66,50 66,00 65,50 65,00 64,50 Síðustu fjórar vikur 67,31 64,00r—-\---------1---------r~------1 10. apr. 17. 24. I.mal 8. GENGI NOKKURRA GJALDMIÐLA frá 1. maí 1995 STERLINGSPUND +0,21% breyting frá áramótum 101,57 1995 '¦¦' .1 .1 i -I ¦ t _ I.. I. MJJASONDJFMAM Kr. -120 -115 -110 -105 1101,76 -100 Dönsk KRÓNA Kr. ----------------------------------------------13,01 -2,80% breytirjg frá áramóturn -12,5 -12,0 -11,5 11,442 ------11,0 -10,5 -10,0 Þýskt MARK Kr. 50 48 45,56 -3,09% breytinjg f rá áramóturin 46 44,15 ¦44 42 40 Afurðasalan í Borgarnesi hf. Festir kaup á kiötdeild Isl- lensks fransks AFURÐASALAN í Borgarnesi hf. hefur keypt kjötdeild íslensks fransks hf. og er gert ráð fyrir að fyrirtækið taki við rekstri hennar í júní. íslenskt franskt hf. hefur jafn- framt gerst hluthafi í Afurðarsöl- unni. Að sögn Þráins Þorvaldssonar, framkvæmdastjóra ÍF, verður öll framleiðsla deildarinnar flutt til Borgarness í kjölfarið, en hún verði þó áfram seld undir vörumerki ís- lensks fransks. Þetta er önnur stórbreytingin sem verður á rekstri ÍF á skömmum tíma, en nýverið var gengið frá samning- um um flutning fiskdeildar fyrirtæk- isins til Akraness fyrir skömmu, í tengslum við samstarf þess við Har- ald Böðvarsson hf. Þráinn segir að ástæða þess að ákveðið hafi verið að selja kjötdeild fyrirtækisins tengist fyrirhuguðum útflutningi tilbúinna sjávarrétta. Bæði kjöt- og fiskframleiðslan út- heimti talsverða fjárfestingu í tækja- búnaði og því hafí verið ákveðið að fyrirtækið myndi einbeita sér alfarið að framleiðslu og útflutningi físk- réttanna. Með aukinni sérhæfingu í fiskvinnslunni ætli fyrirtækið sér að nýta betur þau markaðstækifæri sem þar virðist vera að skapast. Hann segir þó að rekstur kjötdeild- arinnar hafi gengið vel að undanförnu og söluaukning hafi orðið á síðasta ári og það sem af sé þessu. Þá sé ætlunin að fyrirtækin muni hafa með sér samstarf um vöruþróun, gæðaeft- irlit og markaðssetningu landbúnaðar- vara erlendis í framtíðinni. Einnig muni matreiðslumeistarar ÍF áfram hafa eftirlit með framleiðslu á kjötvör- um undir vörumerki þess. Betri nýting á fram- leiðslugetu Afurðasölunnar ívar Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Afurðasölunnar, segir að þessi samningur ætti að styrkja markaðs- stöðu fyrirtækisins. Jafnframt hafi þetta talsverða hagræðingu í för með sér enda geti fyrirtækið nú nýtt framleiðslugetu sína betur. Sú framleiðsla sem kjötdeild ÍF hafi haft með höndum komi sem hrein viðbót við þá framleiðslu sem Af- urðasalan sé með fyrir og þurfi ekki að koma til nein viðbótarfjárfesting í búnaði vegna hennar. „Þessi samningur kemur einnig til með að þýða 7-9 störf til viðbótar hjá okkur og aukna fullvinnslu. í dag erum við að fullvinna u.þ.b. 75% af því sem við slátrum en við þetta ætti hlutfallið að aukast í 85-90%," segir ívar. Hann segir að dreifingarkerfi þessara tveggja fyrirtækja verði einnig sameinað á höfuðborgarsvæð- inu undir stjórn Afurðarsölunnar og þýði það ákveðna hagræðingu^ í dreifmgunni. Þeir starfsmenn ís- lensks fransks sem unnið hafi að þessari dreifingu muni gera það áfram, ásamt starfsmönnum Af- urðasölunnar. Þá muni Afurðarsalan sjá um dreifingu fyrir fiskdeild ÍF á höfuðborgarsvæðinu. H ., LANPSBRÉFHF. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. Til fyvirtœkja 0£f rekstraraöila: til 25 ára • Vextir 6,75% til 8,25% • Hagkvæm endurfjármögnun styttri og óhagkvæmari lána • Lægri fjármagnskostnaður • Lægri greiðslubyrði áhvílandi lána • Auðveldari fjármögnun nýrra fjárfestinga • Betri veltufjárstaða Lán eru veitt gegn fasteignaveði á höfuðborgarsvæðinu. Veðsetningarhlutfall skal ekki fara yfir 55% af söluverði eignar. Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum Landsbréfa og umboðsmönnuni í öllum útibúum Landsbanka íslands. S'U Ð U R L AWDSBRAUT 2 4, 108 REYKJAVÍK, SIWII 588 9200. BREFASIWII 588 8598

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.