Morgunblaðið - 10.05.1996, Page 1

Morgunblaðið - 10.05.1996, Page 1
AUGLÝSING Guðrún Pétursdóttir f nærmynd Á sólbjörtum vordegi ekur blaðamaður um Þingholtin í Reykjavík. Leiðin liggur að heimili þeirra Ólafs Hannibalssonar og Guð- rúnar Pétursdóttur, lífeðlisfræðings og for- stöðumanns Sjávarútvegsstofnunar Háskóla íslands, sem er í framboði til embættis for- seta Islands. Á þeim vikum sem liðnar eru síðan Guðrún lýsti yfir framboði sínu hef- ur þjóðin kynnst henni nokkuð, - en þó er þörf á að kynna hana og viðhorf hennar bet- ur fyrir lesendum. Það sem einkum vekur athygli við störf og áhugamál Guðrúnar er fjölbreytnin. Hún vinnur við undirstöðuatvinnuveg þjóðarinn- ar, hefur gegnt lykilstörfum og stundað viða- miklar rannsóknir við Háskóla íslands og erlenda háskóla, hefur búið í ýrnsum lönd- um og verið virk í menningar- og listalífí auk þess sem hún þekkir sögustaði og nátt- úruperlur íslands vel í gegnum störf sín sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna. Fram- boð Guðrúnar einkennist af ferskleika og festu, en látleysi, víðsýni og rík kímnigáfa hafa aukið vinsældir hennar meðal þjóðar- innar, - enda berst hún undir kjörorðinu „ein af okkur". Fjölskyldan að Freyjugötu 40 er glaðleg og óþvinguð, húsið er þríbýli, garðurinn gamalgróinn og kötturinn Sigurður fylgist grannt með gestakomum úr hásæti sínu á garðsveggnum, Ásdís, sjö ára dóttir Guðrúnar og Olafs, er að sippa fyrir utan þegar blaðamann ber að garði, hún spyr hver maðurinn sé, hvort hann eigi konu og hvað hann eigi mörg böm? Mörtu fjögurra ára mæt- ir blaðamaður í dyrunum, hún fræðir hann á því sem hún hefur nýlega lært: að Drottinn sé sá sem öllu ráði - „það er samt ekki hún Ásdís systir“ bætir hún við. Strax í anddyrinu blasa myndlistarverk við, heimilið er reyndar allt prýtt listaverkum, - mörgum nýstárlegum, enda eru ófáir vinir þeirra Guðrúnar og Ólafs úr röð- um listamanna. Eldhús, borðstofa og stofa eni út í eitt, húsgögn fábrot- in ef frá er talið giíðarstórt borðstofuborð sem rúmar að minnsta kosti 16 manns, og nettur flygill sem móð- ir Guðrúnar átti en gaf heimilinu rneð þeini orðum að nú væri hún hætt að spila og nær að aðrir nytu hljóð- færisins. „Okkur datt ekki í hug að hann kæmist fyrir hér inni“ segir Guðrún og hlær við, „en þú sérð að hann fer ekki svo illa, - þetta er eins og að búa með kurteis- um fíl.“ Guðrún er hávaxin og grönn, rnóeygð og létt í spori, augun leiftrandi og stutt í brosið. Hún. vísar mér til sætis við borðið góða og ég geng hreint til verks og opna samtalið með spumingu; Hvaða málaflokk munt þú setja í fyrirrúm ef þú nærð kjöri? „í mínum huga er ekki vafi á því að við verðum að leggja áherslu á að efla menntun. Það er gmndvallar- atriði fyrir framtíð okkar íslendinga að rækta mannauð- inn í landinu. í honum er styrkur okkar fólginn. Hann ræður því hvemig við getum spilað úr tækifæmm fram- tíðarinnar, bæði innanlands og utan. Stærð fiskistofn- anna er takmörkuð og þeir munu ekki einir standa undir aukinni hagsæld samfara aukinni mannfjölgun þjóðarinnar á næstu áratugum, án nýjunga í veiðurn, vinnslu og sölumálum. Vonir okkar hafa heldur ekki alltaf ræst sem skyldi við að koma annarri aðalauðlind okkar, raforkunni, í verð á síðustu áratugum. Skyn- santleg fullnýling þessara auðlinda okkar er háð frarn- þróun meginauðlindar okkar, þjóðarinnar sem bygg- ir landið. Aukin áhersla á menntun í víðustum skilningi er því þjóðinni lífsnauðsyn. Við erum þegar farin að sækja okkur verkefni til annarra landa, - jafnvel mjög Geymið blaðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.