Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ SEGJA MÁ að Birgir Andrés- son hafí fyrst kvatt sér hljóðs í íslenskum listheimi þegar hann árið 1976 hélt sýningu í Gallerí SÚM í leyfisleysi ásamt kennara sínum úr Myndlist- ar- og handíðaskólanum (MHÍ), Magnúsi Pálssyni, sem hann segir að hafí tekið sig og skólabræður sína, Bjarna H. Þórarinsson, Áma Ingólfsson, Sverri Ólafsson og Kristinn Harðarson, að sér til „að gera þá að almennilegu fólki“. Regl- ur MHÍ sögðu til um að nemendur mættu ekki halda opinberar sýning- ar en þær ákváðu þeir Magnús og Birgir að virða að vettugi; varð úr mikill skandall, að sögn Birgis, en um leið vakti sýningin athygli. „Birgir kemur fram í kjölfar SÚM-aranna“, segir Guðmundur Oddur, annar fyrirspyijenda á Sjón- þinginu og sá maður sem Birgir telur vita meira um sig en hann sjálfur. „Hann kemur líka fram“, heldur Guðmundur Oddur áfram, „þegar MHÍ er að fara í gegnum mjög miklar breytingar, þegar kyn- slóðaskipti eru að verða og það með talsverðum látum. Hann á beinan þátt í því að „Deild í rnótun" verður til í skólanum, sem síðar átti eftir að verða að „Nýlistadeild" og nú „Fjöltæknideild". Hann á beinan þátt í því að Hildur Hákonardóttir verður skólastjóri. Hann er á vissan hátt eins konar íkon fyrir þessa fyrstu kynslóð sem kemur úr „Deild í mótun“, hann er í framvarðar- sveit þessa hóps. Það má líka segja að hann sé eftirlæti SÚM-arar.na, þótt hann vilji ef til vill ekki taka undir það sjálfur." Upp á kant Birgir Andrésson er fæddur 6. febrúar 1955 í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Andrésar Gestsson- ar frá Pálshúsum á Stokkseyri og Sigríðar Jónsdóttur frá Vestmanna- eyjum. Faðir Birgis varð blindur á þjóðhátíð í Eyjum 1943 og móðir hans lést 1958 en tveimur árum síðar fluttu þeir feðgar upp á land og inn á Blindraheimilið við Hamra- hlíð 17. Þar kynntist farðir hans blindri konu, Elísabetu Kristinsdótt- ur, sem hann kvæntist og tók hún Birgi að sér. Birgir undi sér saklaus við að lita og teikna. Fljótlega urðu ýmsir myndlistarmenn á vegi hans, meðal annarra Ólafur Lárusson upp úr 1968 og smitaðist Birgir af ólæknandi myndlistarbakteríu. Morgunblaðið/Kristinn BIRGIR Andrésson ásamt þátttakendum á Sjónþinginu, spyrlunum Guðmundi Oddi og Kristni Hrafnssyni og umsjónarmanninum Hannesi Sigurðssyni. Þessi magnaða lykt og þetta undarlega bragð Birgir Andrésson ,myndlistarmaður, mun sitja fyrir svörum á Sjónþingi í Gerðubergi á morgun kl. 15. Þröstur Helgason skoð- aði feril Birgis sem hófst í leyfisleysi í Gall- erí SUM fyrir tuttugu árum. Birgir stundaði myndlistarnám við Jan Van Eyck Akademie í Hol- landi árin 1978 til 1980. Þegar hann fluttist aftur heim komst hann fljótlega upp á kant við nýjustu strauma og stefnur í íslenskri myndlist. „Um þetta leyti dettur Birgir gjörsamlega út“, segir Guð- mundur Oddur, „vegna þess að hann þráast við. Hann skyldi ekki bullið sem fýlgdi nýja málverkinu á fyrri hluta níunda áratugarins. Hann fer í myndlistarlega fýlu í Qögur ár, frá 1982 til 1986. Hann tekur lítinn þátt í Gullstrandar-sýn- ingunni frægu 1983; hann gaf hálf- gerðan skít í þá sýningu, var að vísu með en sýndi bara einhveija filmubúta sem hengu út í horni. Birgir þráast sem sé við í heil fjögur ár og má segja að hann hafi haldið vitinu í myndlistinni. Vitið fór úr henni á meðan þessi bylgja með nýja málverkið gekk yfír, menn urðu heimskir eins og málarar voru fyrir daga Duchamps sem vildi vera gáfaður eins og rithöfundur, ekki heimskur eins og málari. Á meðal nýmálara hér á landi var aðalfras- inn sá að það væri engin fílósófía nema í höndunum." Nálægð og þjóðmenning Nálægð er eitt meginþemað í myndlist Birgis Andréssonar. „Þetta fyrirbæri snýst um að hlut- ina sé að fínna þar sem maður býst síst við þeim“, segir Guðmundur Oddur, „að hlutirnir séu beint fyrir framan nefið á manni. Og að mað- ur sé svo blindur gagnvart því sem er næst manni.“ Birgir hélt fyrst sýningu með „nálægð" sem útgangspunkt árið 1989 og sýndi þá stækkuð frímerki frá Alþingishátíðarárinu 1930. Undir sömu formerkjum vann Birg- ir sýningar um liti og fólk eða „Ann- ars vegar fólk“, eins og Birgir kaus að nefna það, en þar var um að ræða kynlega kvisti úr íslensku þjóðlífi síðustu tveggja alda. í þess- um verkum sínum reynir Birgir ekki að kryfja eða skilgreina hlutina sem hann skoðar heldur einungis að sýna þá eins og þeir birtast og komast nálægt þeim, draga þá fram í dagsljósið. Annað meginþema í list Birgis er áhugi hans á íslenskri þjóðmenn- ingu og tengist það því fyrrnefnda nokkuð. Um sögutúlkun sína og afstöðu til þjóðernis og þjóðarein- kenna segir Birgir: „Ég er fæddur og uppalinn á skeri langt úti á Atlandshafi. Fyrir mér er þetta sker nafli alheimsins og eyja listar- innar. Þetta sker er uppfullt af misskilningi og skilningi á sjálfu sér og því er flýtur upp á strendur þess frá fjarlægum álfum. Sú samsuða er sá grautur sem ég nærist á og er mín magafylli sem listamaður. Nafli heimsins er all- staðar og hvergi, þó er hann ætíð þar sem þú ert staddur hveiju sinni. Þess vegna tengir hann alla við sjálfan sig og sinn uppruna. Þaðan hefur þú þínar forsendur og þínar samlíkingar. Þaðan horfir þú á þitt nánasta umhverfi og til fjarlægari staða. Út frá honum dregur þú þínar ályktanir og frá honum hefur þú alla þina heimsku eða þá visku. Þetta er mitt form og mín mynd- bygging. Það kæmi mér þó ekkert á óvart að það eina sem tengdi þetta allt saman að lokum væri þessi magnaða lykt og þetta undar- lega bragð.“ Spyrlar á Sjónþingi verða mynd- listarmennimir Guðmundur Oddur og Kristinn Hrafnsson en umsjónar- maður verður Hannes Sigurðsson listfræðingur. Á morgun opnar Birgir stikkprufusýningu í Gerðu- bergi er spannar allan feril hans. 13 maí kl. 17 opnar svo sýning á nýrri verkum Birgis á Sjónarhóli að Hverfisgötu 12. Nýjungar eru tímaskekkj a HVAÐ skyldu nýlist og breskt nautakjöt eiga sameiginlegt? Samkvæmt Daða Guðbjörnssyni myndlistarmanni hefur hvort tveggja fráhrindandi áhrif á fólk. Nýlistin ku til að mynda vera að ganga að íslenskum myndlistarmarkaði dauðum. „Hún er sjálfhverf og óspennandi og höfðar ekki til almennings i sem er fyrir vikið að missa áhuga á myndlist almennt. Þessu er eins farið með breska nautakjötið: þ Heildaráhrifin eru slæm og allir tapa.“ Að mati Daða hefur nýlistin I ekki sannað tilverurétt sinn á i afgerandi hátt. „Nýlistin hefur Iverið lengi í sjálfheldu enda hug- | myndafræðilega gjaldþrota. Síð- an eigum við hvorki nógu stór söfn til að hýsa hana né nógu i- mikla peninga til að kynna hana þ og upphefja hana með þeim É hætti.“ ISjálfur kveðst Daði ekki leita Ú að nýjungum í list sinni, heldur U einbeita sér að persónulegum útfærslum á hinu hefðbundna, enda er hann þeirrar skoðunar að nýjungar í myndlist séu tíma- skekkja. Vísar hann í listasöguna máli sínu til stuðnings. „Leitin að nýjungunum gengur ekki lengur upp, þannig að möguleik- arnir felast í persónulegri I vinnslu.“ Tilefni ummælanna er sýning sem Daði opnar í eftirmiðdaginn í Galleríi Borg við Ingólfstorg. Getur þar að líta ný olíumálverk og vatnslitamyndir — en engin nýlistaverk. Daði segir list sína einkennast af hægri þróun. Tæknileg færni hafi aukist í gegnum árin og lausnirnar verði því sífellt fag- legri. „Fyrir fáeinum árum var mikil barátta í verkum mínum. Listumhverfið var að mörgu leyti fjandsamlegt sem varð til þess að línur skerptust. Nú hefur lygnt, sem er gott fyrir listina, og verkin eru afslappaðri og lit- urinn í betra jafnvægi. Ég er ipjög sáttur við það sem ég er að gera í dag og segja má að ég hafi fundið mér farveg. Það er mjög mikilvægt fyrir listamann." Kveðst Daði velta listinni betur fyrir sér í seinni tíð og eyða meiri tíma í hvert viðfangsefni. Fyrir vikið gangi honum betur að koma auga á vankantana og sniða þá af. „Mér finnst að gæð- in séu að aukast, frekar en hitt. En það er eflaust afstætt." Daði er enginn nýgræðingur í listinni; nam við Myndlistaskól- ann í Reykjavík frá 1969-76, Myndlista- og handíðaskóla ís- lands frá 1976-80 og árin 1983-84 við Rijksakamemie van Beeld- ende Kunsten í Amsterdam. Hef- Morgunblaðið/Einar Falur „ÉG ER mjög sáttur við það sem ég er að gera í dag og segja má að ég hafi fundið mér farveg. Það er mjög mikilvægt fyrir lista- mann,“ segir Daði Guðbjörnsson sem opnar málverkasýningu í Galleríi Borg síðdegis. ur hann haldið fjölda einkasýn- inga, auk þess að taka þátt í sam- sýningum víðs vegar um heim, svo sem á öllum Norðurlöndun- um, Þýskalandi, Hollandi, Ítalíu, Júgóslavíu, Frakklandi, Eng- landi og Japan. Árið 1993 var Daða boðið að sýna á Kjarvals- stöðum. Daði hefur ávallt haldið tryggð við málverkið, þótt því hafi reglulega verið spáð dauða. „Þær andlátsfregnir hafa allar verið stórlega ýktar.“ Vinnur hann með hefðbundin efni og form en þegar viðfangsefni eru annars vegar gefur hann við- teknum hefðum langt nef. Að minnsta kosti á islenskan mæli- kvarða því Daði segir margt í sínum verkum tilheyra hinum evrópska anga post-humanis- mans, sem komi meira fram í málverki hér í álfu en í Banda- ríkjunum. Að mati Daða hafa áherslur í myndlist lengi verið rangar hér á landi. „Áróðursmeistararnir", eins og hann kemst að orði, hafi lagt alltof mikla áherslu á hinn expressjóníska-geira, sem hafi ekki reynst vera sá hluti af nýja málverkinu sem ætli að festa sig í sessi. „Hérlendis hefur alltof mikið verið einblínt á ákveðna þætti á kostnað fjölbreytninnar. Fígúratíft málverk hefur til dæmis aldrei notið sannmælis, auk þess sem listumhverfið er fyrst núna að taka við post-hum- anismanum, sem hefur lengi átt góðu gengi að fagna víða erlend- is.“ Segir listamaðurinn áhrifa „þessarar þröngsýni" gæta í Myndlista- og handiðaskóla ís- lands sem hann liggur á hálsi fyrir „framleiðslu á einhæfum listmálurum". „Vandi þessa unga fólks er sá að því er kennt að mála einlitar og gamaldags áferðarmyndir. Sumir gera þetta reyndar afar vel en listunnendur hafa einfaldlega lítinn áhuga á slíkri myndlist.“ Segir hann hins vegar fátt til ráða. „Verk manns eru vitaskuld visst fordæmi — meira getur maður ekki gert.“ Daði verður fyrstur myndlist- armanna til að sýna í nýjum húsa- kynnum Gallerís Borgar við Ing- ólfstorg. Sýningin stendur til 27. maí en við opnun hennar kl, 16 í dag munu Jóhanna Þórhalls- dóttir og Guðbjörg Siguijóns- dóttir flytja nokkur lög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.