Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Bolungarvík SuðureyriB* ® iísafjörður rðurfjörður Grenivík \y\ Bildudalur' Tálknafjörður#g] *Q Patrðksfjörður«Öa Hóimái IHDE- ÍKirkjuból Varmahlíð Helluuaí ifjarðames, leskaupstaður Eskjfjðrður A þessu korti má sjá hvernig útibú banka og sparisjóða dreifast um landið. Mikið hetur verið spáð í mögulega sameiningu banka að {. undanförnu ítengslum við umræðuna um hagræðingu í bankakerfinu. Hefurþar verið velt vöngum yfirþvíhvernig útibúanet bankanna passi saman og þá hvaða banka væri hagkvæmast að sameina^ " Ekki er gerð nein tölfræðileg úttekt á því hér, en eins og sjá má eru fjölmargir smærri byggðarkjarnar á landinu þar sem tvær eða fleiri bankastofnanir eru til staðar. Einnig er útibúanetið mjög þétt t.a.m. á Suðvesturlandi og á Norðurlandi. Menn geta síðan í Ijósi þessa velt því fyrir sér hvernig bankarnir passi saman til sameiningar. □ • Fáskrúðsfjóröur £3« Stöövarfjörður Bfeiðdalsvík Djúpivogur REYKJAVIK ' OGOOODODODDOQODDO DDCQDGCOO ODODDDDDDDDDD fösfellst lavogur earður'-S^ SandgerðiQ**® KeflavíklíE O0Q{8 Njarðvík Grindavík rolsvöllur VIÐSKIPTI Pankar á Islandi Bankar 09 sParisjóðir> útibú þeirra og afgreiðslur Raufamofn HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Faxnfloi \ Akr^nes Seltjarnarnes □ □H Kópavogur OHDDBE. Garðabær DD0 Hafnarfjörður ED0DDHB Mosfellsbær OD REYKJAVIK Vestmannaeyiar fDffl Breiðafjörður /f" Stykkishólmur Ólafsvík GhWarfjörður Hellissandur ■OQ ‘00 50 km Afgreiðslustaðir banka og sparisjóða Landsbanki Bk E3 Búnaðarbanki ($) □ íslandsbanki ^ a Sparisjóðir M ’IKIÐ hefur verið rætt um hagræðingu í bankakerf- inu á undanförnum mán- uðum, m.a. í tengslum við áformaða hlutafélagavæðingu ríkisbankanna og mögulega sölu eða sameiningu í kjölfarið. Flestum virðist bera saman um að þörf sé á slíkri hag- ræðingu og sjálfsagt munu ekki margir halda því fram að afkoma íslenskra banka hafi verið góð á undanförnum árum. Minna hefur þó verið rætt um það af hverju þörf er á slíkri hag- ræðingu. Slæm afkoma bankanna á undangengnum árum er fyrst og fremst rakin til mikilla útlánatapa, en þau hafa dregist verulega saman á undanfömum misserum. Þau rök sem m.a. eru nefnd fyr- ir því að hagræðing þurfi að eiga sér stað innan íslenska bankakerfis- ins byggjast fyrst og fremst á því að ýmsir kostnaðarliðir séu hér mun hærri en í nágrannalöndum okkar. íslenskir bankar þurfi nú í auknum mæli að keppa við banka í löndun- um hér í kring, m.a. um útlán til stærri fyrirtækja hér á landi, og til þess að standast þá samkeppni þurfi þeir að hagræða. í dag era tæplega 2.600 stöðu- gildi I íslenska bankakerfinu á 178 afgreiðslustöðum. Sé Reiknistofa bankanna tekin með í reikninginn eru stöðugildin tæplega 2.700. Nokkur fækkun hefur átt sér stað meðal bankastarfsmanna og hefur stöðugildum fækkað um u.þ.b. 500 frá 1988 þegar þau vóru flest, eða um tæp- lega 16%. Á sama tíma hefur félögum í Sambandi íslenskra bankamanna fækkað úr 3.800 í 3.240 eða um tæp 15%. Frá 1990 nemur fækkun- in röskum 7%. Skýringin á því að félagsmenn sé svo mikið fleiri en stöðugildi í bönkum er sú að auk fjölmargra hlutastarfa í bönkunum era starfsmenn ýmissa annarra fyr- irtækja aðilar að SÍB, t.a.m. starfs- Skurðarhnífurinn á lofti í bönkunum íslenska bankakerfið er vafalítið óhagkvæmara í rekstrí en banka- kerfi hinna Norðurlandanna. Hér á landi hefur verið gengið nokk- uð skemmra í hagræðingu eftir þau útlánatöp sem bankar á Norð- urlöndunum hafa orðið fyrir á undanfömum árum. Hins vegar er umræðan um þörfma á hagræðingu í bankakerfinu hér orðin meira áberandi en áður, m.a. í tengslum við hlutafj árvæðingu ríkisbank- anna. Þorsteinn Víglundsson kynnti sér hvað þarna liggur að baki. Bankastarfs- menn hlut- fallslega fleiri hérá landi fólk greiðslukortafyrirtækjanna. Ef litið er á sambærilega þróun á hinum Norðurlöndunum má sjá að félögum í samtökum danskra bankamanna hefur fækkað um 5% á sama tíma. í Svíþjóð nemur fækk- unin 12,2%, og í Noregi 20%. Í Finn- landi hefur félögum í samtökum bankamanna hins vegar aðeins fækkað um tæp 2% en rétt er að geta þess að þeim fór fjölgandi þar í landi allt fram til ársins 1993. Á undanförnum ...... tveimur árum hefur þeim fækkað um 5,5%. í raun er svipaða sögu að segja af Dönum, en þar fór félögum 5 samtökum bankamanna ekki að fækka fyrr en árið 1993. Af þessu má sjá að starfsfólki í bönkum hef- ur farið fækkandi á undanförnum árum á öllum Norðurlöndunum, en svo virðist sem þróunin hér á landi ætli að verða nokkuð hægari en í nágrannalöndum okkar. Þess ber þó að gæta að atvinnu- lausir bankamenn era inni í þessum tölum, a.m.k. þar til þeir fá störf í bönkum að nýju. Skráð atvinnuleysi meðal bankamanna á hinum Norð- urlöndunum er öllu meira en hér á landi, sér í lagi þar sem fækkun starfsmanna í bönkum hefur verið hvað mest á undanförnum árumj þ.e. í Danmörku og Finnlandi. I Finnlandi voru t.a.m. tæplega 16% allra félagsmanna atvinnulausir ár- ið 1994.1 Danmörku varþetta hlut- fall rúm 6% og 5,5% í Svíþjóð. Hér á landi er þetta hlutfall hins vegar 3% og því greinilegt að fækkun bankastarfsmanna á hinum Norð- urlöndunum er enn meiri en ofan- greindar tölur gefa til kynna. Starfsmönnum fjölgað hjá Búnaðarbanka og sparisjóðum Islandsbanki og Landsbanki hafa á undanförnum áram verið að fækka starfsfólki umtalsvert. Frá því að Iðnaðarbanki, Útvegsbanki, Alþýðubanki og Verzlunarbanki voru sameinaðir í íslandsbanka árið 1990 hefur starfsfólki bankans fækkað um 25%. Starfsfólki Landsbankans hefur einnig fækkað umtalsvert á undan- förnum misseram, m.a. í kjölfar þess að bankinn þurfti að taka rúm- lega 4 milljarða króna víkjandi Ián árið 1993 til þess að styrkja eiginfjárstöðu sína. í samningi sem bankinn gerði við ríkið vegna þessa var það skilyrði sett að hann myndi fækka starfs- fólki og útibúum í tengslum við þessar aðgerðir. Fækkun starfsfólks bankans frá 1990 nemur nú um 17% og voru þeir um 950 talsins í upphafi þessa árs. Útibúum bankans hefur fjölgað um eitt frá 1993. Starfsmönnum Búnaðarbanka og sparisjóða hefur hins vegar fjölgað lítillega á undan- förnum árum. Hlutfjárútboð draga úr lánsfjár- eftirspurn Þrátt fyrir fækkun bankastarfs- manna hér á landi á heildina litið er hún hægari en á hinum Norður- löndunum og bankastarfsmenn hér á landi eru umtalsvert fleiri sem hlutfall af íbúafjölda en á hinum Norðurlöndunum. Þar kemur smæð landsins inn í reikninginn en engu að síður er þetta hlutfall rúmlega helmingi hærra hér á landi en í Svíþjóð og í Noregi, þar sem hvað mestur árangur hefur náðst í hag- ræðingu í bankakerfinu. Mun minni fækkun starfsfólks Fækkun starfsfólks í bönkum segir þó ekki alla söguna því þar sést einungis að einhver hagræðing hafi átt sér stað en ekki hversu mikillar hagræðingar sé þörf. Sam- anburður ýmissa annarra stærða er íslendingum óhagstæðari. Þar má meðal annars nefna fjölda ban- kaútibúa sem hlutfall af íbúafjölda. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu hefur íbúum að baki hveiju útibúi á hinum Norðurlöndunum fjölgað verulega undanfarin 10 ár á meðan að þetta hlutfall hefur lít- ið breyst hér á landi. Raunar hefur íbúum að baki hveiju útibúi fækkað miðað við 1980 en þeim hefur fjölg- að á ný miðað við stöðuna eins og hún var árið 1990. Á sama tímabili hefur bönkum fækkað verulega á hinum Norður- löndunum. Dönskum bönk- um hefur þannig fækkað um þriðjung og finnskum bönkum um nær helming. Norskir bankar eru 60% færri nú en þeir voru fyrir —— 16 árum og í Svíþjóð er fækkunin mun meiri því þar í landi hefur bönkum fækkað úr tæplega 600 í 107, eða um 82%. Svipaða sögu er að segja af útibú- um á hinum Norðurlöndunum en í öllum tilfellum hefur þeim fækkað umtalsvert. Fækkunin er einna minnst í Noregi, eða um 15%, en í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku hefur útibúum fækkað um u.þ.b. þriðjung á undanfömum 5 áram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.