Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 0fj0anil>ltal>i^ 1996 KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 9. MAÍ BLAÐ c Úrslitaleikurinn ífyrsta sinn á Laugardalsvelli ÚRSLITALEIKUraNN í meistaraflokki karla á Reykjavíkunnótínu í knattspyrnu fer fram á Laug- ardalsvellinum sunnudaginn 12. mai. Knattspyrnu- ráð Reykjavíkur (KRR), sem er framkvæmdarað- ili Reykjavíkurmótsins, var stofnað árið 1919 og er þetta í fyrsta sinn sem úrslitaleikur mótsins fer fram á aðalleikvanginum í Laugardal. Reykjavíkurmeistarar KR leika til úrslita við Fylki og hefst viðureignin kl. 17. Markakóngsbik- arinn verður veittur í annað sinn en Guðmundur Benediktsson úr KR hlaut hann í fyrra. Einhver ársmiðahafi fær óvæntan glaðning í leikhléi en þá verður dregið úr happdrættismiðum ársmiða- haf a. Lúðrasveit leikur fyrir áhorf endur fyrir leikinn og í leikhléi. Á blaðamannafundi í gær afhentu forráðamenn KRR fulltrúa Einars J. Skúlasonar skjöld sem þakklætisvott fyrir veittan stuðning vegna Reykjavíkurmótsins síðustu tvö árin og nýr samn- ingur var undirritaður. Meiðsl Eiðs Smára alvarlegri en talið var Máekkiæfa í fjóra mánuði Elður Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Eíndhoven í Hollandi, getur ekki byrjað að æfa fyrr en í fyrsta lagi eftir fjóra mán- uði. Þetta kom fram eftir aðgerð sem gerð var á hon- um í Eindhoven í gær en gert er ráð fyrir að hann verði á sjúkrahúsinu fram að helgi. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær var brotið ruddalega á Eiði Smára í leik írlands og íslands í Evrópukeppni piltalandsliða í fyrra- kvöld. Mótherji sparkaði í hann með þeim afleiðingum að hægri sperri- leggur brotnaði og tvö liðbönd slitn- uðu. Læknar Eindhoven vildu ekki að hann færi í aðgerð í Dublin held- ur lögðu áherslu á að framkvæma hana sjálfir og fór hann í uppskurð skömmu eftir komuna til Hollands síðdegis í gær. Geir Þorsteinsson, skrifstofu- stjóri Knattspyrnusambands ís- lands, fylgdi Eiði Smára til Hol- lands og þar tók Ólöf Einarsdóttir, FRJALSIÞROTTIR móðir hans, á móti honum. „Læknarnir negldu lið- böndin föst og settu plötu við brotið," sagði hún við Morgunblaðið, aðspurð um aðgerðina. „Hann má ekki hreyfa fótinn í sex vikur og ef allt fer að óskum verða naglarnir teknir eftir Smárl 12 vikur og piatan eftir fjóra mánuði. Því er ljóst að þetta setur strik i reikninginn varðandi næsta tímabil því hann missir af öllu undirbúningstímabilinu, að ekki sé minnst á bikarúrslitaleikinn gegn Spörtu 16. maí og hugsanlegan landsleik með föður sínum í sumar." Ólöf sagði að Eiður Smári væri í höndum færustu sérfræðinga Hol- lands, lækna sem hefðu séð um alla leikmenn Eindhoven, og þeir segðu að hann næði sér fullkom- lega. „Það er svekkjandi að lenda í svona í lok ánægjulegs tímabils, en hann hefur aldurinn með sér, er ekki nema 17 ára, og læknarnir sögðu að allt yrði jafngott aftur. 99,9% eins og þeir orðuðu það." Sigurmarki fagnad Reuter FRAIMSKA liðið Parls St. Germaln varö Evrópumelstarl bikarhafa í knattspyrnu í gærkvöldl, vann Rapld Vín frá Austurríkl 1:0 í úrslitalelknum í Brussel. Varnarmaðurlnn Bruno N'Ootty gerði elna mark lelksins á 29. mínútu, skaut af um 35 metra fa»ri, og var að vonum ánægður en samherjarnir fylgdu honum fagnandl. Þetta er í fyrsta slnn sem PSG verður Evrópumelst- ari en undanfarln þrjú ár hefur liðið tapað f undanúrslltum allra þrlggja Evrópumótanna. Pétur og Sigurðurfá ekki notið leiðsagnar Stefáns Jóhannssonareins og þeir hafa óskað eftirvið FRÍ PETUR Guðmundsson, kúlu- varpari og Sigurður Einarsson, spjótkastari, sem báðir hafa ver- ið við æfingar í Alabama í Banda- rikjunum í vetur, keppa á fyrsta mótinu á þessu keppnistímabili í lok maí. Þeir óskuðu eftir því við Frjálsíþróttasambandið að fá Stefán Jóhannsson þjálfara út í lokaundirbúninginn fyrir Ólymp- íuleikana, en fengu neitun. „Við erum búnir að standa í stappi við FRÍ út af þessu máli því við telj- um mjög mikilvægt að fá Stefán til að fínpússa tæknina hjá okkur því hann hefur reynst okkur vel í gegnum árin," sagði Pétur Guð- mundsson í samtali við Morgun- blaðið. Pétur segir að þeir hafi haft aðgang að þjálfara í Alabama en sá væri ekki nægilega vel að sér í tækninni. „Þessi þjálfari er ágætur í styrktarþjálfunina en veit lítið sem ekkert um tækni. Stefán hefur hjálpað mér og Sig- Við sitjum eftir þjárf- aralausiríAlabama urði þegar við höfum staðið okk- ur sem best í gegnum árin. Við vildum því endilega fá hann hing- að siðustu þrjá mánuðina fyrir ÓLpg óskuðum eftir styrk frá FRÍ til þess. Það má því segja að við sitjum hér eftir þjálfara- lausir og það er ekki gott svona rétt fyrir Ólympíuleika." Pétur sagði að undirbúningur- inn hefði gengið vel enda aðstæð- ur til æfinga í Alabama eins og best verður á kosið. „Ég byrja ekki að keppa fyrr en í lok maí [27. niai| áalþjóðlegu stigamóti í Oregon. Ég ætlaði upphaflega að keppa á fyrsta stigamóti sum- arsins sem fram f ór í Brasilíu um síðustu helgi en tognaði i hægri mjöðm fyrir mánuði og er rétt að jafna mig á því núna. Ég er þokkalega bjartsýnn á sumarið. Það getur allt gerst í kúluvarpinu. Olympíuleikar eru ððruvísi mót og það er aldrei að vita hverjir komast á pall. Það gæti alveg eins orðið Islending- ur." Hann sagðist ætla að nota snúningsstílinn í sumar. „Ég var með þennan hefðbundna bakstíl í tvö ár og náði að kasta 20,63 metra. Síðan skipti ég yfir í snún- inginn og þá byrjaði ég á því að rífa upp meiðsl í handarbaki. Eg hef því lítið keppt síðan og hef kastað lengst 20,13 metra á móti hér sl. haust." Er ekld seintað byrja keppni í lok maíþegar s vo stutt er í Ólympíuleika? „Nei, það held ég ekki. Þegar ég var að æfa heima á íslandi byrjaði ég yfirleitt að keppa í byrjun maí á vormótunum og var orðinn meiddur í júni. Núna sner- ist þetta við því ég meiddist snemma og er að ná mér og von- andi held ég mér heilum fram yfir Ólympíuleika. Ég ætla að keppa sem mest í jíiní og alveg fram að leikum í stað þess að vera að hanga einhverstaðar í æfingabúðum og bíða spenntur og vera svo allt of stífur þegar kemur að leikunum sjálfum. Ég ætla að „keppa mig í form" eins og stundum er sagt." Vésteinn Hafsteinsson, kringlukastari, hefur einnig ver- ið við æfingar á sama stað en hann er með John Powell, fyrr- um kringlukastara, til að leið- beina sér. Vésteinn hefur verið meiddur eins og Pétur og ætlar að hefja keppnistimabilíð í lok maí eins og Pétur og Sigurður. KÖRFUKNATTLEIKUR: CHICAGO SIGRAÐI NEW YORK AFTUR / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.