Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D ttgunMiifcife STOFNAÐ 1913 107. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 12. MAI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Minningar að austan VINSÆLASTA spilið í Þýskalandi núna er eins konar austur-þýsk út- gáfa af hinu þekkta Monopoly, þátt- takendur fá sýn inn í daglegt líf borg- aranna í alþýðulýðveldinu gamla. Meðspilarinn, sem þú hefur treyst fullkomlega, getur reynst vera njósn- ari á vegum öryggislögreglunnar al- ræmdu, Stasi. Að sjálfsögðu er fjöld- inn allur af tækifærum til að misstíga sig og hafna í steininum. Leikreglurnar endurspegla gálga- húmorinn sem gerði mörgum Austur- Þjóðverjum lífið í einræðisríki komm- únista ^bærilegra en ella. Þátttakend- ur verðá að kljásl við skrifræði, mútu- þægni og svarta markaðinn þegar þeir keppast um að eignast bíl, síma eða aðgöngumiðann að ölhim gæðum, sjálft flokksskírteinið. Robert Kurek, þrítugur verkfræð- ingur, fann upp spilið ásamt eigin- konu sinni, Heike, sem er tónlistar- kennari. Leikurinn ber nafn sem er tilvitnun í eitt af slagorðum kommún- ista, „Fram úr þeim en án eftiröpun- ar" og vísaði tíl þess að markmiðið væri jafngóð lífskjör og vestan megin en sneitt yrði hjá göllunum. Fóru vitnin hundavillt? DÓMSTÓLL í Wales breytti nýlega fyrri ákvörðun og neitaði að taka til greina ósk manns sem vildi fá að sannfæra menn um sakleysi hundsins síns. Mark Hayes, smábóndi í Llangrannog og eigandi hundsins Dino, fullyrti að annar hvutti í byggðarlaginu, nauðalíkur Dino, hlyti að hafa verið á ferð er vitni sáu hund bera önd nágranna Hayes á brott í kjaftinum. VUdi Hayes, sem segir Dino, fimm ára gamlan völskuhund, hræðast önnur dýr og aldrei gera þeim nokkurt mein, fá að láta hann vera í réttarsalnum samtímis verðlauna- öndinni Snædísi og hænunni Gæsku er deUdi vistarverum með Dino um 18 máhaða skeið. Ahugaleysi hundsins á öllu fiðurfé myndi þá verða öllum ljóst. „Ef hæna reyndi að gogga í hann myndi hann umsvifalaust taka tíl fótanna," segir Hayes. Hann varð að greiða granna sínum 2.500 króna sekt vegna andarhvarfs- ins. Gæska verpti eggi í biðstofu rétt- arsalarins og sagðist Hayes ekki vita hvort hann ætti að snæða það í morg- unverð eða fleygja því í dómarann. Sumarblíða í Vesturbænum Morgunblaðið/RAX KÖTTURINN á myndinni er í góðum holdum og virðist hafa haft það náðugt í vetur. Hvað sem þvi líður verður að hafa í huga að veiðihvötin er sterk og freistingarnar margar um þetta leyti. Ung- ar eru í hreiðrum og foreldrarnir gæta sín ekki vel enda upptekn- ir af fæðuöflun fyrir ungviðið. Kattavinir ættu því að stuðla að friðsamlegri sambúð og muna að hafa bjöllu á hálsbandi kisa. Finnskir áhrifamenn ræða aðild að NATO Helsinki. Morgunblaðið. í ÞESSARI viku hefur aðild Finna að Atlants- hafsbandalaginu, NATO, orðið hitamál meðal æðstu ráðamanna í Helsinki. Martti Ahtisaari Finnlandsforseti sá ástæðu til þess á föstudag að ítreka með formlegum hætti að stefna Finna í öryggismálum verði óbreytt: Þeir myndu halda uppi sjálfstæðum landvörnum og ekki gerast aðilar að neinum varnarsamtökum. Einnig varaði jafnaðarmaðurinn Tarja Hal- onen utanríkisráðherra menn við því að velta fyrir sér hugsanlegri NATO-aðild. Sagði Halon- en að best væri fyrir Finna að óháðu ríkin innan Evrópusambandsins, ESB, yrðu einhuga í þeim öryggismálaviðræðum sem tengjast ríkjaráðstefnu ESB. Það sem að lokum olli hörðum viðbrögðum Finnlandsforseta og utanríkisráðherra var við- tal við Ole Norrback Evrópumálaráðherra, sem birtist á föstudaginn. í því viðtali sagðist Norr- back halda að NATO-aðild Finna og Svía yrði að raunveruleika innan tíðar. Hefur mál þetta alls ekki verið á dagskrá í ríkisstjórninni og teljast viðbrögð forseta einnig vera áminning um að Norrback skuli ekki skipta sér af þeim málum sem ekki eru ihnan verkahrings Evrópu- málaráðherra. Ummæli Jakobsons Ummæli Norrbacks voru hins vegar aðeins framhald á umræðu sem hófst með erindi sem Max Jakobson, fyrrum sendiherra Finna hjá Sameinuðu þjóðunum og virtur stjórnmálaskýr- andi, flutti. Að mati Jakobsons væri aðild Finna að NATO aðeins rökrétt skref á þeirri braut sem þjóðin valdi með því að ganga í ESB. Meðal þeirra sem nú hafa stutt NATO- aðild er einnig Pertti Salolainen fyrrum ráð- herra, sem sá um aðildarviðræður Finna við ESB. Salolainen tjáði sig einnig um NATO- aðildina í vikunni enda er hann að hætta þing- mannsstörfum til þess að verða sendiherra á Bretlandi. Það er opinbert leyndarmál að öryggismál voru þyngst á metunum þegar þjóðin og for- ráðamenn hennar kusu að ganga í ESB haust- ið 1994. Rökstuðningur fyrir NATO-aðild Finna byggist aðallega á því að óhagstætt verði að vera einir ESB-þjóða á hugsanlegu hagsmunasvæði Rússa án tryggingar frá Atl- antshafsbandalaginu. Verði Borís Jeltsín ekki næsti forseti Rússlands telst mjög líklegt að hernaðarbrölt og þjóðernishyggja fari enn vax- andi þar eystra. Talsmenn stjórnarandstöðu- flokka í Rússlandi hafa sumir hótað að her- taka Eistland á ný. Talið er að frá þeirra sjón- arhóli sé sáralítill munur á Eystrasaltsríkjunum og Finnlandi. NEMENDUR í FYRIRRÚMI 20 « LEDURVORVR FYRIR LAMSMEMÍ60ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.