Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 4
. KORFUKNATTLEIKUR Hardaway og Shaq frábærir Shaquille O'Neal og Penny Hardaway fóru á kostum í liði Orlando Magic, sem sigraði Atlanta 117:105 í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Austur- deildar NBA í fyrrinótt. Félagarnir gerðu alls 73 stig - Shaq 41 og Hardaway 32. Orlando-menn voru vel upp lagð- ir og úthvíldir því átta dagar voru liðnir síðan þeir slógu Detroit út en andstæðingarnir frá Atlanta þurftu hins vegar fimm leiki gegn Indiana og sá síðasti þeirra fór fram á sunnudag. Leikmenn Atlanta lögðu höfuð- áherslu á að stöðva O'Neal í leikn- um en höfðu ekki erindi sem erf- iði. Tveir og stundum þrír sóttu fast að risanum þegar hann fékk knöttinn í námunda við körfu and- stæðinganna og ef hann átti þess ekki kost að skora sjálfur var hann fljótur að senda á Hardaway eða Nick Anderson, sem gerði 21 stig. O'Neal, sem skoraði 25 af stigum sínum í fyrri hálfleik, tók 13 frá- köst og átti sex stoðsendingar í leiknum. „Ég lagði mig bara allan fram, kom kraftmikill til leiks og var ákveðinn í að leika af harð- fylgi. Ég var að koma úr átta daga „fríi" þannig að ég var úthvíldur," sagði hann. „Faðir minn kenndí mér að leika af skynsemi. Ef tveir eða þrír reyna að passa mig liggur í augum uppi að tveir í mínu Iiði eru lausir og ég reyni því að koma boltanum til þeirra," sagði O'Neal. Horace Grant skoraði 17 stig og tók 10 fráköst og Dennis Scott gerði 5 stig - en þessir fímm, sem skipa byrjunarliðið, skoruðu öll stig Orlando nema eitt. Stacey Augmon var atkvæða- mestur í líði Atlanta með 23 og Steve Smith og Mookie Blaylock skoruðu 18 stig hvor. Leikmenn Atlanta fengu aðeins einu sinni meira en 87 stig á sig í leikjunum fimm gegn Indiana, .en hafi einhver verið í vafa þar til í leiknum í fyrrinótt þá er Orlando sannarlega ekki svipað lið og Indi- ana, jafnvel þó Shaq og félagar hafi virkað hálf-óöruggir fyrstu mínúturnar, eftir að hafa ekki leik- ið í átta daga. O'Neal hitti úr 18 af 28 skotum í leiknum, Hardaway 12 af 19 og Grant 8 af 11 en í heild var skota- nýting leikmanna Orlando fyrir utan vítaskot 58 af hundraði; þeir hittu úr 48 af 83 skotum. Þrátt fyrir að Atlanta hefði aldr- ei átt möguleika er þjálfarinn Lenny Wilkens ekki á þeirri skoðun að verkefnið sé vonlaust. „Við gef- umst ekki upp," sagði hann. „Strákarnir halda áfram að leggja sig fram og ég veit að allt annað verður upp á teningnum í næsta leik." Landsleikir við Norðmenn NORSKA landsliðið í körfuknattleik kemur hingað til lands í næstu viku og mun leikatvo vináttuleiki við íslenska landsliðið. Leikir þessir eru kærkomnir fyrir Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálf- ara og lærisveina hans því landsliðið undirbýr sig nú af krafti fyrir Evrópuriðilinn sem verður leikinn hér á landi 22. til 26. maí. FRJALSIÞROTTIR SHAQUILLE O'Neal fór á kostum ásamt Penny Hardaway er Orlando vann Atlanta 117:105 í fyrstu viðurelgn llðanna í undanúrslltum Austurdeildar NBA. Fengu styrk til að Stef- án gæti veitt aðstoð Eg kannast við þessa beiðni þeirra. Kastararnir Pétur Guðmunds- son og Sigurður Einarsson óskuðu eftir því að Stefán Jóhannsson kæmi út. Við afgreiddummálið með aðstoð frá Ólympíunefnd íslands, þeir hafa fengið ákveðinn styrk á mánuði til að létta róðurinn til að njóta aðstoð- ar Stefáns og auk þess höfum við lagt til flugmiða til að Stefán gæti verið á ferðinni, komið til þeirra og farið eftirþví sem þeir þyrftu," sagði Knútur Oskarsson, framkvæmda- stjóri Frjálsíþróttasambands íslands, við Morgunblaðið í tilefni ummæla Péturs Guðmundssonar kúluvarpara í blaðinu í gær þess efnis að þeir Sigurður fengju ekki notið leiðsagnar Stefáns þrátt fyrir að hafa óskað eftir því við FRI. „Við höfnuðum hins vegar að ráða Stefán tii okkar og hafa hann á launaskrá þar sem þeir væru í æf- ingabúðum í Bandaríkjunum. Við höfum ekki fjármagn í það, og einn- ig má benda á að þeir eru á styrkjum frá Afreksmannasjóði sem á að standa straum af undirbúningskostn- aði fyrir keppni." Knútur sagði ennfremur: „Menn- irnir hafa verið í æfingabúðum á veg- um Ólympíusamhjálparinnar í eitt og hálft ár við betri aðstæður en áður hefur þekkst í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana, innifalið i þeim búð- um er öll æfmgaaðstoð, þjálfun, vell- ir, læknisaðstoð og annað þvíumlíkt." Knútur sagði nú þegar búið að ákveða, og tilkynna íþróttamönnun- um það, að „vera með alla ólympíu- kandidatana með þjálfurum þeirra, meðal annars Stefáni, í æfingabúð- um í Bandaríkjunum í þrjár vikur fyrir Ólympíuleikana. Þá geta þessir einkaþjálfarar aðstoðað íþrótta- mennina að vild eins og í keppninni sjálfri ef þeir vilja því þjálfararnir geta fengið aðgang að Ólympíuleik- unum, keppnisvellinum og æfinga- völlum þó þeir yrðu ekki á okkar vegum á leikunum sjálfum. Við stöndum straum af kostnaði við þess- ar æfingabúðir og ferðir og áætlum að það muni kosta okkur um þrjár milljónir króna," sagði Knútur. Framkvæmdastjórinn vildi taka fram að Vésteinn Hafsteinsson kringlukastari^ hefði nýtt sér þá fjár- muni sem FRÍ lagði fram í þjálfara- kostnað til að ráða til sín John Pow- ell, fyrrum heimsmeistara í kringlu- kasti, „og við erum mjög ánægðir með það." Seljum ekki leik- menn upp ískuldir JOIIN Hall, eigandi New- castle, er ánægður með árangur liðsins þótt það hafi ekki orðið Englandsmeist- ari. „Þetta er kraftaverk miðað við stöðuna IVrir fjór- um árum þegar við vorum við það að falla. Héðan i frá lítum við ekki til baka og við þur f um aldrei aftur að selja bestu leikmennina til i að borga skuldir," sagði Hall, sem leyfði Kevin Keeg- an knattspyrnustjóra að kaupa leikmenn fyrir 26 miUj. punda á tímabilinu. FOLK ¦ DARREN Anderton, sem lék aðeins fjóra leiki með Tottenham á leiktíðinni vegna meiðsla, var í gær valinn í enska landsliðshópinn sem mætir Ungveijum í vináttulandsleik 18. maí. Tony Adams, sem hefur ekki leikið með Arsenal síðan í jan- úar vegna meiðsla, er einnig í landsl- iðshópnum. ¦ ALAN Shearer, markakóngur úrvalsdeildarinnar, sem var meiddur i síðasta landsleik kemur aftur inn í landsliðið. Paul Gascoigne verður ekki með vegna þess að hann er að leika með Glasgow Rangers sama dag í úrslitum skosku bikarkeppninn- ar gegn Hearts. ¦ IAN Porterfield, sem var aðstoð- arknattspyrnustjóri Bolton undan- farna fjóra mánuði, er hættur vegna persónulegra ástæðna. ¦ GORDON Milne, fyrrum leik- maður Liverpool, er á leiðinni til Tyrklands til að gerast þjálfari hjá Bursaspor, en hann var þjálfari Grampus Eight í Japan í skamman tíma. Milne þekkir til mála í Tyrk- landi en hann var þjálfari Besiktas " sjö ár. ¦ GRAEME Souness, sem var rek- inn frá Galtasaray á dögunum, gæti orðið áfram þjálfari í Tyrk- landi. Honum hefur verið boðið að taka við Besiktas, sem rak Þjóðverj- ann Christoph Daum um síðustu helgi. ¦ DAVID Ginola segist vera ákveðinn í að vera áfram hjá New- castle en orðrómur hefur verið um að hann væri á förum til Frakk- lands. „Þótt við lentum í öðru sæti var tímabilið frábært og ég verð áfram því mér líkaði spilamennskan." ¦ PAVL Merson, sem hefur verið leikmaður Arsenal í tíu ár, fékk allan ágóða af leik Arsenal og stjörnuliðs, sem í vöru m.a. Glenn Hoddle, Paul Gascoigne, Paul Ince og Vialli og fleiri á Highbury í fyrrakvöld. Rúmlega 30 þúsund áhorfendur greiddu aðgangseyri og fékk Merson 450 þúsund pund eða um 45 milljónir króna í vasann. ¦ STUART Pearce, leikmaður Nottingham Forest, fékk sömuleið- is ágóðaleik á dögunum, gegn New- castle. 23 þúsund áhorfendur komu til að sjá þann leik og fékk Pearce 25 milljónir í sinn hlut. Þess má geta að Kevin Keegan, fram- kvæmdastjóri Newcastle, kom inn á í leiknum til að taka víti og skoraði. ¦ MANCHESTER United fékk ávísun upp á 99 milljónir króna frá Sky sjónvarpsstöðinni fyrir sigur í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool, sem varð í þriðja sæti, fékk 89 millj- ónir og Bolton, sem endaði í neðsta sæti og féll, fékk 5 milljónir króna. ¦ TREVOR Francis, George Gra- ham og Alan Curbishly (Charlton) eru inni í myndinni sem þjálfari Birmingham City sem rak Barry Frey í vikunni. Ikvöld Knattspyrna Deildarbikarkeppni KSÍ Meistaraflokkur karla: Valbjarnarvöllur: Fram - ÍA......19.00 Kópavogsv.: Breiðabl. - UMFG19.30 Fyrsta stigamót LEK í Vestmannaeyjum Fyrsta stigamót Landsambands eldri kylf- inga til landsliðs, fer fram í Vesmannaeyjum um helgina. Keppt er f flokkum karla 55 ára og eldri og 50-54 ára, auk þess í flokki kvenna 50 ára og eldri. Skráning fer fram f golfskálanum í Vestmannaeyjum. Stigamótin verða alls 6 að þessu sinni en 5 bestu hringirnir telja. Að loknu síðasta- mótinu, í Grafarholti 14. júnf, verður ljóst hverjir skipa landslið eldri kylfmga á Evr- ópumeistaramótinu sem fram fer á ítalfu í byrjun júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.