Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING Þórlindur Kjartansson, inspector scholae MR. „Ég kýs Guð- rúnu Péturs- dóttur því ég trúi að víð- sýni hennar eigi eftir að opna augu þjóðarinnar fyrir fjöl- mörgum tækifærum og bráðsmit- andi bjartsýni hennar á eftir að gefa íslendingum sjálfstrausttil að nýta sér þau. Hún hefur mikla persónu- töfra og hlýtt viðmót. Guðrún á alltaf eftir að vera íslendingum til sóma." Anna Björns- dóttir, jógakennari. „Vegna lang- dvala minna erlendis hef ég skynjað vel mikil- vægi þess i n n I e g g s í jafnréttisbaráttuna í heiminum sem kjör Vigdísar forseta var. Ég sé enga ástæðu til að fella þetta sterka, tákn- ræna merki í jafnréttisbaráttunni, sérstaklega ekki þegar jafn glæsi- legurframbjóðandi og Guðrún Pét- ursdóttir stendur til boða. Guðrún höfðar m.a. til mín vegna þess að hún lýtur ekki flokkslegri skilgreiningu og hefur ekki staðið í harki stjórnmálanna, heldur hefur unnið að rannsóknum í líffræði og í sjávarútvegi - undir- stöðuatvinnugrein okkar. Einnig finnst mér kostur að hún talar fal- lega og kjarnyrta íslensku og er jafnvíg á fjögur erlend tungumál. Ég hvet kjósendur til að kynnast Guðrúnu Pétursdóttur og Ummæli þeirra sem til þekkja hlusta á það sem hún hefurfram að færa. Gáfur hennar og hlýja dyljast engum sem hitta hana í eigin per- sónu. Að mínum dómi yrði hún for- seti sem þjóðin gæti leitað styrks til og verið stolt af við öll tækifæri." Ásta Thorodd- sen, lektor í hjúkrunar- fræði. „Við Guðrún Pétursdóttir höfum verið samstarfskon- ur við náms- braut í hjúkr- unarfræði við Háskóla íslands undanfarin ár. í fyrstu vakti hún athygli mína fyrir sterkan persónuleika og hve það geislaði af henni. Við nánari kynni kom í Ijós að hún er afar fljót að setja sig inn í mál og á einstaklega gott með að miðla upplýsingum, enda góður kennari. Áhugi hennar fyrir fólki lýsir sér best í því að hún er hlý persóna, góður hlustandi, leggur gott til mála og er þess vegna mannasættir. Guðrún hefur til að bera þá mannkosti sem prýða þurfa forseta Islands." Magnús Páls- son, myndlist- armaður. „Áhugi Guð- rúnar á listum er býsna víð- feðmur. Hún vinnur að mál- e f n u m í s - iensku óper- u n n a r o g byggingutónlistarhúss. Hún á mynd- verk eftir mig og Stefán frá Möðru- dal og margt þar á milli. Hún kemur og klappar þe^ðr maður hefur búið til enn eina „ekki sens vitleysuna" sem fáum hugnast. Heimilið er hreiður bók- mennta, tónlistar og þjóðlegra fræða þar sem rætt er um það nýja jafnt sem hið gamla. Kannski um fornar ættarkritur við Breiðafjörð, unga ís- lenska kvikmyndalist, draugasögur úr Skaftafellssýslu eða pólitík á Vest- fjörðum. Og ekki skortir áhugann á leiklistinni eða ballet. Ég styð Guðrúnu Péturs- dóttur til embættis forseta. Ef ekki vegna frábærra gáfna hennar og hæfileika til að umgangast fólk og hafa áhrif á það með fágætum per- sónutöfrum þá bara fyrir það að hún gaf mér um daginn Göngur og rétt- ir eftir Braga Sigurjónsson, sem mér þótti afburðagóð gjöf." Herdís Egils- dóttir, kennari. „Kynni mín af Guðrúnu Pét- ursdóttur eru þau að hérfari óvenjulega lif- andi, hlý, heið- arleg og kjark- mikil mann- eskja auk þess sem hún er bráðgáfuð, vel menntuð og glæsileg. I embætti forseta íslenska lýðveldisins yrði hún hvarvetna til sóma, heima jafnt sem að heiman." Ólafur Ólafs- son, land- læknir. „Leiðir okkar Guðrúnar lágu saman þegar við hófum heilsufarsleg- arsamanburö- arrannsóknir á Héraðsbúum og Vestur-lslendingum árið 1979. í þéssum rannsóknum flytjum við rannsóknarstofur okkar til fólksins. hvort sem er i sveitum á Islandi eða (slendingabyggðum í Kanada. Unn- ið var myrkranna á milli, oft við mjög erfið skilyrði þar sem reynir á skipu- lagsgáfu og samskiptahæfileika. Hvorutveggja hefur Guðrún Péturs- dóttir til að bera í óvenjulega ríkum mæli. Ég kasta ekki rýrð á neinn þótt ég fullyrði að án hennar þátttöku hefði þetta vart tekist. Samhliða hinum faralds- fræðilegu rannsóknum vann svo Guðrún að stórmerkum rannsókn- um í gerólíkum fræðum, þ.e. taugalíffræði, en þar er nú einn helsti vaxtarbroddur líf- og læknavísinda. Guðrún er ákaflega agaður og fjöl- hæfur vísindamaður með einstaka hæfileika í mannlegum samskiptum. Hún er hreinskiptin og kemur af fág- un til dyranna eins og hún er klædd. Að mínu mati er Guðrún prýdd mannkostum og reynslu sem best mega hæfa forseta íslands." Laufey Jóhannsdóttir, framkvæmda- stjóri og fyrr- verandi forseti bæjarstjórnar í Garðabæ. „Ég styð Guð- rúnu Péturs- dótturtil emb- ættis forseta (slands vegna þess að ég treysti henni til að gegna því hlutverki af miklum sóma jafnt á innlendum sem erlendum vettvangi. Hún mun verða verðugur fulltrúi þjóðarinnar. Elsku- leg, hreinskiptin og Ijúfmannleg framkoma verður henni heilladrjúg í starfi og þekking hennar, reynsla og menntun mun nýtast vel til heilla fyrir íslensku þjóðina. Með Guðrúnu Pétursdótt- ur í embætti forseta Islands mun bjart- sýni, trúmennska og staðfesta fylgja virðulegasta embætti lýðveldisins." Guðveig Sig- urðardóttir, húsmóðir í Grindavík. „Hvers vegna styður þú Guðrúnu Pét- ursdóttur í komandi for- setakosning- um? Þessi spurning hefur oft verið lögð fyrir mig á undanförnum vik- um. Ég hef ekki látið standa á svar- inu, því ég er svo sannfærð um hæfi- leika hennar til þessa embættis, allt frá þeirri stund að hún kom fram og tilkynnti að hún væri reiðubúin í for- setaslaginn. Hún er Ijúf og hrífandi, örugg og einlæg. Ég hef og mun áfram, leiða talið að forsetaframbjóð- andanum Guðrúnu Pétursdóttur í hvert sinn sem tækifæri gefst og um leið reyna að fá aðra til að líta hana sömu augum. Ég er sannfærð um að hún yrði glæsilegur forseti." Laufey Egils- dóttir, hjúkr- unarfræðingur á Seyðisfirði. „Ég sat fram- boðsfund með Guðrúnu á Fljótdalshér- aði og heillað- ist af lífsneist- anum sem hún hefur og stráir í kringum sig. Hún svaraði spurningum af heiðar- leika og glöggskyggni - og mikilli hlýju. Mér varð strax Ijóst að þarna færi einstaklingur sem myndi gegna embætti forseta (slands með glæsi- brag." Úr myndasafni Guðrúnar Marta á tveggja ára afmælisdaginn. Með fiskvinnslufolki á Stöðvarfirði. Ólafur með Ásdísi nýfædda. Kosningamiðstöð Posthusstræti 9, 6. hæð • Simi 552 7 9 13 * Simbréf 552 7 9 33 Opið virka daga kl. 13 - 19 • Opið um helgar kl. 14 - 17 Heimasiða Guðrúnar Petursdottur http://WWW.mmedia.is/gu0runpetursdottir/ Guðrún Pétursdóttir ein af okkur HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.