Morgunblaðið - 11.05.1996, Side 1

Morgunblaðið - 11.05.1996, Side 1
fHffrgmtltfafrlfe • Bein Jónasar/2 • A svarthvítum nótum /3 • Þessimagnaðalykt/4 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS MENNING USTIR LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 BLAÐ{ Morgunblaðið/Þorkell Otello aftur í Háskólabíói EITT nafntogaðasta verk óperubókmenntanna, Otello eftir Giuseppe Verdi, verður á ný í brennidepli á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói í dag kl. 17. Flytjendur með hljómsveitinni eru einsöngvararnir Kristján Jóhannsson, Lucia Mazzaria, Alan Titus, Antonio Marceno, Alina Dubik, Loftur Erlingsson, Jón Rúnar Ara- son, Sigurður Skagfjörð Steingrímsson og Valdimar Másson, auk Kórs íslensku óperunnar. Hljómsveitarstjóri er Rico Saccani. Tríó Reykjavíkur tileinkar forseta ÖrKtill þakk- lætisvottur • VERKeftirexpressjónistana Willem de Kooning og Jackson Pollock seldust fyrir háar upphæð- ir á málverkauppboði Christie’s í New York í vikunni. Seldist verk de Koonings, „Póstkassi" fyrir tæpar 250 milljónir ísl. kr., en gert hafði verið ráð fyrir að um 165 miHjónir fengjustfyrir mynd- ina. Þá seldist „Eitthvað úr fortíð- inni“, sem Pollock málaði árið 1946, fyrir 158 miiy. ísl. kr. • BANDARÍSK kvikmynd, sem fjallar um eldlegan áhuga fiðlu- leikarans Itzhaks Perlmans á hefðbundinni gyðingatónlist, hvort heldur hún er leikin á göt- um Krakow í Póllandi eða neðar- lega á austurhlið Manhattan í New York, fékk helstu viðurkenn- inguna á kvikmynda- og sjón- varpshátíð í Montreaux í Sviss. I umsögn dómstólsins, sem veitti myndinni „Itzhak Perlman: I húsi fiðlarans“ gullrósina, sagði að hér væri á ferð „gáski og innblástur einnar klukkustundar af klezmer- tónlist, allt frá jiddískum lögum til brúðkaupssöngva". Myndin var framleidd fyrir sjónvarp. • TOLL YFIRV ÖLD gerðu heið- arlega tilraun til að koma í veg fyrir að verk breska listamanns- ins Damiens Hirsts yrði flutt inn til Bandaríkjanna á þeirri for- sendu að það bryti í bága við bann við innflutningi bresks nautakjöts, sem var sett eftir að braust út ótti um að kúariða gæti valdið heilahrörnunarsjúkdómn- um Creutzfeldt-Jakob í mönnum, að því er fram kom íi dagblaðinu The Daily Express. í verkinu, sem tollverðirnir bandarísku vildu kyrrselja, notar Hirst tvær kýr, sem skornar hafa verið í 12 bita og fljóta í formalínfylltum geym- um. Þeir komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að hér væri um að ræða listaverk og væri þessi innflutningur nautgripa því undanþeginn innflutningsbann- inu. Verkinu eftir Hirst var því hleypt inn í Bandaríkin til sýninga í New York. Umrætt verk nefnist „Nokkur huggun fengin úr viður- kenningu þess að líf er öllu eigin- legt“. TRÍÓ Reykjavíkur heldur tónleika í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, annað kvöld kl. 20. Eru þetta síðustu tónleikar vetrarins í tónleikaröð tríósins og Hafnarborgar en á efnisskrá verða tri'ó í c-moll eftir Beethoven og tríó í a-moll eftir Tsjajkovskíj, auk þess sem frumflutt verður nýtt tríó eftir Jónas Tómasson, 1 kyrrð norðursins. Á tónleikunum koma fram Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanóleikari. Hefur sá síðastnefndi tekið sæti Halldórs Haraldssonar, sem sagt hefur skilið við Tríó Reykjavíkur vegna anna. Eru kveðjutónleikar fyrirhugaðir í sept- ember. Segir Peter Máté samstarfið leggjast vel í sig. Hefur hann marg- sinnis komið fram sem gestur á tón- leikum tríósins og er því flestum hnútum kunnugur þar á bæ. „Þetta er mjög spennandi en mér hefur því miður ekki gefist tækifæri til að starfa nógu mikið við kammertónlist á undanfömum árum.“ Með tónleikunum annað kvöld lýkur sjötta samstarfsári Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar. Bera þremenningarnir lof á tónleikastað- inn. „Starf Tríós Reykjavíkur grund- vallast á því að geta haldið tónleika á jafn góðum stað og Hafnarborg og vonandi verður framhald á þessu farsæla samstarfi," segir Gunnar og Guðný bætir við að aðstæður séu þar ákjósanlegar, hljómburður góður og aðsóknin yfirleitt góð. „Vonandi er því að skapast hefð fyrir þessari tónleikaröð í tónlistarlífi höfuðborg- arsvæðisins." Tríó Reykjavíkur tileinkar forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, tónleikana sem „örlítinn þakklætis- vott fyrir hið mikla starf sem hún hefur unnið fyrir þjóðina í forsetatíð sinni og fyrir hinn mikla stuðning sem hún hefur ávallt sýnt menningu og listum í landinu." Kyrrð og ró Jónas Tómasson samdi í kyrrð norðursins árið 1994 fyrir Tríó Reykjavíkur sem kýs að frumflytja að minnsta kosti eitt íslenskt tríó á hverjum vetri. Segir hann verkið einkennast af kyrrð og ró, líkt og nafnið gefi til kynna. Annars lýsi Ein athyglisverð- asta skáldsaga Finna á sænsku „NORRÆNUM les- endum gefst bráðum kostur á að kynnast einni athyglisverð- ustu skáldsögu sem samin hefur verið á finnsku. Alastalon salissa eftir Volter Kilpi. Rithöfundur- inn Thomas Warbur- ton hefur nýlokið við að þýða bókina á sænsku og má telja þýðinguna, Isalen pá Alastalo, mikið afrek,“ segir í frétt frá finnska sendiráðinu. Volter Kilpi (1874-1939) gaf út þetta tveggja binda verk 1933 eftir að hafa unnið að því í 6 ár. Á rúmlega 900 síð- um er sagt frá því þegar bændur i sókn einni í skerja- garðinum koma saman til að þinga um að smíða skip. „Setningar eru langar og margslungnar, inn í eru flétt- aðar einræður, endurminn- ingar, nákvæmar lýsingar smáatriða, draumar um frægð og frama og hugrenningar einstaklingaþærsex klukkustundir sem fundurinn stendur í stofunni hjá bóndan- umAlastalo. Mörgum hefur við lesturinn orðið hugs- að til Marcel Proust eða James Joyce. Bók- menntafræðingurinn Kai Laitinen telur aft- ur á móti að Kilpi hafi einn og sjálfur mótað sér þessa tækni i sam- ræmi við eigin listrænar kröf- ur. Hversdagsstíllinn nægði honum ekki. Málið á sögunni er svo erf- itt, svo merkileg glettni þess, svo djúpur hugarheimur þess að þýðandi einn sagði nýlega að verkið væri óþýðandi á ensku!“ segir jafnframt í kynn- ingu. Skáldsagan Alastaion salissa var við atkvæðagreiðslu 1992 talin athyglisverðasta bók- menntaverk sem samið hefði verið á finnsku frá því að land- ið öðlaðist sjálfstæði. Volter Kilpi íslands lokatónleika starfsársins Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐNÝ Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran ásamt Peter Máté, sem genginn er til liðs við Tríó Reykjavíkur. ekkert verkinu jafn vel og flutning- urinn. Fyrstu tónsmíðar Ludwigs von Beethovens, þtjú píanóverk, voru gefin út í einu lagi árið 1794. Tríó í c-moll er síðast í röðinni, tileinkað Carl von Lichnowsky fursta. „Er það jafnframt stórbrotnast og dýpst verkanna þriggja," segir Gunnar Kvaran og bætir við að þegar verkin hafi verið frumflutt í Vínarborg hafi mikil spenna legið í loftinu enda Josef Haydn, lærifaðir Beethovens, á vettvangi. „Haydn kvað þá upp þann dóm að tvö fyrri tríóin væru skínandi góð en hið þriðja væri alltof flókið og yrði því aldrei flutt. Þótti Beethoven þetta súrt í broti enda fannst honum þriðja tríóið best. Er ég honum sam- mála en verkið sýnir glöggt hversu góðum tökum Beethoven var búinn að ná á forminu, rúmlega tvítugur," segir Gunnar. Þegar pennavinkona og aðdáandi Pjotrs Tsjajkovskíjs, Nadasda von Meck, ynnti tónskáldið eftir því hvers vegna það hefði aldrei samið píanótríó, svaraði Tsjajkovskíj því til að sú samsetning hljóðfæra færi í taugamar á sér. Þegar náinn vinur hans, píanóleikarinn Nikolaj Rubin- stein, lést ákvað hann hins vegar að bijóta odd af oflæti sínu og glíma við þetta form. Utkoman varð tríó í a-moll, ein merkasta tónsmíð sinn- ar tegundar frá rómantíska tíman- um, að því er fram kemur í máli Gunnars Kvarans. Var verkið frum- flutt árið 1882. - t uurv;!**.:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.