Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 4
4 E FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ + DAGLEGT LIF Heimili sem gamlir' endurnýjast og nýir „STUNDUM finnst mér svo mikið til í heiminum af alls konar hlutum að það hafi eng- an tilgang að hanna nýja," segir Sigríður Sigurjónsdóttir hugsi. „Hugsið þið til dæmis aldrei um það þegar þið farið út með ruslið hvað það fellur mikið til af sorpi!" Aðrir við- staddir eru henni hjartan- lega sammála og ljósmynd- arinn hefur á orði að þegar hann, sem er reyndar hún, fer í útilegu reyni hún að hafa eins lítið af umbúðum með sér og frekast er unnt. „Ég held samt að ég sé að þessu af því þetta er svo gaman," bætir Sigríður svo við eftir svolitla stund. En hvað er það sem er svona gam- an? Jú, Sigríður hannar húsgögn og aðra nytjahluti í vinnustofu sinni í Reykjavík, þar sem hátt er til lofts og vítt er til veggja. Upp við einn vegginn er stór dragkista með djúpum en lág- um skúffum í fjórum röðum, sjö skúff- ur í hverri. „Ég keypti hana í Eng- landi og hélt að eftir að ég eignaðist hana yrði aldrei framar rusl hjá mér. Sjáðu svo bara." Ruslið er reyndar ekki meira en gengur og gerist á öðr- um vinnustöðum en þar er sífellt eitt- hvað nýtt að festa augað á. HEIMIll HÖNNUÐJ Tvö skrifborð sem hún hefur hannað standa á miðju gólfínu, úr tveimur bogadregnum álplötum með viðarplötu á milli. „Ég er sérstaklega ánægð með þetta borð," segir Sigríður og bendir á annað þeirra en borðplata þess er úr glærlakkaðri MDF plötu. ^^^^ A risastóru borði, sem einu sinni tilheyrði Lyfja- verslun ríkisins, liggja mjóir og langir baðskápar en Sig- ríður er einmitt að undirbúa sýningu sem á að opna, í tengslum við Listahátíð í Reykjavík, um mánaða- mót maí og júní. Sýningin verður hald- in í Klúbbi Listahátíðar í Loftkastalan- um. „Ég er svo hrifin af öllu sem er langt ogmjótt," segir hún og verður hugsi. „Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri vegna þess að maður er alinn upp við að það sé svo fallegt að vera hár og grannur. Annars veit ég það ekki." Svo berst talið að skúffusýningunni sem Sigríður hélt í fyrra í Galleríi Greip. „Mörgum myndlistarmönnum fannst ég verðsetja hlutina mína allt of lágt. Þetta voru aðallega litla skúff- ur og kannski er það spurning hvort líta eigi á þær sem myndlist eða hönn- un. Sjálf hugsaði ég um þær sem hluti sem fólk myndi nota og hefði efni á að kaupa." 1. Vera í fótbolta. 2. Verða ríkur og fótboltastjarna. 3. Eg verð að æfa og spara. Leti. Shja heima, bora í nefið, hreyfa ekki tá. Hvað á ég að gera, þá verð víst bara að sofa. Gunnlaugur Arnar Elíasson lOáraHamars- skóli, Vest- mannaeyjum Það sem mér finnst mikilvægast í lífinu er að eiga foreldra. 2. Mig langar að verða flugmaður. 3. Mig langar að verja lífinu mínu að vera læknir. II. HVAÐ FINNST ÞER MIKILVÆGAST FYRIR ÞIG NUNA? B2.HVER ER FRAM- TÍÐARÓSK/DRAUMUR/ VON ÞÍN? H3. TIL HVERS VILTU VERJA LÍFI ÞÍNU? ~~|. 't • • , L' ^)j jM |¦"-- "'í Ragnheiður Birna Guðnadótir 11 áraGrunn- skóli Siglufjarðar Mér finnst mikilvægast að standa mig í skólanum og í fótbolta og öðrum íþróttum sem ég er í. Framtíðarósk mín er að eignast hest og kannski ðnnur dýr. Draumur minn er að fara til útlanda og ég vona að ég ferðist mikið og fari til annarra landa og kynnist öðrum löndum og öðrum tungumálum. Ég ætla í menntaskóla og flyrja kannski til Akureyrar eða Reykjavíkur þegar ég er orðin stærri. Hjalti Þór Guðmundsson 12ára Setbergsskóli, Hafnarfirði Ég á heima á íslandi og í „stórborginm" Hafnarfirði. Pabbi minn er tannlæknir og mamma er kennari. Ég á þrjá bræður og eina systur (eins og stendur). Ég hef mikinn áhuga á fótbolta, skátum, frímerkjasöfnun og myndlist. Tveir bestu vinir mínir heita Kolbeinn og Eyvindur. Eg vona að ég verði heilbrigður og ég leiði eitthvað gott af mér í framtiðinni. Ég ætla mér í háskóla og vera vel mennt- aður. Ég vil eignast fjölskyldu og verja ævinni með henni, en einn- ig verða læknir eða viðskiptafræðingur. ^^ FLEST eiga sér háleita drauma JSP og ætla sér mikið í lífinu. Þau i- - ¦ vilja frið á jörð og óska þess ' ! að alnæmi heyri brátt sögunni ; J til. Umhverfisvernd er þeim Ui ofarlega í huga, þau telja heils- | S una, fjölskylduna og vinina það ", f mikilvægasta í lífinu og allmörg 38 ætla að verða íþróttastjörnur ;S þegar þau verða stór. í hnot- ;B skurn er framangreind lýsing 5 niðurstaða úr dagbókum og ^™ sjálfsmyndum tvö þúsund 10 til 12 ára barna á Norðurlöndum, auk heimildarsjónvarpsmynda um tuttugu þeirra. Á farandsýningunni „Horfðu í augun á sjálfum þér", sem opnuð verður á morgun, laugardaginn 11 maí, í Ráðhúsinu, gefst gestum og gangandi kostur á að skyggnast inn í hugarheim ungmennanna. Sýningin er afrakstur samnorræns verkefnis, sem Norræna ráðherranefndin setti á laggimar og fjármagnaði sem eitt af framlögum sínum til barnamenn- ingar árið 1995. SJónvarpsþœttir og sjálfsmyndlr Skipulagning sjónvarpshluta verk- efnisins var í höndum yfirmanns barna- og unglingadeilda norrænu ríkissjónvarpsstöðvanna, sem hver sá um gerð heimildarmynda um fjög- ur börn í heimalandi sínu. Hver mynd átti að vera 10 mínútna löng og markmiðið að varpa ljósi á líf barnanna, störf og leiki, daglegar venjur, skoðanir, framtíðarsýn og sitthvað fleira. Myndlist er veigamik- ill liður í verkefninu og var myndlist- armanni frá hverju landi falið að hafa umsjón með þeim þætti. Gréta Mjöll Bjarnadóttir, formaður Félags íslenskra myndlistarkennara, tók að sér að sjá um þá hlið mála, en Sigríð- ur Ragna Sigurðardóttir, dagskrá- fulltrúi sjónvarpsefnis fyrir börn hjá Sjónvarpinu, hafði umsjón með sjón- varpsþáttunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.