Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 5/5 11/5. ►HÆSTIRÉTTUR í Noregi hefur staðfest dóm héraðs- dóms í máli togaranna Björgólfs og Ottars Birting, sem staðnir voru að ólögleg- um veiðum á fískverndar- svæðinu við Svalbarða 1994. Héraðsdómur Norður- Tromsfylkis hafði dæmt skipsljóra skipanna í sekt og útgerðir skipanna til greiðslu sektar og upptöku afla og veiðarfæra. ►FÉLAG íslenskra bif- reiðaeigenda á í viðræðum við breska vátryggjandann Ibex Motor Syndicate at -Lloyd’s um tryggingar á ökutækjum félagsmanna. Viðræðumar eiga sér stað fyrir milligöngu NHK vá- tryggingamiðlunarinnar. ►Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra segir að sam- kvæmt nýrri áætlun Þjóð- hagsstofnunar verði hag- vöxtur á árinu u.þ.b. 3% og 3 þúsund ný störf verði til. Líklegt þykir að dragi úr atvinnuleysi á árinu um 4% og kaupmáttur ráðstöfunar- tekna aukist um 3,5-4%. ► ALLAR líkur era á að breytingar verði gerðar á nokkrum lgörstöðum í Reykjavík við forsetakosn- ingarnar 29. júní. Væntan- lega verður kosið í Ráðhús- inu í stað Miðbæjarskólans og stefnt er að því að færa kjördeildir, sem verið hafa í Austurbæjarskólanum og Sjómannaskólanum, á Kjar- valsstaði. Samningar tókust um síldarkvóta SAMNINGUR á milli íslands, Fær- eyja, Noregs og Rússlands um veiðar úr norsk-íslenska sfldarstofninum var undirritaður í Ósló á mánudagsmorg- un. Heildarafli landanna verður 1.107 þús. lestir í ár, og í hlut íslendinga koma 190 þús. lestir. Samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins fá öll skip sem sóttu um fyrir 26. apríl leyfí til síldveiða. 59 nótaskipum er heimilt að veiða 182 þús. lestir og auk þess fá 19 togveiðiskip leyfi til veiða á 8 þús. lestum. Veiðarnar hó- fust 10. maí og voru þá um 40 síld- veiðiskip komin á miðin við íslensku lögsöguna í Noregshafi djúpt austur af landinu. Umferðarslys kosta 16,2-18,8 milljarða KOSTNAÐUR samfélagsins vegna umferðarslysa á íslandi er samtals á bilinu 16,2-18,8 milljarðar króna, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Hagfræðistofnunar Háskóla íslands. Þar af nemur einstaklingsbundið slysatjón af völdum umferðarslysa 13-16 milljörðum króna og eignatjón og annar beinn slysakostnaður nemur rúmum 3 milljörðum króna. Samtals nemur kostnaðurinn um 4-5% af landsframleiðslu. Miklar framkvæmdir ÁRIN 1996 og 1997 gætu orðið með mestu framkvæmdaárum á Kefla- víkurflugvelli. Stefnir í að framkvæmt verði fyrir um fjóra milljarða króna hvort ár um sig. Bensínverð hækkar VERÐ á bensíni hækkaði til neytenda um 1,90 kr. lítrinn, eða um 2,4 til 2,6%, á föstudag vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði. Fjármálaráðu- neytið hefur ákveðið að lækka gjald af bensíni tímabundið vegna verðþró- unar bensíns á heimsmarkaði. Afhroð Kongress- flokksins NARASIMHA Rao, forsætisráðherra Indlands, ákvað á fímmtudag að segja af sér í kjölfar afhroðs Kongr- essflokksins í þingkosningum. Er búið var að telja þriðjung atkvæða var því spáð að flokkurinn fengi að- eins 130-140 sæti og tveir flokkar, Bharatiya Janata og bandalag vinstriaflanna, yrðu báðir stærri. Enginn flokkur fær meirihluta á þingi og gætu óháðir þingmenn og smá- flokkar því komist í oddaaðstöðu. Njósnamál í Rússlandi RÚSSAR sökuðu á mánudag breska sendiráðsmenn um njósnir og sögðust íhuga að vísa níu manns úr landi vegna málsins. Voru Bretar sagðir hafa reynt að kaupa upplýsingar af Rússa sem starfaði á stjórnarskrif- stofum. Norsk skýrsla vekur deilur SKÝRSLA þingskipaðrar nefndar í Noregi um starfsemi leyniþjón- ustunnar undanfama áratugi hefur valdið hörðum deilum í Noregi. í ljós kom að nokkrir starfsmenn Verka- mannaflokksins söfnuðu upplýsing- um um tugi þúsunda manna, aðallega kommúnista, og afhentu leyniþjón- ustunni, einnig var beitt hlerunum. Fullyrt er að Haakon Lie, sem lengi var aðalritari Verkamannaflokksins, hafi hvatt til þessarar samvinnu. Torbjöm Jagland, leiðtogi flokksins, bendir á að ekki hafí fundist neinar vísbendingar um tengsl við leyniþjón- ustuna frá 1970. ►BORÍS Jeltsín Rússlands- forseti vísaði því harkalega á bug í vikunni að til greina kæmi að fresta forseta- kosningunum sem eiga að verða í júní. Yfirmaður líf- varðar Jeltsíns og fleiri ráðamenn hafa hvatt for- setann til að fresta kosn- ingunum. ►TTRKNESKA þingið samþykkti á fímmtudag nýja tillögu flokks hehtrú- armúslima um að meint fjármálaspilling Tansu CiU- er, fyrrverandi forsætis- ráðherra, yrði rannsökuð. Er talin hætta á að sam- steypustjóm hægrimanna springi vegna málsins. ►STJÓRNLAGAÞING Suður-Afríku samþykkti á miðvikudag nýja, lýðræðis- lega stjóraarskrá og studdi Þjóðarflokkur F.W. de Klerks samþykktina. Dag- inn eftir ákvað flokkurinn að hætta þátttöku í sam- steypustjórn með Afríska þjóðarráðinu, samtökum Nelsons Mandela forseta. ►ÍSRAELAR gagnrýndu á miðvikudag skýrslu SÞ um árásina á Qana og sögðu tilhæfulaust að ráðist hefði verið af ásettu ráði á flótta- fólkið. ► STRÍÐSGLÆP ARÉTT- ARHÖLD hófust í Haag á þriðjudag yfír Serba sem grunaður er um morð, nauðganir og pyntingar í Bosníu. Króatar og múslim- ar munu einnig koma fyrir réttinn. FRETTIR Vamarliðið dregur úr viðbúnaði vegna þíðunnar í heimsmálum Morgunblaðið/Baldur Sveinsson F-15A Eagle þota frá 101, flugsveit þjóðvarðliðsins ekur til baka í „alert“ skýlið 11. maí 1995. Tímabilið frá 2. apríl til 30. júní 1995 var í fyrsta skipti sem þjóðvarðliðið sá um vamir íslands. 101. flugsveit er hluti af þjóðvarðliði Massachusestts og er venjulega staðsett á Otis-flugvelli. Viðbragðsskýlið á Kefla- víkurflugvelli lagt niður V amarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur hætt notkun svokallaðs viðbragðsflugskýlis, en það er sú bygging á landinu sem hefur verið gætt einna best af öryggisvörðum. Baldur Sveinsson segir sögu þessa mann- virkis, sem þíðan í heimsmálum hefur gert óþarft. ÞAÐ var fyrstu dagana í apríl sem bandaríski flug- herinn á Keflavíkurflug- velli hætti að nota viðbragðsskýlið („alert hangar“) sem stendur sunnan við vesturenda aust- ur/vestur brautarinnar eða 11-29 eins og hún heitir á flugmanna- máli. Þetta væri í sjálfu sér ekkert merkilegt nema vegna þess að skýli þetta hefur, frá þeim tíma sem það var tekið í noktun, verið sú bygging á landinu sem öiyggis- verðir gættu einna best og einung- is sjálfra vopnageymslanna er jafnvel gætt. Ástæða þess að skýl- ið er tekið úr notkun er spamaður sá sem lýst er í nýstaðfestu sam- komulagi íslands og Bandaríkj- anna um vamir landsins. Skýlið, sem almennt gekk undir nafninu „alert“ var tekið í notkun 1955. Tilgangur þess var að skapa að- stöðu fyrir þá menn sem vöktu yfir lofthelgi íslands þegar talin var þörf á slíkri bráðavakt. Þar sátu allt fram undir lokun þess flugmenn í viðbragðsstöðu, tilbún- ir til að fara á loft og mæta hvaða ógn sem var í hvaða veðri sem var. Stuttur viðbragðstími Lengst af var leyfður viðbragðs- tími aðeins 5-10 mínútur, þ.e.a.s. vélamar urðu að vera komnar á loft 10 mínútum eftir að útkallið barst. Því sátu flugmenn að mestu tilbúnir í búningum sínum, flugvél- arnar voru tilbúnar og yfirfarnar, ekkert eftir nema að klára að klæða sig, hlaupa niður stigann, setjast upp í, tengja súrefni, tal- stöðvar og fallhlífar, ræsa hreyfl- ana og bruna út, allt á innan við 10 mínútum. Akstursbrautin frá skýlinu að braut 11 var sveigð þannig að hægt var að aka á mikl- um hraða út á brautina og fara rakleitt á loft ef með þurfti. Skýlinu fylgdi eins og áður sagði mikil öryggisgæsla. Þeir sem voguðu sér eða villtust innfyrir girðingar eða rauðu strikin sem máluð eru á akstursbrautir urðu lengi framan af fyrir þeirri óhugn- anlegu reynslu að vera látnir leggj- ast á jörðina með hendur fyrir aftan hnakka og bíða þess að þeir væru annaðhvort fangelsaðir eða að íslenska lögreglan leysti þá úr haldi ef um íslendinga var að ræða. Urðu af þessu ýmis vand- ræðamál á árum áður, t.d. þegar iðnaðarmenn sem sjá um að við- halda raflögnum og ljósum fóru metra of langt í vinnugleði sinni. Stórmál þegar vélar villtust inn á svæðið Einnig villtust flugvélar stund- um inn á akbrautina. Vandræða- legasta málið var þegar flugmenn DC-8 þotu, sem var nýlent á braut 29 til vesturs, misskildu fyrirmæli flugumferðastjóra og ók inn á akbrautina að „alert“ skýlinu. Ör- yggisverðir umkringdu vélina og tóku í raun flugmennina fasta. Mikið mál var að koma vélinni í burt og fékk hún ekki að aka fyr- ir eigin vélarafli, heldur var hún dregin burt. Ljósmyndarar voru ekki í uppáhaldi hjá öryggisvörð- um nálægt „alert“ skýlinu og oftar en einu sinni var undirritaður stöðvaður og honum sagt að óheimilt væri að taka myndir þar sem skýlið sæist, fyrir nú utan að óheimilt væri að taka myndir í herstöðvum. Öll þau mál leystust þó á farsælan hátt. Viðbragðstími lengdur Nú er komin önnur tíð og síð- ustu ár hefur viðbragðstíminn ver- ið lengdur verulega. Því er ekki lengur nauðsyn á þeim kostnaði sem felst í að viðhalda og hita upp þetta gamla skýli. Viðbragðsstaða getur því auðveldlega verið í stein- steyptu hertu flugskýlunum sem byggð voru 1985-86 á sömu slóð- um og nú standa flest auð. ÞANN 16. júlí 1995 búa aðstoðarmenn sig undir að draga F-15C þotu frá 58. flugsveit inn í eitt af hertu skýlunum. Þoturnar era dregnar afturábak inn í skýlin með vindum sem eru innst 1 þeim. 58. flugsveit er ein þriggja fíugsveita 33. deildar sem staðsett er á Eglin-flugvelli í Florida.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.