Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 11 Hann bendir á kosti þess fyrir hlutafélag að geta sótt fé út á hlutafjármarkaðinn og fá verðmat á eignarhluti félagsmanna. Á móti bendir hann á að skattalegt hag- ræði hverfi við stofnun sjálfstæðs hlutafélags. Og hann blæs á þau rök að starfsmenn vinni betur og skili betri rekstri í hlutafélagi en núverandi félagsformi. Rétt mat á verðmætum Sigurður Einarsson sagði meðal annars að það yrði skýrara við hvað menn ættu, þegar hann var spurður um rökin fyrir hlutafélag- svæðingu SH á aðalfundinum á dögunum. Eggert Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins Norðurtanga hf. á ísafírði, segist vera hlynntur breytingum á Söl- umiðstöðinni. Tímabært sé að stíga skrefið til fulls og gera hana ' að hlutafélagi. Auk annarra raka fyrir þessari skoðun bendir Eggert á að meiri líkur séu á að rétt mat fáist á eignarhluta fyrirtækjanna, fram komi raunveruleg eign þeirra. Viðmælendur eru sammála um að dulin eign sé í eignarhluta þeirra í Sölumiðstöðinni og myndi hún væntanlega koma fram á hlutabréfamarkaði. Það hvað lítið fáist fyrir hlutinn hindri menn í að selja eða minnka hlut sinn í Sölumiðstöðinni þegar illa gangi í rekstri fyrirtækjanna. Róbert Guð- fínnsson segir nauðsynlegt að auka svigrúm aðildarfyrirtækj- anna, í þá veru að þau geti t.d. losað sig út úr Sölumiðstöðinni og fengið eðlilegt verð fyrir hlut sinn ef aðstæður breytist. Finnbogi Jónsson segir að vissu- lega sé ákveðinn kostur að fá markaðsverð á eignina í Sölumið- stöðinni, sérstaklega fyrir þá sem vilji selja hlut sinn. „En er nokk- urt gagn í því fyrir okkur sem ætlum að vera áfram í Sölumið- stöðinni" spyr Finnbogi. Brynjólf- ur Bjarnason segir að það sé alltaf vont að vera í átthagafjötrun og þeir geti aldrei haldið hópnum saman, þegar hann er spurður að því hvort vanmat á eignarhlut fyr- irtækjanna væri ekki lím sem héldi samtökunum saman og hvort það losnaði ekki um menn við hlutafé- lagsbreytingu. Hann telur nauð- synlegt fyrir félög á opnum hlut- aíjármarkaði að fá markaðsverð á hlut sinn í Sölumiðstöðinni, hlut- hafar þeirra eigi rétt á því. Góð fjárfesting Þegar félagsmaður gengur úr Sölumiðstöðinni ber félaginu að innleysa eignarhluta hans sam- kvæmt ákveðnum reglum. Verð- mæti hlutarins er bókfært eigið fé SH og félaga sem SH á að öllu leyti. Hluturinn er síðan greiddur út á tíu árum. Eignaraðild þrengist UTGERÐARFÉLAG Akureyringa er langstærsti eigandi Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, á tæp- lega 14,5% hlut sem félagið fengi liðlega 200 milljónir fyrir við út- göngu úr félaginu. Verðmæti á frjálsum markaði er þó talið mun meira. Af stærstu eigendum sam- takanna hafa Þormóður rammi og Grandi aukið eignarhluta sinn hlutfallslega mest á síðustu tveim- ur árum, Þormóður rammi um 54% og Grandi um 43%. Eignarað- ild að SH hefur verið að þrengjast. Eftir að samþykktum SH var breytt fyrir tveimur árum var eignarhlutfall félaganna reiknað upp eftir framleiðslu frá stofnun félagsins og eignarhlutföllin fest 1. júlí 1994. Síðan breytist hlutur manna ekki nema þeir kaupi eða selji hlut. Frá þeim tíma hefur hlutur félaganna breyst með mis- munandi hætti. Hluti þeirra hefur ekki nýtt sér boð stjórnar félags- ins um að kaupa þá hluti sem hafa losnað og hefur eignarhluti þeirra þá verið óbreyttur en ann- arra aukist sem nemur kaupum þeirra á nýjum hlutum. Hlutirnar sem losnað hafa, m.a. eignarhluti Vinnslustöðvarinnar, eru boðnir eigendum SH í hlutfalli við fram- leiðslu síðasta árs en ekki ekki í hlutfalli við eign. Því hafa fyrir- tæki með tiltölulega lítinn eign- arhluta en mikla framleiðslu nú um stundir átt þess kost að auka hlut sinn hlutfallslega mikið. Dæmi um þetta eru Þormóður rammi og Grandi. „Við höfum átt rétt á tiltölulega mikilli viðbót og nýtt okkur hann til fulls," segir Róbert Guðfinns- son, framkvæmdastjóri Þormóðs Þessir eiga SH FÉLAGSMENN ailglgss Útgerðarfél. Akureyringa hf. 14,47% isfélag Vestmannaeyja hf. 9,54% Grandi hl. 9,20% Haraldur Böðvarsson hl. 7,00% Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf. 6,70% íshúsfélag isfirðinga hf. 6,62% Síldarvinnslan hf. 6,13% Þormðður rammí hf. 5,00% Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. 4,23% Miðneshf. 4,10% Hraðfrystihúsið hf., Hnífsdal 3,90% Frostlhf. 3,19% Magnús Gamalíelsson hf. 2,83% Hðlanes hf. 2,62% Sigurður Ágústsson ehf. 2,52% Hraðfrystihús Hellissands hf. 2,07% Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf. 2,05% Skjöldur hf. 1,48% Jðn Erlingsson hl. 1,30% Fiskanes hf. 1,03% Hraðfrystihús Tálknafjarðar hf. 0,97% Sofianías Cecilsson 0,81% Fiskiðja Raufarhafnar hf. 0,48% Gunnvör hf. 0,30% Fiskiðjan Dvergasteinn hf. 0,27% Kristján Guðmundsson hf. 0,25% Oddi hf. 0,21% Þorbjöm hf. 0,18% Fiskiðjan Freyja hf. 0,14% ísfiskurhf. 0,12% Saltver hf. 0,08% Fiskv. Magnúsar Björgvinss. 0,06% Straumnes hf. 0,05% (sfold hf. 0,04% Kambur hf. 0,03% Sjávarréttir hf. 0,02% ramma. Hann segir að fyrirtækið sé stór framleiðandi fyrir SH og viyi vera stór eigandi en telur að aukning hlutarins sé jafnframt góð fjárfesting. Þorbjörn hf. í Grindavík er til- tölulega lítill eigandi í SH og hef- ur ekki keypt hluti sem losnað hafa. Gunnar Tómasson fram- kvæmdasfjóri segir að vissulega væri þetta góður fjárfestingar- kostur. „En við höfum verið upp- teknir við að reka útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki og ekki litið á fyrirtækið sem fjárfesti. Við þurfum sennilega að breyta þess- ari hugsun," segir Gunnar. Eigendum Sölumiðstöðvarinnar hefur fækkað stöðugt á und- anförnum árum. Þeir eru nú 36 en voru 40 fyrir þremur árum. Nokkrir af stærri eigendum fyr- irtækisins hafa sagt sig úr félags- skapnum eða orðið gjaldþrota. Reyndar hafa nokkrir nýir bæst við, en allir með tiltölulega lítinn hlut. Þetta hefur leitt til þess að eignaraðildin hefur þrengst. Nú eru sjö fyrirtæki með yfir 6% hlut og eiga þau samtals tæplega 60% eignarhluta. Sex stærstu fyrirtæk- in eiga rúman meirihluta í félag- inu. Fyrir þremur árum áttu 10 stærstu félögin 63% Sölumiðstöðv- arinnar en nú eiga 10 stærstu sam- tals 73% eignarinnar. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Síld- arvinnslunnar hf. í Neskaupstað, segir æskilegast að allir framleið- endur á vegum Sölumiðstöðvar- innar eignist hlut í félaginu og telur það ekki góða þróun að fáir stórir hluthafar verði ráðandi afl í félaginu. Þessar reglur þýða að eignar- hlutur manna reiknast af tölu sem er töluvert lægri en eigið fé Sölu- miðstöðvarinnar samkvæmt sam- stæðureikningi. Mest munar um að hlutabréf SH í félögum, sem það á ekki öll hlutabréfín í, reikn- ast aðeins á nafnverði þó verð- mæti þeirra sé meira. Undir þetta falla til dæmis tvö öflug hlutafélög sem SH hefur átt mikinn meiri- hluta í, Jöklar hf. og Umbúðamið- stöðin. Einnig hlutafélög eins og Plastprent þar sem SH er í minni- hluta. Fyrir utan þetta er svo dul- in eign Sölumiðstöðvarinnar ekki metin þegar verðmæti eignarhluta er reiknað, til dæmis vörumerkið Icelandic og viðskiptavild. Aða- leign SH er að sjálfsögðu dótturfé- lagið, Coldwater Seafood, í Banda- ríkjunum og telja menn sölukerfi þess og stöðu á markaðnum mun meira virði en fram kemur í reikn- ingum SH. Þeir hlutir sem SH hefur leyst til sín hafa verið boðnir félags- mönnum í bráðum tvö ár og hafa þeir allir selst aftur. Vegna þess vanmats sem er á eignum SH hafa menn talið þetta góða fjár- festingu og eftirspurnin verið meiri en framboðið. Skerfur þeirra sem ekki nýta sér forkaupsréttinn hefur gengið til annarra eigenda í sömu hlutföllum. Fram kom á aðalfundi SH á dögunum að liðlega 10% hlutur í SH hefði skipt um hendur með þessum hætti og munar þar mest um tæplega 8% eignarhlut Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Hvert prósent af þeim eignarhlut var keypt á lið- lega 15 milljónir kr. og selt hlut- höfum á sama verði. Það þýðir að heildareignin í SH er metin á 1,5 milljarða kr. í þessu tilliti. „Þetta er eins og smíðaverð eins skuttog- ara. Það hljóta að vera margfalt meiri verðmæti í Sölumiðstöðinni og öllu sölukerfinu erlendis,“ segir félagsmaður í SH. Breyting á SÍF tókst vel Líklegt má telja að leitað verði í smiðju saltfiskframleiðenda ef ákveðið verður að breyta Sölumið- stöð inni í hlutafélag. Sölusam- band íslenskra saltfiskframleið- enda steig þetta skref síðla árs 1993 eftir að minnsta kosti þriggja ára undirbúning. Breytingin hefur þótt takast vel. Áður en hlutafé- lagið tók við var farið nákvæmlega yfír allar eignir SÍF og skuldbind- ingar. Eignamat virðist hafa verið mjög varfærið því fasteignir voru skrifaðar niður um 80 milljónir til þess að þær væru ekki yfírteknar á hærra verði en hægt væri að selja þær fyrir með_ litlum fyrir- vara. Viðskiptavild SÍF, vörumerki og fleira voru ekki metin til eignar og dótturfyrirtæki voru færð yfír á nafnvirði. Síðan var þessari eign skipt á milli eigendanna með út- gáfu hlutabréfa til þeirra. „Breytingin á SIF heppnaðist að mörgu leyti vel. Reksturinn hefur gengið vel þrátt fyrir að SÍF eigi í harðari samkeppni við aðra útflytjendur en áður, rétt eins og á sér stað núna hjá SH og ÍS,“ segir Gunnar Tómasson. Hann fylgdist vel með undirbúningi breytinganna, var um árabil í stjórn SÍF, fyrir breytinguna, og er nú aftur kominn í stjórnina auk þess sem hann á sæti í stjórn SH. Fyrst eftir stofnun hlutafélags- ins lækkuðu hlutabréfin í SÍF hf., en síðan hafa þau stöðugt hækkað og um þessar munir er gengi þeirra liðlega þrefalt nafnverð. Gunnar nefnir tvær ástæður þegar hann er spurður um ástæður þess- arra miklu hækkana. Skrúfan hafí farið í gang þegar þjónustuaðilar fóru að bítast um bréfin og þá hafi almennir fjárfestar séð fram á góða ávöxtun og fylgt í kjölfar- ið. En Gunnar segir að ekki megi gleyma því að reksturinn hafí gengið vel. „Eg er sannfærður um að þetta mun gerast með svipuðum hætti hjá SH. Þjónustuaðilar hafa áreið- anlega áhuga á að komast þar til áhrifa og einnig þeir sem hafa hagsmuna að gæta úti á mörkuð- unum, til dæmis við vörudreifingu. Svo má búast við að almennir fjár- festar komi á eftir,“ segir Gunn- ar. Róbert Guðfinnsson telur að gengi hlutabréfa í SH hf. muni ráðast af því hvernig reksturinn gangi, fremur en hvaða eignir standi þar á bak við. Menn spyiji fyrst og fremst um það hvaða arð eignirnar gefi. Fækkar í stjórn Viðmælendur telja of snemmt að meta áhrif hugsanlegra breyt- inga á félagsformi Sölumiðstöðv- arinnar á stjórnun fyrirtækisins. Flestir eru sammála um að það breytist úr því að vera félagasam- tök með víðtækum skyldum við félagsmenn í sjálfstætt fyrirtæki sem beri fulla ábyrgð á gerðum sínum gagnvart hluthöfum. Menn eru enn ósammála um það hvort kostir eða gallar þessarar breyt- ingar vegi þyngra en hlutafélags- mennirnir virðast þó vera að ná yfírhöndinni. Valdahlutföllin munu breytast eitthvað því í hlutafélagi ræður hlutafjáreign afli atkvæða en ekki framleiðsla og hausafjöldi að hluta eins og hjá Sölumiðstöðinni. Nú eru fímmtán menn í stjórn SH. Þó hlutafélagalögin komi ekki í veg fyrir kosningu svo fjölmennrar stjómar mun áreiðanlega verða fækkað í henni, eins og gert var hjá SÍF. Ekki er ólíklegt að ein- hver togstreita verði um sætin. ' Andstaða við skiptingu dótturfélaga EFTIR að aðalfundur SH samþykkti enn eina endurskoðun á félagsforminu ákvað Sigurður Einarsson að draga til baka tillögu sína um að skipta hlutabréfum SH í dóttur- fyrirtækjunum í Bandaríkjunum og Bret- landi á milli eigenda SH. Sú tillaga kemur væntanlega til skoðunar í stjórn SH sam- hliða umræðum um breytingu á félagsformi en ekki er að heyra að hún njóti almenns fylgis. Brynjólfur Bjarnason telur margt áhuga- vert við þessa hugmynd og segir gott að hafa hana uppi á borðinu. Helstu rökin fyrir hugmyndinni að mati Brynjólfs eru þau að hægt yrði að takast á hendur ólík verkefni úti í heimi með mismunandi eignar- aðild. Þannig yrði litið sjálfstætt á hvert verkefni enda gætu eigendur SH og aðrir íslenskir ljárfestar haft mismunandi áhuga á að leggja fram nýtt áhættufé í þau. Jón Ingvarsson sagði í samtali við Morg- unblaðið á aðalfundi SH á dögunum að ekki kæmi til greina að svipta SH þessari eign, það myndi veikja félagið svo mikið að það hefði ekki þá burði sem það þarf til að taka þátt í ört vaxandi samkeppni. Dótturfyrirtækin Coldwater Seafood í Bandaríkjunum og Icelandic Freezing Plants Ltd. í Bretlandi eru aðaleignir SH, að verðmæti nokkuð á þriðja milljarð kr. Jón Ingvarsson segir að það liggi í augum uppi að það myndi veikja SH mikið ef þessi eign yrði greidd út úr félaginu. Finnbogi Jónsson og Gunnar Tómasson lýsa sig mótfallna hugmyndinni. Finnbogi segir að þetta hafi komið til greina áður en samþykktum SH var breytt til þess að koma í veg fyrir að eigið fé SH rýrnaði stöðugt við úrsagnir frystihúsa. Nú væri það vandamál leyst og segist hann ekki sjá neinn tilgang í breytingu nú. Gunnar segir að sölufyrirtækin hafi ræturnar í markaðn- um og ef þær verði klipptar frá muni starf- semin fölna. Róbert Guðfinnson segir rétt að fara í gegn um þessa umræðu en telur ljóst að ekki sé áhugi á því hjá meirihluta eigenda SH í dag að fara þessa leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.