Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 C 3 Ljósmynd/Myndadeild Þjóóminjasafns tslands ÞESSI mynd er að öllum líkindum af jarðneskum leifum Jónasar. Láta þær afskaplega lítið yfir sér þótt þær hafi valdið miklu uppistandi í íslensku þjóðlífi. Ljósmynd/Myndadeild Þjóðminjasafns Islands MYND af jarðneskum leifum Madsens-hjónanna sem jarðsett voru í sama grafreit og Jónas rúmlega hálfri öld seinna. aldrei framar þessu tákni trúar- innar á sjáifa sig. Norður í skjóli nætur En hin raunverulegu málsatvik eru ekki síður reyfarakennd, eins og fjall- að verður um í fléttuþætti í umsjá Jóns Karls Helgasonar og Freys Arn- arsonar á Rás 1 á morgun. Ríkis- stjórn íslands hafði ákveðið að jarð- neskar leifar Jónasar skyldu jarðsett- ar í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Sigurjón Pétursson, iðnrekandi og íþróttakappi á Álafossi, sem hafði verið einn af hvatamönnum að því að beinin voru flutt heim, sagðist hins vegar hafa verið í andlegu sam- bandi við Jónas og fengið skilaboð frá honum þess efnis að hann vildi hvílast í sinni heimasveit í Öxnadaln- um. Fannst Sigurjóni hann því vera í fulium rétti til að aka kistunni með beinunum norður í land og jarðsetja skáldið þar. Eitthvað hefur hann þó verið efíns um lögmæti aðgerðarinnar því fórin var farin í skjóli nætur. Stjómvöld vildu ekki una þessu og eftir töluvert málþóf var kistan flutt suður aftur með fógetavaldi. Jarð- neskar leifar Jónasar voru svo jarð- settar á Þingvöllum á afmælisdegi hans, 16. nóvember 1946, að við- stöddum boðsgestum. Ekki mikið að sjá Myndirnar tvær hér að ofan voru teknar við uppgröftinn á beinum Jónasar í Kaupmannahöfn árið 1946 sem Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður annaðist. Ekkert er skráð við myndirnar, sem varðveittar eru í myndasafni Þjóðminjasafnsins, en ætla má að beinagrindurnar tvær séu jarðneskar leifar danskra hjóna sem jarðsett voru í sama grafreit og Jónas rúmlega hálfri öld seinna og hin myndin er líklega af beinaleif- um Jónasar. Af þeirri mynd má glöggt ráða að jarðneskar leifar þjóðskáldsins, sem ollu svo miklu uppistandi í íslensku þjóðlífi, eru afskaplega litlar að sjá. I skýrslu sem Matthías Þórðarson sendi Ólafí Thors segir að við uppgröftinn á gröf Jónasar hafi komið í Ijós „leif- arnar af fótleggjunum, lærleggir báðir og efri hluti sköflunganna og einnig nokkrar leifar af handleggj- unum, en allar voru leifar þessar svo meyrar að þær urðu ekki teknar upp, hvert bein fyrir sig.“ Útvarpsþátturinn á Rás 1 heitir Ferðaiok 1946 og fjallar hann ítar- lega um hin undarlegu málsatvik þegar bein Jónasar voru flutt heim. Stuðst er við ritaðar heimildir og rætt við fólk sem átti hlut að máli eða fylgdust með atburðum. Þáttur- inn hefst kl. 14. hans, Eru tígrisdýr í Kongó?, sem vakti ekki síður mikla athygli en það var meðal fyrstu verka í heim- inum sem fjölluðu um alnæmi. Ahlfors dvaldist svo hér á landi ásamt konu sinni veturinn 1983 til 1984; fékkst hann einkum við skriftir, meðal annars á leikriti sem frumsýnt var í Leikhúskjallar- anum þann vetur. Fyrir nokkrum árum sýndi Leikfélag Akureyrar svo revíu eftir Ahlfors, Marbletti, en hann er einmitt þekktastur fyr- ir verk sín af því tagi og gaman- leiki ýmiss konar. Fjarlægð kómedíunnar „Ég hef stundum sagt að kóm- edían sé móðurmál mitt,“ segir Ahlfors, „ég hef unnið mest með það form en það er ekki þar með sagt að ég hafi ekki viljað taka afstöðu til mikilvægra mála. Það er ekki svo að maður geri traged- íur um alvarleg mál og kómedíur um mál sem eru léttvæg. Við erum að fjalla um sama lífið, bara út frá ólíkum sjónarhornum. Chaplin komst að kjarna málsins þegar hann sagði að lífið væri kómískt úr fjarlægð en tragískt í nálægð, en þetta væri hins vegar sama lífið sem verið væri að fjalla um. Að minni hyggju gerir fjarlægð kómedíunnar lífið oft skiljanlegra.“ —Tónlistin leikur stórt hlutverk í verkum þínum? „Já, og ég reyni að láta tónlist- ina vinna með textanum; textinn vísar til vitsmuna en tónlistin til tilfinninga og best er þegar þetta tvennt styður hvort annað.“ í návígi við fólk Ahlfors hefur lengst af starfað við Lilla Teatern í Helsingfors. Á árunum 1975 til 1978 var hann leikhússtjóri við Svenska Teatern í sömu borg; reyndi hann að gera þar nokkrar breytingar sem féllu ekki mjög vel í kramið hjá íhalds- sömu leikhúsráði hússins sem rak hann úr stöðunni. Um þessa reynslu hefur Ahlfors skrifað bók, Herbergi Stigzeilusar, en hann vill hins vegar síður ræða hana. „Það er svo langt um liðið síðan þetta var og margt hefur breyst, bæði ég og leikhúsheimurinn. En ég er því feginn að hafa getað starfað sjálfstætt síðustu fjórtán árin, frelsið er gott. Ég hef einungis unnið með mín eigin verk þessi ár, það getur vissulega verið einmana- legt að sitja við skriftir daginn út og inn en ég fæ útrás fyrir félags- legar þarfir mínar við leikstjórnina, þar er maður í miklu návígi við fólk, alls konar fólk.“ Barnslegur gamanleikur Ahlfors segir að Hamingjuránið sé fyrsti söngleikurinn sem hann semji alla tónlistina við. „Hug- myndin að leiknum varð til fyrir meira en tuttugu árum. í upphafi átti hann að verða bíómynd enda fannst mér efnið minna töluvert á rómantísku söngvamyndirnar frá fimmta áratugnum. Hugmyndin lá hins vegar í salti allt þar til fyrir fjórum árum þegar ég skrifaði nokkrar sögur í smásagnasafn, þar á meðal var þessi í ljóðformi. Ljóð- söguformið leiddi svo óhjákvæmi- lega til söngleiksins sem er einmitt í anda hinna gömlu söngvamynda; saklaus, barnslegur gamanleikur." Þórarinn Eldjárn þýðir Ham- ingjuránið og hefur hann farið þá leið að staðfæra verkið, láta það gerast í íslenskum veruleika. „Ég hafði miklar efasemdir um þá hug- mynd að staðfæra verkið," segir Ahlfors, „ég tel að verkið missi alltaf eitthvað þegar það er gert. En svo las ég yfir þýðingu Þórar- ins og leist mjög vel á. Ég er spenntur að sjá sýninguna." Margbreytni metrans Gildi eru viðfangsefni Rúrí í sýningu í Gall- erí Ingólfsstræti 8. Hún sagði Þresti Helga- syni að maðurínn þyrfti alltaf að hafa ein- hver stöðluð gildi sem hann getur haldið sér í og treyst á í þessum hverfula heimi. ALLT ER afstætt. Upplifun og skilningur á tilverunni veltur á því frá hvaða stað og sjónarhorni, eða afstöðu, athugun er gerð, og jafn- framt því hver athugandinn er. Á sama hátt getur einfalt og staðlað gildi, metrinn, tekið á sig margar myndir.“ Þetta eru eins konar ein- kunnarorð sýningar Rúríar í Gallerí Ingólfsstræti 8 sem nú stendur yfir og nefnist, Gildi II. Rúrí hefur sýnt verk af sama toga víða, bæði í Bandaríkjunum og í átta löndum Evrópu. Sýningin er þrískipt. Meg- inhluti hennar samanstendur af sex verkum sem eru öll útlegging á metranum, hvernig hann getur birst á mismunandi máta en efniviðurinn sem Rúrí vinnur með eru tommu- stokkar og blágrýti. í innra her- bergi Gallerísins er að finna þijú verk með sama þema, sem eru hlut- feldi, það er að segja gerð í fleiru en einu eintaki. Þar er einnig að finna bókverk, Time-Relativity- Cosmos, sem er askja sem inniheld- ur bækur með textum og myndum eftir Rúrí, textum um hugmynda- fræði verka hennar og feril og myndum frá sýningum og af ein- stökum verkum. Að sögn Rúríar vinnur hún með metrann vegna þess að hann er eitt af hinum stöðluðu gildum, sem við notum til að meta og skilgreina umhverfí okkar og tilveru, hvort heldur er nánasta umhverfi eða al- heiminn sjálfan. „Metrinn erstaðlað gildi sem er viðurkennt af alþjóða- stofnunum. í hugum flestra er metri ákveðin lengd beinnar línu en ég vil sýna fram á að hann getur ver- ið annað og meira, hann getur birst í ýmsum myndum. Það fór alltaf í taugarnar á mér þegar ég var í skóla og verið var að troða í nemendurna einhveijum kenningum eins og um staðreyndir væri að ræða. Menn héldu svo fast í þennan sannleika að þeir sáu ekkert annað og til þess að við nemendurnir myndum nú örugg- lega ekki fá neinar ranghumyndir um heiminn var þessum sannleika troðið í okkur af miklu offorsi. Seinna hafa nýjar hugmyndir reyndar leyst margar þessara kenninga af hólmi en ef þessar staðreyndir hefðu verið sannleikur- inn, endanlegur sannleikurinn og það eina rétta þá hefði varla þurft þetta offors; þá hefðu nemendurnir væntanlega tekið þessum svoköll- uðu staðreyndum sem sjálfsögðum hlutum. Þetta offors kom auðvitað til af því að við lifum í hverfulum heimi, heimi sem tekur stöðugum breyt- ingum en maðurinn virðist alltaf þurfa að staðla hann; hafa einhver stöðluð gildi sem hann getur haldið sér í, treyst á. Þannig er ákveðin þröngsýni innbyggð í okkur frá barnæsku, okkur er kennt að sjá hlutina á einhvern ákveðinn hátt, frá einhveiju ákveðnu sjónarhorni. Okkur er hins vegar ekki kennt að sjá margbreytni hlutanna. Þessi sýning er kannski tilraun til að sýna margbreytni metrans, fjölbreytt form hans. En það er líka hægt að líta á þessa sýningu út frá mörgum sjón- arhornum, til dæmis huglægum, sjónrænum, rökrænum eða fagur- fræðilegum. Fólk verður að leggja eigin skilning í hana. I sýningarskrá er þessi texti: Stöðluð gjldi. Altæk gildi. Fjöldaframleidd gildi. Tilfinningaleg gildi. Forunnin gildi." Þegar hér er komið sögu í sam- tali okkar Rúríar kemur safnstjóri Gallerísins, Edda Jónsdóttir, inn úr dyrunum og segir okkur frá tveim- ur gestum sem skoðuðu sýninguna og töldu listamanninn vera að gera grín að sér. Rúrí tekur sögunni með ró og segist öllu vön í þessum efn- um. „Sjálf hef ég hvorki löngun né þörf til að leggja vinnu í að gera grín að fólki. En eins og ég var að enda við að segja þá getur fólk verið afar lokað á önnur sjónarhorn en hin viðteknu." - Er það ef til vill hlutverk lista- mannsins að sjá hlutina út frá öðru sjónarhomi en við hin, er listamað- urinn ekki skapandi nýrrar sýnar? „Ég held að hlutverk listamanna sé ekkert eitt, þeir hafa mörg hlut- verk og margvísleg viðfangsefni. Ég held að þessi hugmynd um lista- manninn sem upphaf, sem snilling sé gengin sér til húðar. Sömuleiðis held ég að hugmyndin um lista- manninn sem bóhem eigi ekki leng- ur við, ekki í nútímasamfélagi. Myndlistarmenn hafa hver sinn stíl, það er ekki til nein algild form- úla um hvernig þeir eigi að vinna.“ Sýning Rúríar stendur til 25. maí. Morgunblaðið/Einar Falur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.