Morgunblaðið - 10.05.1996, Side 2

Morgunblaðið - 10.05.1996, Side 2
2 E FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Kristinn EDWARD Hákon Huijbens leiðtogi vinstri manna og Jens Garðar Helgason hægri maður. Menntaskólinn á Akureyri í bakgrunni. BLAÐAMAÐUR fékk hægri og vinstri menn í Menntaskólanum á Akureyri til að leiða saman hesta sína og varpaði fram spumingum til umræðu. I slaginn komu fyrir hönd vinstri manna (v) Edward Hákon Huijbens, Baldvin M.H. Zarieh, Sigurður Erl- ingsson, Ragnar Þór Pétursson og Huginn Freyr Þorsteinsson. And- spænis stóðu Einar Þór Hafberg, Arnljótur Bjarki Bergsson, Þórður Rafn Ragnarsson, Kristín H. Hálf- danardóttir og Jens Garðar Helga- son, hægrimenn (h). Arnljótur(h): Pólitísk umræða mótar fólk og er nauðsynleg vegna þess að fólk þarf að taka afstöðu til svo ótal jnargra hluta. Jens(h): Ég held að það sé þrosk- andi fyrir einstaklinga að takast á við hin og þessi málefni, og það æfir fólk líka í ræðutækni þegar deilt er um málefni. Ragnar(v): Fólk verður elds- nöggt að finna hentirök fyrir mál- stað sínum. Til dæmis með og á móti byltingunni á Kúbu! (kliður) Sigurður(v): Og vekja fólk til umhugsunar þannig að það kjósi ekki Sjálfstæðisflokkinn bara út á nafnið. Eða vera með Karl Marx barm- merki bara af því að það er í tísku. Amljótur(h): Aðalmálið er að fólk kaupi sjálfviljugt það sem það vill kaupa, og engu sé neytt upp á það. Edward(v): Mér finnst markmið- ið vera að fólk hugsi. Ég ber að sjálfsögðu virðingu fyrir þeim sem eru á öndverðum meiði við mig, en það sem ég vil er að menn komi með rök fyrir máli sínu. Og ef menn geta gert það er ég ánægður, en lem þá ekki. Þórður(h): Ykkur hefur nú oft vantað rökin, og þið eruð alltaf að deila á okkur fyrir að koma með tölur og staðreyndir. Edward(v): Sama segi ég, auð- vitað hefur ykkur líka vantað rök, ef þú vilt fá svona skot til baka, það er náttúrlega minnsta málið. Jens(h): Það er alveg dæmigert að þið gefið Rödd alþýðunnar út eftir að Hægrisíðan er komin út og eruð á móti greinunum sem við skrifum. Getið þið ekki skrifað sjálfstæðar greinar?. t Gagnkvæm virðing aöolsmerki beggja # Vinstri frið- ur byggist á vináttu # Hægri frið- ur hvílir á f rið- arbandalagi # Herinn er báinn að skíta allt út LEIÐIN til áhrifa i heiminum er í gegnum stjórnmál. Ráðherrar og sveitarsljórnar- menn taka ákvarðanir sem geta varðað heill og hamingju þegnanna, og af þeim sökum er betra að kunna skil áJielstu málafiokkunum. Ungt fólk hefur stundum látið til sín taka í sljórnmálum og tekist að hafa áhrif. Ungt fólk getur verið ferskt og óspillt í hugmyndum sínum um hvernig eftirsókn- arvert þjóðfélag eigi að líta út, en kannski er mikilvægast að það þjálfi hugann í að hugsa á sljórnmálalegum og gagnrýnum nótum. Ungt fólk á Islandi í framhaidsskólum og Háskóla íslands hefur hins vegar ekki verið áberandi mikið að ræða stjórnmál sin á milli síðustu tvo áratugi. Ládeyðan hefur breiðst út, en hinsvegar hefurhópur nemenda í Menntaskólanum á Akureyri borið sigurorð af henni. Tvær stjórnmálahreyfingar eru starf- andi innan skólans: Hima eða Hægrimenn í Menntaskólanum á Akureyri (MA) og Lomma eða Lenin- og marxistar í MA Hreyfingarnar hafa verið ágætlega virk- ar síðustu þtjú árin, haldið málfundi, gefið reglulega út málgögn í blaðaformi sem heita Hægri síðan og Rödd alþýðunnar, fengið fyrirlesara eða bara hópast saman í sund svo eitthvað af afrekalistanum sé nefnt. Blaðamaður hlýddi í tvær stundir á hægri og vinstri menn skiptast á skoðunurn um hin ólíklegustu málefni. Krakkamir eru á aidrinum 18 til 20 ára og varð aldr- ei svara vant, og í (jós kom að flestir höfðu myndað sér eigin skoðun á málunum. Sjálf- stæð gagnrýnin hugsun er aðalmarkmiðið, þótt þau reyni auðvitað meðvitað að hengja hvert annað í smáatriðunum - en kannski er það meira til gamans gert? Spurð um hugsjónir, byggja þær á mannréttindum og gagnkvæmri virðingu sem þau stunda sjálf, þvi þrátt fyrir hávær rifrildi á fundum vinna þau saman á öðrum vettvangi að mikilvægum verkefnum. Vinstri menn í MA segjast vilja frið í heiminum sem byggir ekki á hræðslu við ógnarvopn heldur vináttu. Hægrimenn segja hinsvegar að aðeins hernaðarbanda- lög á borð við NATO geti skapað raunhæf- an frið í heiminum. Rætt var um gróða og græðgi. Hægri menn segja gróðavon eins manns geta komið öðrum til góða. „Hún knýr einstakl- inginn áfram," sagði einn. Vinstrimenn vilja á hinn bóginn ekki haftalaus við- skipti slíks manns, og trúa á aðrar mann- legar hvatir. Unga fólkið segir stjórnmálaumræðuna skemmtilega í MA og að hún geti, ef vel tekst til, komið í veg fyrir að nemendur verði gersamlega hugsjónalausir, sem er hörmulegt ástand. „Sumir segja: „Það er sami rassinn undir þeim öllum!“ En það er ekki rétt og til að komast að því þarf að vera með í umræðunni," segir vinstri maður. MA-ingarnir segja að stjórnmálafélög séu aftur á móti ekki leyfð í Verkmennta- skólanum á Akureyri. Ástæðan er að þeirra mati, að yfirvöld skólans, vilja koma í veg fyrir að pólitfsk innræting eigi sér stað. MA-ingar segja ótta um slíkt óraunhæfan. Lenin- og marxistar segjast ekki boða það sem forverar þeirra hafi gert i heimin- um, heldur aðeins vilja benda fólki á að lesa rit Lenins og Karls Marx. Einn eða tveir úr hópnum sögðust styðja Kastró og bendaá að Bandaríkjamenn hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til að eyðileggja byltinguna. Ha'gri menn hrista hausinn. Þetta unga fólk virðist kunna skil á mörgum og ólíklegustu málaflokkum, og orðræðan breytist ekki í heift þótt vissu- lega sé sá höggvinn sem vel við höggi ligg- ur. ■ Gunnar Hersveinn JENS Garðar Helgason talar um friðarbanda- lagið NATÓ. # Kúba síð- asta vígið og Pat Buchanan # Eldsnögg- ur að finna hentirök fyrir málstað # Hvítir, feitir miöaldra karlar ráða EINAR Þór Hafberg ber í borðið. Talið frá hægri; Edward H. Huij- bens, Baldvin M.H. Zari- eh, Sigurður Erlings- son, Ragnar Þór Péturs- son, Huginn Freyr Þor- steinsson og Jens Garð- ar Helgason. a

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.