Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Brúar- smíð Listsýning var opnuð í Washington 2.maí sl. DC til að minna á 10 ára afmæli leiðtogafundarins í Reykjavík 1986, milli Reagans og Gorbachevs. Yfirskrift sýningarinnar er Brúar- smíð: Reykjavíkurfundurinn - Tíu árum síðar „Building Bridges: The Reykjavík Summit, Ten Years Lat- er“. „Leiðtogarfundurinn var merkur áfangi í samskiptum stórveldanna og markaði upphafið að lokum kalda stríðsins. Hann átti stóran þátt í því að vekja athygli á íslandi og Reykja- víkurborg sérstaklega," segir í frétt frá _ utanríkisráðuneytinu. Á sýningunni eru verk þriggja listamanna, Sigrúnar Jónsdóttur frá íslandi, Nancy Hamilton frá Banda- ríkjunum og Pjotr Shapiro frá Rúss- landi. Einnig eru sýndar ljósmyndir frá leiðtogarfundinum og tréút- skurður eftir Gunnar R. Gunnarsson. Verk hans, Vinátta, sýnir á tákn- rænan hátt samband íslands og Bandaríkjanna. Sýningin fer fram í Martin Luther King-bókasafninu og stendur yfir 2.-28. maí 1996. Þetta er aðalbóka- safn borgarinnar, með fjölda sýning- arsala, og fær það um tvær milljón- ir gesta á ári. „Verk Sigrúnar Jónsdóttur vöktu sérstaka athygli á sýningunni. Hún sýnir vefnað, batík og steind gler- verk og öll bera þau með sér sterk einkenni íslenskrar náttúru. Nancy Hamilton er málari sem starfar í Washingtonborg. Hún sýnir olíuverk. Pjotr Shapiro er mynd- höggvari sem flutti til Bandaríkj- anna frá Rússlandi fyrir tveimur árum. Hann sýnir fjölda andlits- mynda, svo og módel verksins Pend- úll lífsins, „The Pendulum of Life“, sem er gert til minningar um leið- togafundinn í Reykjavík. Hann hefur sýnt verk sín á íslandi. Myndlistarsýning^ þessi er haldin á vegum sendiráða íslands og Rúss- lands í Washington. Hátt á annað hundrað manns voru viðstaddir opn- unina. Einar Benediktsson sendi- herra hélt inngangsræðu. Einnig töluðu Andrew A. Venable, varafor- stöðumaður safnsins, Vladimir I. Chkhikvishvili, næstráðandi rúss- neska sendiráðsins, og Birna Hreið- arsdóttir lögfræðingur, sem annaðist undirbúning sýningarinnar. Við þetta tækifæri voru safninu færðar bækur um ísland og íslensk málefni að gjöf,“ segir jafnframt. LUDWIG van Beethoven. Fékk Beethoven bylt- ingarstef að láni? London. Reuter. ÞEKKTUR breskur stjórnandi heldur því fram að Ludwig van Beethoven hafi „fengið að Iáni“ allnokkur stef úr frönskum bylt- ingarsöngvum og að hann hafi ef til vill ætlað sér að sýna þeim stuðning með því að nota stefin í verkum sínum. Þetta kemur fram í breska Iistaþættinum „The South- bank Show“ sem sýndur verður í Bretiandi í dag, sunnudag. Það er stjórnandinn John Eliot Gardiner sem stendur að baki þess- ari fullyrðingu en hann hefur stjórnað flutningi á öllum sinfón- íum Beethovens inn á hljómplötur og gjörþekkir verk tónskáldsins. Gardiner segist hafa komist að því að allnokkur stef í verkum frá „hetjutímabili" Beethovens, séu úr frönskum byltingarsöngvum. Þessa gæti t.d. í þriðju og fimmtu sinfóníu tónskáldsins. „Kenning mín er sú að Beethoven hafi verið maður síns tíma og að hann hafi hrifist af frönsku byltmgunni og öllu því sem fylgdi í kjölfarið." Gardiner segir að þetta sé einna mest áberandi í fimmtu sinfó- níunni, þar sem Beethoven hafi „fengið að láni“ hluta úr verki Luigis Cherubini, „Hymne du Pant- heon“. Franska textann, sem hinn ítalski Cherubini skrifaði, má þýða: „Við sveijum, sverð í hönd, að deyja fyrir lýðveldi og fyrir rétt mannsins." Gardiner leggur þó á það áherslu að Beethoven hafi ekki gerst sekur um lagastuld. „Mörg stórtónskáld hafa fengið stef að láni frá öðrum. Það þarf snilling á borð við Beethoven til að gera annars flokks tónlist að snilldar- verki.“ Segist Gardiner furða sig á því að enginn hafi tekið eftir því hvaða skuld Beethoven átti að gjalda tónskáldum á borð við Cher- ubini, Claude Rouget de Lisle, sem samdi franska þjóðsönginn. Sumarnámskeið Mynd- listarskóla Kópavogs MYNDLISTARSKOLI Kópavogs efnír til námskeiða i sumar, en fyrst var bryddað upp á þessari nýjung í fýrra, með góðum árangri. Þá tóku yfir þijátíu þátt í þessum myndlistarnámskeiðum. Eins og áður verður áhersla lögð á útiveru, þar sem nemendur viða að sér efni og hugmyndum. Það verður teiknað og málað undir berum himni, ef veður leyfir, en að öðrum kosti unnið í kennslustofum Myndlistar- skóla Kópavogs í íþróttahúsi Digra- ness. Námskeiðin verða dagana 10.-14. júní. Kennarar verða Ásdís Sigurþórs- dóttir og Guðrún Sigurðardóttir, sem kenna barna- og unglingahóp- um, Erla Sigurðardóttir kennir vatnslitamálun, Ingiberg Magnús- son kennir teiknun og pastelmálun og Tumi Magnússon olíumálun. í júlímánuði kemur vatnslitamál- ari og -kennari frá Englandi, NEMANDI Myndlistarskóla Kópavogs með verk sitt. Bridget Woods. Hún hefur kennt um árabil á námskeiðum í Suður- Englandi og í Frakklandi og kemur hingað til lands fyrir tilstilli tveggja nemenda Myndlistarskóla Kópa- vogs, sem sótt hafa námskeið henn- ar ytra. Bridget mun leiðbeina lengra komnum nemendum í vatns- litatækni. Námskeið hennar verður í viku, frá 1.-6. júlí. Fyrirmæli dagsins Heimilishreingerning EFTIR PEPON OSORIO Handa þeim sem þurfa að gera hreint heima hjá sér snögglega út af vondu og rykmettu lofti, óæskilegum gestum, vegna þess að þeir eru af og til óheppnir eða hreinlega heillum horfnir. Efniviður: * lítill leirdiskur, * hvítlaukur, * vatn, * vindill, * tréspænir, * eldspýtur, * neglurnar á þér, * reykelsi (myrra eða frank-reykelsi), * blóm, * glerskál. Hafðu allt þetta til áður en byijað er. Kveiktu í vindlinum. Þú þarft ekki að reykja hann allan, heldur reykir hann eingöngu meðan á athöfninni stendur. Opnaðu alla glugga og skrúf- aðu frá öllum krönum i íbúðinni (þetta rekur vondu orkuna burt af heimilinu). Klipptu á þér negl- urnar og settu afskurðinn í leirdiskinn með miklu magni af hvítlauk og tréspónum auk ösk- unnar af vindlinum. Kveiktu í þessu með eldspýtunum. Gakktu um íbúðina með vindilinn í ann- arri hendi og skálina í hinni' þannig að reykurinn komist út í hvert horn. Meðan á þessu stendur verður eldurinn að lifa í disknum. Þegar búið er að gera alveg hreint í íbúðinni skal skilja diskinn eftir við aðal- gluggann. Settu reykelsið í annað ílát, kveiktu á því og endurtaktu síð- an hreingerninguna. Ákallaðu hollar vættir og óskaðu þér heilsu, ljóss og endurnýjungar. Nú ætti heimili þitt að vera þrungið orku, fullt af ljósi og höfugum ilmi. Lokaðu öllum gluggum. Láttu ferskt vatn renna úr krana í skál og settu skálina við rúmið þitt eða við útidymar með blómum og vindl- inum og hafðu hana þar í sjö daga. Þetta ætti að hjálpa til við að halda loftinu hreinu. Losaðu þig við hvítlaukinn, naglaskurð- inn og spæninn utan heimilisins. Þessa heimilisathöfn er hægt að endurtaka mánaðarlega eða oft- ar. • Fyrirmælasýning í samvinnu við Kjarvalsstaði og Dagsljós. Guðrún Gjúkadóttir tví- eggjuð fram úr sortanum Haukur Tómasson Sverrir Guðjóns- Guðni Franzson tónskáld. son söngvari. klarinettuleikari. TVEGGJA ára ákafur undir- búningur Louise Beck og samstarfsfólks hennar skil- ar nú í sumar Guðrúnu Gjúkadóttur og um tvö hundruð leikurum, söngvurum og tónlistarfólki upp á svið í þurrkvi í Kaupmannahöfn og það er Haukur Tómasson tónskáld, sem gæðir verkið tónlist. Sverrir Guðjónsson söngvari syngur eitt hlutverkanna og Guðni Franzson klarinettuleikari mun aðstoða við uppsetninguna. Haukur Tómasson hefur valið texta úr Eddukvæðum, en danska skáldið Peter Laugesen hefur ort upp hluta þeirra á dönsku, svo texti verksins er bæði á íslensku og dönsku. Æfingar hefjast í júní- byijun, en verkið verður frumsýnt 24. júlí og sýnt fram til 17. ágúst og verður einn helsti listviðburður sumarsins. Það er margt nýstárlegt við sýn- inguna og þá ekki síst sýningarstað- urinn, sem er gömul þurrkví á Hólmanum andspænis Litlu haf- meyjunni á Löngulínu. Hólminn hefur verið umsvifasvæði hersins, sem nú er að flytja burt og lætur eftir sig ýmis mannvirki, sem flest verða tekin til listrænna nota. Þurrkvíin liggur tíu metra undir sjávarmáli, þar sem áhorfendur munu ferðast með Guðrúnu í gegn- um lífshlaup hennar, því þættimir þrír, sem byggja verkið, eru fluttir á mismunandi stöðum í því mikla rými, sem kvíin er. Siglt verður Eftir tæpa tvo mánuði stígur Guðrún Gjúka- dóttir endursköpuð upp úr höfninni í Kaup- mannahöfn við tónlist Hauks Tómassonar. Sigrún Davíðsdóttir hitti aðstandendur sýn- ingarinnar og fræddist um framkvæmdina. með áhorfendur frá Nýhöfn og yfir höfnina að kvínni, en sýningin sjálf tekur um Vh klukkustund. Það verður heldur ekkert smá mál að fá 200 manns til að renna í eitt mót og þar gegnir Guðni Franzson veigamiklu hlutverki, því að sögn hefur hann ekki aðeins góða hæfi- leika til að blása í klarinettið, held- ur einnig til að aga stóra hópa. Flytjendur eru 150 statistar, þrettán leikarar, átta söngvarar og 15 tónlistarmenn. Textinn er ýmist fluttur af söngvurum eða leikurum, nema að Guðrún er tvískipt, bæði leikin af leikkonu og túlkuð af söng- konu. Veðurguðimir leika þó eigin- lega aðalhlutverkið, því sýningin er undir beru lofti. Að sögn Hauks gegnir tónlistin mismiklu hlutverki í hinum einstöku þáttum verksins. Sem íslendingur segist hann hafa sterkar tilfinningar gagnvart kvæð- unum og ekki fari hjá því að kvæð- in setji svip sinn á tónlistina. Sög- unni vindi til dæmis mishratt fram í kvæðunum um Guðrúnu og þess gæti í tónlistinni, þar sem þau séu eins og fjarlægt bergmál í tónlist- inni. Kvíin er eins og U í þversniði svo hljóðið berst upp úr henni og því verður tónlistin mögnuð upp. Haukur segir það gefa ýmsa spenn- andi möguleika til hljóðvinnslu, þar sem megi ummynda það, breyta jafnvægi hljóðfæranna og mynda þannig nýjar samsetningar. Peter Laugesen er ekki óvanur að eiga við efni af íslenskum rótum, því fyrir nokkrum árum færði hann leikrit Oehlenschlágers, Kjartan og Guðrúnu, til nútímamáls og þótti takast firnavel upp. Um texta sinn nú segist hann leitast við að endur- yrkja texta Eddukvæðanna, þó hann kunni ekki íslensku. Hann undirstrikar að hann leitist ekki við að gera textann nútímalegan, held- ur einungis að færa hann til nútíma- horfs, vonandi með sama hugarfari eins og þegar kvæðin gengu manna á milli og fylgdu tímanum á þann hátt. Og Laugesen fæst heldur ekki til að útleggja persónurnar á neinn hátt eða skýra þær sálfræðilega. Persónurnar eigi að komast til skila í textanum, rétt eins og gerist í kvæðunum, en ekki að fá einhveija sálfræðitúlkun hengda á sig. En hvernig tekst til við að koma per- sónunum til skila í texta Laugesens og Eddu, tónlist Hauks, ljósum, búningum og líkamstjáningu kemur í ljós eftir rúma tvo mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.