Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 5
4 C LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 C 5 „Hrjóstrugt og óraunveru- legt góðgæti“ MYND Friðriks Þórs Frið- rikssonar, „Á köldum klaka“, sem sýnd hefur verið í nokkrum banda- rískum borgum, hefur hlotið frábæra dóma kvikmyndagagnrýnenda, sem segja myndina óvenjulega og fyndna, tekna í htjóstrugri en heillandi nátt- úru, sem leiki eitt stærsta hlutverkið í myndinni. Lof er borið á Friðrik og leikara myndarinnar, ekki síst Japanann Masatoshi Nagase, sem fer með aðalhlutverkið. í The Village Voice fær Gísli Halldórsson ennfrem- ur mikið lof, gagnrýnandi þess segir frammistöðu hans lyfta myndinni á annað plan. „Ætlunin með þessari mynd er ekki að skemmta með sérviskunni einni. Þegar landslagið, fullt af óvæntum atriðum, tekur yfir, gerum við okkur grein fyrir því að myndin er ótrúlega lífleg hugleiðing um dauðann - og snertir mann. Eg man ekki hvenær ég sá gamanleik bland- aðan friðsæld og ís á sama hátt og þarna er gert,“ segir kvikmynda- gagnrýnandi The Boston Globe í umsögn sinni. Kollegi hans hjá The Boston Pho- en/xtekur í sama streng. „Undarleg- ir og undursamlegir hlutir berast frá stað sem er fyrir handan heimskauts- baug,“ segir í upphafi lofsamlegs dóms um mynd Friðriks Þórs, sem hann segir minna um margt á verk Jim Jarmusch, Jim Starks, annars handritshöfunda myndarinnar, og fínnska kvikmyndagerðarmanninn Aki Kaurismaki. Hann segir að myndin sé hrjóstrugt og óraunveru- legt góðgæti, einstæð og yfirnáttúru- leg eins og frosið landslagið sem hún gerist í. Segist gagnrýnandinn telja Island vera land „ómannlegrar feg- urðar og allt of mannlegra dular- fullra atburða og óhapp og heimili eins af hæfileikaríkustu mönnum í heimskvikmyndum." „Grimmileg fegurð“ Bandaríska stórblaðið New York Times mælist til þess að menn taki með sér vetrarfrakkann ef þeir ætli að sjá myndina. Hún sé „sjónrænt hrífandi" og að íslensk náttúra búi yfir „óraunverulegri fegurð undra- lands vísindaskáldsögunnar." Mynd- in sé gamansöm ferð til lands sem sé sýnt sem kynleg eftiröpun villta vestursins og að hún sé heillandi á sama yfirborðslega háttinn og bandarískar vegamyndir. íslensk náttúra hrífur flesta gagn- rýnendurna, t.d. segir í Newsday sem kemur út í New York, að draugaleg og grimmileg fegurð landsins hafi heillað áhorfandann löngu áður en aðalpersóna myndarinnar láti hríf- ast. Segir gagnrýnandi blaðsins að umhverfið sé stjarna „Á köldum klaka“. „Ferðamálastjóri íslands" „Ef Friðrik Þór Friðrikssyni fellur ekki að leikstýra kvikmyndum, á hann vísan sess sem ferðamálastjóri íslands. Nýjasta mynd hans. „Á köld- um klaka“, sem gerist á þessari af- skekktu skandinavísku eyju, ætti að verða til þess að kvikmyndahúsa- gestir panti sér far með næstu vél til Reykjavíkur," segir í New York Post. Segir gagnrýnandi blaðsins að furðulegustu augnablikin í myndinni höfði til utangarðsmannsins í hverj- um og einum. Ber hann lof á leikar- ana en segir þó Friðrik Þór vera stjörnu myndarinnar, einstæður stíll hans geri myndina að „ferskum kvik- myndaandvara". í 34th Street Magazine segir að þrátt fyrir að margt í efni myndar- innar geti vart talist frumlegt, geri umhverfi hennar það að verkum að hún komi á óvart. „Allt í þessu hijós- truga landslagi virðist rísa upp yfir einfaldleikann . . . Að horfa á „Á köldum klaka" er eins og að horfa á mynd eftir Jim Jarmusch; fátt gerist og enginn segir neitt sem virðist skipta máli, en heildaráhrifin eru upplífgandi og andlega hreins- andi,“ segir gagnrýnandinn. Hann sér ennfremur ástæðu til að hrósa kvikmyndatökunni og nefnir sér- staklega þátt Ara Kristinssonar og ber hana saman við þær bandarísku myndir sem teknar hafa verið á ís- landi. Segir hann þær skorta þá list- rænu hlið sem sé á verki Ara í myndinni. Sýning á lokaverkefnum nemenda í Myndlista- og handíðaskólanum Morgunblaðið/Þorkell ÚTSKRIFTARNEMARNIR Linda Heide, Elín G. Jóhannsdóttir, Áslaug Davíðsdóttir og Ómar Smári Kristinsson. Frjálsar hendur VORSÝNING Myndlista- og hand- íðaskóla Islands verður opnuð í húsakynnum skólans í Laugarnesi (gamla Sláturfélagshúsinu) í dag kl. 14. Þar sýna útskriftarnemar lokaverkefni sín en á þessu vori verða 42 nemendur brautskráðir eftir þriggja ára nám við ein- hverja af sérdeildum skólans; fjöl- tækni, grafík, grafíska hönnun, leirlist, málun, skúlptúr eða textíl. Tíu nemendur ljúka nú námi í málun, þeirra á meðal Elín G. Jóhannsdóttir. Segir hún nemend- ur i deildinni koma úr ólíkum átt- um og meðalaldurinn sé frekar hár um þessar mundir; óvenjú margt fullorðið fólk hafi ákveðið að venda sínu kvæði í kross — snúa sér að listinni. Sjálf hafi hún til að mynda starfað sem grunn- skólakennari. Elín segir að í lokaverkefninu í málaradeild sé sköpunin leidd til öndvegis; hendur nemenda séu fijálsar — líkt og hjá fullgildum listamönnum. Einn kennaranna, Bragi Ásgeirsson, hafi þó leið- beint eftir þörfum. „Markmiðið er að við finnum okkur sjálf í list- inni.“ Elín kveðst horfa björtum aug- um til framtíðar enda hefur hún komið sér upp vinnustofu, þar sem hún mun sinna kalli listarinnar á næstu misserum. Hyggst hún þó ekki gefa kennsluna upp á bátinn — ekki um sinn að minnsta kosti. Frelsi og sjálfstæði Linda Heide er ein sex kvenna sem brautskrást frá skúlptúrdeild á þessu vori. Segir hún ferlið þar á bæ áþekkt því sem þekkist í málaradeild; í lokaverkefni sé lögð höfuðáhersla á frelsi og sjálf- stæði nemenda, þótt þeir geti vita- skuld leitað á náðir kennaranna eftir leiðsögn. „Við tókumst allar mjög ólík verkefni á hendur og fyrir vikið getum við státað af fjölbreyttri sýningu." Að sögn Lindu sóttu fjölmargir listamenn skólann heim í vetur og veittu nemendum innsýn í störf sín og viðhorf til listarinnar. „Komu þær heimsóknir í góðar þarfir.“ Þegar framtíðaráformin ber á góma kveðst Linda vera að leita sér að vinnuaðstöðu. Listin sé henni vissulega ofarlega í huga en þó sé hún undir það búin að draga fram lífið á öðrum vett- vangi. Þá væri gaman að fara i framhaldsnám á erlendri grundu. Áslaug Davíðsdóttir er í hópi fimm kvenna sem ljúka námi frá textíldeild. Er hún nýkomin heim eftir að hafa dvalist undanfarið ár sem skiptinemi í Helsinki. Seg- ir hún umtalsverð brögð að því að nemendur í MHÍ fari utan sem skiptinemar á vegum Erasmus og Nordplus í eitt ár eða skemur. „Myndlista- og handíðanemar hafa að mínu mati mjög gott af því að skipta um umhverfi, þar sem sjóndeildarhringurinn er svo lítill á Islandi. Það er reyndar frekar sjaldgæft að fólk velji loka- árið en þessi tími í Finnlandi var alveg frábær og ég lærði heilmik- ið — hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af þessari lífs- reynslu." Áslaug er staðráðin í að vinna við sitt fag í framtíðinni enda at- Nemendur undirbúa sýninguna. vinnuhorfur í textilnum sennilega betri en í öðrum greinum sem kenndar eru við skólann, þar sem hann er svo tengdur iðnaði. „ Ann- að hvort reyni ég að komast að hjá fyrirtæki erlendis eða setja á fót eigið fyrirtæki hér heima — verst hvað það er dýrt.“ Afbrigðilegi bekkurinn Omar Smári Kristinsson kveðst vera í afbrigðilega bekknum, fjöl- tæknideild, og vísar þar til kynja- skiptingar; fimm nemendur, þar af fjórir karlmenn, útskrifist það- an í vor. Annars sé fjöltæknideild- in eins og umferðarmistöð; fjöldi nemenda úr öðrum deildum, skiptinemar og erlendir kennarar hafi þar viðdvöl í lengri eða skemmri tíma. Að sögn Omars Smára eru tæknileg námskeið miðlæg í fjöl- tæknideild. Má þar nefna bóka- gerð, tölvuvinnslu, ljósmyndun, myndbanda- og hljóðvinnslu. Engu minni áhersla sé þó lögð á skapandi og sjálfstæð vinnubrögð en í öðrum deildum skólans. Omar Smári reri líkt og Áslaug á önnur mið um tíma — dvalist sem skiptinemi í Hannover í Þýskalandi í eitt ár. „í þeim skóla var engin sérstök fjöltæknideild, sem kom þó ekki að sök þar sem ég gat flakkað á milli deilda. Þá leggja Þjóðvetjar mikla áherslu á að nemendur standi á eigin fótum og þótt ég sé kannski tæknilegur klunni, þar sem ég missti af svo mörgum tæknilegum námskeiðum hér heima, lærði ég margt annað í staðinn." Fjöltæknideild býður upp á, líkt og nafnið gefur til kynna, veru- lega fjölbreytni í sköpun og þótt tæknileg verk séu að vanda fyrir- ferðarmikil á sýningu útskriftar- nema að þessu sinni munu mál- verk skipa óvenju veglegan sess. „Samt er óhætt að fullyrða að okkur líði ekki eins og einhveijum Endurreisnarmönnum," segir Ómar Smári. Elín, fulltrúi málaradeildar, tekur kipp við þessi ummæli: „Heyr á endemi. Málverkið er ekkert afturhvarf — og verður aldrei." Skoðanaskiptin eru þó kæfð í fæðingu þar sem fjórmenn- ingarnir eru á einu máli um að skilin á milli deilda í MHÍ sé sí- fellt að verða þokukenndari. Sé það af hinu góða. Bók með efni eftir útskriftar- nemana verður til sölu á vorsýn- ingunni sem stendur til 19. maí og er opin frá 13-18 alla sýningar- dagana. Kvartettinn sem spilar Beethoven og Björk und tónlistar og ekkert annað, en Paul hlær og segir að spurningin til þeirra sé samt af hveiju þau fá- ist við svona margt. „Kannski bara af heppni“, segir hann. „Við getum ekki hugsað okkur að fást aðeins við eina tegund tónlistar, þó hún sé gefandi. Það er þreytandi fyrir málara að mála bara kúbisma, ekki satt... Við höfum bara náttúrulegan áhuga á alls kyns tónlist, sem er ekkert nýtt, heldur er sérhæfing tónlistarmanna nýtt fyrirbæri.“ En ákvörðunin að taka upp aðra tónlist en þá klassísku var hvorki einföld né auðveld, segir Paul. „Við viljum ekki hætta að spila þá Schu- bert, Beethoven og félaga, svo við verðum að vera viss um að við séum á skynsamlegri leið, en ekki bara á höttunum eftir auðfengnum gróða. Við ætlum ekki bara að spila Co- stello, Björk eða Sex Pistols, heldur Af hverju ekki að spila bæði háklassík, sam- tímatónlist og hita upp fyrír Björk? Já, af hverju ekki spurðu meðlimir Brodsky kvart- ettsins og ákváðu að láta reyna á hvort það væri hægt. Sigrún Davíðsdóttir hitti tvo meðlimi þessa kvartetts í Kaupmannahöfn. MICHAEL Thomas fiðlu- leikari, systir hans Jacqueline sellóleikari, Ian Belton fiðluleikari og Paul Cassidy lágfiðluleikari eru ung að árum, en samt heldur kvartettinn þeirra, Brodsky kvartettinn, upp á 25 ára afmæli á næsta ári. Þau byij- uðu nefnilega að spila saman þegar þau voru 11 og 12 ára í tónlistar- skóla í Norðuraustur-Englandi. „Þar er líka gott tónlistaruppeldi fyrir krakka, alveg eins og á íslandi“, segir Michael, sem þekkir til á ís- landi eftir að hafa spilað með Sinfó- níuhljómsveit æskunnar undir stjóm Paul Zukovskys á sínum tíma og kynnst íslenskum tónlistamemum á námsárum sínum í Manchester. Kvartettinn spilar út um allar trissur og gefur út diska í löngum bunum. Framan af var fyrst og fremst klassísk tónlist og samtíma- tónlist á dagskrá, líka tónsmíðar Michaels, en undanfarin ár hefur ýmsu öðru skotið upp. Þau hafa meðal annars unnið með Elvis Co- stello og Björk, en þau hafa opnað tónleika Bjarkar. Þau hafa lagt af þann sið að koma fram í kjól og hvítt. „Af hveiju ættum við að spila í fötum, sem okkur finnst óþægi- leg“, segir Michael. Undanfarin ár hafa þau spilaða standandi til að geta hreyft sig betur og Michael kynnir gjaman efnisskrána, svo tón- leikar þeirra eru með öðrum brag en tíðkast í klassíkinni. Þegar verkefnaskrá þeirra er skoðuð liggur eiginlega beinna við að spyija alla hina tónlistarmennina af hveiju þeir spili aðeins eina teg- um í nokkur ár, þegar þau fréttu af því af til- viljun og hringdu í hann til að segja að næst skildi hann heilsa upp á þau á eftir. „Ég kem á morgun“, sagði hann að bragði og það varð úr. Áður höfðu þau rætt að forvitnilegt gæti verið að vinna með honum, en hann var varla kominn inn úr dyrunum, þegar hann stakk upp á því sama. Það sem átti að vera Björk Ludwig von eitt lag varð að heilum Guðmundsdóttir Beethoven diski, „The Juliet Lett- ers“, hljómleikaferð með Costello og frekara samstarfi. I kjölfarið unnu þau líka með Paul McCartney. Eftir þetta voru margir úr popp- heiminum, sem höfðu samband við kvartettinn, „en við vorum á verði“, segir Paul, „því við ætluðum ekki á kaf í poppið og eins vegna þess að við vildum halda sambandinu við Costello. En við höfðum auga á Björk, því okkur fannst hún sérstök og að hún gæti verið áhugaverður samstarfsaðili, þegar tækifæri gæf- ist.“ Costello hitti síðan Björk, sem lýsti aðdáun sinni á Juliet bréfunum, því hún væri einlægur aðdáandi Brodsky kvartettsins... Og tækifær- ið gafst síðan þegar Björk gaf út Post og bað kvartettinn að útsetja taka það besta af öllu.“ Michael segir að eftir skrefið inn í poppið hafi þau orðið illa séð á nokkrum stöðum, þar sem þau hafi spilað við góðan orðstír áður, „en við höfum líka fengið ný tækifæri, sem ella hefðu ekki opnast. Okkur er það meðvituð ákvörðun að spila þannig að ekki sé hægt að setja okkur á einn eða annan bás og við kunnum því öll mæta vel að spila alls konar tónlist. Það kostar meiri fyrirhöfn, en tilbreytingin og fyrir- höfnin gefur líka lífinu lit.“ Samstarfið við Björk Elvis Costello var búinn að koma á tónleika hjá Brodsky kvartettin- eitt af lögunum og koma fram á tónleikum með sér í kjölfar útgáf- unnar. „Það var smá áfall að eiga allt í einu að spila á fótboltaleikvangi", segir Michael, „líka af því fólk kom til að hlusta á hana en ekki okkur, en þegar fólkið klappaði á eftir Stra- vinsky þá vorum við ánægð.“ Svo kom Björk fram og söng með þeim þrjú lög og tók síðan við. „Hún er mjög óvenjuleg manneskja", segja þeir, „sterk manngerð og full af góðum hugmyndum". Paul og Michael eru sammála um að samvinnan við Björk sé mjög ánægjuleg. Heyrst hefur að Björk sé að semja strengjakvartetta, en hvernig sem samstarfið verður hafa Brodsky menn áhuga á meiru. Nú liggur hins vegar fyrir heildarflutn- ingur strengjakvartetta Schuberts á næstunni. „Kannski við gerum svo fimm ára áætlun og spilum bara barokk-tónlist,“ bætir Michael sposkur á svip „og bætum svo trommum við og gerumst alvöru rokkband þar á eftir...“ En bæði Paul og Michael er hins vegar fúl- asta alvara, þegar þeir _ segjast gjarnan vilja spila á íslandi... kannski með Björk og þeir vita líka að á íslandi er fullt af góðum tónlist- armönnum og tónskáldum. „Ég kann vel að meta Jón Ásgeirsson" bætir Michael við. Við kveðjumst í von um að íslandsferðin rætist fyrr en síðar... Ásvart- hvítum nótum Píanóleikarínn Henri Sigfrídsson fékk góða dóma fyrír frammistöðu sína með Sinfóníu- iljómsveit íslands nýveríð. Orri Páll Ormars- son ræddi við þennan fingrafima Finna, sem er afar eftirsóttur um þessar mundir, og komst meðal annars að því að hann var liðtækur skákmaður á yngrí árum. landamóti grunnskólanema, sem haldið var á íslandi 1989. „Segja má að skákferli mínum hafi lokið hér á íslandi enda innritaðist ég í Sibeliusar-akademíuna um líkt leyti. Síðan hefur mér eiginlega ekki gef- ist tími til að sinna skákinni nema í hjáverkum. Ég tefli þó enn mér til gamans, einkum við tölvu, og fylgist vel með í gegnum skáktíma- rit.“ Sigfridsson kveðst ekki iðrast þess að hafa lagt taflmennina á hilluna enda sé tónlistin líf hans og Morgunblaðið/Árni Sæberg „KEPPNIN var stórkostleg upplifun og ég öðlaðist dýrmæta reynslu sem ég kem vitaskuld til með að búa að í framtíðinni," segir Henri Sigffridsson sem sigraði í NordSol, keppni ungra nor- rænna einleikara, í Reykjavík á liðnu hausti. HINN heimskunni píanó- leikari Grígoríj Sokolov átti á dögunum að flytja Annan píanókonsert Rakhmaninovs með_ Sin- fóníuhljómsveitinni í Turku. Á ell- eftu stundu forfallaðist hann og var Henri nokkur Sigfridsson, 22 ára gamall heimamaður, beðinn um að hlaupa í skarðið. Fékk hann mikið lof fyrir, ekki einungis fyrir að bregðast svo skjótt við, heldur jafn- framt frammistöðuna á tónleikun- um. Þarf frekari vitnanna við — stjarna er fædd. Henri Sigfridsson er tónlistin í blóð borin — móðir hans er tónlistar- kennari og faðir hans mikill áhuga- maður um tónlist. Snemma beygðist iví krókurinn. Upphaflega kvaddi hann sér hljóðs með drengjakór nokkrum í Turku, meðal annars sem einsöngvari, en árið 1985 fór hann í sinn fýrsta píanótíma, þá ellefu ára gamall. Fjórum árum síðar lá leið piltsins í Sibeliusar-akademíuna í Helsinki, þar sem Erik T. Taw- aststjerna tók hann upp á sína arma. „Síðan má segja að píanóið hafi átt hug minn allan.“ Á liðnu ári færði Sigfridsson sig um set til Þýskalands, þar sem hann er nú undir handleiðslu Lasars Dar- mans í Weimar og Pavels Gililovs í Köln. Er hann búsettur á síðar- nefnda staðnum ásamt unnustu sinni sem jafnframt hefur helgað líf sitt tónlistinni — leikur á fiðlu. „Si- beliusar-akademían er í mjög háum gæðaflokki og kennarinn minn þar er frábær. Ég hef engu að síður haft gott af því að skipta um um- hverfi og takast á við nýjar áskoran- ir. Tónlistarlífíð á meginlandi Evr- ópu er ótrúlega fjölskrúðugt og möguleikarnir mun meiri en á heimaslóð. Það er mikil tónlistar- hefð í Finnlandi en landið geldur fyrir landfræðilega legu sína, líkt og ísland.“ Sigraði í NordSol Finninn ungi hefur látið að sér kveða í fjölmörgum tónlistarkeppn- um. Sigur hans í NordSol, keppni ungra norrænna einleikara, í Reykjavík síðastliðið haust ætti að vera íslendingum í fersku minni en auk þess varð hann hlutskarpastur í fyrstu Franz Liszt-píanókeppninni í Weimar 1994 og í öðru sæti í Maj Lind-keppninni í Finnlandi 1992 og norrænni píanókeppni í Danmörku sama ár. Píanóleikarinn viðurkennir að tón- leikamir á íslandi séu einu tónleik- amir sem honum hafi boðist að koma fram á í kjölfar sigursins í NordSol. „Keppnin var hins vegar stórkostleg upplifun og ég öðlaðist dýrmæta reynslu sem ég kem vitaskuld til með að búa að í framtíðinni. Nord- Sol hefur því með óbeinum hætti styrkt stöðu mína í tónlistarheimin- um.“ Sigfridsson hefur haft í mörg horn að líta á liðnum misserum enda er hann eftirsóttur listamaður. Hefur hann komið fram sem einleik- ari með öllum helstu sinfóníuhljóm- sveitum Finnlands, auk þess sem hann tekur virkan þátt í flutningi kammer- og ljóðatónlistar. Nýverið var Sigfridsson valinn efnilegasti listamaður ársins 1996 í Finnlandi og í kjölfarið fylgir tónleikaferð um Finnland. Þá er Sigfridsson hægt og síg- andi að hasla sér völl á meginlandi Evrópu. Velheppnuð frumraun í Bayreuth er að baki og fyrir dyrum standa tónleikar í Vín, Berlín og á píanóhátíðinni í Ruhr og tónlistar- hátíðinni í Umeá. „Ég þarf ekki að kvarta yfir skorti á verkefnum og í hönd fer ákaflega spenn- andi tími. Sá böggull fýlg- ir þó skammrifi að ég hef mun minni tíma en ég hefði kosið til að sækja tíma hjá kennurunum mínum. Þeir hafa jafnan mörg járn í eldinum sjálfir og það getur því verið erfitt að samræma tímann.“ Krefjandi starfsvettvangur Sigfridsson kveðst engu að síður vonast til að geta haldið áfram á sömu braut — líf einleikarans eigi ágætlega við hann. „Þetta er krefj- andi starfsvettvangur enda er sam- keppnin gífurleg; það eru margir frábærir píanóleikarar á Norður- löndum, svo ekki sé minnst á megin- land Evrópu. Maður verður því stöð- ugt að halda sér við efnið; vera eins virkur og unnt er og þiggja helst öll tilboð um að spila á tónleikum — hvar sem er, hvenær sem er. Annað gæti komið manni í koll.“ Henri Sigfridsson er fleira til lista lagt en að leika á píanó; hefur til að mynda unnið til verðlauna í skák. Hreppti hann þriðja sætið á Norður- yndi. „Tónlistin er tímafrek og þetta var fórn sem ég varð að færa. Síðan er skákin ekki eins hátt skrifuð í Finnlandi og hér á Islandi. Þeir eru ekki margir sem hafa viðurværi sitt af skák þar um slóðir.“ Alþjóðlegt tungumál Að sögn Sigfridssons er margt líkt með skák og píanóleik — ekki einungis svart/hvítt borðið. „Píanó- leikarinn er, eins og skákmaðurinn, stöðugt að leita nýrra leiða, beita hugmyndafluginu og brjóta hluti til mergjar. Báðir tala þeir alþjóðlegt tungumál og eru stöðugt að þróa list sína og móta. Líf þeirra einkennist af nýj- um áskorunum og stöð- ugum lærdómi,“ segir hann og við- urkennir að skákkunnáttan hljóti því að koma honum að gagni í tón- listinni. Sigfridsson notaði tækifærið meðan hann dvaldist á íslandi til að sækja heim gamla vini — fjöl- skyldu Helga Áss Grétarssonar stórmeistara í skák en þar bjó hann meðan á skákmótinu stóð um árið. „Þau eru afar viðkunnanlegt fólk eins og flestir íslendingar sem ég hef hitt. Það er til að mynda afar þægilegt að vinna með Sinfóníu- hljómsveit íslands, þessari frábæru hljómsveit," segir Sigfridsson. Lýkur hann jafnframt lofsorði á ísland, sem hann lýsir sem fallegu og friðsælu landi. „Tónlistarmenn þurfa á friði og ró að halda og í því tilliti get ég varla hugsað mér betri stað á jarðriki. Vonandi á ég eftir að koma oft til íslands í fram- tíðinni.“ Tónlistar- menn þurfa frið og ró I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.