Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 4
TENNIS STEFFI Graf, sem hefur verlð efst á helmslistanum, varð að sætta slg vlð fyrsta tapið á lelrvelli f tvö ár. Reuter MARTIIMA Hlngis frá Svlss, sem er aðeins 15 ára, sigraðl Graf og þyklr mjög efnileg tennlskona. Graf tapaði fyrir 15 ára stúlku ÞYSKA tennisdrottningin Steffi Graf tapaði óvænt fyrir svissnesku stúlkunni Martinu Hingis, sem er aðeins 15 ára, 2-6, 6-2 og 6-3, í 8- manna úrslitum á opna ítalska meistaramótinu í gær. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem Graf tapar leik á ieirvelli. „Þetta var gott tækifæri til að sigra hana því hún hefur ekki spilað lengi á leirvelli. Ég hef ekki unnið neitt enn. Ég er aðeins komin í undanúrslit mótsins," sagði Hingis. Þetta var fyrsta mót Steffi Grafs í Róm í níu ár eða síðan ítölsk dagblöð jgerðu lítið úr henni með því að kalla hana „La Brutta“ eða Ljótu. „Eg fann mig alls ekki og náði aldrei rétta taktinum í leikn- um,“ sagði Graf sem æfði aðeins fimm tíma á leirvelli fyrir mótið. Hún sagðist þurfa að taka sér frí frá æfingum þar sem hún væri þreytt enda hefur það tekið mjög á hana að faðir hennar skuli vera í fangelsi í Þýskalandi fyrir skattsvik. San An- tonio jafn- aði metin San Antonio vann Utah 88:77 í öðrum leik liðanna í úrslita- keppni NBA-deildarinnar í körfu- knattleik í fyrrinótt og er staðan 1:1 en þriðji leikurinn verður í Utah í kvöld. „Við lékum ekki sem lið í fyrsta leiknum og það kom niður á okkur en núna var liðsheildin allt önnur og betri,“ sagði David Robin- son, sem gerði 24 stig fyrir heima- menn. „Varnarleikur okkar í byijun var frábær og við héldum upptekn- um hætti í seinni hálfleik," bætti hann við. Utah náði aðeins að gera níu stig í fyrsta leikhluta og San An- tonio náði 16 stiga forystu en stað- an var 38:36 fyrir Utah í hálfleik. Þriðji leikhluti fór 27:16 fyrir San Antonio en jafnræði var með liðun- um síðasta fjórðunginn. Chuck Person skoraði 16 stig fyrir heimamenn en Karl Malone var með 24 stig fyrir gestina og Bryon Russell 16 stig. „Við vorum miklu ákveðnari," sagði Robinson. „Það var erfítt að sætta sig við tapið í fyrsta leiknum en við komum sterkir til baka og þeir fengu ekki opin færi. Hins veg- ar er löng leið framundan." Kukoc meiddur Toni Kukoc, framherji í liði Chicago Bulls, meiddist á æfingu í gær og óvíst er talið að hann geti verið með í þriðja leiknum gegn New York Knicks á útivelli í dag. Þessi snjalli Króati meiddist í baki og var rannsakaður á sjúkra- húsi. Lið Bulls átti að fljúga til New York í gærkvöldi en ekki var talið að Kukoc færi með. Tveimur leikj- um er lokið í rimmu liðanna og sigr- aði Chicago í þeim báðum á heima- velli. KNATTSPYRNA Bibercic með þrennu fyrir Skagamenn Viljinn var mun meiri hjá Blikum SKAGAMENN burstuöu Framara, 5:0, ídeildarbikarkeppni KSÍ á Valbjarnarvelli í gærkvöldi og tryggðu sér með því sæti í úrslitaleik mótsins gegn Breiðabliki. Mihajlo Bibercic gerði þrennu fyrir íslandsmeistarana. „Ég er nokkuð ánægður með leikinn og sigurinn var öruggur og það er fyrir öllu. Við erum með í þessu móti til að vinna það,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, kampakátur eftir leikinn. Veður og aðrar aðstæður til knattspyrnuleiks í gærkvöldi voru eins og best verður á kosið, logn og um 10 stiga hiti og völlur- inn í góðu ástandi. Knattspyman var þó ekki alveg í samræmi við að- Valur B. lónatansson skrifar stæður í byijun því leikmenn voru mest uppteknir við það að nöldra í dómaranum. Eftir því sem leið á tóku Skagamenn öll völd og léku oft á tíðum ágætlega en ÚRSLIT Knattspyrna Deildarbikarkeppni KSÍ Fram - ÍA....................0:5 - Mihajlo Bibercic 3 (27., 32. og 66.), Bjami Guðjónsson (62.), Bjarki Pétursson (63.). Breiðablik - Gríndavik.......3:0 Pálmi Haraldsson (17.), Kjartan Einarsson (40.), Amar Grétarsson (87.). Framarar áttu erfitt uppdráttar. Eftir að Þorbjörn Atli Sveinsson hafði fengið fyrsta færi leiksins fyrir Fram á 21. mínútu vöknuðu íslandsmeistararnir loks til lífsins. Bibercic gerði tvö mörk á fímm mínútna kafla um miðbik hálf- leiksins. Fyrra markið var sérlega glæsilegt. Hann fékk sendingu frá Gunnlaugi Jónssyni af hægri kant- inum inn í vítateiginn, tók knöttinn á brjóstið og lagði hann fyrir sig og skoraði með fallegu skoti efst í hægra homið. Síðara markið gerði hann með skalla eftir að Bjarni Gujónsson hafði framlengt sendingu með kollinum til hans við fjærstöng. Skagamenn fengu tvö fyrstu færin í síðari hálfleik og í seinna skiptið skaut Bjarni í þverslá. Framarar fengu þá tvö þokkaleg færi, fyrst Þorbjörn Atli, en Þórð- ur varði vel, og síðan Steinar Guð- geirsson með skot rétt framhjá. Þá kom rothöggið fyrir Fram. ÍA gerði þrjú mörk á aðeins fjórum mínútum. Bjarni Guðjónsson kom ÍA í 3:0 með því að pota boltanum yfir marklínuna eftir herfileg mi- stök í vöm Fram. Bjarki Pétursson gerði fjórða markið með skoti frá vítateig aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn á sem vara- maður og Bibercic fullkomnaði þrennuna með kollspymu eftir sendingu Bjarka. Skagamenn voru betri á öllum sviðum og léku á öðmm hraða en Framarar. Steinar Adolfsson fellur vel inn í leik liðsins og stjómar miðjuspilinu. Zoran Mijlovic lék fyrsta leik sinn á tímabilinu og styrkir vömina. Bibercic gerði þrjú falleg mörk og er greinilega í betri æfingu en hann hefur áður verið á þessum árstíma. Framarar ollu vonbrigðum. Þeir náðu aldrei almennilega saman, tóku allt of langan tíma í að byggja upp þegar þeir unnu boltann. Vörnin var mistæk, en þess má geta að í hana vantaði Ágúst Ól- afsson, sem var veðurtepptur í Vestmannaeyjum og Sævar Guð- jónsson sem er í prófum. Liðið er ungt og efnilegt en það þárf meira til gegn liði eins og ÍA. BREIÐABLIK vann öruggan og sanngjarnan sigur, 3:0, á Grind- víkingum í Kópavogi í gærkvöldi í undanúrslitum deildarbikar- keppninnar. Þetta ívar þýðiraðþaðað Benediktsson ®,ikar mæta Is’ skrifar landsmeisturum Akraness í úrslita- leik keppninnar. Þar munu þeir eflaust fá meiri mótspyrnu en í gærkvöldi. En gleði Kópa- vogsbúa var blendin að leikslok- um þar sem fyrirliða þeirra, Arn- ari Grétarssyni, var visað af leik- velli skömmu fyrir leikslok fyrir að stöðva boltann með hendi. „Við lögðum upp með það fyr- ir leikinn að sækja, þvi við þurft- um að vinna með tveimur mörk- um. Okkur tókst að gera tvö í fyrri hálfleik og vorum óheppnir að bæta ekki við,“ sagði Sigurður Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, að leikslokum. „Ég er hins vegar óánægður með að missa Arnar útaf með rautt spjald, það getur vegið þungt í úrslitaleiknum. Það verður skemmtilegt að mæta Skagamönnum í úrslitaleiknum og við stefnum að sjálfsögðu á góð úrslit úr þeim leik.“ Frá upphafi var það engum vafa undirorpið hvort liðið væri sterkari aðilinn á vellinum. Blik- arnir tóku strax völdin á miðj- unni og léku vörn Grindavíkur oft grátt með laglegu spili. Leik- ur þeirra var mun markvissari og skipulagðari en gestanna sem náðu aldrei að skapa usla með löngum og ónákvæmum sending- um. Tveggja marka forskot Blika í hálfleik var verðskuldað og með örlítilli heppni hefði það getað verið stærra. Svo virtist sem Grindvíkingar ætluðu að verða dugmeiri í upp- hafi síðari hálfleiks en áður því Zoran Ljubecic skallaði rétt framhjá eftir snotra sókn strax á annarri mínútur. En fljótlega sótti í sama farið og heimamenn tóku völdin á ný, mark frá þeim lá í loftinu en illa gekk að fá hlutina til að ganga upp. En að lokum innsiglaði Arnar sigurinn með fallegu bogaskoti af 40 metra færi eftir misheppnað út- spark Alberts Sævarssonar í marki Grindavíkur. Grindavíkurliðið átti undir högg að sækja allan leikinn og liðsheildin var slök. Miðjan var sein og í vanda með viljuga mót- heija og vörnin ráðleysisleg og oft skrefinu á eftir sóknarmönn- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.