Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 13 Franjo Tudjman. Josip Broz Tító. Ante Pavelic. Drauga- gangnr í Króatíu Franjo Tudjman Króatíuforseti hefur uppi hugmyndir um að láta grafa upp „bestu syni“ þjóðarinnar og leggja þá til hvílu í króatískri mold. FRANJO Tudjman, hinum þjóðernissinnaða forseta Króatíu, hefur tekist að blása nýju lífi í gamalt og sérlega andstyggilegt deilumál sem eitrað hefur öll samskipti þjóðanna er byggja fyrrum Júgóslavíu. Hann hefur sett fram þá hugmynd að „bestu synir“ Króatíu, kommún- istaleiðtoginn Josip Broz Tító og stríðsglæpamaðurinn Ante Pavelic, verði grafnir upp og fluttir heim til hvílu í króatískri mold. Þjóðernishyggja Tudjmans hef- ur löngum verið mönnum nokkuð áhyggjuefni en nú hefur honum tekist að magna efasemdir um ágæti stjórnarhátta sinna um allan helming. Enn hafa þó stuðnings- menn hans erlendis á borð við stjórnvöld í Þýskalandi og Banda- ríkjunum, ekki tjáð sig um þetta nýjasta útspil forsetans. „Alla þá Króata sem á einhvern hátt hafa skarað fram úr og varið hafa lífi sínu til að vinna að hags- munum Króatíu ber að leggja til hinstu hvílu í króatískri mold,“ sagði forsetinn í blaðaviðtali fyrr í þessum mánuði. Hann bætti við að hann sæi enga ástæðu fyrir því að þetta ætti ekki einnig við um Ante Pavelic. Hugmyndir hans um ríki Króata hefðu verið háleitar en sjálf framkvæmdin hefði brugðist. Fjöldamorðingi Aðrar þjóðir en Króatar í fyrrum Júgóslavíu telja að Pavelic hafí verið ómennskt skrímsli og raunar eru margir Króatar einnig þeirrar skoðunar. Pavelic var leiðtogi Ustasja-hreyfingarinnar og fór fyrir ríkisstjórn sem gerðist sek um einhver verstu grimmdarverk, sem framin voru á árum síðari heimsstyijaldarinnar. Framin voru fjöldamorð á Serbum, gyðingum og króatískum stjórnarandstæð- ingum. Verði draumur Tudjmans að veruleika og Pavelic borinn á ný til grafar í Króatíu má ætla að það veki viðbrögð á alþjóðavett- vangi. Króötum svíður að sá máður sem lagði grunninn að nútímaríki þeirra skuli hafa verið stríðsglæpa- maður og fjöldamorðingi. Það er af þessum sökum sem mörg kraft- birtingarform þjóðernishyggju, hversu saklaus sem þau annars kunna að vera, eru oft kennd við „Ustasja“. Tudjman forseti var sjálfur í andspyrnuhreyfíngunni sem barð- ist gegn Þjóðveijum og Ustasja á árum síðari heimsstyijaldarinnar. Svo virðist sem hann hyggist freista þess að sameina tvenns konar arfleifð sem löngum hefur klofíð króatíska þjóðernissinna; „Ustasja-arfleifðina“ og „Partisan- arfleifðina", endurminninguna um þá sem börðust fyrir frelsi þjóðar- innar undan oki nasista og lepp- stjórnar þeirra. Það er af þessum sökum sem forsetinn vill breyta minnismerkinu um fórnarlömb Ustasja, sem er að finna í Jasenovac þar sem voru ill- ræmdar fangabúðir á stríðsárun- um. Hann vill nú að þetta þekkta minnismerki verði til heiðurs öllum þeim sem létu lífið í heimsstyijöld- inni og vill einnig að þar verði lagð- ir á ný til hvílu fallnir Ustasja-lið- ar. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð og andstæðingar forsetans hafa líkt þessu við að jarðsetja leifar þýskra SS-manna við hlið fórnar- lamba þeirra. Beinin heim frá Belgrad Tudjman vill einnig að Josip Broz Tító, kommúnistaleiðtoginn og „faðir Júgóslavíu", verði endur- reistur og grafinn upp til að unnt verði að jarðseta hann á ný í króa- tískri mold. Tító er grafinn í Belgrad, höfuðborg Serbíu, en Tudjman vill að beinin verði flutt til heimabæjar hans, Kumrovec í Króatíu. Þessi flutningur á jarðneskum leifum Títós gæti mælst ágætlega fyrir í röðum serbneskra þjóðemis- sinna. Alltjent sagði einn þeirra, Vojislav Seselj, leiðtogi hægri öfgamanna í Serbíu og meintur stríðsglæpamaður úr Bosníu, ein- hveiju sinni að það væri „frekleg svívirðing við allt það sem serb- neskt er“ að Tító skyldi vera graf- inn í Belgrad. Tudjman segir fyrir sitt leyti að hann hafi með árunum lært að meta Tító á nýjan leik. „Hann er mikilhæfasti stjórnmála- maðurinn í sögu Króatíu.“ Þessi orð koma ef til vill á óvart ekki síst þar sem Tudjman var dæmdur til fangelsisvistar í tíð Títós. En forseti Króatíu hefur sýnilega fyrirgefíð og telur sig geta lært mikið af stíl og stjómar- háttum leiðtogans gamla. Byggt á Aftenposten. IAOS Hagstofa íslands Alþjóðleg ráðstefna um opinbera hagskýrslugerð Hagstofa íslands boðar til 5. ráðstefnu Alþjóðasamtaka um opinbera hagskýrslugerð (Intemational Association for Official Statistics) í Reykjavík 2,- 5. júlí 1996. Fundarstaður: Scandic Hótel Loftleiðir Dagskrá 1. Bókhalds- og upplýsingakerfi fyrirtækja notuð til gagnaöflunar Fjallað verður um hvernig létta megi byrði fyrirtækja af upplýsingagjöf til hagskýrslugerðar en tryggja um leið stöðuga gagnasöfnun með því að tengja hana upplýsinga- og bókhaldskerfum þeirra. Skipuleggjandi: Ad Willeboordse, Hagstofu Hollands Fundarstjóri: Willem de Vries, aðstoðarhagstofustjóri, Hollandi Fyriríesarar frá Astralíu, Bretlandi, ESB, Hollandi, Kanada og Þýskalandi 2. Gæðavandamál við notkun stjórnsýsluskráa til hagskýrslugerðar Rætt verður um tvo þætti sem upp korna þegar meta á hvernig stjórnsýsluskrár nýtist til hagskýrslugerðar; aðferðir við að mæla gæði skráa til þessara nota og aðferðir við leiðrétta niðurstöður með tilliti til þekktra skekkna í skránum. Skipuleggjandi og fundarstjóri: Ib Thomsen, Hagstofu Noregs Fyrirlesarar frá Alþjóðavinnumálastofnuninni, Bretlandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð 3. Samtenging gagna úr könnunum og stjórnsýsluskrám Fjallað verður um aðferðir við að tengja saman gögn úr könnunum og stjórnsýsluskrám til að setja saman hagskýrslur sem eru áreiðanlegri og víðtækari en ef aðeins önnur aðferðin er notuð svo og til að unnt sé að koma við gæðamati. Skipuleggjandi og fundarstjóri: Tirn Holt, hagstofustjóri, Bretlandi Fyrirlesarar frá Astralíu, Frakklandi, Noregi, Slóveníu og Svíþjóð 4. Landfræðileg upplýsingakerfi og hagskýrslugerð Rætt verður um hagnýtingu landfræðilegra upplýsingakerfa í tengslum við hagskýrslugerð, mögulei- ka hennar og takmarkanir. Sýnd verða ýmis dæmi um notkun slíkra kerfa við gerð, framsetningu og dreifingu hagtalna. Skipuleggjandi og fundarstjóri: Asta Manninen, Upplýsingamiðstöð Helsinki Fyrirlesarar frá Bretlandi, Danmörku, Finnlandi, Hollandi, íslandi, Noregi, Spáni og Svíþjóð 5. Hagskýrslugerð sniðin að þörfum notenda Fjallað verður urn hvemig móta megi störf stofnana sem vinna að hagskýrslugerð til þess að þær þjóni sem best þörfum mismunandi notenda; hins opinbera, fyrirtækja og almennings. Skipuleggjandi: Len Cook, hagstofustjóri, Nýja Sjálandi Fundarstjóri: Louis Kincannon, forstöðumaður hagskýrsludeildar OECD Fyrirlesarar frá Ástralíu, Brasilíu, Frakklandi, Hollandi, Nýja Sjálandi og Tékklandi 6. Nýjungar í miðlun hagtalna: Internetið - möguleikar þess og vandamál Rætt verður um hversu langt skuli gengið í að hagnýta Internetið til að miðla hagtölum og afla gagna, hvað geti áunnist og hvað tapast, um öryggi gagna, sölu upplýsinga og um höfundarrétt. Skipuleggjandi og fundarstjóri: John Cornish, Hagstofu Ástralíu Fyrirlesarar frá Bandaríkjunum, Brasilíu, Bretlandi, Hollandi og Kanada 7. Nýjungar í miðlun hagtalna: Heildarskipulag samkvæmt þörfum notenda Fjallað verður um möguleika á að koma á heildstæðu kerfi til að miðla opinberum hagtölum til mis- munandi hópa notenda. Einnig verður fjallað urn hvaða miðlunartækni beri að velja miðað við gerð upplýsinganna og þarfir notenda. Skipuleggjandi og fundarstjóri: Lars Thygesen, aðstoðarhagstofustjóri, Danmörku Fyrirlesarar frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Belgíu, Danmörku, Hollandi og Italíu Aðrir efnisflokkar Auk ofnagreindra efnisflokka verður haldinn sérstakur fundur um hagskýrslugerð fyrir einstök landsvæði og þéttbýli. Loks verður opinn fundur þar sem flutt verða erindi um ýmis efni sem falla utan hinna skipulögðu efnisflokka ráðstefnunnar. Ráðstefnan er opin öllum þeim sem starfa við opinbera hagskýrslugerð, nota hagtölur eða hafa áhuga á efni ráðstefnunnar. Fyrirlestrar og umræður fara fram á ensku og frönsku og verða túlkaðar jafnharðan á hvort málið um sig. Ráðstefnubæklingur, skráningareyðublað og nánari upplýsingar fást á Hagstofu íslands, sími: 560 9841 eða 560 9879, bréfasími: 562 8865, netfang: hagstofa@hag.stjr.is og hjá KOM, Kynningu Og Markaði, sími: 562 2411, bréfasími: 562 3411, net- fang: gbgkom@ismennt.is Þátttökutilkynningar og ráðstefnugjöld sendist KOM eigi síðar en 20. maí næstkomandi. Allar upplýsingar og skráningarblað er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar: http://www.stjr.is/statice/iaos/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.