Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Flokkur múslima reynir að komast til valda í Tyrklandi Atlaga að Ciller gæti splundrað stjóminni Miklir úfar hafa risið með stjómarflokkun- um í Tyrklandi vegna meintrar spillingar Tansu Ciller, leiðtoga annars þeirra, þegar hún var forsætisráð- herra. Flokkur heittrú- aðra múslima hefur knúið fram rannsókn á málum Ciller og vonast til að geta þannig splundrað stjórninni og komist til valda. Tansu Ciller, leiðtogi Flokks hins sanna vegar (DYP), á undir högg að sækja vegna ásakana um að hún hafi skarað eld að sinni köku þegar hún var forsætisráðherra Tyrklands á ár- unum 1993-96. Tyrkneska þingið samþykkti á fimmtudag að hefja rannsókn á ásökunum um að hún og vellríkur eiginmaður hennar, Özer, hefðu misnotað aðstöðu sína til að hagnast á einkavæðingu bílafyrirtækisins TOFAS. Áður hafði þingið samþykkt að láta rannsaka hvort Ciller hefði beitt áhrifum sínum til að fá ríkisorku- fyrirtækið TEDAS til að taka til- boðum fyrirtækja, sem tengjast hjónunum, um lagningu nýrra raf- magnslína til 32 tyrkneskra borga. Þótt tyrkneskir stjómmálamenn hafi verið þekktir fyrir annað en að standast þá freistingu að maka krókinn hefur þetta mál valdið miklu uppnámi í Tyrklandi. Fjöl- miðlarnir hafa gert sér mikinn mat úr fjármálum hjónanna og kallað þau „sjávarbakkagengið“ vegna glæsihúss sem þau eiga við Hellusund í Istanbul. Þau hafa t.a.m. verið gagnrýnd fyrir kaup á miklum eignum í Bandaríkjun- TANSU Ciller, fyrrverandi forsætisráðherra Tyrklands, umkringd lífvörðum og stuðningskonum á kosningafundi í desember. Reuter um, svo sem hóteli og einkaskóla. Ciller hef- ur viðurkennt kaupin en lofað að selja eign- imar og nota fjár- magnið til að fjár- festa í Tyrklandi. Múslimar blása að kolunum Hægriflokkur Cill- er, DYP, myndaði stjóm með Föður- landsflokki Mesuts Yilmaz, núverandi forsætisráðherra, eft- ir kosningarnar í des- ember til að afstýra því að heittrúaðir múslimar í Velferð- arfiokknum, Refah, kæmust til valda. Flokkamir hafa stefnt að því að sam- einast í einn stóran íhaldsflokk en sá hængur er á að Ciller og Yilmaz hafa lengi eldað grátt silfur. Velferðarflokkurinn hefur kynt undir þessari úlfúð stjómarleiðtoganna til að grafa undan stjóminni og knýja fram nýjar kosningar. Flokkurinn fékk flest þingsæti í desember, 158 af 550, og vonast til að ná hreinum meirihluta í næstu kosningum. Velferðarflokkur- inn hefur blásið að kolunum með því að knýja fram rannsókn á meintri spillingu Ciller. Margir af þingmönnum Föður- landsflokksins (ANAP) snerast á sveif með stjórnar- andstöðunni þegar þingið samþykkti að láta rannsaka spill- ingarmál forsætisráðherrans fyrr- verandi. Yilmaz hefur neitað að koma Ciller til varnar frá því spill- ingarmálin komu upp. „Pólitísk hryðjuverk" Þegar rannsókn spillingarmál- anna lýkur þarf þingið að ákveða hvort leiða eigi Ciller fyrir rétt. Fari svo getur hún ekki leyst Yilmaz af hólmi sem forsætisráð- herra á næsta ári, eins og stjórnar- flokkarnir höfðu samið um. Ciller vísar öllum ásökunum um spillingu á bug og lýsir þeim sem „lævíslegu bragði“ til að bola henni frá. - „Enginn, sem hefur verið leiddur fyrir hæstarétt, getur orðið forsætisráðherra," sagði hún. „Þetta eru pólitísk hryðju- verk. Mér þykir miður að sam- starfsmenn okkar skuli hafa bitið á agnið.“ Upplausn vegna sundurlyndis Nokkrir þingmenn Föðurlands- flokksins hafa svo mikla óbeit á Ciller að þeir em reiðubúnir að láta sverfa til stáls, þótt það stofni stjórninni í hættu. „Enginn getur skorast undan því að standa fyrir máli sínu,“ sagði Halis Komili, MESUT Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, sem hefur lengi haft ill- an bifur á Tansu Ciller. varaformaður Föðurlandsflokks- ins. „Falli stjórnin er ekkert við því að gera. Menn geta ekki hylmt yfir spillingu í þágu stjórnarinn- ar.“ Úlfúðin milli Ciller og Yilmaz hefur valdið ófremdarástandi inn- an stjórnarinnar. Sérfræðingar í tyrkneskum stjórnmálum segja að stjórnin sé að leysast upp í inn- byrðis átökum eftir að hafa verið við völd í 50 daga. „Nú er svo komið að það er ekki ein ríkis- stjórn í Tyrklandi, heldur tvær,“ sagði Bilal Cetin, fréttaskýrandi dagblaðsins Yeni Yuzyil. „Ónnur þeirra er stjórn Yilmaz, en Ciller fer fyrir hinni.“ „Brýrnar milli DYP og ANAP vom brenndar þegar þingið sam- þykkti rannsóknina," sagði Derya Sazak, ritstjóri dagblaðsins Milliy- et. „Þótt Yilmaz segi að sam- steypustjórnin muni halda velli em flestir stjórnmálamenn þeirrar skoðunar að stjómin tóri ekki í 100 daga.“ Stjórnin lömuð á versta tíma Deilurnar innan stjómarinnar blossuðu upp á versta tíma og hafa tafið fyrir brýnum efnahags- aðgerðum. Þótt hagvöxturinn hafi verið 7,8% í fyrra stefnir í óefni í efnahagsmálunum, verðbólgan er um 80% á ári, fjárlagahallinn fer sívaxandi og almannatrygg- ingakerfið er að hmni komið. Meðan stjórnin er sem lömuð vegna sundurlyndisins bíða fjöl- mörg vandamál úrlausnar. Ekki sér enn fyrir endann á stríðinu við Kúrda í suðurhluta Tyrklands, Tyrkir eiga í flókinni deilu við Grikki um yfirráð yfir eyjum í Eyjahafi og Kýpur, auk þess sem Tyrkir búa sig undir nánari tengsl við Evrópusambandið, ESB, eftir að hafa fengið aðild að tollabanda- lagi þess 1. janúar. Múslimaflokkur í sókn Meðan stjórnarflokkarnir beij- ast sín á milli heldur Velferðar- flokkurinn áfram að auka fylgi sitt. Falli stjórnin gæti það orðið til þess að leiðtogi flokks múslima yrði forsætisráðherra í fyrsta skipti frá stofnun tyrkneska lýð- veldisins árið 1923. Flokksleiðtog- inn, Necmettin Erbakan, fengi þá tækifæri til að framfylgja þeirri stefnu sinni að ijúfa tengsl Tyrkja við Vesturlönd og mynda bandalag með ríkjum múslima. Erbakan vill að Tyrkir rifti samningnum um tollabandalag við ESB og er hlynntur því að Iandið segi sig úr Atlantshafsbandalag- inu. Hann hefur einnig reitt Ciller og fleiri tyrkneskar konur til reiði með yfirlýsingum um að þær eigi að ganga með blæjur fyrir andlit- inu, hætta að vinna úti og ein- beita sér að heimilisstörfunum. Með atlögunni að Ciller gæti Erbakan ekki aðeins komið höggi á þessa atkvæðamiklu konu, held- ur einnig stuðlað að falli stjórnar- innar og komið múslimum til valda. Opel Astra Verð kr. 1.199.000.-1 Bílheimar ehf. Sœvarhöfba 2a Sími: 52S 90001 Miklar umræður stjórnmálamanna um eiturlyfjalöggjöfina í Danmörku Deilt um hvort afnema eigi refsingu fyrir hassneyslu - kjarni inálsins Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÓSÍALÍSKI þjóðarflokkurinn samþykkti á flokksþingi sínu nýlega að leggja til að ekki yrði lengur refsivert að hafa í fómm sínum hass til persónulegra nota. Einnig leggur flokkurinn til að reynt verði að gefa langt leiddum heróín- sjúklingum heróín til að halda þeim frá glæpum. Stefna Jafnaðarmannaflokksins er eftir sem áður að hassnotkun sé refsiverð, en meðal flokks- manna sem láta sig eiturlyfjamál varða er stuðn- ingur við tillögu Sósíalíska þjóðarflokksins og einnig meðal ýmissa er starfa að eiturlyfjavörn- um. Eins og er stríðir það gegn dönskum lögum að hafa hass í fórum sínum, sama hve skammtur- inn er lítill, utan hvað að íbúar fríríkisins Kristjaníu leyfa hassneyslu. Þótt enn sé traustur þingmeirihluti gegn tillögunni hefur hugmyndin unnið sér fylgi meðal þeirra, sem mest afskipti hafa af þessum málaflokki, þótt forysta Jafnað- armannaflokksins hafni henni eindregið. Samstjórnarflokkurinn, Róttæki vinstriflokk- urinn, hefur hins vegar tekið vel í hugmyndina og nú hefur Sósíalíski þjóðarflokkurinn bæst í hópinn. Enginn flokkanna vill þó að notkun hass verði gerð lögleg, heldur einungis að ekki verði refsivert að hafa í fórum sínum skammt til eigin nota. Þriðji stjómarflokkurinn, Miðdemó- krataflokkurinn, er hugmyndinni eindregið mót- fallinn. Röksemdirnar fyrir lagabreytingu eru að þar með fái lögregluyfirvöld svigrúm til að berjast gegn sterkari eiturlyfjum. Tillagan er gerð með hollensk lög í huga, en þar eru til svokallaðar „coffeeshops", þar sem hægt er að kaupa og neyta hass, þótt nafnið gefi annað til kynna. Andstæðingar hugmyndarinnar segja hol- lensku reynsluna tvíbenta, því þótt ætlunin með tilhöguninni hafi verið að auðvelda eftirlit með neyslunni hafi það síst orðið raunin. Einnig benda andstæðingar hugmyndarinnar á að með fijálsri sölu verði markaðurinn tryggður fyrir þá sem leggi þessa skuggastarfsemi fyrir sig. Nær sé að herða forvamastarf en gefa eftir gagnvart neyslu efnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.