Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 D 8 +* IÞROTTIR KNATTSPYRNA Dómarar máta flauturnar og koma sér í æfingu fyrir átökin KNATTSPYRNUDÓMARAR eru í óða önn að búa sig und- ir flautuleik sumarsins og fyrir skömmu tóku þeir prófin sín. Á föstudegi var þolpróf, sem þeir stóðust allir og sfðan var haldið á landsdómararáð- stefnu til Laugarvatns þar sem þeir þreyttu skriflegt próf auk þess að bera saman bæk- ur sínar. Slíkar ráðstefnur hafa verið haldnar á Laugar- vatni um nokkurra ára skeið og á Landsdómararáðstefn- unni í lok aprfl mættu 35 deild- ardómarar til skrafs og ráða- gerða. Dagskráin á Laugarvatni hófst með setningu Halldórs B. Jónssonar formanns dómaranefnd- ar KSÍ. Síðan tók Stefán hann fyrir breyting- Stefánsson ar á lögum og fyrir- skrifar mæli nefndarinnar en þar eru lagðar llnurnar fyrir sumarið. Næst á dag- skrá var skriflega prófið og að lok- um dags flutti Lars-Ake Björck, sem sæti á í dómaranefnd Knatt- spyrnusambands Evrópu (UEFA) og Alþjóða knattspyrnusambands- ins (FIFA) fyrirlestur um hvernig sé að vera dómari. Sálfræði Laugardagurinn hófst með morgunsundi og eftir að Rafn Hjaltalín hafði farið yfír nokkrar ábendingar og Lars-Áke rætt um undirbúning dómara fyrir leik, fræddi sálfræðingurinn Sæmundur UM HELGINA Knattspyrna Reykjavíkurmótið Sunnudagur: Úrslitaleikur karla: Laugardalsvöllur: Fylkir - KR........17 •Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 3 og verður það í fyrsta skipti sem úrslitaleik- ur mótsins er sýndur beint í sjónvarpi. Æfingaleikur kvenna Sandgerðisv.: ísland A - Svíþjóð U20.16 Pílukast íslandsmótið í pílukasti hófst á fimmtudag og því lýkur um helgina, á Garðakránni í Garðabæ. í dag hefst keppni kl. 11. Úrslit í einmenningi karla hefjast kl. 15 og verða sýnd beint á RÚV og úrslit í einmenningi kvenna hefjast kl. 16. Á morgun verður síðan tvímenningur og hefst keppni kl. 13. Kraftlyftingar 25. fslandsmeistaramótið í kraftlyftingum fer fram í íþróttahúsinu í Garðabæ í dag. Keppni hefst kl. 12. Borðtennis Úrslitakeppni íslandsmóts grunnskóla í borðtennis verður í TBR húsinu í dag. Keppni hefst kl. 13. Almenningshlaup Smárahlaupið Smárahlaupið í Kópavogi, sem er vina- og íjölskylduhlaup, verður á morgun og hefst kl. 13. Hlaupið verður frá Smáraskóla um Kópavogsdal (2,5 km) og/eða um Kársnes- ið og Digranesið (7 km). Allir þátttakendur fá bol við skráningu og verðlaunapening í lokin en Sundlaug Kópavogs býður þeim sem ljúka hlaupinu frítt í sund. FELAGSLIF 85 ára afmæli Vals Knattspyrnufélagið Valur á 85 ára afmæli í dag og verður efnt til hátíðarhalda á svæði félagsins að Hlíðarenda. Kl. 9.45 verður fánahylling og lagður krans að styttu séra Friðriks Friðrikssonar að Hlíðarenda. Kl. 10 verður hugvekja í Friðrikskapellu. Gert er ráð fyrir veislu fyrir krakka kl. 14 til 14.30 en hátlðardagskrá hefst kl. 16 í fé- lagsheimilinu. Aðalfundur Stjörnunnar Aðalfundur Stjörnunnar f Garðabæ verður haldinn f Stjörnuheimilinu þriðjudaginn 14. maí og hefst kl. 20. Handknattleiksdeild Víkings Aðalfundur handknattleiksdeildar Víkings verður haldinn þriðjudaginn 21. maí kl. 20 í Víkinni, Traðarlandi 1. Hafsteinsson dómara um líkam- stjáningu og ákveðni. Góður rómur var gerður að erindi hans og spunn- ust skemmtilegar umræður um hvernig bera skal sig að við hin ýmsu tækifæri, utan vallar sem inn- an. Síðan var liðinu skipt upp í hópa, sem fóru yfir 16 myndskeið af myndbandi úr leikjum í dönsku deildinni og var rýnt sérstaklega í dómgæsluna. Ekki voru allir sam- mála dönskum kollegum sínum og reyndar voru margar skoðanir á lofti um hvernig taka skyldi á mál- unum. Rætt hefur verið um að nota leiki úr deildarkeppninni hér á landi og að sögn forráðamanna ráðstefn- unnar er sú hugmynd alls makleg en er hinsvegar erfið í framkvæmd. Að loknum hópumræðum voru nið- urstöðurnar bornar saman við samskonar hópvinnu danskra dóm- ara og voru þær í flestu á sömu lund. Eftir fyrirlestra um hagnýta dómarafræði og ráðgjafafund Lars- Áke með A-dómurum, tók við knattspyrnumót og þá fyrst urðu menn verulega oft ósammála! Að hafa skoðun... Sunnudagurinn byijaði með skokki og sundferð hjá flestum en síðan fór Rafn yfir niðurstöðumar úr skriflegu prófunum. Ekki voru menn á einu máli um hvaða svör væru rétt og sagðist Lars-Áke ánægður með hve íslenskir dómarar væru óhræddir við hafa skoðun á hlutunum, slíkt sýndi metnað í starfi og kjark til að láta til sín taka. Eftir erindi um verkefni að- stoðardómara, eftirlitsdómara og pappírsvinnu, sló Halldór botninn í ráðstefnuna. Að sögn Halldórs hefur orðið mikil breyting á starfi dómara und- anfarin ár og þörf sé á að dómarar búi sig andlega og líkamlega undir átök sumarvertíðarinnar. „Þessi ráðstefna er í fyrsta lagi til að fræða menn um nýjungar erlendis frá og áhersluatriði dómaranefndarinnar, sem síðan eru kynnt félögunum fyrir sumarið,“ sagði Halldór. „Nú hefur verið sameinað á eina helgi þrekpróf og skrifleg próf í reglum og túlkunum, auk ýmiss konar fróð- leiks og fræðslu. Það er nauðsyn- legt að eiga skemmtilegan tíma hér því dómarar þurfa að ná vel saman þegar alvaran hefst og tilgangurinn er alltaf að bæta dómgæsluna. Nú var til dæmis líkamstjáning sérvalið efni en á næstu árum mun stórauk- ast hlutur sálfræði í dómgæslu og það þarf að styrkja dómara andlega svo að þeir verði meðvitaðri um stöðu sína og ímynd. Nú fá dómar- ar til dæmis aðgang að sérfræðing- um, til dæmis sálfræðingum, og þó að það hafi alltaf verið þörf á því, hafa menn ekki getað áttað sig á mikilvægi þess en þörfin er svo sannarlega fyrir hendi í knattspyrn- unni í dag,“ bætti Halldór við en að sögn fjölmargra dómara á ráð- stefnunni hefur hann látið mikið til sín taka í starfsemi og hagsmuna- málum þeirra á þeim tveimur árum sem hann hefur gegnt formennsku. Alex Ferguson um úrslitaleik Manchester United og Liverpool Bikarieikurinn verður í hæsta gæðaflokki Morgunblaðið/Ásdls FRÁ þrekpróflnu. Gísll Björgvinsson, Arl Þórðarson og Kárl Gunnlaugsson taka á í 50 metra sprettlnum. Ahersla á tækl- ingar og tafir DÓMARANEFND KSÍ lagði fyrir landsdómararáðstefnuna nokkur áhersluatriði, sem hún vill að dóm- arar fylgi vel eftir í sumar. Þar er hnikað á að ef leikmaður tæklar aftan frá ofsalega eða með litlum eða engum ásetningi um að leika knettinum, skuli dómarinn refsa með beinni aukaspyrnu og brottvís- un hvar sem brotið er framið á vellinum. Einnig ef leikmaður sem tæklar tekur ekki lengur tillit til mótheijans, skuli honum refsað með beinni aukaspyrnu og áminn- ingu en ef tæklingin er ofsaleg eða grimmdarleg með engum ásetningi að leika knettinum varði hún brott- vísun. Dómarar eru einnig hvattir til að halda töfum í lágmarki og láta leikinn ganga hratt fyrir sig með tilliti til áhorfenda og þeir skuli bæta við öllum þeim tíma, sem talinn er fara til spillis. ítrekað er að markvörður má aðeins taka fjög- ur skref innan teigs eftir að hann hefur náð valdi á knettinum, áður en hann sleppir honum frá sér. Dómarar eru minntir á að hefja leik sem fyrst eftir að mark hefur verið skorað en lögð er áhersla á skemmtanagildi knattspyrnunnar og leikmönnum er heimilað að láta gleði sína í ljós yfir gerðum mörk- um með fjörlegum hætti, sem þó skal vera innan skynsamlegra marka. Einnig er minnst á að ef aðstoð- ardómari er í vafa um rangstöðu, skuli hann stilla sig um að skerast í leikinn og láta sóknarmann njóta vafans. Þar er einnig nefnt að aukaspyrnur innan eigin markteigs megi taka hvar sem er innan hans og að upphitun leikmanna megi aðeins fara fram fyrir aftan eigið mark eða á svæðum fyrir aftan aðstoðardómara og ekki megi nota knetti við upphitun nærri leik- vangi. Loks er ítrekað að aðeins einn aðili megi veita leikrænar tján- ingar af boðvangi við hliðarlínu og allir, sem þar eru, skuli koma vel fram og af ábyrgðarkennd allan tímann. Niðurstöður GYLFI Orrason, elnn víðförl- asti dómarl landsins, kynntl niðurstöður dönsku dóm- aranefndarinnar eftir að þeir íslensku höfðu krufiö dómgæslu í nokkrum lelkj- um úr dönsku deildinni. Birkir sparkaður niður B lirkir Kristinsson, markvörður Brann, fékk spark í höfuðið í fyrri hálfleik og var borinn af leik- velli er Brann mætti Moss í fyrra- kvöld. Atvikið átti sér stað á 40. mínútu og staðan þá 0:0. „Ég fékk spark í hnakkann frá einum fram- heija Moss og hálf rotaðist og var borinn af leikvelli. Leikmaðurinn var rekinn af leikvelli fyrir vikið. Ég fékk heilahristing og er með stóra kúlu á hnakkanum. Eg er enn með höfuð- verk en á von á því að þetta jafni sig fjótt. Læknir liðsins segir að ég verði að hvíla í tvær vikur en ég er ekki á því og ætla að vera tilbúinn strax á mánudaginn," sagði Birkir. Birkir sagði það slæmt að missa þennan leik niður í jafntefli eftir stóra skellinn gegn Rosenborg (10:0) á dögunum. „Við komumst yfir í upp- hafi síðari hálfleiks og fengum síðan á okkur jöfnunarmarkið þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Það er ekki gott að ná aðeins einu stigi gegn Moss og vera einum fleiri," sagði Birkir. Morgunblaðið/Ásdís EYJÓLFUR Á. Flnnsson teyglr strekkta vöðva eftir sprettlna í þrekprófl dómaranna, sem fram fór í Laugardal. Breytingar á knatt- spyrnu- lögunum Á HVERJU ári verða breytingar á knattspyrnulögunum og í ár er ein meginbreyting en hún snýst um hagnaðarregluna. 15. grein knattspyrnulaganna kemur fram að dómari skuli forð- ast að dæma á brot þegar hann er sannfærður um að brotlega liðið hagnist á því en getur síðan áminnt eða rekið leikmann útaf þegar leikurinn er næst stöðvað- ur. Þessi grein stendur enn óhögguð en nú bætist við eftirfar- andi: „Hafi dómari beitt hagnað- arreglunni og hinn ætlaði hagn- aður misferst, skal dómarinn refsa fyrir upphaflega brotið." Þetta þýðir að dómara gefst tæki- færi til að láta leikinn halda áfram í tvær til þrjár sekúndur og sjá hvernig hagnaðurinn þró- ast. Þessi breyting mun að Iíkum leiða til þess að leikmenn reyni að halda áfram þó að brotið sé á þeim og fyrir vikið mun leikurinn halda áfram, flestum, sérstaklega áhorfendum, til ánægju. Að sögn Halldór B. Jónssonar formanns dómaranefndar KSÍ er þessi breyting í samræmi við meginlín- ur dómgæslu í dag þar sem reynt er að gera sóknarleik hærra und- ir höfði. Aðrar breytingar skipta minna máli. Þar á meðal fellur orðið línuvörður út og í staðinn kemur aðstoðardómari en þetta breytir engu um verksviðið. Einnig verð- ur leyfilegur fjöldi varamanna þrír til sjö en áður voru þeir fimm og gerðar eru auknar kröfur um gæði knattar. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Þolpróf dómara DÓMARAR þurfa að hafa gott þrek fyrir sína vertíð og til að standast dómarapróf þurfa þeir að hlaupa vissar vegalengdir inn- an tímamarka - annars fá þeir ekki skírtein- ið. Hlaupapróf fyrir dómara sumarsins var haldið á Laugardalsvelli fyrir skömmu og stóðust allir prófið. Þolprófið samanstendur af 5 hlaupum, sem skal öllum lokið á innan við einum og hálfum tíma. ■50 metra hlaup undir 7,5 sek. ■200 metra hlaup undir 35 sek. ■50 metra hlaup undir 7,5 sek. ■200 metra hlaup undir 35 sek. ■12 mínútna hlaup og ná minnst 2.600 metra. FIFA dómarar þurfa að ná 2.700 metrum á sama tíma. Fyrir tæplega 10 árum tók Alex Ferguson við stjórninni hjá Manchester United og setti sér það markmið að koma liðinu á toppinn í Englandi. Honum hefur tekist það og með sigri gegn Liverpool í úrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley í dag bætir hann enn einni rósinni í hnappagatið. „Þegar ég tók við var mafkmiðið að kom- ast framúr Liverpool sem var leið- andi félag og hafði teflt fram frá- bærum liðum,“ sagði Ferguson. Ekkert félag hefur tvisvar náð þeim áfanga að verða meistari í deild og bikar á sama árinu en United á möguleika á að endur- taka leikinn frá 1994, möguleika sem rann félaginu úr greipum á síðustu stundu í fyrra. Liðið náði einum titli á fyrstu fimm stjórn- arárum Fergusons en þrír meistar- atitlar, tveir bikarmeistaratitlar, einn deildarbikarmeistaratitill og sigur í Evrópukeppni bikarhafa fylgdu í kjölfarið. Á réttan kjöl Liverpool var leiðandi afl í ensku knattspyrnunni á liðnum áratug og hefur verið að rétta úr kútnum á ný undir stjórn Roy Evans eftir að hafa misst tökin um stund. „Hlutirnir breyttust en Roy hefur komið liðinu á réttan kjöl,“ sagði Ferguson, en Liverpool varð deild- arbikarmeistari í fyrra. „Hann er með frábært lið og sumir leik- mennirnir hefðu getað verið í hvaða liði Liver- pool sem var á áttunda og níunda áratugnum. Við erum einnig með frábæra einstakl- inga og því er ég sannfærður um að leikurinn verður í hæsta gæða- flokki." Evans var jarð- bundinn sem fyrr. „Greinilegt er að bil er á milli lið- anna - staðan í deildinni sýnir það. Hvað hæfi- leika og getu varðar erum við með jafnsterkt lið þegar allt gengur upp en stöðugleikann hefur vant- að.“ Ferguson hefur teflt fram ung- um leikmönnum sem hafa fengið stuðning frá jöxlum eins og danska markverðinum Peter Schmeichel, miðvörðunum Steve Bruce og Gary Pallister, Frakkan- um Eric Cantona og hinum sívinn- andi miðjumanni Roy Keane. Mik- ið kemur til með að mæða á þeim síðast nefnda en hann fær það hlutverk að koma í veg fyrir að Beint á Stöð 3 en kl. 17 á RÚV ÚRSLITALEIKUR Liverpool og Manchester United verður í beinni útsendingu hjá Stöð 3 kl. 14 en upphitunarþáttur hefst kl. 13 og verður þá farið yfir bikarkeppnina í vetur. Þar sem Stöð 3 næst ekki víða um land og vegna mikils áhuga á leiknum heimilaði Stöð 3 Sjón- varpinu að sýna leikinn og hefst útsending RÚV kl. 17 eða þegar hugsanlega framlengdum leik er lokið. Reuter Hvad gerir kóngurinn? ERIC Cantona hefur farlð hamförum með Manchester United í vetur; lelklð frábærlega eftir að hann tók út átta mánaða keppnis- bann fyrir að sparka í áhorfanda í fyrra og glæsileg frammistaða liðsins á tímabilinu er ekki síst honum að þakka. Steve McManaman og John Bar- nes fái sínu framgengt. „Við lékum ekki vel gegn Liverpool í vetur, töpuð- um illa á Anfield og vorum heppn- ir að ná jafntefli á Old Trafford. Ekki þarf að segja okkur að við verðum að leika eins og við gerum best en lykillinn gæti falist í því að ná tökum á miðjunni.“ Keane frðbær Ferguson leggur traust sitt á Keane. „Roy er einn af bestu leik- mönnunum í Bretlandi og ég léti hann ekki fyrir nokkurn annan. Hann hefur svo mikinn skilning á leiknum þó fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því. Málið er að Dagskrá hjá íslensku stuðningsmönnunum AÐDÁENDAKLÚBBAR Liverpool og Manehester United verða með sam- eiginlega dagskrá í dag í tilefni bikarúrslitaleiksins á Wembley. Dagskrá- in hefst með knattspyrnuleik klúbbanna á gervigrasinu í Laugardal kl. 9 en kl. 11 verður skrúðganga frá Hlemmi niður á Lækjartorg. Kl. 12 hefst dagskrá í Ölveri og verður sýnt frá völdum leikjum liðanna. United menn verða á Glaumbar frá 12.30 þar sem verður sýnt frá völdum leikjum Manchester liðsins en útsending frá Wembley hefst kl. 14. hann missir aldrei boltann og er tilbúinn að hlaupa allan leikinn. Þá er hann mjög ákveðinn og það er mikilvægt." Varnarmaðurinn Gary Neville, sem verður sennilega ekki í byijunarliði United, telur að McManaman verði lykilmaður Liv- erpool. „Robbie Fowler og Stan Collymore eru mjög hættulegir og sennilega besta miðherjapar í úr- valsdeildinni en allt byggist á McManaman. Hann er ógnandi vegna þess að hann er úti um all- an völl og erfitt er að stöðva hann.“ Sóknarleikur McManaman álítur að sóknar- leikur sitji í fyrirrúmi á Wembley í dag. „Ég held að liðin byrji var- færnislega en liðin eru stemmd inn á sóknarleik og því á ég von á að hann einkenni viðureignina.“ Evans hefur valið byijunarlið Liverpool og er það eftirfarandi: David James; Mark Wright, John Scales, Phil Babb; Jason McAteer, Steve McManaman, Jamie Redknapp, John Barnes, Rob Jo- nes; Robbie Fowler, Stan Colly- more. Líklegt byrjunarlið Manchester United: Peter Schmeichel; Denis Irwin, Phil May, Gary Pallister, Phillip Neville; David Beckham, Roy Keane, Nicky Butt, Ryan Giggs; Eric Cantona, Andy Cole. Bikar- punktar ■ IAN Rush verður á vara- mannabekknum í dag, í síðasta leik sínum með Liverpool. Hann hefur gert fimm mörk í þremur bikarúrslitaleikjum og alltaf verið í sigurliði. Sigri hann í dag verður Rush fyrsti leikmaðurinn til að verða bikar- meistari íjómm sinnum. RUSH hefur gert 42 mörk í bikarkeppninni á ferlinum. EITTHVAÐ er um falsaða miða í umferð og lögregla sagði í gær að hundruð manna ættu eftir að verða fyrir vonbrigðum þegar þeir framvísa þeim. Þá var miðum stolið bæði í Liv- erpool og Manchester, þar sem brotist var inn á skrifstof- ur Man. Utd á Old Trafford, og lögregla sagði í gær að ekk- ert þýddi að reyna að nota þá miða. Nákvæmlega væri vitað hvaða miðar það væru og við- komandi yrðu handteknir. ROBBIE Fowler, fram- heiji hjá Liverpool, hefur gert 36 mörk I vetur, þar af fjögur gegn Peter Schmeichel mark- verði United; bæði mörkin í 2:0 sigri Liverpool í deildar- leiknum á Anfield og einnig bæði í 2:2 jafntefii á Old Traf- ford - allt afar glæsileg mörk. ERIC Cantona hjá Man- chester United er geysilega örugg vítaskytta. Síðan hann kom til United í nóvember 1992 hefur hann skorað úr 15 vítum og aðeins’klúðrað einu, því fyrsta í desember 1992. í CANTONA skoraði úr tveimur vítaspymum í bikarúr- slitaleiknum gegn Chelsea vorið 1994 á Wembley. I JOHN Aldridgec fyrrum leikmaður Liverpool varð fyrstur til að klúðra vítaspyrnu í bikarúrslitaleik á Wembley. Dave Beasant varði f rá honum 1988 og Wimbledon sigraði 1:0. ■ JACKIE Milburn, fyrrum leikmaður Newcastle og goð- sögn þar um slóðir, hefur verið fljótastur allra að skora í bikar- úrslitaleik - skallaði í netið hjá Manchester City eftir aðeins 45 sekúndur árið 1955. ■ VERÐI jafnt eftir 90 mínútur á Wembley í dag verð- ur framlengt um tvisvar sinn- um 15 mínútur. Verði þá enn jafnt mætast liðin á ný á sama stað, fimmtudaginn 16. maí. Þá verður einnig framlengt verði þörf á því en verði staðan enn jöfn að henni lokinni ráð- ast úrslit í vítaspyrnukeppni. ■ DÓMARI leiksins í dag verður Dermot Gallagher, 38 ára. Gallagher hefur dæmt á íslandi; tjáði Morgunblaðinu að það hefði verið landsleikur 18 ára og yngri árið 1992. Þá bjó Gallagher heima hjá Gylfa Orrasyni, sem hann sagði góð- an vin sinn en Gylfi er einnig alþjóðlegur dómari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.