Morgunblaðið - 10.05.1996, Side 5

Morgunblaðið - 10.05.1996, Side 5
4 E FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 E 5 KOD’AK fcPZ STcplflbrú r3ts(zréttatiffjor): 3JA RÉTTA MÁLTÍD nl.!)(>(), Veitingastaduk vid Austihvöll • Bordapantanir í síma 5624455 ENDURNÝTING og útsjónasemi einkenna heimili Sigríðar. Sykurinn er til dæmis geymdur í málningardós sem málning var þó aldrei sett í og á einum króknum á eldhúshillunni hangir „chilipiparfesti". Á framhlið hurðanna á baðskápunum, efst til hægri, sem Sigríður hefur hannað fyrir sýninguna í Loftkastalanum, er gólfdúkur í björtum og sterkum litum. sem gamlir hlutir endurnýjast og nýir njóta sín „STUNDUM finnst mér svo mikið til í heiminum af alls konar hlutum að það hafi eng- an tilgang að hanna nýja,“ segir Sigríður Siguijónsdóttir hugsi. „Hugsið þið til dæmis aldrei um það þegar þið farið út með ruslið hvað það fellur mikið til af sorpi!“ Aðrir við- staddir eru henni hjartan- lega sammála og ljósmynd- arinn hefur á orði að þegar hann, sem er reyndar hún, fer í útilegu reyni hún að hafa eins lítið af umbúðum með sér og frekast er unnt. „Ég held samt að ég sé að þessu af því þetta er svo gaman,“ bætir Sigríður svo við eftir svolitla stund. En hvað er það sem er svona gam- an? Jú, Sigríður hannar húsgögn og aðra nytjahluti í vinnustofu sinni í Reykjavík, þar sem hátt er til lofts og vítt er til veggja. Upp við einn vegginn er stór dragkista með djúpum en lág- um skúffum í fjórum röðum, sjö skúff- ur í hverri. „Eg keypti hana í Eng- landi og hélt að eftir að ég eignaðist hana yrði aldrei framar rusl hjá mér. Sjáðu svo bara.“ Ruslið er reyndar ekki meira en gengur og gerist á öðr- um vinnustöðum en þar er sífellt eitt- hvað nýtt að festa augað á. Tvö skrifborð sem hún hefur hannað standa á miðju gólfinu, úr tveimur bogadregnum álplötum með viðarplötu á milli. „Ég er sérstaklega ánægð með þetta borð,“ segir Sigríður og bendir á annað þeirra en borðplata þess er úr glærlakkaðri MDF plötu. A risastóru borði, sem einu sinni tilheyrði Lyfja- verslun ríkisins, liggja mjóir og langir baðskápar en Sig- __________ ríður er einmitt að undirbúa sýningu sem á að opna, í tengslum við Listahátíð í Reykjavík, um mánaða- mót maí og júní. Sýningin verður hald- in í Klúbbi Listahátíðar í Loftkastalan- um. „Ég er svo hrifin af öllu sem er langt og rnjótt," segir hún og verður hugsi. „Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri vegna þess að maður er alinn upp við að það sé svo fallegt að vera hár og grannur. Annars veit ég það ekki.“ Svo berst talið að skúffusýningunni sem Sigríður hélt í fyrra í Galleríi Greip. „Mörgum myndlistarmönnum fannst ég verðsetja hlutina mína allt of lágt. Þetta voru aðallega litla skúff- ur og kannski er það spurning hvort líta eigi á þær sem myndlist eða hönn- un. Sjálf hugsaði ég um þær sem hluti sem fólk myndi nota og hefði efni á að kaupa." HEIMILI HÖNNUÐAR Sigríður tók BA próf frá West Sur- rey Collage of Art and Design í Eng- landi fyrir nokkrum árum í því sem á ensku heitir „3-D Design“ eða þrívídd- arhönnun. Þegar hún var í skólanum vann hún fyrst og fremst með gler en nú segist hún hafa gaman af að vinna með sem fjöl- breyttast efni. Eftir að hún kom heim frá námi vann hún töluvert með leikmynd- ir, aðallega fyrir kvikmynd- ir, en hefur síðan snúið sér að hönnun húsbúnaðar. Hún hefur reyndar ekki sagt alveg skilið við kvikmyndirnar því hún er í hálfri stöðu hjá Kvik- myndasjóði. Gestirnir sitja þrefalt lengur Ef margt er að sjá á vinnustofunni slær heimili Sigríðar og Halldórs Lár- ussonar, sambýlismanns hennar, henni svo sannarlega við en þangað lá leiðin þegar vinnustofan hafði verið „tekin í gegn“. Sigríður býður gestum sínum dýr- indis veitingar, þurrkaðar perusneiðar, döðlur og jarðarber, mascarpone-ost og kex, kaffi og sódavatn. „Hafiði smakkað þennan nýja ost,“ segir hún um leið og hún rífur álþynnuna af ostinum. „Hann er eins og smjör - DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF Eins og fram kom í sjónvarps- myndinni hefur Andri í mörgu að snúast og á mörg áhugamál. Námið og kórstarfið tekur drjúg- an tíma. Hann lærir á hljómborð í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og hefur gaman af tölvuleikjum. Hann segist þó ekki nota PC- heimilistölvuna eingöngu sem leikjatölvu, því hún komi líka að miklu gagni við námið. Þar sem Andri ætlar að verða leikari þegar hann verður stór fannst honum ágætis æfing að fá að taka þátt í sjónvarpsmyndinni. I henni var hann spurður ýmissa spurninga, t.d. um skattamál, hvort hann vildi verða forsætis- ráðherra og hver væri uppáhalds leikkonan hans. Hann segist hafa svarað eitt- hvað á þá leið að nauðsynlegt væri að lækka skatta, forsætisráð- herra vildi hann ekki verða enda hefði hann engan áhuga á stjórn- málum og Pamela Anderson væri uppáhaldsleikkonan sín. Aðspurð- ur hvort Pamela sýndi mikil list- ræn tilþrif í Strandvörðum viður- kenndi Andri að líklega héldi hann bara svona upp á hana því hún væri svo rosalega sæt og löguleg kona. o FLEST eiga sér háleita drauma ■JP og ætla sér mikið í lífinu. Þau ■ vilja frið á jörð og óska þess Z að alnæmi heyri brátt sögunni 12 til. Umhverfisvemd er þeim lii ofarlega í huga, þau telja heils- E una, fjölskylduna og vinina það S mikilvægasta í lífinu og allmörg ætla að verða íþróttastjörnur þegar þau verða stór. í hnot- 5 skurn er framangreind lýsing 3 niðurstaða úr dagbókum og ® sjálfsmyndum tvö þúsund 10 til 12 ára barna á Norðurlöndum, auk heimildarsjónvarpsmynda um tuttugu þeirra. Á farandsýningunni „Horfðu í augun á sjálfum þér“, sem opnuð verður á morgun, laugardaginn 11 maí, í Ráðhúsinu, gefst gestum og gangandi kostur á að skyggnast inn í hugarheim ungmennanna. Sýningin er afrakstur samnorræns verkefnis, sem Norræna ráðherranefndin setti á laggirnar og fjármagnaði sem eitt af framlögum sínum til barnamenn- ingar árið 1995. SJónvarpsþættlr og sjálfsmyndir Skipulagning sjónvarpshluta verk- efnisins var í höndum yfirmanns barna- og unglingadeilda norrænu ríkissjónvarpsstöðvanna, sem hver sá um gerð heimildarmynda um fjög- ur börn í heimalandi sínu. Hver mynd átti að vera 10 mínútna löng og markmiðið að varpa ljósi á líf barnanna, störf og leiki, daglegar venjur, skoðanir, framtíðarsýn og sitthvað fleira. Myndlist er veigamik- ill liður í verkefninu og var myndlist- armanni frá hveiju landi falið að hafa umsjón með þeim þætti. Gréta Mjöll Bjarnadóttir, formaður Félags íslenskra myndlistarkennara, tók að sér að sjá um þá hlið mála, en Sigríð- ur Ragna Sigurðardóttir, dagskrá- fulltrúi sjónvarpsefnis fyrir börn hjá Sjónvarpinu, hafði umsjón með sjón- varpsþáttunum. Leikur í Sjálfsmyndir barna á sýningunni „Horfðu í augun á sjálfum þér“ NEMENDUR í Setbergsskóla i Hafnarfirði með sjálfsmyndir sinar. Sigríður Ragna segir að hver sjón- varpsstöð hafi fengið ígildi einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna frá Norrænu ráðherranefndinni til að gera fjórar stuttmyndir um jafnmörg börn, sem búa við ólíkar aðstæður og núna sé verið að sýna myndirnar, sem eru tuttugu talsins, á öllum nor- rænu stöðvunum. Sýningin, sem á danska tungu nefnist Se dig selv i öjnene var opn- uð með pomp og pragt í MF Kron- borgarfeijunni 4. mars síðastliðinn, sem hluti af menningarhátíð Kaup- mannahafnarborgar. Þar voru kynnt margvísleg málefni sem snerta börn og áhugasvið þeirra. Sjálfsmyndir þátttakenda og dagbækur skipuðu veglegan sess og sjónvarpsmyndirn- ar voru til sýnis á myndbandi. Að sögn Sigríðar Rögnu og Grétu Mjall- ar verður sýningin í Ráðhúsinu ná- kvæmlega eins uppbyggð. Eitt hundrað íslenskir þátttakendur Gréta Mjöll segir að undirbúning- ur myndlistarþáttar verkefnisins hafi tekið dijúgan tíma, en verið afar skemmtilegt viðfangsefni. „Fyrst þurfti að velja þátttakendur í samvinnu við kennara og dagskrár- gerðarmenn sjónvarpsins. Við urð- um að hafa í huga að hóparnir sýndu landfræðilega breidd. Við fengum samtals um 100 nemendur úr 5. bekk Foldaskóla í Reykjavík, Set- bergsskóla í Hafnarfirði, Hamars- skóla I Vestmannaeyjum og Grunnskóla Siglu- fjarðar. Einn úr hveijum bekk var síðan valin í sj ónvarpsmyndirnar. Krakkarnir hafa unnið frá því í haust að dag- bókum, þar sem þau svara þremur spurning- um og hafa eina blaðsíðu til að tjá sig í rituðu máli. Svörin voru vita- skuld margvísleg og misítarleg, en í heildina gefa þau nokkuð glögga mynd af æskunni." Kraftmikil í tjáningu Samhliða skriftunum, sem fóru fram í íslenskutímum, máluðu nem- endur myndir af sjálfum sér í mynd- menntatímum. Gréta Mjöll segir að verk íslensku krakkana hafi vakið sérstaka athygli á sýningunni í Kaupmannahöfn. „Sterk áhrif ís- lenskrar náttúru koma fram í mynd- um þeirra, þau eru kraftmikil í list- rænni tjáningu og hjá þeim ríkir óvenjumikil litagleði." I tengslum við sýninguna var gef- in út bók með ljósmyndum og sjálfs- myndum fjögurra barna frá hverju landi, broti úr dagbókum þeirra og kynningu á löndunum. Bókin verður til sýnis og sölu á sýningunni, en þar kennir ýmissa grasa, t.d. geta gestir spreytt sig á tölvuleik, sem tengist verkefninu. Gréta Mjöll telur að vel hafi tekist til á sýningunni í Kaupmannahöfn og ekki ástæða tii að ætla annað en börn og fullorðnir hópist í Ráðhúsið frá og með morg- undeginum til 24. maí, er sýningunni lýkur. ■ vþj sjónvarpsmynd og flytur opnunarræðu ANDRI Ómarsson, nemi í 7. bekk Set- bergsskóla í Hafnar- firði, er einn fjögurra íslenskra þátttakenda, sem valinn var í sjón- varpsmynd. Hann mun jafnframt opna sýn- inguna á laugardag- inn og er að skrifa ræðu af því tilefni. „Ég ætla bara að stikla á stóru um sjón- varpsþættina, segja örlítið frá verkefninu og bjóða gesti vel- komna,“ segir Andri, sem einu sinni áður hefur troðið uppi í Ráð- húsinu. „Ég söng með unglingakór Hafnarfjarðarkirkju og var eini strákurinn í hópnum. Ossur Skarp- héðinsson, þáverandi umhverfis- ráðherra, þakkaði „stúlkunum“ kærlega fyrir sönginn og ég varð óskaplega móðgaður." 1. Vera í fótbolta. 2. Verða ríkur og fótboltastjarna. 3. Ég verð að æfa og spara. Leti. Sitja heima, bora í nefið, hreyfa ekki tá. Hvað á ég að gera, þá verð víst bara að sofa. Það sem mér finnst mikilvægast í lífinu er að eiga foreldra. 2. Mig langar að verða flugmaður. 3. Mig langar að verja lífinu mínu að vera læknir. II. HVAÐ FINNST ÞER MIKILVÆGAST FYRIR ÞIG NUNA? B2.HVER ER FRAM- TlÐARÓSK/DRAUMUR/ VON ÞÍN? B3. TIL HVERS VILTU VERJA LÍFI ÞÍNU? SIGRÍÐUR, hér með jörðina í eyrunum, fékk Eggið rauða, eftir Arne Jacobsen, á húsgagnaumboðssölu fyrir i sjö þúsund krónur. Sófaborðið ^ hannaði Sigríður að sjálfsögðu sjálf. hann er svo mjúkur. Ég elska smjör.“ Svo lagar hún kaffi í espressovél á gaseldavél. „Viltu annars ijóma út í kaffið? Ég á ekkert annað. Mér finnst ijómi svo góður líka.“ Síðan er sest í dúnmjúkan, gráan sófa og allir hafa það gott nema ljósmyndarinn, sem smellir af myndum í gríð og erg. „Maður losnar ekki við gesti sem setjast í þennan sófa,“ segir hún kímin. „Gestir eru svona þrefalt leng- ur hér eftir að ég fékk hann.“ Á móti mjúka sófanum er blár sófí sem Sigríður fékk frænda sinn og bólstrara á Akranesi, Gunnar Gunnarsson, til að smiða fyrir sig. „Ég fékk hann til að smíða bláa sófann fyrir mig vegna þess að það stóð til að ég missti þenn- an gráa. Sófinn er æðislegur, svo lang- ur og djúpur að tveir geta auðveldlega legið saman í honum.“ Ragnar Sigurðsson 11 ára Foldaskóli, Reykjavík Gunnlaugur Arnar Elíasson 10 ára Hamars- skóli, Vest- mannaeyjum Ragnheiður Birna Guðnadótir 11 ára Grunn- skóli Siglufjarðar Mér finnst mikilvægast að standa mig í skólanum og í fótbolta og öðrum íþróttum sem ég er í. Framtíðarósk mín er að eignast hest og kannski önnur dýr. Draumur minn er að fara til útlanda og ég vona að ég ferðist mikið og fari til annarra landa og kynnist öðrum löndum og öðrum tungumálum. Ég ætla í menntaskóla og flytja kannski til Akureyrar eða Reykjavíkur þegar ég er orðin stærri. Iljalti Þór Guðmundsson 12 ára Setbergsskóli, Hafnarfirði Ég á heima á Islandi og í „stórborginni" Hafnarfirði. Pabbi minn er tannlæknir og mamma er kennari. Ég á þrjá bræður og eina systur (eins og stendur). Ég hef mikinn áhuga á fótbolta, skátum, frimerkjasöfnun og myndlist. Tveir bestu vinir mínir heita Kolbeinn og Eyvindur. Eg vona að ég verði heilbrigður og ég leiði eitthvað gott af mér í framtíðinni. Ég ætla mér í háskóla og vera vel mennt- aður. Ég vil eignast fjölskyldu og veija ævinni með henni, en einn- ig verða læknir eða viðskiptafræðingur. Úr gömlu mötuneyti íbúðin er rúmgóð stúdíóíbúð án inn- veggja. fyrir utan þá sem stúka salern- ið af. Á gólfinu eru tréborð sem þau Sigríður og Halldór lögðu sjálf. Hall- dór, sem kemur heim sem allra snöggvast, segist hafa borið kalklút á gólfborðin og Sigríður bætir við að Halldór þvoi alltaf gólfin því það sé svo erfitt. Hann noti einhveija sérstaka sápu sem hann skilji eftir á borðunum og hún hlífi þeim. í einu horni íbúðarinnar er eldhús- ið, sérstakt og „öðruvísi". „Ég keypti hilluna úti í Engþandi og setti hana upp í eldhúsinu. Ég sagði við Hall- dór að okkur vantaði eitthvað til að setja undir hana. Svo ég var við það að sofni kvöldið mundi ég allt í einu eftir að hafa séð þessar inn- réttingar, sem eru úr gömlu mötuneyti, í sama húsi og vinnustofan mín er.“ Það var auðsótt mál að fá innréttinguna enda hafði hún verið ónotuð um nokkra hríð og enginn hafði sýnt henni minnsta áhuga. Nú hefur hún fengið nýjan til- gang og svo sannarlega fer hún vel við gólfborðin og ísskápinn sem Sigríð- ur sprautaði grænan. ■ María Hrönn Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.