Morgunblaðið - 10.05.1996, Page 7

Morgunblaðið - 10.05.1996, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 E 7 DAGLEGT LÍF • TARGETTI sýndi snilld sína í gerð Ijóskastara eins og sjá má t.v. Ljósin frá Artemide voru af ýmsum toga. Þeir kynntu t.d. nýja línu þar sem ljósið er í aðalhlutverki, en lamparnir eru hafðir einfaldir og látlausir. • BROS kynnti húsgagnalínu, t.v., sem svipar mikið til skandin- -----------------------;-------------- avískrar hönnunar; ljós viður og einföld form. Léttleiki og • BOFFI sýndi nýstárleg og sér- einfaldleiki var áberandi hjá Halifax, t.h. kennileg húsgögn sem vöktu óskipta athygli sýningargesta. Litadýrð í stílhreinni hönnun og einföldum formum húsgagna EIN stærsta húsgagnasýning heims, Salone internazionale dei Mobili, var haldin í Mílanó á Ítalíu dagana 18.-22. apríl sl. Um er að ræða árlegan viðburð í Mílanó, en sýningin er kunnust fyrir að sýna allar nýjungar sem eiga sér stað í húsgagnahönnun. Húsgögnin á sýningunni eru ann- að hvort nýkomin í framleiðslu eða eru einungis módel eða prótótýpur sem eiga enn eftir venjulegt fram- leiðsluferli. Þarna er púlsinn á markaðnum kannaður og nýjung- arnar kynntar framleiðendum, hönnuðum, seljendum og öðrum innan þessa geira. Þetta var í þrí- tugasta og fimmta skiptið sem þessi sýning var haldin og var almennt mat manna að hún hafi verið með glæsilegásta móti í ár. Fyrirtækin lögðu mikið upp úr glæsilegum sýn- ingarbásum og uppstillingum og eftir íjárhagslega lægð á Ítalíu virð- ist líf vera glæðast hjá húsgagna- framleiðendum. Plastið sækir í sig veðrið Húsgagnasýningin greindist að- allega í þrjá hluta; eldri húsgögn, nýtískuleg húsgögn og hönnunar- húsgögn. Með síðasta liðnum er átt við það allra nýjasta í húsgagna- hönnun í dag. Sá hluti var stærstur í ár en það hefur breyst á undan- förnum árum því áður fyrr var þessi hluti frekar lítill. Það þótti áberandi nú hversu mikill léttleiki var í öllum nýju hús- gögnunum, bæði hvað varðar form, íjfni og liti. Formin eru einföld og hönnunin stílhrein. Litir eru ljósir og ál og viður, svo sem askur og birki, voru áberandi víða. Einnig einkenndi litadýrð sýninguna, eink- um í sófum og stólum. Sófafram- leiðendur lögðu mikið upp úr breyttu úrvali áklæða allt frá hrein- um, ljósum náttúrulitum upp í gífur- lega litaflóru. Plastframleiðslan sækir sífellt í sig veðrið og mikið var um skemmtilega stóla og hús- gögn úr plasti í mörgum litum og gerðum. Það er ánægjulegt að sjá húsgagnaframleiðsluna meðataka piastefnin í síauknum mæli þar sem ekki lengur verður horft fram hjá þeim frábæru möguleikum sem það hefur upp á að bjóða. Athygli vakti að framleiðendur halda sig við ein- föld form í hlutlausum litum, en krydda með einstökum húsgögnum líkt og að setja punktinn yfir i-ið. Næturlíf í blóma Það er einstakt að vera í Mílanó á meðan húsgagnasýningin stendur yfir. Borgin iðar af lífi og öll hótel eru full af áhugasömu fólki sem er komið til að sjá sýninguna. En það er ekki bara sýningin sem trekkir að. Um leið og sýningarsvæðinu er lokað opnast dyr næturlífsins hjá hönnunarfyrirtækjunum í borginni. Opnanir og kokteilar eru víðs vegar um borgina hjá helstu sýnigarsölun- um sem keppast við að hafa uppá- komurnar sem glæsilegastar og frumlegastar. Margirtelja að mestu nýjungamar séu til staðar einmitt á þessum opnunum að kvöldlagi, en ekki á sýningunni sjálfri. Reynd- ar er mjög líklegt að hitta fyrir ein- hvem af frægustu hönnuðum í heiminum í dag, þar sem margir þeirra eru í Mílanó á þessum árs- tíma. Það er auðvelt að komast að því hvar og hvenær þessar opnanir eru haldnar. í ár var hægt að fá bækl- ing þar sem allar opnanir voru skráðar með upplýsingum, auk þess sem þær voru kyrfilegar merktar. Það er óhætt að segja að fyrir áhugafólk í hönnun er Mílanó sér- staklega skemmtileg um þetta leyti. Þegar er búið að ákveða tímann fyrir næstu sýningu; 9.-14. apríl 1997. ■ Sigríður Heimisdóttir MEÐ AUGUM LANDANS Einelti er alls staðar vandamál Q Z Rúna Guðmundsdóttir hefur undanfarið ár búið með fjölskyldu sinni í Hull á austurströnd Englands, þar sem hún stundar fyrirtækjarekst- ur ásamt eiginmanni sínum, Heimi Karlssyni. J EINELTI er ekkert annað en ein tegund ofbeldis; óheilbrigð eða ^SJ jafnvel sjúkleg hegðun. ^ Hér í Englandi er ein- 1 elti í skólum (e. bully- I | ing) rætt með reglulegu ■■H millibili. Umræðan um I vandamál í samfélaginu f ■ hér er miklu opnari en I ■ J við íslendingar eigum y J að venjast og laus við þá yfirborðsmennsku sem einkennir hana á íslandi. Hér fær al- menningur að sjá raun- veruleikann, ekki bara innantómar fyrirsagnir. WViðtöl eru tekin í fjöl- miðlum við alla málsað- ila, þá sem leggja í ein- elti, fómarlömb, for- eldra og sérfræðinga. Þegar allir eru meðvitaðir um hvað einelti raunvemlega er, ætti að vera auðveldara að uppræta það. Einelti er langvarandi ofbeldi, sálar- eða líkamlegt, af völdum einstalings eða hóps og er beint að einstaklingi sem er ófær um að veija sig. Einelti er munnlegt eða líkamlegt og eru afleiðingarn- ar lítið eða ekkert sjálfsmat og tilfinningalegt og/eða félagsleg vanlíðan. Börn sem verða fyrir ein- elti líða mörg hver sálarkvalir. Þau eiga oft erfitt með að einbeita sér að námi, fá hræðslu- og kvíðaköst og sum börn treysta sér ekki til að sækja skóla. Mörg þeirra hlaup- ast að heiman, en alvarlegustu afleiðingar eineltis er sjálfsvíg fórnarlamba. Börn sem eiga við námserfíð- leika að stríða eða á einhvern hátt stinga í stúf við fjöldann eru lík- legri til að verða fyrir einelti, því þá hafa kúgararnir (e. bullies) af- sökun fyrir hegðun sinni. Enskir sérfræðingar tala um einelti á öll- um stigum skólaferlisins og meira að segja að börn frá þriggja ára aldri leggja jafnaldra sína í ein- elti. Þetta vandamál er sífellt að aukast og eiga forskólakennarar í erfiðleikum með að ráða við það. Rannsóknir sýna að sé ekki tekið á þessu sem allra fyrst geti það leitt til enn erfiðari og alvarlegri hegðunarvandamála er börnin eld- ast, jafnvel til afbrota. Sérstök hjálparsamtök Hér í Englandi aðstoða sérstök hjálparsamtök fórnarlömb eineltis og foreldar þeirra. Forsvarsmenn hjálparsamtakanna segja að til þeirra berist um 3.000 símtöl á ári frá foreldrunum. Fjöldi foreldra forskólabarna sem leita til þessara hjálparsamtaka eykst stöðugt. Sérfræðingar undrast mjög sí- versnandi hegðun svo ungra barna •og telja að foreldar kenni ekki bömum sínum viðunandi hegðun. Margir kennarar segjast ekki geta stöðvað þetta vandamál vegna þess hve erfítt sé að fá for- eldrana til að viðurkenna að börn þeirra eigi við hegðunarvandamál að stríða. Kennarar þora ekki að taka hart á sökudólgunum því for- eldrar komi jafnharðan og mót- mæla og væna þá um áreitni. Oft og tíðum verða kennararnir sjálfír fyrir barðinu á nemendum og ekki alls fyrir löngu átti sá hörmulegi atburður sér stað að skólastjóri var myrtur af nemanda er hann reyndi að koma í veg fyrir ofbeldi meðal nemenda á skólalóð. Kennarar og skólayfirvöld eru sökuð um að sópa þessum vanda- málum undir teppið og láta sem þau séu ekki til. Ungir kennarar kvarta yfír því að þeim sé ekki kennt að koma á aga í skóalstof- unni og viðhalda honum. Þeim sé aðeins sagt að ekki megi taka með ákveðni á börnunum, heldur beri að virða þau og ekki má segja óþægu barni að gera eitthvað sem það ekki vill, því ef það neitar þá gæti kennarinn litið kjánalega út fyrir framan hina nemendurna. Með öðrum orðum þeir eiga að hrósa góðri hegðun og láta sem þeir sjái ekki slæma hegðan. Hvernig má það vera, að fólki sem á að hafa vit fyrir börnunum og á að koma þeim til manns í samfélagi detti í hug að hægt sé að rökræða við börn eins og um þróunarkenningar Darwins væri að ræða? Það þarf ekki alltaf að vera rétta aðferðin að setjast niður með barni, sem stöðugt truflar kennslu eða ræðst á önnur börn, og rökræða við það. Oftar en ekki er það bara einfaldlega hreinrækt- uð óþekkt og þá þarf barnið ekki sálfræðimeðhöndlun, heidur að skilja á einfaldan máta að það hegði sér á rangan hátt. Einelti er ekki nauðsynlegur þáttur í að þroskast heldur dregur það úr jafnrétti barnanna til menntunar. Til að koma í veg fyr- ir einelti þarf að taka alvarlega á þessum málum. T.d. ætti að setja inn í námsefnið sérstakan þátt um mannleg samskipti, þar sem m.a. er lögð áhersla á einelti og þá stað- reynd að við erum ekki öll eins, en eigum þó skilið virðingu. Hertar reglur Englendingar eru að herða allar reglur og liggur fyrir að setja ný lög sem munu auka ábyrgð for- eldra og nemenda. Margvíslegar ráðstafanir verða gerðar og t.d. verður fjöldi þeirra daga sem reka má nemanda úr skóla vegna slæmrar hegðunar aukinn úr 15 dögum í 45 daga á ári. Það þarf að kenna börnum frá unga aldri að bera virðingu fyrir öðrum. Foreldrar þurfa að gera þeim ljóst hverjir það eru sem stjórna. Að aga böm hefur ekkert með áreitni eða þvingun að gera. Það er langur vegur frá því að misþyrma barni og að kenna því viðeigandi hegðun og hlýðni. Þegar barnið hefur reglur og veit hvað má og hvað ekki finnur það öryggi. Sagan um manninn sem sat í strætisvagni og sá þar konu nokkra sitja með fremur ódælt barn sitt segir meira en mörg orð. Fyrir aftan þau sat eldri kona. Bamið rak sífellt út úr sér tunguna fram- an í konuna og á milli þess skyrpti það f átt að henni. Móðirin lét sem hún tæki ekki eftir neinu. Að lokum fór svo að eldri konuna brast þoiin- mæðina og bað móðurina að stöðva barnið. Svaraði þá móðirin því til að hún skammaði ekki barnið, því það væri alið upp með frjálsi að- ferð og því væri rangt að hefta það. Þegar kom að næstu biðstöð, stendur maðurinn upp til að fara úr vagninum og er hann gengur framhjá móðurinni stoppar hann, hrækir framan í hana og segir: „Ég var líka alinn upp með frjálsri að- ferð.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.