Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 8
8 E FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF Islenskt hnoss til þess að vera stolt af *J2 ÁHUGI á menningararfínum ft er mikill nú þegar tuttugasta j öldin er brátt á enda og senni- ¦I lega hefur hann ekki verið <( meiri lengi. Fjöldi manns, karl- i$ ar og konur á öllum aldri, hefur pússað rykið af gömlu handverki og blandað því saman við nútímavinnubrögð svo úr verður hugmyndarík samsuða þess gamla ogþess nýja. I nýju galleríi í Hlaðvarpanum á Vesturgötu í Reykjavík, Galleríi Hnossi, gefur að ííta fjölbreytilegt handverk og listsköpun tveggja bræðra og fjögurra kvenna. Fyrir skömmu hituðu þau fjallagrasate og settu kandís í skálar og buðu gestum og gangandi í heimsókn. 011 voru þau í vinnugallanum og sýndu gestiim sínum hvernig þau færu að meðan kandísinn var bruddur saman við beiskt grasateið • að gömlum sið. Lífsþrótturinn teygaAur Edda Jónsdóttir er aldursforset- inn í hópnum, rúmlega sjötug korn- ung kona. „Ég er að ná mér í yng- ingarlyf, ég teyga úr þeim lífsþrótt- ínn," segir hún. Edda hannar töskur og belti, aðallega úr hreindýraleðri og fisk- roði. „Ég er kjólameistari en þegar ég var 62 ára fór ég í uppeldis- og kennslufræði og starfaði síðan sem ?. barnakennari þar til ég varð sjö- tug," segir hún. Fyrir tæpum þremur árum fór hún á námskeið hjá danskri konu til að læra belta- og töskugerð og síðan hefur hún verið að þróa sína eigin aðferð til að ná fram persónu- legum einkennum. „Það er svo gam- an að snúa svona við blaðinu og prófa nýja og nýja hluti," segir hún og strýkur létt yfir tösku úr dún- mjúkum feldi af útsel. Ingibjörg Hjartardóttir vinnur með steint gler. „Ég byrjaði sjálf að prófa mig áfram með glerið," segir hún. „Maðurinn minn var í siglingum j)g þurfti stundum að stansa lengi í höfnum erlendis. Þá ¦*- notaði hann tímann til að leita að fólki sem væri að vinna með gler og í einni siglingunni til Bandaríkj- anna fann hann gamla konu sem var bæði með vinnustofu og gall- erí. Hún kenndi honum og hann kenndi mér. Ég hef lært mikið af þessari konu en samt hef ég aldrei séð hana." Ingibjörg lærði einnig í Listagleri og hjá Jónasi Braga Jón- assyni og er nú farin að kenna sjálf bæði hjá Námsflokkum Reykjavíkur og hjá eldri borgurum í Bólstaðar- hlíð. Þá segir Ingibjörg að þau stall- systkinin hafi hug á að bjóða hand- verksfólki af landsbyggðinni að- stöðu í galleríinu til að koma sér og verkum sínum á framfæri í höf- uðborginni. Hveralelr og ferskur sjávarllmur Elke Mohrmann, frá Þýskalandi, kom fyrst til íslands fyrir tíu árum, heillaðist af landinu og settist að. Hún notar afar sérstakan efnivið í listsköpun sína - hveraleir í öllum mögulegum litatónum. „Ég fór einu sinni í útilegu í Reykjadal inn af Hveragerði og tók þá eftir því hvað litirnir í hverunum eru faílegir," " segir hún. Hún fór að prófa sig áfram með að lita með leirnum og eftir nokkurn tíma fóru tilraunir hennar að skila sér. „Ég nota leir- inn eins og hann kemur fyrir og blanda hann bara með vatni." Þetta hljómar einfalt en það er þó ekki sama hvernig pensill er notaður eða á hvaða pappír er málað. Og nú er * hún farin að þreifa fyrir sér með GERÐA Hlöðversdóttir litar pappír m.a. með gömlum ullarlitunaraðferðum. KVÓTALAUS þorskur úr Smugunni, gerður úr gleri & og vir sem Ingibjörg notar 1 gjarnan saman. Morgunblaðið/Ásdís „VIÐ erum fólk sem hefur laðast hvert að öðru í þessu lil'i eða öðrum," segir Ingibjörg Hjartar- dóttir. EDDA Jónsdóttir segist teyga lífsþróttínn úr félög- um sínum. PÁLL Kristiánsson smíðar beltissylgju yfir eldi en bróðir hans Bjarni Þór sker Hnoss út í rekaviðardrumb. „RAUÐI liturinn er mjög sterkur," segir Elke Mohrmann, sem hér litar pappír með hveraleir. að búa til ramma utan um myndirn- ar sínar úr spýtum sem hún finnur í fjörum. Gerða Hlöðversdóttir vinnur úr handgerðum pappír sem hún býr sjálf til. Hún segist reyna að kom- ast hjá því að nota „kemísk" efni en notar þess í stað umhverfisvæn- an efnivið. Pappírinn notar hún síð- an til að búa til bækur auk þess sem hún hefur búið til pappírsílát með sömu aðferð og póstkort voru saumuð saman fyrr á tímum. Gerða lauk prófi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla íslands fyrir sex árum og síðan má segja að hún hafí verið að þróa aðferðir til að búa til pappír sem henni hent- ar. Hún hefur meðal annars notað sömu aðferðir við pappírslitunina og notaðar voru áður fyrr til að lita ull. „Ég nota til dæmis hreindýra- mosa og birkilauf en það verður að fara varlega þegar jurtirnar eru tíndar því það má ekki ganga of nærri gróðrinum," segir Gerða og ber pappírsörk upp að vitum sér. „Ég notaði þara í þennan pappír," segir hún svo og. leggur örkina, hvíta með svörtum yrjum, frá sér. Blaðamaður stenst ekki mátið og lyktar af pappírnum líka, og viti menn, af honum er ferskur sjávar- ilmur. Hnoss, dóttlr Freyju Bræðurnir Bjarni Þór og Páll Kristjánssynir vinna saman að eld- smíði. Hana lærðu þeir hjá Danan- um Thomasi Nörregard, sem hingað hefur komið undanfarin þrjú ár og kemur í fjórða skipti nú í sumar til að kenna íslendingum aðferðir við eldsmíði, sem notaðar voru á járn- öld og fram á víkingaöld. Kolin sem þeir bræður nota fá þeir frá Hall- ormsstað en járnið fá þeir úr göml- um fjöðrum og gormum úr bflum og öðru afgangsjárni sem ella færi á haugana. „Ef ég ætla að gera hníf eða annan hlut sem á að bíta vel nota ég kolefnisríkt járn eða stál," segir Páll og bætir við til fróð- leiks að stál sé ekkert annað en mjög kolefnisríkt járn. En Páll fæst við fleira en eld- smíði. Hann sker og tálgar í bein og horn en við það segist hann hafa dundað alla tíð. Þá hefur hann fengist við það síðastliðin tuttugu ár að rækta svokölluð bonsai tré úr íslenskum trjátegundum. „Bonsai þýðir planta í potti. Trén verða mjög lítil án þess að verða krypplingar og barrið á barrtránum verður til dæmis ekki nema hálfs sentimetra langt í stað tveggja," segir Páll. Bjarni Þór er ekki heldur við eina fjölina felldur en hann hefur tálgað í spýtur frá þvi hann var sextán ára. Hann miðlar öðrum af þekk- ingu sinni því hann kennir smíðar í Bústaðaskóla og útskurð í Heim- ilisiðnaðarskólanum, „sem er næst lengsta orð í íslensku," bætir hann kankvís við. Bjarni Þór er að skera Hnoss dóttur Freyju út í rekaviðardrumb þegar blaðamenn ber að garði. „Hnoss var svo falleg og eftir henn- ar nafni er allt fallegt kallað hnoss, meira að segja hnossgæti," segir hann. Þeir bræður segjast reyna að halda gömlum hefðum við og nota eingöngu íslenskt efni, fyrir utan járnið, í verkin sín. „Víða erlendis, til dæmis í Noregi, er til siðs að gefa þjóðlega hluti, sem gerðir eru á heimaslóðum, á stórafmælum en hér er iðulega gefinn kristall eða einhverjir aðrir innfluttir hlutir. Við viljum kenna íslendingum að gefa íslenskt og við eigum að vera stolt af því sem við eigum," segja bræð- urnir og bæta við að það hafi hing- að til staðið íslensku handverksfólki fyrir þrifum þegar hlutum þess er stillt upp við hliðina á ódýrari vöru frá útlöndum. „íslendingar verða að kaupa íslenskt því það lifir eng- inn á „túrismanum" eingöngu." ¦ mhg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.