Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 B 7 VIÐSKIPTI Bankar á Norðurlöndunum ÍBÚAFJÖLDi Á HVERN AFGREIÐSLUSTAÐ STARFSMENN Á HVEJfl 1000 ÍBÚA 1980 1990 1995 1995 Danmörk 1.395 1.400 2.131 9,1 startsm. ^3 Finnland 1.400 1.412 2.370 7,6 starfsm. ísland 1.636 1.408 1.507 12,0 starfsm. Noregur 2.325 2.345 2.699 5,4 starfsm. Svíþjófi 2.273 2.591 3.290 5,0 starfsm. Á undanförnum 16 árum hefur íslenskum bönkum fækkað um nær þriðjung og munar þar mestu um fækkun sparisjóða, en viðskipta- bönkum hefur fækkað úr 7 í 3. Hins vegar hefur útibúum fjölgað á þessu tímabili og á undanförnum 5 árum hefur útibúum hér á landi fjölgað um rúmlega 9% á sama tíma og fækkunin hefur orðið hvað mest á hinum Norðurlöndunum. íslenskir bankar virðast því vera talsvert á eftir í þessari þróun. Hægt er að nefna fjölmargar aðrar stærðir til samanburðar á bönkum hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. í 'skýrslu sem finnski seðlabankinn gaf út á síð- asta ári kemur fram að nettó vaxta- tekjur íslensku bankanna sem hlut- fall af eignum eru umtalsvert hærri en á hinum Norðurlöndunum. Svipaða sögu er að segja af öðr- um tekjum sem hlutfalli af heildar- eignum, en sambærilegt kostnaðar- hlutfall er einnig mun hærra hér á landi. Hlutfall vaxtatekna hefur Iækkað lítillega á undanförnum árum en kostnaðarhlutfallið umtals- vert meira. Þannig var kostnaður sem hlutfall af eignum nærri 7% árið 1988 en á síðasta ári var þetta hlutfall komið niður fyrir 5%. Sam- bærilegt kostnaðarhlutfall á hinum Norðurlöndunum er hins vegar um 2,5%. Hagræðing í höndum ríkisvaldsins Þegar horft er til hagræðingar í bankakerfinu hér á landi skiptir afstaða ríkisvaldsins óneitanlega miklu máli. í dag eru þrír aðilar ráðandi á innlendum fjármagns- markaði, þ.e. ríkið, íslandsbanki og Sparisjóðirnir. Af þessum þremur er ríkið sem kunnugt er langstærsti aðilinn með um 80% hlutdeild, þegar opinberir útlánasjóðir eru meðtaldir. Spari- sjóðirnir og íslandsbanki skipta síð- an afgangnum bróðurlega á milli sín. Stefna ríkisvaldsins skiptir því höfuðmáli í allri hagræð- ingarumræðu enda hafa aðrir aðilar mjög tak- markað svigrúm til ha- græðingar nema innan eigin ramma. Hins vegar heyrast þær gagnrýnis- raddir innan bankakerfisins að al- ger óvissa ríki um hvaða stefnu rík- ið hafi í bankamálum. Fyrir liggur að breyta eigi ríkis- bönkunum í hlutafélög á næstunni, en þó virðist framkvæmd þess ætla að dragast eitthvað á langinn. Finn- ur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, hefur lýst því yfir að þetta frumvarp verði ekki lagt fyrir Alþingi nú á vorþinginu eins og upphaflega hafði verið áformað, en hann segir að til standi að leggja það fyrir í haust og engin ástæða sé til þess að ætla annað en að upprunaleg áform um gildistöku laganna um næstu áramót geti staðist. Óvissan um stefnu ríkisvaldsins snýr hins vegar fyrst og fremst að því hvað taki við eftir breytingu ríkisbankanna í hlutafélög og sam- einingu útlánasjóða hins opinbera. Lykilspurningin hlýtur að vera sú hvað ríkið ætli sér að gera næst. Er það stefna ríkisstjórnarinnar að ríkið sé áfram svo ráðandi eignar- aðili á íslenskum fjármagnsmark- aði? Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans, lýsti því t.a.m. yfir fyrr á þessu ári að ríkið þyrfti að móta stefnu sína í þessum málum og hún þyrfti að liggja fyrir áður en farið væri af stað með form- breytingu ríkisbankanna. Þetta væri nauðsynlegt til að valda ekki óþarfa óvissu um framtíð þeirra því það þjónaði ekki neinum tilgangi að breyta þeim í hlutafélög, nema til þess að selja þá. Finnur segir það eðlilegt að stefna ríkisstjórnarinnar um fram- haldið liggi klár fyrir þegar að frumvörpin verði lögð fyrir í haust. Hins vegar sé ótímabært að gera grein fyrir henni nú. Finnur segir hins vegar að undir- búningur að sameiningu Fiskveiða- sjóðs, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunar- sjóðs sé enn skemmra á veg kom- inn. Að því máli sé nú unnið bæði í sjávarútvegsráðuneytinu og iðnað- arráðuneytinu að því að kynna þetta fyrir hagsmunaaðilum og á þessu stigi sé ekki hægt að segja til um hvað úr því verði. Svigrúm og þörf fyrir frekari hagræðingu Innan bankakerfisins er bent á að notkun almennings á bönkum sé að breytast mjög mikið og því sé t.d. ekki sama þörfin fyrir nálægð við viðskiptavini og áður. Með tilkomu þjónustu- síma, tölvutengingar við viðkomandi banka, skuld- færslur, hraðbanka o.fl. séu við- skiptavinirnir ekki eins háðir bankaafgreiðslunni og áður. Það gefi nokkuð svigrúm til að fækka útibúum. í skýrslu finnska seðlabankans er bent á að samkeppni á þessu sviði hafi harðnað mjög og fyrirsjá- anlegt sé að erlendir bankar muni auka þjónustu sína á Norðurlöndun- um. Þó að erlendir bankar séu ekki starfandi hér á landi gætir áhrifa þeirra hér engu að síður, enda sækja fjölmörg stærri fyrirtæki lánsfé sitt út fyrir landsteinana. Einnig bendir skýrsluhöfundur á þá þróun sem átt hafi sér stað á Norðurlöndunum, þar sem eftir- spurn fyrirtækja eftir lánsfé hafi stöðugt verið að dragast saman. Þess í stað hafi þau fjármagnað framkvæmdir sínar með hagnaði eða hlutafjárútboðum. I þessu sam- hengi má benda á að horfur eru á því að íslensk fyrirtæki á hlutafjár- markaði muni afla rúmlega 6 millj- arða króna í formi hlutafjáraukn- ingar á þessu ári. Þá er því spáð að vaxtamunur banka á Norðurlöndunum muni halda áfram að minnka, sem muni grafa undan arðsemi bankanna. Því verði nauðsynlegt fyrir þá að ná fram eins mikilli hagkvæmni í rekstri sínum og mögulegt er. Ýmsir sameiningarmöguleikar í tengslum við áform ríkisins um hlutafjárvæðingu ríkisbankanna hafa spunnist upp umræður um mögulega sameiningu einstakra bankastofnanna í kjölfarið. Á ný- liðnum aðalfundum Landsbankans, íslandsbanka og Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis lýstu forsvars- menn allra þessara bankastofnana t.d. yfir áhuga á því að kaupa Bún- aðarbankann eða sameinast honum með einhverjum öðrum hætti. Forsvarsmenn Búnaðarbankans hafa hins vegar svarað þessu með því að hafna því að hlutafjárvæðing bankans verði til þess eins að hann verði seldur einhverri annarri stofn- un. Þeir segjast hafa fullan hug á því að starfa áfram í samkeppni á markaðnum sem sjálfstæð banka- stofnun. Hugsanlega má hins vegar líta á þessa umræðu sem tilraun forystu- manna bankakerfisins til þess að koma hreyfingu á málin, en það eru fleiri möguleikar í stöðunni. Spari- sjóðakerfið gefur svigrúm til margskonar samruna og sú hefur einmitt orðið þróunin á hinum Norð- urlöndunum. Hér hafa sparisjóðir einnig verið að sameinast í gegnum tíðina og nú er t.d. rætt um aukið samstarf sparisjóðanna á norðan- verðum Vestfjörðum. Viðmælandi blaðsins innan spari- sjóðakerfisins sagðist sannfærður um að sparisjóðirnir myndi samein- ast smám saman. Það væri hins vegar mjög tímafrekt ferli og þá hægði góð afkoma sparisjóðanna að undanförnu enn frekar á því, enda væri staðreyndin sú að menn færu ekki að huga að sameiningu að neinni alvöru fyrr en fyrirtæki þeirra væri farið að standa höllum fæti. Ef ríkið kýs að losa sig út úr bankarekstri að hluta er heldur ekkert sjálfgefið að Búnaðarbank- inn yrði seldur. Einn viðmælandi blaðsins orðaði það svo að mun heppilegra væri fyrir ríkið að selja Landsbankann, enda væri rekstur hans mun áhættumeiri en rekstur Búnaðarbankans. Dagbók Ráðstefna umsamskipta- markaðs- setningu Föstudaginn 31. maí verður hald- inn ráðstefna á vegum ÍMARK um „Aftermarketing" eða samskipta- markaðssetningu. Fyrirlesari á ráð- stefnunni verður Terry G. Vavra og mun hann fjalla um mikilvægi þess fyrir fyrirtæki að rækta tengsl- in við núverandi viðskiptavini í stað þess að einblína á það að ná í nýja. Terry hefur í fjöldamörg ár stundað ráðgjafastörf á þessu sviði og er auk þess höfundur bókar um efnið sem vakti verulega athygli er hún kom út. Norræn fjár- málaráðstefna íReykjavík Á vegum Viðskiptafræðistofn- unnar Háskóla Islands og NorFA (Nordisk Forskerutdanningsaka- demi) verður haldin ráðstefna um afleiður í Reykjavík dagana 9.-10. maí . Afleiður eru sérstök tegund samninga, sem notaðir eru til að draga úr áhættu í viðskiptum. Þeir tryggja gegn verðbreytingum með því að festa verðið í viðskiptum í framtíðinni. Þátttakendur á ráðstefnunni eru fjármálafræðingar, háskólakennar- ar, doktorsnemar og bankamenn frá Norðurlöndunum. Sérstakur gestur ráðstefnunnar er prófessor Hayne Leland frá Haas School of Business í Berkeley í Bandaríkjunum, en alls verða fluttir 14 fyrirlestrar á ráð- stefnunni og rannsóknarniðurstöður kynntar. Ráðstefnustjóri er Kristján Jó- hannsson, lektor og forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar Háskóla íslands. Ráðstefna HP um upplýs- ingahrað- brautina Mánudaginn 13. maí næstkom- andi munu Opin Kerfi hf. gangast fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni: Upplýsingahraðbrautin og stjórnan- leiki miðlara, PC véla og annarra jaðartækja. Fyrirlesarar verða þeir Henrik Johansson og Peter Koch frá Hew- lett-Packard í Danmörk. Ráðstefn- an verður haldin á Grand Hótel Reykjavík. Eftir fyrirlestrana verður boðið upp á léttar veitingar. Hentugra að selja Lands- banka en Bún- aðarbanka Langur lánstími Stuttur afgreiðslutími Erlendar myntir Virk þjónusta á lánstín Milliliðalaus lánveiting IÐNLANASJOÐUR a • 155 REVKJAVIK'SIMI 588 6400 Fiskvinnslu- fyrirtæki Aftirðastöðvar landbúnaðaríns Fiskimjöls- verksmiðjur F'wirtæki í émaiéitgéi framlejlenlup Ívottahús og mngeiniríga- mrfæki Olíufélög Sveitarfélög Veitustofnamr Heilbrigðis- stofnanir Ráðstefna um umhverfis- stjórnun í fyrirtækjum miðvikudaginn 15. maí kl. 8.15-12.00 Scandic Hótel Loftleiðum Dagskrá 8.15 Innritun og morgunkaffi 8.25 Setning Reynir Kristinsson, Hagvangi hf. 8.30 Umhverfisstjórnun - gæðastjórnun Uppbygging „Umhverfiskerfis“ Sigurður Harðarson, ELSAMPR0JEKT a/s 9.40 Stutt hlé, kaffi 10.00 Kröfur vegna umhverfismála Sigurbjörg Sæmundsdóttir, umhverfisráðuneytinu 10.40 Ávinningur umhverfisstjórnunar og tengsl við gæðastjórnun Óskar Jósefsson, Hagvangi hf. 11.00 Pallborðsumræður Sigurður Harðarson Sigurbjörg Sæmundsdóttir Óskar Jósefsson og Óskar Maríusson 12.00 Ráöstefnuslit Ráðstefnustjóri Ágúst Þorbjörnsson, Hagvangi hf. Þátttökugjald er 6.500 kr. Vinsamlega skráið ykkur tímanlega. Hagvangurhf Sími 581 3666 • Fax 568 8618

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.